Morgunblaðið - 28.12.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985
3
Nýjar verð-
merkingar
hjá ÁTVR
í fréttabréfi verslunarráðs fslands,
„Viðskiptamál" 14. tbl. 7. árgangi
1985 kemur fram aó fyrirhugað er
að Áfengis- og tóbaksvöruverslun
ríkisins sæki um að verðmerkja
vörur sínar með EAN strik merk-
ingu. Þannig verður afgreiðslan
tölvuvædd og er ætlunin að setja
slíkan búnað í nýju útibúin í Mjódd-
inni og Hagkaupshúsinu.
EAN nefndin á íslandi vinnur
nú að því að afla upplýsinga um
verð á búnaði fyrir notkun strika-
merkja í verslunum. Stefnt er að
því að boða forsvarsmenn stærri
verslana til kynningarfunda um
leið og þeirra upplýsinga hefur
verið aflað. Þá mun Iðntækni-
stofnun gangast fyrir tveim nám-
skeiðum fyrir notendur EAN
strikamerkja. Fyrra námskeiðið
verður fyrir dreifingaraðila 23.
janúar nk. en seinna námskeiðið
er um hönnun og prentun umbúða
með EAN merkjum og verður 24.
janúar nk. Fyrirlesari á námskeið-
unum verður Arne Rask frá
Emballageinstitutet í Kaup-
mannahöfn.
Isaksturs-
keppni fyrir
sérútbúna
keppnisbíla
Á sérhönnuðum skrúfudekkjum
munu keppendur í „ískrosskeppni“
Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur
þeysa um Leirtjörn við Úlfarsfell á
sunnudaginn. Hefst keppnin klukk-
an 13.30. Níu keppendur á sérút-
búnum keppnisbflum munu berjast
um sigurinn, en bflarnir eru m.a.
búnir dekkjum, sem hafa 2-300
skrúfur hvert
„Það verður hörku hasar í
keppninni. Þrír keppendur eru
líklegastir til afreka. fslands-
meistarinn í rally cross, Jón Hólm
á VW, Ævar Hjartarson á Skoda
og Birgir Vagnsson á Cortina.
Þetta er fyrsta keppni vetrarins
og er aðeins fyrir sérútbúna bíla.
f vetur er meiningin að halda
annars konar keppni fyrir venju-
lega bíla,“ sagði keppnisstjórinn
Magnús Arnarsson í samtali við
Morgunblaðið. í „ískrosskeppni”
aka fjórir bílar hlykkjótta braut í
einum hnapp og eru mikið um
pústra milli keppenda. Eftir und-
anriðla komast að lokum fjórir
bílar í úrslit. Það skal tekið fram
að „ískross" og ísaksturskeppni er
ekki af sama toga. f ísakstri aka
óbreyttir bílar og þá einn í einu.
Aka þá keppendur venjulegum
fjölskyldubílum í kapp við klukk-
una. Slíkar keppnir eru fyrir-
hugaðar í vetur fyrir almenning.
INNLENT
Verðlauna-
myndagátan
Punktur sá, sem er yfir fyrstu
myndinni I Verðlaunamynda-
gátu Lesbókar, er gátunni með
öllu óviðkomandi, kominn
þangað með lítt skiljanlegum
hætti. Ráðendur eru beðnir um
að láta þennan „prentvillu-
púka“ ekki rugla sig.