Morgunblaðið - 01.12.1985, Side 51

Morgunblaðið - 01.12.1985, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 51 Handavinnupokinn Hér koma tvær hugmyndir að smá jólaföndri. Snjókarlar búnir til úr „dúskum", og notaðir til að skreyta jólatré eða grenigreinar, eða sem borðskraut o.s.frv. Ég reikna með að flestir kunni að búa til dúska, en til vonar og vara læt ég fylgja hér skýringarmynd. Hæð snjókarlanna er um 12 sentímetrar. Efni: 1 hnota hvítt garn, smávegis af svörtu og appelsínurauðu. Heklunál nr. 2. Pappi og lím. Klippið úr pappa þrjár stærðir af hringlaga spjöldum (tvö af hverri stærð) 9 sm, 6,5 sm og 5 sm í þvermál. f miðju spjaldanna er klippt hringlaga gat um 1 sm í þvermál. Útbúið dúskana á hefðbundinn hátt og límið þá saman, þann stærsta neðst, síðan þann næst stærsta, og svo þann minnsta efst. Hnappar og augu eru hekluð úr svörtu garni á eftirfarandi hátt. itjið upp 4 loftlykkjur sem bindast saman með keðjulykkju, notið svo endann til að festa með. Nefið er heklað úr appelsínurauðu garni. Fitjið upp 2 loftlykkjur, sláið bandinu um nálina og heklið eina fasta lykkju í hvora loftlykkjuna. Hattur: Svart garn. Fitjið upp 6 lykkur, gerið hring. 1. umferð: Heklið 12 fastar lykkjur í hringinn. 2. umferð: Heklið 1 fasta lykkju í hverja lykkju. 3. umferð: Heklið eina fasta lykkju í aðra hverja lykkju (18 lykkjur). 4., 5., 6., 7. umf.: Heklið eina fasta lykkju í hverja lykkju. 8. umferð: Heklið tvisvar sinnum í hverja fastalykkju. Síðasta umferð: Heklið eina fasta lykkju í hverja lykkju. Gangið frá enda. Límið hattinn á, eins getið þið límt augu, hnappa og nef á. Ef á að hengja snjókarlinn upp, látið þá band í hattinn. Jóladagatal fyrir alla fjölskylduna Það er auðvelt að útbúa þetta dagatal, sem er dálítið öðruvísi en gengur og gerist. Til að útbúa dagatalið þarf 24 lítil kerti í álumgerðum, þessi sem notuð eru til að halda hita á kaffikönnunni eða matnum, og er þeim raðað á bakka úr silfri eða stáli, stóran disk eða bakka sem klæða má með álpappír. Umhverfis kertin má svo skreyta með grenigreinum eða jafnvel litlum „dúska“-snjókörlum. kveikið svo á einu kerti á dag frá 1. til 24. desember. Einnig má gjarnan númera kertin. í næstu Dyngju verða nokkrar litlar en skemmtilegar hugmyndir að fljótsaumuðum jóla- gjöfum, t.d. úr rauðu java- efni. HORFUR í EFNAHAGSMÁLUM 1986 KRISTALSSAL HÓTELS LOFTLEIÐA 5. DESEMBER 1986 13:30 Spástefnan sett -SigurðurR. Helgason, formaðurSFÍ 13:40 Spá um þróun efnahagsmála 1986 - Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra 14:00 Álit á efnahagshorfum 1986 - Sigurður B. Stefánsson, Kaupþing hf. 14:20 Álit á efnahagshorfum 1986 - Þorvaldur Gylfason, prófessor Háskóli íslands 14:40 Hlé 15:10 Kynning á spám fyrirtækja um þróun helstu hagstærða 1986 - Lára M. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri SFÍ 15:20 Pallborðsumræður Efnahagshorfur 1986 Pallborð hagfræðinga - Bolli Þór Bollason - Vilhjálmur Egilsson - Tryggvi Þálsson - Björn Björnsson Pallborð atvinnulífsins - Davíð Sch. Thorsteinsson - Jón Sigurðsson - Sigurður Helgason - Þórður Magnússon Stjórnandi umræðna: - Þórður Friðjónsson 16:30 Almennar umræður Tilkynnið þátttöku í síma 621066 Stjómunarfélag ísland Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 ÍS Opnum í dag á Hverfisgötu 56. Mikiö af nýju efni frá C16 VDEO ogfleirifyrirtækjum Að rekstri Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna standa Laugarásbíó, Háskólabíó og Regnboginn. Útibú: Suðurver v/Stigahlíð s: 81920, Úlfarsfell v/Hagamel s: 24960, Glerárgötu 26, Akureyris: 26088.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.