Morgunblaðið - 28.12.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.12.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 Útgáfu NT hætt um áramótin Morgunblaðið/Júlíus Enn eitt slysið í Lækjargötu KONA varð fyrir bifreið í Lækjargötu síðdegis í gær. Hún var flutt í siysadeild Borgarspítalans. Meiðsl hennar reyndust ekki alvarleg. Slys hafa verið tíð í Lækjargötu það sem af er árinu, þar af eitt banaslys. Stytta af Gunnari Thoroddsen Stytta af Gunnari Thoroddsen, fyrrum forsætisráðherra, verður afhjúpuð á sunnudag á Fríkirkjuvegi 3, þar sem ráðherrann var fsddur og uppalinn. Athöfnin verður klukkan 15. Öllu starfsfólki sagt upp. Hugmyndir uppi um nýtt útgáfufélag og minna blað ÁKVEÐIÐ var á fundi útgáfustjórnar Nútímans í gær að hætta útgáfu á NT nú um áramótin. Var öllum starfsmönnum blaðsins, 72 talsins, sagt upp störfum í gær, með venjulegum þriggja mánaða fyrirvara. Mikil fundahöld voru í gær hjá aðstandendum blaðsins og útgáfustjórn Nútímans og er í ráði að nýtt útgáfufélag taki við rekstri nýs blaðs nú um áramótin, sem væntanlega mun bera nafn hins gamla flokksblaðs Framsóknarflokksins, Tíminn. Hákon Sigurgrímsson, stjórnar- formaður Nútímans, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að ekki hefði verið formlega gengið frá stofnun nýs útgáfufélags, en ýmsar hugmyndir hefðu verið ræddar, þar á meðal hugmynd um að nýtt útgáfufélag tæki við rekstri blaðsins. Hann kvaðst eiga von á að ákvörðun þar að lútandi yrði tekin nú um helgina. „Það er stefnt að því að halda áfram út- gáfu blaðs, en það verður minna í sniðum og með færra starfsfólki. Þess vegna völdum við þann kost- inn að segja öllum upp,“ sagði Hákon. Hann sagði að ef af stofn- un nýs útgáfufélags yrði væru hugmyndir uppi um að Nútíminn hf. tæki að sér vinnslu þess blaðs sem verktaki að verulegu leyti. Þessar hugmyndir væru hins vegar ekki fullmótaðar og kvaðst Hákon ekkert frekar geta sagt um málið áþessu stigi. Á fundi framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins í gær var ákveðið að ganga til viðræðna við Piltur og stúlka í sjóinn á Akureyri: Pilturinn kaldur og máttfarinn er hann náð- ist á land Akureyri, 27. desember TVÖ ungmenni féllu í sjóinn af Torfunefsbryggju um kl. 3 í nótt. Stúlka, fædd 1966 og drengur sem er tveimur árum eldri. Stúlkan féll í sjóinn og mun drengurinn hafa ætlað að bjarga henni — kastaði sér í sjóinn á eftir stúlkunni. Menn sem komu að náðu stúlk- unni fljótlega á land en verr gekk aö ná piltinum upp. Það var lög- regluþjónn — ekki á vakt — sem átti leið þarna hjá er náði piltinum upp. Klifraði hann niður á dekk sem liggja utan á bryggjunni og náði að toga drenginn á land. Pilturinn var mjög kaldur og máttfarinn er hann náðist og átti hann erfitt með að halda sér í björgunarhring sem kastað var til hans. Sjórinn var mjög kaldur — talsvert frost hefur verið hér undanfarið. Ekki er vitað hve lengi drengurinn var í sjónum. Ungmennin fóru í sjúkrahús en fengu að fara heim í morgun. Ung kona léstíVestur- Þýskalandi m UNG kona, Þuríður Elín Bjarna- dóttir, til heimilis á Ljósvallagötu 32, lést þegar bifreið, sem hún ók, valt í Kempten í V-Þýzkalandi. Slysið varð aðfaranótt jóladags, 25. desember. Þuríður heitin hefur að undan- förnu dvalist í Míinchen i Þýska- landi. Hún var 25 ára gömul, fædd 25.janúar 1960. Framsóknarfélögin í Reykjavík um útgáfu dagblaðs, sem yrði, eins og gamli Tíminn, málgagn Fram- sóknarflokksins. Að sögn Stein- gríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, hefur ekk- ert verið ákveðið um fjölda starfs- fólks hins nýja blaðs eða hvort nýr ritstjóri verður ráðinn, en Helgi Pétursson, ritstjóri NT, fékk upp- sagnarbréfið í gær eins og annað starfsfólk. