Morgunblaðið - 01.12.1985, Side 48
48
MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985
Mannfjöldalínuritið úr nýút-
kominni Árbók Reykjavíkur 1985
í dálkinum í dag er býsna spenn-
andi. Dökku súlurnar sýna íbúa-
tölu í Reykjavík eftir aldurs-
flokkum í fyrra, konurnar til
hægri en karlarnir til vinstri.
Strikin um ljósu fletina sýna
sömu aldursflokka fyrir 15 árum.
Úr þessu má svo lesa og í það
spá um framtíðina eins og í krist-
alkúlu.
Ef við lítum á neðri hlutann
má sjá að börnum og ungu fólki
á skólaaldri hefur fækkað æði
mikið í hverjum árgangi á þess-
um 15 árum. Voru flest um 1970,
um 45 þúsund á öllu landinu.
Enda eru fjölmennustu árgang-
arnir, sem nú eru milli tvítugs
og þrítugs miklu fjölmennari en
fyrirrennarar þeirra. Það eru
einmitt aldursflokkarnir sem
fyrir fáum árum voru að
sprengja barnaheimilin, grunn-
skólana og menntaskólana og eru
nú á háskólaaldri og á húsnæðis-
markaðinum að koma sér fyrir í
lífinu. Og enn að sprengja allt
utan af sér. Þetta er unga fólkið
í borginni sem er að taka upp
sambúð, stofna heimili, eignast
börn og byggja.
Og hvað nú? Það eina sem við
eigum víst er að eldast og hver
aldurshópur færist því upp eftir
aldursskalanum. Fámennari ald-
urshópar taka sem sagt við af
þeim fjölmennustu í háskólanum
og á húsnæðismarkaðinum.
Fækkar strax á næstu árum í
aldursflokknum 20—30 ára. Nú
eru 20—24ra ára íslendingar
22.200 talsins eða 2300 fleiri en
þeir voru fyrir 10 árum, en verða
væntanlega 2200 færri eftir 5 ár
á þessum aldri. Ætti þá ekki að
rýmka í húsnæði háskólans og
létta kennaraskorti þar og víðar?
Og þrýstingur minnka á nýtt
húsnæði? Þá eru stóru árgang-
arnir'orðnir miðaldra borgarar,
sem væntanlega verða farnir að
vinna fyrir kaupi og fleiri að
leggja til í samneysluna með
sköttum af tekjum sínum, í stað
þess að þurfa tillegg í skólakostn-
aði og námslánum. Kannski vilja
þeir þá láta nýta meira af því fé
til námsmanna og skóla. Ætti
semsagt að sjást fram á betri tíð
með blóm í haga, ekki satt. Um
hríð.
KARLAR
En hve lengi? (Vikið á Reykja-
víkurlínuritinu í aldursflokknum
40—50 ára er ekki alveg svo stórt,
því á sínum tíma voru sveitarfé-
lögin í kring í mikilli uppbygg-
ingu, en gildir þó í stórum drátt-
um fyrir landið.) Þama höfum
við fjölda þeirra landsmanna
sem þegar eru fæddir. Flestar
spár miðaðar við það sem nú er
og þar yfirleitt gert ráð fyrir
áframhaldandi fækkun. Ég hefi
séð ágiskun um að 20—24 ára
aldursflokkurinn verði árið 2020
orðinn 6.000 einstaklingum færri
en nú. En er víst að fækki jafnt
og þétt?
Lítum aftur á 20—30 ára ald-
urshópinn nú. Þann fjölmenn-
% 10
10 %
asta, sem nú er að eiga börn.
Verður ekki að gera ráð fyrir að
fleiri foreldrar eigi fleiri börn?
Enda farið að bera obbolítið á
því í árgangi 1985. Næstu ár-
gangar á eftir þeim sem nú eru
á barnaheimilisaldri verða þá
eitthvað stærri, ef æ fleiri ein-
staklingar halda ekki áfram að
vilja vera barnlausir. Það stend-
ur að vísu ekki lengi, en sú fjölg-
un færist upp eftir skólakerfinu
— og aftur koma fámennu árgan-
garnir. Svolítil bylgjuhreyfing
verður alltaf í þessu af þessum
sökum. Og væri nú ekki ráð að
hafa skólauppbygginguna svolít-
ið sveigjanlega líka, t.d. leysa
málin í menntaskólum og háskól-
um eins og menn lærðu af vondri
reynslu að gera í Reykjavík í
grunnskólunum, að byggja fær-
anlegar kennslustofur til að taka
viðkúfunum.
Svona töflur eins og þessi sem
hér blasir við eru unnar á hverju
ári — þeim til upplýsingar og
aðstoðar sem trúað er fyrir fjár-
festingum fyrir okkur öll af
takmörkuðu fé. Það eru nefnilega
þeir sem eiga að hafa vit fyrir
okkur og sjá fram í tímann.
Þurfa til dæmis þegar stóru ár-
gangarnir sem nú er verið að
kosta til náms koma inn í skatt-
greiðsluna, að velja hvort þá ríði
enn mest á uppbyggingu skóla
og barnaheimila eða heimila
fyrir aldraða. Lítið á línuritið.
Stóru árgangarnir halda nefni-
iega áfram að færast upp. Nokk-
uð seint að krossa sig og fara að
sjá fyrir þeim þegar þeir eru
orðnir ellilífeyrisþegar. Verður
ekki bara að vona að framsýni
fjárfestenda fari fram — nú
þegar búið að koma öllu í klúður.
Maðurinn er sagður eina skepnan
á jarðríki sem getur séð fram á
veginn og lært af reynslunni.
Kannski getum við það líka á
íslandi?
JÓLAGJÖFIN ÍÁR ERHLJÓMPLATA
*r-
m
DREIFING
FÁLKINN
öameram
i