Morgunblaðið - 01.12.1985, Page 28
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR1. DESEMBER 1986
Kaupmáttartrygging
eða sjálfvirkt kerfí
sírýrnandi kaupmáttar
— eftirÓlaf
Björnsson
Allt frá því á árum seinni heims-
styrjaldar, þegar hið langvinna
verðbólgutímabil, er síðan hefir
sett svip sinn á íslenzkt efnahags-
líf, hófst, hefir það eðlilega verið
ofarlega á baugi við alla gerð
kjarasamninga launþega, hvernig
tryggja megi það, að kaupmáttur
launa haldist, þrátt fyrir það, að
verðgildi peninga fari sírýrnandi.
Við kjarasamninga þá, sem gerðir
voru á síðasta sumri og svo aftur
í umræðunum um þá samninga,
sem gerðir verða uppúr næstu ára-
mótum virðist það hafa verið og
vera meginsjónarmið flestra ef
ekki allra, forystumanna laun-
þegasamtakanna, að megináherzlu
verði að leggja á svokallaða kaup-
máttartryggingu eða „verðtrygg-
ingu launa" í einhverri mynd. Er
þá gjarnan til þess vitnað, að fyrir
síðustu áramót var samið um veru-
legar kauphækkanir öllum laun-
þegum til handa, en ekki liðu nema
fáir mánuöir þar til verðhækkanir
höfðu eytt öllum þeim kjarabótum,
sem fengizt höfðu í bili, þannig að
kaupmáttur launa var brátt orðinn
sá sami og var fyrir samninga.
f grein, sem ég skrifaði hér í
blaðið í marz sl. lýsti ég þeirri
skoðun minni, að ég teldi þá af-
stöðu forystumanna launþegasam-
takanna að leggja megináherzlu á
kaupmátt og kaupmáttartrygg-
ingu eðlilega og því bæri við gerð
kjarasamninga að kanna það ýtar-
lega og málefnalega, hvaða leiðir
kæmu til greina í því sambandi.
Hinsvegar benti ég á það, að sú
leið, sem launþegasamtökin hefðu
um langt skeið talið, að tryggja
myndi kaupmátt launa, eða sú leið
að semja um vísitölubætur á laun
með ákveðnu millibili, væri ekki
líkleg til þess að ná tilgangi sínum,
a.m.k. ekki miðaö við það verð-
bólgustig, sem ríkjandi hefir verið
hér á landi síðustu 10-12 ár. Trúin
á það, að vísitölubæturnar séu
verðtrygging launa, á rót sína að
rekja til þess, að menn hafa ekki
nógu almennt áttað sig á þeim
breyttu forsendum, sem leiða af
hinum aukna hraða verðbólgunnar
á þessu tímabili. Það er út af fyrir
sig fagnaðarefni, að svo virðist,
sem fleiri og fleiri úr hópi forystu-
manna launþeganna átti sig nú á
þessu. En þeir eru margir, sem
ekki hafa gert það og finnst mér
því ástæða til þess að bæta nokkru
við það, sem ég áður hefi sagt um
þetta efni.
Veita vísitölubæturnar
aðhald í verð-
lagsmálum?
f fyrrnefndri grein minni frá 24.
marz sl. vitnaði ég til samtals, sem
ég fyrir rúmum 30 árum átti við
mikilsvirtan verkalýðsleiðtoga,
sem nú er látinn, um vísitölubætur
og tryggingu kaupmáttar launa.
Hann sagði, að sér væri það ljóst,
að ákvæði í launasamningum um
vísitölubætur á laun væru ekkert
töfralyf, sem tryggðu kaupmátt
launa hvað svo sem gengi á. En
hann væri þeirrar skoðunar, að
slík ákvæði veittu stjórnvöldum
þó aðhald um það að gera sitt til
þess að halda verðlagi í skefjum.
Hvað sem öðru líður, hygg ég
það ekki álitamál, að þessi reyndi
verkalýðsleiðtogi hafði rétt fyrir
sér í því, að megintilgangur allra
ákvæða í launasamningum, sem
miðuðu að tryggingu kaupmáttar
launa, væri sá, að beita þeim aðil-
um, er ákvarðanir taka um verð-
lagningu vöru og þjónustu, bæði
einkaaðilum og opinberum aðilum,
aðhald um það, að halda verð-
hækkunum í skefjum. Hitt er svo
álitamál og háð aðstæðum, hvers
konar ákvæði séu líklegust til þess
að geta náð slíkum tilgangi.
