Morgunblaðið - 01.12.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.12.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 Norrænir sósíaidemókratar lýsa stuðningi við kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd: Alþýðuflokkurinn ekki hafður með í ráðum ANKER Jargenaen lýsti því yfir i blaðamannafundi í hádeginu í gœr, sem haldinn var í tengslum við ráð- stefnu þingmanna um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd, að sósíal- demókratafiokkar i Norðurlöndum myndu halda ifram að vinna að fram- kvjemd hugmyndarinnar um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd. Þetta var gert in samriðs við Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýðuflokks- ins. Jón Baldvin sagði i samtali við Morgunblaðið í gær að hann hafi komið til ráðstefnunnar til þess að skýra sín sjónarmið á þeirri for- sendu að þar yrðu ekki gerðar nein- ar ályktanir. „Það liggur alveg fyrir hver okkar afstaða er,“ sagði Jón Baldvin. „Við vísum alveg á bug tillögu um einhliða yfirlýsingu um kjarnorkuvopnalaus svæði. Og það sem fyrir liggur er ósköp einfald- lega það að ágreiningur er um þetta mál milli jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum. í ræðu minni lagði ég áherslu á að öryggi lýðræðisríkja í Vestur- Evrópu byggðust á samstarfi þeirra í Atlantshafsbandalaginu og varn- arsamstarfi Vestur-Evrópu við Bandarikin. Einhliða yfirlýsing sumra landa innan bandalagsins, eins og t.d. um kjarnorkuvopnalaus svæði er að mínu mati ósamrýman- leg sameiginlegu öryggisáætlunum þessara landa. Ég hef enga trú á því að fá ríki geti tekið sig út úr bandalaginu og náð sér skilmálum án þess að veikja samningsstöðu og öryggi hinna þjóðanna. Þetta Smjörið hækkar mest MJÓLK og mjólkurvörur hækka í verði i morgun, minudag, um 6—7 %, nema smjör sem hækkar um 7,7 %. Mjólkurlítrinn hækkar úr 33,30 i 35,40 kr. (6,3%), rjómalítrinn úr 202,10 í 215,10 kr. (6,4%) og undan- renna úr 22,80 í 24,30 kr. hver lítri (6,6%). 1 kíló af skyri hækkar úr 56,30 í 60,20 kr. (6,9%), kíló af 1. flokks smjöri úr 380,70 í 410,20 kr. (7,7%) og 1 kíló af 45% osti úr 310,60 í 330,50 kr. (6,4%). Allt er þetta hámarkssmásöluverð. Verð á kindakjöti og öðrum búvörum hefur ekki verið ákveðið en búist er við því í næstu viku. þýðir að allar umræður um kjarn- orkuvopnalaus svæði á að ræða innan bandalagsins og þær á að ræða á þeim grundvelli að um gagnkvæma samninga sé að ræða milli Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins. Ég er sam- mála þeirri afstöðu sem norska ríkisstjórnin setti fram að einhliða yfirlýsing komi ekki til greina og framkvæmd á hugmyndum um kjarnorkuvopnalaust svæði sé svo flókin og háð svo mörgum skilyrð- um t.d. þeim að Sovétmenn fjarlægi sin kjarnavopn sem beint er að Vestur-Evrópu og Norðurlöndum. Af þessum sökum er hugmyndin pólitískt barnaleg og í annan stað varasöm frá varnarsjónarmiði og siðferðilega heldur vafasöm líka vegna þess að hún rýfur samstöðu þeirra sem þurfa að standa saman. Rökin sem alltaf eru notuð eru þau að þetta sé aðferð til að skapa gagnkvæmt traust og því er til að svara að Norðurlöndunum er ekki vantreyst. Vantraustið er milli stórveldanna og því eru þetta veik rök.