Morgunblaðið - 28.12.1985, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985
heiði var gjörsamlega ófær, en
blásinn seint um kvöldið og út-
búnaðurinn fluttur til Seyðisfjarð-
ar í fylgd tveggja manna frá Sigl-
ingamálastofnun, þeirra Þorvald-
ar Ólafssonar og Eyjólfs Magnús-
sonar. „Það var lítið hægt að gera
til varnar því að olían dreifðist
vegna veðurofsans þennan dag.
Menn héðan reyndu þó að setja
upp flotgirðingu, en hún hélt ekki
sem skyldi," sagði Þorvaldur Jó-
hannsson bæjarstjóri.
Vindur var austanstæður á
annan í jólum og fram eftir degi
í gær, og rak olíuna því inn í botn
fjarðarins. Stærsta skammtinn
fékk smábátahöfnin og víkin utan
við hana, um 100 tonn, að ágiskun
Theódórs Blöndals verksmiðju-
stjóra. Olían dreifðist að mestu
leyti á um 800 metra svæði við
Austurveg, Hafnargötu og Strand-
arveg, og var brákin frá tveimur
metrum upp í 15 metra að breidd.
Síðdegis í gær var olían í firðinum
umlukin flotgirðingu og einnig
hafist handa við að dæla upp olíu-
Ieðjunni. Veður hafði þá mjög
stillst og gekk dælingin vel, þrátt
fyrir að olían væri mjög þykk og
hulin krapi. í gærkvöld var stefnt
Skriðan rauf olíuleiðslu og 300
til 400 tonn af olíu láku í sjóinn
Gísli Krist-
jánsson,
fyrrum rit-
stjóri
Freys
látinn
Gísii Kristjánsson, fyrrum ritstjórí
búnaðarblaðsins Freys, lést á Borg-
arspítalanum í Reykjavík hinn 24.
desember síðastliðinn. Hann var 81
árs að aldri.
Gísli Kristjánsson var fæddur
28. febrúar 1904 í Gröf í Svarfað-
ardal. Foreldrar hans voru Kristj-
án Tryggvi Sigurjónsson, bóndi í
Brautarhóli í sömu sveit og kona
hans Kristín Sigfúsína Kristjáns-
dóttir. Gísli varð búfræðingur frá
Hólum árið 1925 og stundaði síðan
nám í íþróttaskólanum í Ollerup í
Danmörku 1926 og 1927. Hann var
kennari á Dalvík 1928 til 1930 og
stundaði jafnframt verslunarstörf.
Kennari á Hólum 1930 og 1931.
Nam við International People
Collage í Danmörku 1935 og kenn-
aranámskeið við sömu stofnun
síðar. Búfræðikandidat frá Búnað-
arháskólanum í Kaupmannahöfn
1939 og próf eftir „supplerings-
kursus" við sömu stofnun 1941.
Nám við „Handelsvidenskablig
læreanstalt“ í Kaupmannahöfn
1942 og 1943. Aðstoðarmaður við
„Forsögsl aboratoriet“ í Kaup-
mannahöfn 1939 og aftur 1941 til
Gísli Kristjánsson.
1945, en vann á þeim tíma einnig
við dönsku búreikningaskrifstof-
una og fasteingamatsdeildina í
danska stjórnarráðinu. Vann einn-
ig við kornbirgðastofnun danska
ríkisins 1940 og 1941. Naut styrks
til vísindaiðkana í Danmörku 1943
til 1945.
Gísli fluttist heim til íslands
1945. Ritstjóri Freys var hann frá
1945 og þar til í árslok 1974. Auk
þess hafði hann með höndum
almenna upplýsingastarfsemi á
vegum Búnaðarfélags íslands.
Gísli vann auk þess að ýmsum fé-
lagsmálum í þágu Búnaðarsam-
takanna og var fulltrúi íslands á
erlendum vettvangi. Gísli var
sæmdur heiðursmerkjum, inn-
lendum og erlendum fyrir störf sfn
að búnaðarmálum, og var gerður
heiðursfélagi í Æðarræktarfélagi
íslands 1979 og í Búnaðarfélagi
íslands 1983.