Miðað við það verðbólgustig,
sem var í byrjun sjötta áratugar-
ins, var sú skoðun föst í sessi að
vísitölubætur á laun væru ekki
verðbólguvaldur og gætu jafnvel
gegnt því hlutverki, að veita að-
hald um það, að spornað yrði gegn
víxlhækkunum kaupgjalds og
verðlags. Árin 1951-55 urðu þannig
engar hækkanir á vísitölu fram-
færslukostnaðar, enda þótt vísi-
tölufyrirkomulag í launagreiðslum
væri þá í gildi.
Að vísu voru það ekki vísitölu-
bæturnar, sem tryggðu kaupmátt-
inn heldur hitt, að það var hægt
að halda mikilvægustu þáttum
verðlagsins, svo sem genginu, stöð-
ugu.
Öðru máli gegnir hinsvegar,
þegar hraði verðbólgunnar er orð-
inn svipaður því, sem verið hefir
hér á landi síðan 1973-74. Þá getur
vísitölufyrikomulagið, í stað þess
að þjóna þeim tilgangi, að tryggja
kaupmátt launa, orðið verðbólgu-
hvati, sem hefir öfug áhrif við
tilgang sinn. Bezta dæmið um það
er þróun verðlags og kaupgjalds
fyrri hluta ársins 1983 en þá voru
í gildi fram til 1. júní ákvæði um
fullar vísitölubætur, eins og það
hefir verið kallað. Samkvæmt
kjarasamningum, sem þá voru í
gildi, átti kaup að hækka 1. marz
1983 um 15-16%. Voru það verð-
bætur fyrir þær hækkanir á vöru-
verði, sem urðu á tímabilinu 1. nóv.
1982 til 1. febrúar 1983. Þann 1.
maí 1983 hafði verðlag hækkað um
23-24%, þannig að allar kaup-
hækkanirnar, sem fengust 1. marz
voru þá runnar út í sandinn og
drjúgum meira. Launþegar þurftu
svo að bíða í mánuð eftir því að
fá bætur fyrir þá kaupmáttar-
skerðingu sem orðin var 1. maí og
gera nú ráð fyrir að komið hafi
fram að verulegu Ieyti fyrstu
dagana í marz. Búvara hækkaði
svo að segja um leið og kaupgjaldið
svo sem tíðkast hefir um alllangt
skeið. Gera má ráð fyrir því, að
innlend vara og þjónustu hafi á
næstu dögum eftir 1. marz hækkað
til samræmis við launahækkanirn-
ar og eftir rúma viku, var gengið
lækkað. Nú má gera ráð fyrir því,
að einhverjar verðhækanir hafi átt
sér stað í maímánuði og ef þær eru
áætlaðar 4-5%, sem ekki ætti að
vera of í lagt, þá væru verðhækk-
anir þær, sem óbættar voru í
maílok 1983 hvorki meira né
minna en 28%, því launabætur
þær sem greiddar voru í marz,
voru bætur fyrir þær verðhækkan-
ir, sem orðið höfðu fyrir 1. febrúar.
Nú áttu launþegar að vísu rétt á
23-24% launahækkunum 1. júní
1983. En hvað íengi hefðu þeir
notið þeirra? Þrem mánuðum áð-
ur, þegar kauphækkanirnar námu
þó aðeins 15-16%, þótti nauðsyn-
Íegt að lækka gengi og gera aðrar
ráðstafanir til þess að hindra það,
að um kaupmáttaraukningu yrði
að ræða, á næstu 10 dögum eða
svo. Hvað þá þegar um svo miklar
kauphækkanir var að ræða sem
þær, er við blöstu 1. júní þetta ár?
Telja má nokkurn veginn víst, að
bilið milli þróunar verðlags og
kaupgjalds hefði verið orðið enn
breiðara í lok næsta vísitölutíma-
bils en það var í maílok 1983. Nú
varð verðbólguhraðinn að vísu
meiri á fyrri hluta árs 1983 en
hann mun nokkru sinni hafa verið
síðan á árum síðari heimsstyrjald-
ar. Engu að síður ættu þessar tölur
að sýna það, í hvert óefni stefnir,
þegar stjórnvöld missa tök á verð-
bólgunni. Ljóst ætti líka að vera,
að þegar svo er komið, verður það
að öfugmæli, að vísitölufyrirkomu-
lag í launagreiðslum sé verðtrygg-
inglauna.
Miðað við hið lága verðbólgustig,
sem hér var á sjötta og sjöunda
áratugnum gat sýnzt sem svo, að
samningar um vísitölubætur, t.d.
