Morgunblaðið - 01.12.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.12.1985, Qupperneq 4
4 MÓhGIÍNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 Axel Gíslason aðstoðarforstjóri Sambandsins: Sambandið hugðist ekki kaupa eignir og skuldir Hafskips SAMBAND ísl. samvinnufélaga gekk ekki til viðræðna við fulltrúa íslenska skipafélagsins með það fyrir augum að taka yfir neitt af eignum, skuldum eða skuldbindingum Hafskips eða íslenska skipafélagsins, að því er Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri Sambandsins, sagði á fundi með Félagi ís. rekstr- arráðgjafa á fimmtudagskvöld. Axel Gíslason sagði á þessum fundi að hann vildi þar nota tæki- færið til að leiðrétta, að því er hann teldi, mistúlkun á viðræðum Sambandsins við fulltrúa ísl. skipafélagsins og á niðurstöðum þeirra. Hann sagði það staðreynd, að viðræður Sambandsins við þessa aðila hefðu ekki fjallað um kaup skipadeildarinnar á Hafskip, ekki um sameiningu skipadeildar- innar og Hafskips eða íslenska skipafélagsins, ekki um að kaupa skip Hafskips eða ísl. skipafélags- ins, eða gámaflota, bíla, lyftara eða annan tækjakost og ekki heldur um yfirtöku á skuldum Hafskips gagnvart Otvegsbanka eða annar- staðar. Viðræður hefðu snúist um stofnun nýs skipafélags, hlutafé- lags sem væri að meirihluta í eigu skipadeildar Sambandsins en með þátttöku einhverra af hluthöfum Hafskips og stjórnarmanna í ís- lenska skipafélaginu, sem legðu fram hlutafé allt að 200 milljónum í hið nýjafélag. Axel sagði það skoðun sína að markaðurinn hér á landi væri Raufarhöfn: Húsið Geysir eyðilagðist í eldsvoða Kaufarhöfn, 29. nóvember. HÚSIÐ Geysir á Raufarhöfn eyði- iagðist í eldsvoða í nótt. Húsið var mannlaust. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnsinntaki. Geysir er gamalt tveggja hæða járnklætt timburhús. Enginn hef- ur búið í því um tíma en eigendur þess eru búsettir erlendis. Eldur- inn kom upp í kvisti hússins þar sem rafmagnsirntakið er og var kvisturinn orðinn alelda þegar til- kynning barst til slökkviliðsins á Raufarhöfn um klukkan 3.45. Slæmt veður var í nótt, en slökkvi- starfið gekk vel miðað við aðstæð- ur. Slökkvistarfi var lokið fyrir klukkan 7 í morgun. Eldurinn fór um alia efri hæðina og er húsið mikið skemmt. Verður það varla endurbyggt. - Helgi. tæpast nógu stór til að bera þrjú sjálfstæð flutningakerfi í kaup- skipaútgerðinni og með stofnun félagsins hefði því verið að því stefnt að mynda hér öflugt félag sem með því að tryggja sér núver- andi flutningsmagn skipadeildar Sambandsins og Hafskips, væri komið með um 40-45% af markað- inum á móti um 60% hlutdeild Eimskips. Með svo öflugu félagi væri raunverulega kominn val- kostur sem tryggði raunverulega samkeppni á þessum markaði, sem væri aftur forsenda frjálsrar samkeppni, að mati Axels. Sérstakur gestur þessa fundar Félags ísl. rekstrarráðgjafa var Valur Arnþórsson og spurði blaða- maður Mbl. Val hvort einhverjar líkur væru á því að til nýrra við- ræðna kæmi milli Sambandsins og íslenska skipafélagsins í ljósi málaleitunar Dagsbrúnar. Valur svaraði því til að eins og málum háttaði þá stundina hefðu forsend- ur ekki breyst á neinn hátt að aðstæða væri til að ætla að afstaða stjórnarinnar hefði breyst frá því sem var. Að auki sagði Valur að Útvegsbankinn væri í mjög erfiðri stöðu og ætti í viðræðum við Eimskipafélagið og af þeirri ástæðu einni kvaðst Valur ekki myndu kalla stjórn Sambandsins saman á ný, því að slíkt kynni að verða túlkað af einhverjum sem viðhorfsbreyting af hálfu stjórnar- manna Sambandsins og þar með spillt fyrir viðræðum Útvegsbank- ans við Eimskipafélagsmenn. Morjíu nblaöið/Árni Sæberg. Bóthildur til vinstri og Guðrún Björg með tvær nýfæddar blómarósir á einni af sængurkvennadeildum