Morgunblaðið - 01.12.1985, Side 27

Morgunblaðið - 01.12.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SÚNNÚDÁGUR L DESEMBER1985 27 vitnisburði sjónarvotta hníga æ fleiri rök að því að eldurinn hafi kviknað þegar egypsku stormsveit- armennirnir sprengdu fosfór- sprengjur til að komast um borð í farþegaþotuna. Sprengjur af þessu tagi eru bannaðar í almenn- um hernaði. Almennur stuðningur viö björgunaraðgerðina Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir stuðningi sínum við aðgerðina, en harmar jafnframt að svo margir létu lífið í árásinni. Breska stjórn- in tók í sama streng, sagðist virða einarða afstöðu Egypta og Möltubúa, en harmar jafnframt dauða svo margra saklausra manna. Sama er að segja um ísra- ela og nokkur arabaríki. Flugstjóri vélarinnar og farþegar, sem lifðu af, segja áhlaupið hafa átt fullan rétt á sér. Flugrán þetta hefur vakið ugg meðal margra arabískra ríkis- stjórna. Flugræningjarnir beindu ofsa sínum ekki síður að arab- ískum farþegum og þeir leyfðu tveimur egypskum konum og sjö filippseyskum að fara frá borði, en héldu palestínskum konum og börnum eftir. Khadafy og Abu Nidal: Lögðu þeir á ráðin? Flugræningjarnir kváðust heyra til samtökum, er nefnast Bylting Egyptalands. Samtök þessi vilja steypa stjórn Mubaraks af stóli og rifta friðarsamningi Egypta og ísraela frá 1979. Bylting Egypta- lands tók á sig ábyrgð á morði á ísraelskum stjórnarerindreka í Beirút fyrir nokkrum mánuðum. En til að skipuleggja og fram- kvæma flugrán þarf nokkuð öflug samtök og Bylting Egyptalands er ekki talin þess megnug að setja á svið flugrán óstudd. Egypska stjórnin hélt fram daginn eftir björgunina að klofn- ingshópur úr Frelsissamtökum Palestínu (PLO) stæði að baki rán- inu og hefði notið stuðnings Mubarak er ánsgður með hvernig til tókst. gagnvart Líbýumönnum og segir að Egyptum muni hefnast grimmi- lega fyrir, ef þeir gera á hlut þegna sinna. Öryggisgæslu ábótavant í Aþenu? Flugvöllurinn í Aþenu er einn sá ótryggasti í heimi. í sumar var þotu frá bandaríska flugfélaginu TWA rænt á leið frá Aþenu. Grísk yfirvöld sögðu þá að vopnum flug- ræningjanna hefði ekki verið smyglað um borð á flugvellinum í Aþenu, en flugræningjarnir sögðu síðar að svo hefði verið. Síðan hefur öryggisgæsla verið efld til muna á flugvellinum og grísk yfir- völd segja að vopnunum hafi verið komið fyrir um borð í egypsku vélinni í Kairó. Ríkisstjórnir víða um heim hafa gagnrýnt flughafn- aryfirvöld fyrir slaka öryggis- gæslu og ýmis riki ihuga nú að hætta að lenda í Aþenu. Vestur- Þjóðverjar sendu í sumar landa- mæraverði til að leita á farþegum vestur-þýska flugfélagsins Luft- hansa og ýmis önnur flugfélög hafa öryggisverði í þjónustu sinni, sem leita vopna á farþegum. Eftir flugránið í sumar sendu Danir öryggisverði til Aþenu, en það var aðeins stuttan tima. Danir ætla ekki að senda öryggisverði á nýjan leik eftir flugránið um helgina. Knud Heinesen, flugvallarstjóri á Kastrup flugvelli í Kaupmanna- höfn, segir að öryggisgæsla sé fullnægjandi í Aþenu og engin ástæða til að gera sérstakar ráð- stafanir. Og flughafnaryfirvöld í Aþenu segja að öryggisgæsla á flugvellinum fullnægi ströngustu, alþjóðlegu kröfum. Fjórir öryggisverðir voru um borð í egypsku farþegaþotunni, \ þegar henni var rænt, og hefur þaf verið harðlega gagnrýnt. And- mælendur þessa fyrirkomulags segja að komið geti til skotbardags við flugræningja í háloftunum og sú var raunin nú. Baráttan viö hryðjuverkamenn Það færist stöðugt í vöxt aí minnihlutahópar og skæruliða- samtök beiti hryðjuverkum til að ná fram markmiðum sínum Hryðjuverkamenn reyna að finna snögga bletti á andstæðingi, sem í öllum tilvikum er sterkari og máttugri, en þeir. Bandaríkja- menn sýndu mátt sinn fyrir skömmu, er þeir neyddu egypska farþegaþotu (reyndar þá sömu og hér um ræðir) til lendingar á Sikiley til að hafa hendur í hári sjóræningja farþegaskipsins Ach- ille Lauro. Þá brugðust Egyptar hart við og sögðu Bandaríkjamenn engan rétt hafa til að beita egypsk- an farkost valdi án samráðs við egypsk stjórnvöld. Nú gera Egypt- ar áhlaup á flugræningja með níutíuogfimm manns í gíslingu. Bandarikjamenn eru