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun einhverjum hluta starfsfólks NT verða boðið starf á hinu nýja blaði, en ekki fengust upplýsingar um hversu margir það yrðu. Ami Árnason framkvæmdastjóri Verzlunarráðs um niðurstöðu Hæstaréttar: „Tímamótasigur litla mannsins gagnvart kerfínu“ „ÉG HELD að við getum vel við unað, því þetta er að mörgu leyti tímamótasigur litla mannsins gagnvart kerfinu, þar sem einstaklingur- inn fær því hnekkt að þarna er verið að framselja vald sem ekki á að framselja með þessum hætti,“ sagði Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs fslands, um niðurstöður Hæstaréttar þar sem lögin um kjarnfóðurskatt eru sögð stríða gegn stjórnarskránni. Það var Réttar- verndarsjóður Verzlunarráðs íslands sem stóð straum af kostnaði við málsókn Árna Möller bónda á Þórustöðum og var mál þetta höfðað sem prófmál að tilhlutan Verzlunarráðsins. Árni sagðist jafnframt vera ir sem ákveðnar voru í lögunum. ánægður með það að Hæstiréttur hefði gengið lengra en undirréttur, varðandi það að dómurinn tæki til þess tíma að reglugerð var sett á grundvelli nýju laganna. „Vissu- lega hefðum við viljað sjá Hæsta- rétt ganga enn lengra og sjá þessa skattlagningarframsalsaðferð alla dæmda andstæða stjórnar- skránni," sagði Árni, „en það má alveg til sanns vegar færa að rök- semdafærsla Hæstaréttar fyrir þvi að þarna hafi myndast hefð standist." „Bráðabirgðalögin í júní 1980 voru sett á grundvelli þeirra laga sem Alþingi hafði afgreitt áður að tilhlutan þáverandi landbúnað- arráðherra, Steingríms Her- mannssonar," sagði Pálmi Jónsson alþingismðaur er hann var spurð- ur álits á niðurstöðu Hæstaréttar, en Pálmi var landbúnaðarráðherra á þeim tíma sem ríkissjóði er gert að endurgreiða Árna Möller á Þórustöðum kjarnfóðurskattinn frá júní 1980 til október 1981. Pálmi sagði að bráðabirgðalögin hefðu verið sett í júní 1980 til þess að ákvarða nánar um þær heimild- Þegar bráðabirgðalögin hefðu gengið til Alþingis hefðu menn verið farnir að hugleiða að ákvæði laganna sem bráðabirgðalögin byggðust á, kynnu að framselja valdið til innheimtu skattsins til aðila sem væri of langt frá fram- kvæmdavaldinu, til þess að slíkt stæðist samkvæmt stjórnar- skránni. „Þess vegna lögðum við til við landbúnaðarnefndir Al- þingis sem fjölluðu um frumvarpið að nýr texti yrði saminn í reglu- gerð, þar sem heimildirnar til Sendibflar fá rekstrarleyfí til árs í Hafnarstræti BORGARRÁÐ hefur samþykkt að framlengja til eins árs rekstrarleyfi fyrir Sendibíla hf. í Hafnarstræti 2. Þar eru nú um 50 litlir sendibflar, svokallaðir greiðabflar, og um 10 stærri bflar og hófst starfsemin um síðustu áramót. Fyrir nokkru hafn- aði borgarráð beiðni Sendibfla hf. um starfsleyfi til stöðvarinnar í Hafnarstræti 2, en hefur nú horfið frá því og veitt leyfi til ársloka 1986. „Eftirspurn eftir greiðabílum hefur verið gífurleg — í raun meiri en við höfum getað annað, þrátt fyrir að við séum nú með um 60 bíla. Það er ljóst, að í framtíðinni verðum við að leita annað með starfsemina, því okkur er stakkur of þröngt sniðinn hér í Hafnar- stræti. I raun má segja að við höfum sprengt utan af okkur hús- næðið hér í Hafnarstræti," sagði Guðmundur Ásmundsson, fram- kvæmdastjóri Sendibíla hf. í sam- tali við Morgunblaðið. álagningu kjarnfóðurskatts, lækk- unar hans eða hækkunar, færðust í hendur ráðherra," sagði Pálmi, „í stað þess sem lögin sem Stein- grímur Hermannsson beitti sér fyrir og bráðabirgðalögin voru byggð á, að heimildirnar voru í höndum Framleiðsluráðs." Pálmi sagði að þetta hefði verið nauðsynleg breyting, því það væri í ýmsum fleiri atriðum sem ráð- herra hækkaði eða lækkaði skatt- heimtu af svipuðu tagi, með reglu- gerð. Svo væri t.d. með bensíngjald og aðra tekjustofna sem rynnu til Vegagerðar ríkisins. „Það sýnir sig að það gengur ekki að framselja slíkt vald til hagsmunaaðila, utan framkvæmdavaldsins," sagði Pálmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.