Fæðing- ardeildar Landspítalans. Fæðingardeild Landspítalans: Ljósmæður „af gamla skól- anum“ hættar kennslu LJÓSMÆÐUR „af gamla skólan- um“ hafa í mótmælaskyni við meint launamisrétti lagt niður kennslustörf á fæðingardeild Landspítala fslands. Ljósmæðurn- ar gera kröfur um sömu laun fyrir sömu vinnu og að fá umbun fyrir kennslustörf eins og læknar á Landspítalanum. Þær benda á bók- anir frá gerð sérkjarasamninga þeirra í desember 1984 varðandi þessi mál og í viðtali við þær kemur fram, að komið getur til þess, að Ijósmæður með hjúkrunarmenntun leggi einnig niður kennslu, þannig að nemar í heilbrigðisstéttum fái enga kennslu af hendi Ijósmæðra á fæðingardeiidinni. „Af gamla skólanum" segja þær ljósmæður sig vera, sem hlotið hafa tilskilin ljósmæðra- réttindi að loknu tveggja ára námi, án þess að hafa áður lokið hjúkrunarnámi, en árið 1982 var hjúkrunarpróf fyrst gert að inn- tökuskilyrði við Ljósmæðraskól- ann. í dag njóta hjúkrunarfræði- menntaðar ljósmæður hærri launa sem nemur tveimur launa- flokkum skv. BSRB-samningum. Að sögn Guðrúnar Bjargar Sig- urbjörnsdóttur formanns Ljós- mæðrafélags íslands og Bóthild- ar Steinþórsdóttur ljósmóður, sem er hjúkrunarmenntuð, hefur nú verið beðið úrlausna í heilt ár, eða frá gerð sérkjarasamn- inga í desember 1984, en þær segjast sammála um að reglan „sömu laun fyrir sömu vinnu" eigi að gilda. Um helmingur starfandi ljós- mæðra á Fæðingardeild Land- spítalans er af „gamla skólan- um“, þar af meirihluti deildar- ljósmæðra. 19-20 ljósmæðranem- ar og 50-70 læknanemar njóta kennslu í fæðingarhjálp á ári hverju. Þurfa læknanemar að taka á móti a.m.k. tveimur börn- um hver á námstímanum en ljós- mæðranemar a.m.k. 40 börnum. Ljósmæðurnar hættu kennslu 1. nóvember sl. en þær standa misjafnlega að mótmælaaðgerð- unum að sögn þeirra Guðrúnar og Bóthildar. Sumar vísa nemum hreinlega á dyr, en aðrar ieyfa þeim að vera viðstöddum, án þess þó að veita tilsögn. Bóthildur sagði að hjúkrunarmenntaðar ljósmæður sinntu nú allri kennslu, en ljósmæður nytu engrar umbunar fyrir kennslu- störf sín. Læknar fengju aftur á móti greitt sem svarar sjö klukkustunda vinnu á mánuði fyrir kennslustörf og því gæti vel komið til þess að þær tækju þátt í að fella niður kennslu, þó ekki væri nema af þeirri ástæðu. Gunnlaugur Snædal yfirlækn- ir á fæðingardeildinni og skóla- stjóri Ljósmæðraskóla íslands sagði í viðtali við blaðamann, að mál þetta væri í athugun hjá stjórnarnefnd ríkisspítalanna; að sjálfsögðu hefði þetta áhrif á kennsluna en hann vonaðist til að málið leystist farsællega og fljótlega. Einhliða yfirlýsing líkleg til að skapa óróa og tortryggni - sagði Birgir ísleifur Gunnarsson í ræðu á fundi um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd RÁÐSTEFNA um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd hófst í Kaupmanna- höfn á föstudag. Til borgarinnar eru saman komnir þingmenn frá öllum Norðurlöndum, þeirra á meöal átta íslenskir bingmenn, þeir Ólafur G. Einarsson, Birgir ísleifur Gunnars- son, Ingvar Gíslason, Svavar Gests- son, Jón Baldvin Hannibalsson, Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Kvaran. Meðal beirra sem héldu ræðu á Umræða um stofnun þing- bandalags með Framsókn var fyrir opnum tjöldum — segir Hannibal Valdimarsson „Það er engin opinberun að við Björn Jónsson stóðum í viðræðum um stofnun þingbandalags með Framsókn í byrjun árs 1969. Það var gert fyrir opnum tjöldum," sagði Hannibal Valdimarsson, fyrr- verandi alþingismaður og ráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Frá þessu er skýrt í lokabindi ævisögu Eysteins Jónssonar, fyrrum ráð- herra og formanns Framsóknar- fiokksins, og greindi Morgunblaðið frá því í frétt í eær. „Það er ekkert óeðlilegt við að leitað sé eftir