þeirrar skoð- unar að hryðjuverkamönnum eigi ekki að sýna neina miskunn og styðja Egypta að málum. Svo er um fleiri. Þetta e. blóðugasta flug- rán sögunnar. En það er ekki hægt að tryggja að björgunaraðgerð. sem þessi, takist áfallalaust. I hverri slíkri aðgerð verður að taka áhættu, þótt ekki sé réttlætanlegt að steypa sér af fyrirhyggjuleysi út í opinn dauðann. Heimildir: Jyllandsposten, Berlingske Tid ende, Tolitiken, International Heraíd Tribune, New York Timesog AP. KB tók saman. Grikkinn Bilal Mehrit liggur á sjúkrahúsi með brunasár eftir sprengjuárásina á Möltu. Valinda Leonard og Jarret, sextán mán- aða sonur hennar, voru um borð í gísla- flugvélinni. Öll börn um borð biðu bana. ónefnds arabaríkis. Á sunnudag héldu egypskar hersveitir að landamærum Líbýu og hafa verið þar í viðbragðsstöðu síðan. Eftir því sem leið á vikuna gerðust Egyptar ómyrkari í máli og sökuðu Líbýumenn um stuðning við ræn- ingjana. Egyptar kveðast hafa órækar sannanir og bandaríska leyniþjónustan CIA segir einnig að ýmislegt bendi til þess að Líbýu- menn eigi hlut að máli. En engar sannanir hafa verið lagðar fram og eins og málum er nú komið bíður Moammar Khadafy, leiðtogi Líbýu, átekta, vísar ásökunum Egypta á bug og biður þá að færa rök að máli sínu. Á þriðjudag barst svo bréf til dagblaðs í Líbanon, þar sem Abu Nidal, leiðtogi áðurnefnds klofn- ingshóps úr PLO, og Bylting Egyptalands lýsa yfir sameigin- legri ábyrgð sinni á ráninu. í egypska stjórnarandstöðublað- inu A1 Wafd segir á miðvikudag, að Khadafy hafi sjálfur lagt á ráð- in um flugránið til þess að hefna fyrir misheppnað tilræði eigin sveita á Abdel-Halim Bakoush, fyrrum forsætisráðherra Líbýu, sem nú er í útlegð í Egyptalandi. Því er haldið fram í dagblaðinu að útsendarar líbýsku leyniþjón- ustunnar hafi átt fund með Abu Nidal á hótelherbergi í Aþenu skömmu fyrir flugránið. Abu Nidal stofnaði skæruliða- sveitina Fatah ásamt Yasser Ara- fat á sjöunda áratugnum. Árið 1974 sinnaðist Arafat og Nidal. Nidal gekk úr PLO og stofnaði hreyfingu, Arabísku byltingar- herdeildina. Sama ár gerði Nidal banatilræði við Arafat vegna þess að hann hélt að leiðtogi PLO ætlaði að þiggja palestínskt heimaland af Israelum. Arafat svaraði með því að dæma Nidal til dauða. Egyptar halda því fram að Nidal hafi nýverið flutt höfuðstöðvar sínar frá Sýrlandi til Líbýu. Lítið er vitað um Arbísku byltingar- herdeildina og Nidal fer huldu höfði. Hann hefur ekki áður átt þátt í flugráni. Spenna milli Egypta og Líbýumanna Khadafy undirritaði 1978 sam- komulag um að standa gegn flug- ránum og síðan hafa flugræningj- ar ekki fengið lendingarleyfi í Líbýu. En spenna hefur ríkt milli nágrannaríkjanna í áratug og Khadafy er þekktur fyrir allt annað en að vera vandur að meðul- um. Hann hefur varað Egypta við því að grípa til hefndaraðgerða %eaTrí? Landid helga — Egyptaland—London Ævintýraferö sem a>drei gleymist. — Aöfangadags- kvöld í Betlehem — Heimsóttir sögustaöir Biblíunnar: Jerúsalem — Getsemane — Jeríkó — Dauöahafiö — Nasaret — Galíleuvatn. Ekiö um bedúfnabyggðir Sínaí- eyöimerkur til Kaíró. Nílarsléttan, pýramídarnir miklu, sigling á Níl. Lundúnadagar á heimleið. Vel skipulögd rólegheitaferd um fögur lönd og óglegman- lega sögustadi. Athugið veröið: Það er ótrúlegt. Ferðin kostar ekki meira en sólarlandaferð. Fararstjóri Guðni Þórðarson sem farið hefur með á annan tug íslenskra hópa um þessar slóðir. Kynnið ykkur góða ferðaáætlun og einstakt verö. Pantið fljótt því þegar eru yfir 100 farþegar bókaðir og fáum sætum er óráðstafað. FLUCFERDIR = SOLRRFLUG Vesturgötu 17, Rvík. Símar 10661, 22100 og 15331. Aðrar ferðir okkar: Kanarieyiar, Tanerife og Gran Kanari. Enska ströndin, Las Palmas, Puerto Rico. Ameríska ströndin — Puerto de ia Cruz. Sannkölluö sólskinsparadis. Sjórinn, sólski- nió og skemmtanalifiö eins og fólk vill hafa það Islenskur fararstjóri. Fjölbreyttar skemmti- og skoöunarferöir. Valdir gisti- staöir á eftirsóttustu stööunum Jóiaferó, 1*. daa., 22. dagar, 1. jan., 4 vikur i 3ja vikna varöi. Karnivalferöir 4. og 26. tebr., 22 dagar. Pé.katerö 19. mars, 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.