Morgunblaðið - 28.12.1985, Side 1

Morgunblaðið - 28.12.1985, Side 1
48 SÍÐUR STOFNAÐ1913 292. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaósins Reagan og Gorbachev: Skiptast á nýársóskum til þjóðanna Washington, 27. desember AP. RONALD Reagan, forseti Banda- ríkjanna, og Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, munu á ný- ársdag ávarpa þjóð hvor annars. Var skýrt frá þessu í Hvíta húsinu í dag. „Reagan, forseti Bandaríkjanna, og Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj- anna, hafa komist að samkomulagi um að ávarpa þjóð hvor annars á nýársdag og óska henni árs og friðar," sagði i tilkynningu frá Hvíta húsinu en hún kom fyrst frá forsetaflugvélinni, frá Reagan sjálfum á leið frá Washington til heimilis hans í Kaliforniu. Þetta verður í annað sinn, sem ávarpi bandarísks forseta verður útvarp- að og sjónvarpað um Sovétríkin, Richard Nixon varð fyrstur til þess árið 1972 þegar hann var í heimsókn í Sovétríkjunum. Ávarp leiðtoganna verður tekið upp fyrir- fram og komið austur og vestur i tæka tíð. Það var fyrir ári sem Banda- ríkjamenn lögðu fyrst til, að leið- togarnir hefðu þennan háttinn á, en Sovétmenn vildu þá engu um það svara. Um þetta samdist hins vegar þegar verið var að undirbúa leiðtogafundinn i nóvember sl. Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, kvaðst trúa því, að ávarp Reagans yrði flutt Sovétmönnum óstytt og óbrenglað. Reagan Gorbachev AP/Símamynd Einn hryðjuverkamanna, sem réðust inn í Leonardo da Vinci- flughöfnina í Róm, er fremst á myndinni en fjær liggur í blóði sínu fólk, sem beið þess að komast heim til sín eftir jólaleyfi. „Ég sá fólk falla al- blóðugt til jarðar“ Sautján manns létu lífið og á annað hundrað slösuðust þegar hryðjuverkamenn réðust á flugstöðvarnar í Róm og Vín lýóm, Vín, 27. desember. AP. ARABÍSKIR hryðjuverkamenn réð- ust í dag samtímis inn í yfirfullar flugstöðvarnar í Róm á Ítalíu og í Vín í Austurríki, köstuðu hand- sprengjum að fólki og létu skothríð úr hríðskotabyssum dynja á því. í Róm féllu 14 manns og rúmlega 70 slösuðust en í Vín þrír og a.m.k. 47 slösuðust. Hafa þessir óhugnanlegu atburðir vakið mikinn óhug meðal fólks á Ítalíu, í Austurríki og annars staðar. Virtist árásum hryðjuverka- mannanna vera beint að skrifstofum ísraelska (lugfélagsins El AL, en þeir, sem létu lífið, eru ekki ísrael- skir borgarar, heldur fólk af ýmsu þjóðerni öðru. „Ég heyrði skothríð og síðan sá ég fólk falla alblóðugt til jarðar allt um kring," sagði Mark Maland, 37 ára gamall Bandaríkjamaður, Sex ár liðin frá innrás Sovétmanna í Afganistan: „Þjáningum Afgana linnir ekki fyrr en Sovétmenn fara brott“ London, Bonn. Islamabad, Moskvu, 27. desember AP. SEX ÁR eru liðin frá því Rauði herinn sovéski réðst inn í Afganistan. Gerðist það á þriðja í jólum, 27. desember, árið 1979. í baráttunni, sem afganska þjóðin hefur síðan háð fyrir frelsi sínu, hafa Sovétmenn og hermenn stjórnarinnar í Kabúl drepið hundruð þúsunda manna og millj- ónir Afgana hafa flúið land. Þjóðarleiðtogar víða um heim skoruðu í dag á Sovétmenn að hætta grimmdarverkunum í Afganistan og flytja her sinn á brott en af orðum og yfirlýsingum sovéskra ráðamanna er ekki að skilja, að þaðan sé nokkurra griða að vænta. Helmut Kohl, kanslari Vest- frey Howe, utanríkisráðherra ur-Þýskalands, sagði í dag, að þjóðir heims gætu ekki lengur vikist undan því að koma afg- önsku þjóðinni til hjálpar og knýja Sovétmenn til að hafa sig á brott. Hans-Jochen Vogel, þingflokksformaður v-þýskra jafnaðarmanna, tók í sama streng og sagði, að á fundum utanríkismálanefndar þingsins í mars yrðu birtar nýjar upplýs- ingar um