“ BANKAEFTIRLITIÐ hefur marg- sinnis á síðustu 10 árum vakið at- hygli yfirstjórna Seðlabankans og lltvegsbankans á slæmri stöðu Haf- skips hjá Útvegsbankanum. Að sögn Þórðar Ólafssonar, forstöðumanns bankaeftirlits Seðlabankans, var fyrst gerð athugasemd í þessa veru í skýrslu árið 1975, síðan tvívegis árið 1977, aftur 1978 og 1980. Skýrsl- ur þessar komu inn á borð til þriggja viðskiptaráðherra á þessu tímabili, Ólafs Jóhannessonar, Tómasar Árnasonar og Svavars Gestssonar. Frá þessu er skýrt á forsíðu Þjóðvilj- ans í gær og sagt að sáralítil viðbrögð hefðu verið hjá viðkomandi stjórn- völdum nema árið 1979, þegar við- skiptaráðuneytið krefst þess að yfir- stjórn Útvegsbankans fari eftir ábendingum bankaeftirlitsins. Svav- í ræðu sinni sagði Jón Baldvin m.a.: „Hvað vakir fyrir kúgurunum í Kreml? Ætla þeir að leggja undir sig Vestur-Evrópu á sama hátt og Mið- og Austur-Evrópu? Nei. Þeir ar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins var þá viðskiptaráðherra. „Það er rétt, ég krafðist þessa og skrifaði Seðlabankanum enn- fremur bréf um þetta mál,“ sagði Svavar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þarna var ekki eingöngu um Hafskip að ræða, heldur einnig önnur gælufyrirtæki íhaldsins eins og Shell og Olíumöl hf., sem þá, ásamt Hafskip, voru að setja Ut- vegsbankann á hausinn. Þá voru gerðar ráðstafanir til þess að taka á þessum málum og í síðustu ríkis- stjórn neyddust menn til að leggja fram fjármuni úr ríkissjóði til þess að tryggja stöðu sparifjáreig- enda gagnvart Útvegsbankanum og stöðu bankans gagnvart sínum viðskiptamönnum yfirleitt. Á síð- þurfa á henni að halda eins og Kínverjar á Hong Kong. Að öll Evrópa verði þeirra áhrifasvæði. Það heitir „Pax Sovietica", „Hinn sovéski friður“.“ ustu tveimur til þremur árum hefur hins vegar sigið mjög á ógæfuhliðina í þessum efnum.“ En var farið að kröfu þinni? „Mér er kunnugt um það að Seðlabankinn tók mjög alvarlega á málum Útvegsbankans á þessum tíma og ég hygg að það hafi verið gert í framhaldi af þessu bréfi. Ég tel því að þessar ábendingar bankaeftirlitsins þá hafi haft áhrif, hins vegar ekki nægileg áhrif. Því það sem skiptur máli í þessu sambandi og hefur alltaf legið fyrir, er að Útvegsbankinn er of lítill banki til að standa við allar þær skuldbindingar sem á honum hvíla. Og því hefur mín afstaða alltaf verið sú að það eigi að sameina Útvegsbankann öðrum bönkum," sagði Svavar Gestsson. Fyrsta sjúkraflugið EKIÐ var á gangandi mann skammt frá Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd rétt eftir miðnætti að- faranótt laugardags. Maðurinn slasaðist mjög mikið og var fluttur með sjúkrabifreið á Akranes. Þangað sótti þyrla Landhelgis- gæslunnar, TF-SIF, hann og flutti á Borgarspítalann. Þetta var fyrsta sjúkraflug þyrlunnar. Maðurinn liggur nú á gjörgæslu- deild spítalans og samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið fékk í gær er hann talinn í lífshættu. En hvaða vald hafa bankaeftir- litið og Seðlabankinn til að hafa afskipti af rekstri annarra banka? Þórður Ólafsson verður fyrir svör- um: „Þegar um viðskiptabanka er að ræða nær vald bankaeftirlitsins og Seðlabankans ekki lengra en til þess að gefa ábendingar," sagði Þórður. „Það eru hlutaðeigandi bankastjórn og bankaráð sem ráð- stafa fé bankans og bera fulla ábyrgð á rekstrinum. Hins vegar ber bankaeftirlitinu að tilkynna viðskiptaráðherra þegar í stað ef það telur að rekstur einstakra banka sé óheilbrigður. Viðskipta- ráðherra er yfirmaður bankamála og hann getur gripið til aðgerða sem varða starfsemi bankans." Að sögn Þórðar er þessu öfugt farið með sparisjóði. Um þá gilda lög sem kveða á um að þeir megi ekki lána einstökum viðskiptavin- um sínum fram yfir ákveðið há- mark: „Bankaeftirlitið fylgir því mjög fast eftir að sparisjóðir virði