Gísli kvæntist eftirlifandi konu
sinni Thoru Margrethe Nilsen árið
1937 og eru börn þeirra fimm.
hendi á þessum stað þegar sjóaði
mikið á harðfenni. „Jafnvel þótt
ekki sé mjög mikill snjór í fjallinu,
safnast hann saman í gljúfrum og
getur svo runnið fyrirvaralaust af
stað með miklum þunga. Því tók-
um við í almannavarnanefnd þá
ákvörðun að loka Vestdalseyrar-
vegi algerlega meðan þetta hættu-
ástand varir,“ sagði Þorvaldur.
Theodór Blöndal verksmiðjustjóri
tsbjarnarins sagði að olíuleiðslur
væru grafnar í jörðu þar sem þær
lægju næst sjónum, en mönnum
hefði sést yfir þörfina á að grafa
leiðslur niður á þessum stað. Það
tókst að stöðva olíulekann um
klukkan fjögur síðdegis á annan
jóladag, en þá höfðu farið í sjóinn
milli 300 og 400 tonn af svartolíu
af þeim 600 tonnum sem í tanknum
voru. Flugvél Landhelgisgæslunn-
ar flaug síðar um daginn til Egils-
staða með flotgirðingu og sérstaka
olíudælu. Vegurinn yfir Fjarðar-
að því að halda áfram að dæla svo
lengi sem veður leyfði. En það má
búast við þvi að ærið hreinsunar-
starf bíði Seyðfirðinga á næstu
dögum og vikum.
„Hversu mikið tjón þetta er
getur enginn sagt á þessu stigi.
Beina tjónið er náttúruiega verð-
mæti olíunnar og skemmdirnar á
olíuleiðslunni, en óbeina tjónið er
vafalaust miklu rneira," sagði Sig-
urður Helgason, bæjarfógeti á
Seyðisfirði.
Snjóflóðið á Seyðisnrði:
ÞAÐ var ekki peningalykt sem lagði að vitum bæjarbúa á Seyðisfirði að
morgni annars dags jóla. í sumum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs
hefði kannski verið litið svo á málin, en megn olíustækja í loftinu hefur
ekki sömu verðmætaskýrskotun hér á norðurhjara og í löndum svarta-
gullsins. Þvert á móti bendir slík lykt til að ekki sé allt með felldu. Sem
kom á daginn: snjóskriða hafði rofið leiðslu olíutanks við bræðsluverk-
smiðju ísbjarnarins og 300-400 tonn af olíu lekið í sjóinn.
„Við fundum lykt af olíu um inn,“ lýsti bæjarstjórinn á Seyðis-
tíuleytið um morguninn og þá
vöknuðu auðvitað strax ýmsar
grunsemdir. Upp úr hádeginu fóru
nokkrir menn á báti yfir fjörðinn
að verksmiðju ísbjarnarins og þá
kom hið sanna í ljós. Um 400 metra
breið snjóskriða hafi fallið og rofið
olíuleiðslu upp við innsta olíutank-
firði, Þorvaldur Jóhannsson, því
hvernig menn urðu fyrst varir við
óhappið. Talið er að skriðan hafi
fallið síðla nætur á jóladag. Þor-
valdur sagði að snjóflóðið hefði
ekki verið mikið að efnismagni, en
ansi „fast skot“. Hann sagði að
hættan á sjóflóði væri alltaf fyrir
Þingað á lögreglustöðinni. Lengst til vinstri er Sigurður Helgason bæjarfógeti á Seyðisfírði, bæjarstjórinn Þorvaldur
Jóhannsson er raeð símann við eyrað, við hlið hans situr lögregluþjónninn Egill Ragnarsson og loks Theodór
Blöndal verksmiðjustjóri ísbjarnarins.
Siðdegis í gær var byrjað að dæla olíuleðjunni upp úr smábátahöfninni. Menn skeggræða hvernig best sé að verk-
inu staðið, en í vinstra horni myndarinnar má sjá hluta dælubúnaðarins í sjónum.