hryðjuverk Sovét- manna í Afganistan. Sir Geof- Breta, sagði þegar hann minntist innrásarinnar í Afganistan, að „þjáningum afgönsku þjóðarinn- ar linnir ekki fyrr en Sovétmenn fara á brott“. Aðrir ráðamenn í austri og vestri hafa látið lík orð falla. Útvarpið í Kabúl hefur skýrt frá því, að skipaðir hafi verið nokkrir nýir ráðherrar og eru i þeirra hópi menn, sem ekki eru úr kommúnistaflokknum. Er lit- ið svo á, að stjórnin vilji með þessu auka sér tiltrú meðal almennings. Að undanförnu hef- ur hún reynt að láta lítið fara fyrir marxiskum áróðri en lagt þeim mun meiri áherslu á trúna. Mynd um Afganistan var fyrir nokkrum dögum sýnd í sovéska sjónvarpinu og þykir mega af henni ráða, að Sovétmenn séu ekki á förum þaðan. Var talað um, að Sovétmenn hefðu þar lítið lið og átökin eingöngu Banda- ríkjamönnum og bandamönnum þeirra að kenna. Lítið sem ekkert hefur verið sagt opinberlega í Sovétríkjunum um stríðið í Afg- anistan og því hefur þessi mynd vakið nokkra furðu. Hallast margir að því, að hún sé fyrsta skrefið í þá átt að búa sovéskan almenning undir langvarandi átök við afgönsku þjóðina. sem særðist á fæti þegar fimm hryðjuverkamenn réðust á níunda tímanum í morgun inn i Leonardo da Vinci-flugstöðina í Róm þar sem þeir létu skothríðina dynja á sak- lausum farþegum og köstuðu hand- sprengjum í allar áttir. Réðust hryðjuverkamennirnir einkum að fólki, sem beið við afgreiðslu ísra- elska flugfélagsins E1 AL, en skeyttu því annars ekki hvar skot- hríðin kom niður. „Ég heyrði gífur- legan hávaða og skelfingar- og kvalaóp fólks bárust um alla flug- stöðina. Ég flýtti mér að gæta að fjölskyldu minni og kom að manni mínum og syni alblóðugum á gólf- inu. Þeir voru þó lifandi og lítið meiddir en skammt frá þeim lá dóttir mín, 11 ára gömul, og hún var dáin,“ sagði Daniella Simpson, bandarísk kona, sem býr í Róm. í Vín í Austurríki voru hryðju- verkamennirnir þrír og réðust þeir einnig að afgreiðslu E1 A1 í Schwec- hat-flugstöðinni. Báru þeir sig eins að við glæpaverkin, köstuðu hand- sprengjum og skutu að fólki. í Róm féllu 14 manns, þar af þrír hryðjuverkamenn, og í Vín tveir auk eins hryðjuverkamann- anna. í Róm slösuðust a.m.k. 70 manns og 47 í Vín. Hryðjuverka- mennirnir töluðu arabísku og heyrðist einn þeirra hrópa, að hann væri Palestínumaður, en hallast er því, að þeir séu frá Norður-Afríku. Talsmaður PLO, Frelsissamtaka Palestlnumanna, fordæmdi í dag þessi glæpaverk og fullyrti, að samtökin ættu engan hlut að þeim. Maður, sem talaði spænsku með erlendum hreim, hringdi í dag til útvarpsstöðvar á Spáni og sagði, að Abu Nidal-hópurinn bæri ábyrgð á hryðjuverkunum. Mubarak, Egyptalandsforseti, gaf í skyn fyrir nokkru, að það hefði verið þessi sami hópur, sem neyddi egypska flugvél til að lenda á Möltu, og sagði ennfremur, að forsprakki hans héldi til hjá Khadafy í Líbýu. Bettino Craxi, forsætisráðherra ftalíu, og Fred Sinowatz, kanslari Austurríkis, lýstu í dag yfir harmi sínum vegna þessara atburða og skoruðu á Evrópuþjóðirnar að taka höndum saman gegn hryðjuverka- mönnum. Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri SÞ, tók í sama streng og svo var einnig með ríkisstjórn Bandaríkjanna. Peres, forsætisráð- herra ísraels, sagði í dag, að hér hefðu skæruliðar Palestínumanna verið að verki og að þeim yrðu engin grið gefin hvar sem til þeirra næðist. Sjá fréttir á bls.20 AP/Símamynd Hryöjuverkamennirnir, sem myrtu tvo menn í flugstöóinni í Vín og særðu 47, reyndu eftir ódæðin að komast brott. Austurríska lögreglan náði þeim öllum, særði tvo en felldi einn, þann, sem hér liggur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.