þessa reglu, og ég get fullyrt að aðgerðir okkar í þá veru hafa komið í veg fyrir mörg gjaldþrot sparisjóða," sagði Þórður. Nú um áramótin taka gildi ný bankalög, þar sem þetta ákvæði sem takmarkar útlán til einstakra lánþega er fellt niður. „Ég veit að starfsmenn sparisjóða eru al- mennt óánægðir með að þetta ákvæði falli úr gildi. Það hefur reynst þeim ákveðinn styrkur og bakhjarl, sem gerir þeim auðveld- ara að vísa frá hættulega háum lánbeiðnum," sagði Þórður Ólafs- son. Aðventukvöld í Dómkirkjunni MISRITTOI varð í frétt í Morgun- blaðinu í gær um aðventukvöld í Dómkirkjunni í Reykjavík. Það er klukkan 20.30 í kvöld, en ekki klukku- stund síðar eins og sagði. Þetta leið- réiiist hér með. Dvftlin hér farin að fara í taugarnar á skipverjum — segir Óskar Gíslason, skipstjóri á Skaftá, sem nú er kyrrsett í Antwerpen-höfn Antwerpen, 30. nóvember. Frá (jui Bjarnadóttur frétUriUr* Morgunblaómiis. ÞÝSKIR eigendur Húsár, sem Hafskip hf. var meö á leigu, lögöu fram kröfur um skuldagreióslur í Antwerpen á föstudag. Bragi Ragnarsson, framkvæmdastjóri Hafskipsskrifstofunnar í Rotterdam, sagði í morgun aö sú krafa hefði komið sér á óvart þar sem eigendurnir lögðu hald á vörur sem fiutningsgjöld höfðu ekki verið greidd fyrír, síðast þegar Húsáin var í Antwerpen. Eigendur varanna urðu að leysa þær út frá lögfræðingum eigenda Húsár. „Þeir vildu þá fá tæpa 100.000 dollara greidda og vörurnar voru meira virði en það,“ sagði Bragi. „Þeir fengu þá það sem þeir kröfðust og þess vegna kemur þessi nýja skuldakrafa mér mjög á óvart.“ Bragi og Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri skrifstofu Hafskips í Ipswich, eru í fríi með konur sínar og börn hjá Sveini Péturssyni, framkvæmdastjóra Hafskipsskrifstofunnar í Ham- borg, nú yfir helgina. „Við erum hér samankomnir til að slappa af en ekki til að funda um mál- efni Hafskips," sagði Sveinn. „Það er gott hljóð í okkur í einka- lífinu og úti er snjór og fallegt veður.“ Bragi sagði að þeir þre- menningarnir hefðu ekki gert sér neina grein fyrir þessari lélegu afkomu fyrirtækisins. „Við höfð- um engan aðgang að bókhaldi Hafskips heima og okkur var sagt síðast á fundinum heima í október að engir verulegir erfið- leikar hrjáðu fyrirtækið." Það var þungt hljóðið í óskari Gíslasyni, skipstjóra Skaftárinn- ar, í morgun, en skipið hefur nú verið kyrrsett hér í Antwerpen 1 átta daga. „Það gerist ekkert núna yfir helgina og enginn veit hvað tekur við á mánudaginn," sagði hann. „Ætli það þurfi ekki að fara með þetta mál fyrir dóm- stólana og reyna að sanna að Skaftáin er nú í eigu íslenska skipafélagsins en ekki Hafskips. Þetta mál hefur nú fengið að dragast allt of lengi, dvölin hér er farin að fara í skapið á skip- verjum og það þarf að huga í alvöru að því að flytja hluta af mannskapnum heim.“ Allir skipverjar geta farið frjálsir ferða sinna og það er ekki fylgst með skipinu. „Sá misskilningur að ég sé í varð- haldi hér um borð og það sé fylgst með skipinu hefur víst heyrst heima," sagði óskar, skip- stjóri. „Það var komið með hand- tökuheimild á mig um borð þegar skipið var kyrrsett en hún hefði aðeins verið notuð ef ég hefði sýnt einhvern mótþróa eða verið ósamvinnuþýður." óskar ætti tveggja ára fangelsisvist yfir höfði sér og yrði „persona non grata“ í Antwerpen-höfn ef hann reyndi að koma Skaftánni ólög- lega úr höfn. MorgunblaAiö/Júlfus Hafskip — Útvegsbankinn: Bankaeftirlitið hefur oft bent á slæma stöðu Hafskips
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.