á þriggja mánaða fresti, veittu
kaupmáttartryggingu og stjórn-
völdum og öðrum, sem taka
ákvarðanir um verð vöru og þjón-
ustu, aðhald um að halda verð-
hækkunum í skefjum, þótt eins og
þegar hefir verið minnzt á, það séu
ekki í raun vísitölubæturnar sem
slíkar, sem slíkt aðhald veita, held-
ur fremur hagstæðar ytri aðstæð-
ur, svo sem eðlilegur hagvöxtur.
En þegar verðbæturnar á laun á
ársfjórðungsfresti eru, svo sem var
á því tímabili, sem hér hefir verið
til umfjöllunar, orðnar 10% eða
meira, verður ekki lengur um neitt
slíkt aðhald að ræða. Stjórnvöld
eiga þá um tvo kosti að velja,
annarsvegar þann, að til víðtækra
stöðvana komi í atvinnulífinu, en
hinsvegar þann að láta það óátalið
og jafnvel stuðla að því, að öllum
kauphækkunum sé tafarlaust velt
yfir í verðlagið, þannig að laun-
þegar standi eftir örskamman
tíma í sömu sporum og var, áður
en kaupið hækkaði og það óháð
því, hvort hækkun kaupgjaldsins
kallast grunnkaupshækkun eða
verðbætur á laun. Hér á landi hefir
reynslan sýnt það, að óháð því,
hvaða stjórnmálaflokkar hafa
verið við völd, þá hefir síðari kost-
urinn að jafnaði verið valinn.
Ekki má skilja það, sem hér
hefir verið sagt svo, að engar
áhyggjur þurfi að hafa af þróun
verðlagsins, ef hækkun þess nær
ekki tveggja stafa tölu ársfjórð-
ungslega. Hið æskilegasta er auð-
vitað stöðugt verðlag, eins og hér
var um fárra ára skeið í byrjun
sjötta áratugarins. Stöðugt verð-
lag er í senn bezta tryggingin fyrir
eðlilegum hagvexti svo og því, að
tekju- og eignaskiptingin í þjóð-
félaginu sé í samræmi við ríkjandi
hugmyndir um réttlæti, hverjar
svo sem þær eru. Þá má og benda
á það, að jafnvel þó verðbólga sé
ekki meiri en svo, að hún sýnist
viðráðanleg, þá er jafnan um að
ræða sjálfvirka tilhneigingu til
þess, að verðbólgan magnist, ef um
stöðugar verðhækkanir er að ræða,
jafnvel, þótt hóflegar virðist. Ein
Ólafur Björnsson
„En þó að um ofmat á
skerðingu kaupmáttar-
ins hafi þannig veriö aö
ræða, ber að sjálfsögöu
ekki að draga af því þá
ályktun aö vandamál
þau, sem hún hefir skap-
að fjölda fólks, séu lítil-
væg. I>að er nú einu
sinni staðreynd, aö fjöldi
fólks býr við svo þröng-
an fjárhag að þó að ekki
sé nema um 5-10 % rýrn-
un afkomu þess að ræða
þá er það nóg til þess
að valda því stórvand-
ræðum“.
af fleiri skýringum á þessu er sú,
að væntingar þeirra, sem ákveða
verð vöru og þjónustu, um sífellt
hækkandi verðlag, draga úr allri
verðsamkeppni og hindra þannig
að markaðurinn sé í jafnvægi.
Hið sjálfvirka kerfi
rýrnandi kaupmáttar
Eins og þegar hefir komið fram
verður tilhneiging til þess, þegar
hraði verðbólgunnar hefir náð
ákveðnu stigi, að komið verði á,
þótt ekki sé með skipulögðum
aðgerðum, eins konar kerfi til
mótvægis við hið sjálfvirka vísi-
tölufyrirkomulag í launagreiðsl-
um, þar sem launahækkunum er
jafnóðum velt yfir í verðlagið og
sóttar þannig í vasa launþeganna
sjálfra sem neytenda. Væntingar
seljenda vöru og þjónustu um sí-
hækkandi verðlag ieiða svo gjarn-
an til þess, að verðhækkanirnar
verða umfram kauphækkanirnar
þannig að kaupmátturinn beinlínis
rýrnar.
Greinilegasta dæmið um slíka
sjálfvirka rýrnun kaupmáttar er
hér á landi, dæmið, sem rakið var
hér að framan frá fyrri hluta árs-
ins 1983, þrátt fyrir það þó að þá
væru í gildi samningar um „fullar
verðbætur á laun“ á þriggja mán-
aða fresti, enda var hraði verð-
bólgunnar þá á hærra stigi en áður
hafði þekkzt. í raun eru sömu öflin
búin að vera að verki a.m.k. síðan
hin mikla mögnun verðbólgunnar
hófst 1973-74 og jafnvel lengur.