samstarfi við aðra þingflokka til að ná aðstöðu í nefndum,“ sagði Hannibal. „En þrátt fyrir miklar umræður varð ekkert úr þessari samvinnu." í þessu lokabindi ævisögu Eysteins Jónssonar segir enn- fremur að þeir Hannibal og Eysteinn hafi ræðst við í júnílok 1969 og hafi Hannibal þá nefnt að hann ætlaði sér að gera upp við Alþýðubandalagið og stofna flokk. „Það getur verið að ég hafi sagt þetta við Eystein, ég man það ekki. En hitt er rétt að ég var orðinn vondaufur um að tækist að gera Alþýðubandalagið gamla að kosningabandalagi á breiðum grundvelli í stað komm- únistaflokks," sagði Hannibal. Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku, fyrrum þingmaður og ráðherra, hefur ritað ævisögu Eysteins Jónssonar og er loka- bindið rétt ókomið í búðir. En er nokkuð á döfinni að Hannibal Valdimarsson riti eða láti rita sínar æviminningar? „Sumir segja að Eysteinn hafi ákveðið að láta skrásetja ævi- minningar sínar til að leiðrétta ýmis atriði sem hann telur að séu rangtúlkuð í ævisögu ólafs Thors. Svo kannski ætti ég að láta skrá mína sögu til að leið- rétta sögu Eysteins! Nei, ég hef fyrir löngu gert upp hug minn í þessum efnum; frásagnir póli- tískra andstæðinga frá liðnum tímum hljóta alltaf að vera ólík- ar og ég ætla ekki að auka við söguna með minni túlkun," sagði Hannibal Valdimarsson. föstudag var Birgir ísleifur Gunn- arsson. Hann lagði áherslu á, að „varðveita hið norræna jafnvægi" og að íslendingar taki þátt í um- ræðum og athugunum kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd, þannig að þjóðin geti sem best gert sér grein fyrir hvað þjóni öryggishagsmun- um íslands, Norðurlandanna sém heild og friðargæslu i heiminum almennt. Hann áréttaði þá stefnu Alþingis að ekki verði staðsett kjarnorkuvopn á íslandi og varaði við einhliða yfirlýsingu Norður- landa, heldur víðtækt samkomulag þar sem kjarnorkuvopn sovét- manna á Kolaskaga og við Eystra- salt yrðu hluti af. Ennfremur sagði Birgir ísleifur: „Þrjú Norðurlandanna, ísland, Danmörk og Noregur, eru í Atl- antshafsbandalaginu, því varnar- bandalagi, sem varðveitt hefur frið í Evrópu í 36 ár og er það eitt lengsta friðartímabil í sögu Evr- ópu. Við viljum njóta góðs af þessu bandalagi, en einn af hornsteinum þess er að litið er á bandalagssvæð- ið sem eina heild, það er sameigin- legt varnarsvæði. Allar umræður um kjarnorkuvopnalaus svæði á Norðurlöndum hljóta því að fara fram í samráði við samherja okkar í Atlantshafsbandalaginu og verða liður í þeirri óhjákvæmilegu stefnu bandalagsins að draga úr kjarnorkuvopna-kapphlaupinu. Samstaða á Vesturlöndum innan Atlantshafsbandalagsins um mál af þessu tagi er grundvallaratriði að mínu mati. Eg vil geta um í þessu sambandi, að fyrir nokkrum vikum kom til Islands Michel Voslensky, sovéski sagnfræðingur- inn sem nú býr á Vesturlöndum og ritaði hina frægu bók Nomen- klatura. Hann starfaði um árabil í innsta hring sovéska kerfisins og þekkir það út og inn. Hann sagði: Sovétríkin leita eftir pólitískum áhrifum á Vesturlöndum og helst pólitískum yfirráðum. Ein helsta leiðin til að ná þeim markmiðum er að brjóta niður samstöðu Vest- urlanda, kljúfa þau hvert frá öðru og gera Vestur-Evrópu þannig í heild veika og auðveldari viðfangs. Einhliða yfirlýsing Norðurlanda um kj arnorku vopnalaus svæði, sem ekki væri í samræmi við heild- arvarnarstefnu Atlantshafs- bandalagsins væri þannig einn þáttur í sundrung Vestur-Evrópu, líkleg til að skapa óróa og tor- tryggni og því í reynd ekki líkleg til að auka friðarlíkur í heiminum. Það hlýtur að vera meginverk- efnið í friðar- og afvopnunarmál- um að draga úr magni kjarnorku- vopna frekar en að hugsa um ein- stök landssvæði í þessu efni.“ o INNLENT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.