Staðfesting á þeirri skoðun felst
m.a. í tölum, sem birtust í grein í
tímaritinu „Frelsið" 1982 eftir dr.
Benjamín Eiríksson, þar sem fram
kom, að á 9 ára bili, eða á árunum
1972-80 að báðum meðtöldum,
hafði kaupgjald hækkað um hvorki
meira né minna en 900% en kaup-
máttur launa hafði á sama tíma-
bili aðeins aukizt um 9%. Aukning
kaupmáttarins er töluvert minni
en hagvöxtur var á tímabilinu,
þannig að hlutdeild launa í þjóðar-
tekjunum hefir minnkað. Nú voru
samningar um vísitölubætur á
laun í gildi allt þetta tímabil, þó
að stundum væri um að ræða
tímabundna skerðingu þeirra
vegna ákvarðana stjórnvalda, en
auk þess höfðu orðið verulegar
grunnkaupshækkanir á tímabil-
inu, sem vísitölubæturnar áttu svo
að tryggja sem raunhæfar kjara-
bætur. En allt rann það út í
sandinn þrátt fyrir „verðtrygg-
ingu“ þá, sem felast átti í vísitölu-
kerfinu.
Til þess að vísitölubætur á laun
væru „verðtrygging“ launa, eins
og það hefir verið kallað, þyrfti
því skilyrði að vera fullnægt, að
engar verðhækkanir fylgdu í kjöl-
far greiðslu vísitölubótanna fyrr
en þá í lok vísitölutímabilsins.
Auðvitað er þessu skilyrði sjaldn-
ast fullnægt, en miðað við hæga
verðbólguþróun kann það að líta
svo út, að ákvæði um verðbætur á
laun veiti launþegum öryggi fyrir
því, að ekki geti orðið um meiri
háttar verðsveiflur að ræða vegna
þess aðhalds, sem það veitir
stjórnvöldum og öðrum, er ákvarð-
anir taka um verð vöru og þjón-
ustu, um það að gæta hófs um allar
verðhækkanir.
Eins og áður var getið, verður
þetta aðhald að engu, þegar reglu-
legar stökkbreytingar verða 1
kaupgjaldi á fárra mánaða fresti
jafnvel þótt slíkar kauphækkanir
séu ekki annað en bætur fyrir
verðhækkanir, sem þegar hafa
orðið. Þá hefst hið margumtalaða
kapphlaup milli verðlags og kaup-
gjalds og því kapphlaupi hljóta
launþegarnir alltaf að tapa, þótt
ekki sé nema af tæknilegum
ástæðum. Það tekur alltaf sinn
tíma að safna upplýsingum um
verðlag og reikna út vísitölu fram-
færslukostnaðar eða hvað það nú
er, sem verðbæturnar á laun eru
miðaðar við, útvega lánsfé til þess
að greiða hærra kaup o.s.frv.
Launþegar hér á landi hafa t.d.
þurft að bíða i mánuð eftir því að
fá bættar þær verðhækkanir, sem
orðið höfðu síðustu þrjá mánuði
áður en safnað var upplýsingum
fyrir útreikning nýrrar kaup-
gjaldsvísitölu. Ef um lágt verð-
bólgustig er að ræða, segjum 1-2%
á mánuði, er þessi bið ekki svo
tilfinnanleg, en þegar kaupgjalds-
vísitalan er farin að hækka um
20-30% ársfjórðungslega, eins og
var fyrri hluta árs 1983, fer auðvit-
að að muna um það.
Seljendur vöru og þjónustu geta
hinsvegar hækkað verðið þegar í
stað eftir að kostnaðarhækkanir
hafa orðið og jafnvel áður en þær
eru komnar fram, ef þeir almennt
búast við því, að þær séu yfirvof-
andi.
Að vísu fá launþegar, er slíkar
stökkbreytingar kaupgjalds eiga
sér stað, nokkra hveitibrauðsdaga,
sem e.t.v. mætti líka kalla „sælu-
viku“, meðan verðlagið er að lagast
að hinu hækkaða kaupi. Allir
kannast við auglýsingarnar um að
enn fáist varan á gamla verðinu
þegar nýbúið er að lækka gengið.
Þeir, sem eiga stórar frystikistur
geta þá birgt sig upp að matvælum,
þeir sem rúm fjárráð hafa og
sambond í verzlunum nota tæki-
færið til þess að festa kaup á dýr-
um heimilistækjum, sem þeir telja
sig vanta og jafnvel bílum. En ólík-
legt þykir mér, að það sé „litli
maðurinn", sem sól slíkra sælu-
vikna skín á.