Morgunblaðið - 28.12.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 28.12.1985, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 Bleikar slaufur Þeir morgunútvarpsmenn efndu til simaspjalis í gær og inntu fólk eftir jólaleikriti sjón- varpsins: Bleikum slaufum. Svörin voru á ýmsa lund eins og gengur. Einn faðirinn taldi að sjónvarpinu hefði borið skylda til að vara fólk við því að óhuganlegu atriði lítt við hæfi barna brygði fyrir í verkinu. Hér á faðirinn að sjálfsögðu við morðið. Fleiri tóku í sama streng og bætti ein konan um betur en hún taldi að efni verksins væri lítt við hæfi á jólunum. Sitt sýnist hverjum og er það auðvitað alltaf álitamál hvers konar texta skal filma fyrir jólahátíðina. Persónulega fannst mér verkið ekki mjög óhugnanlegt, einkum vegna þess að leikstjórinn, Sigurður Pálsson, nýtti lítt mögu- leika kvikmyndatækninnar í þá veru að skapa spennu. Það var raunar engu líkara en Stundin okkar hefði ratað á skjáinn ef höfundur hefði haft vit á að sleppa morðinu og kynsvallinu. Of eða van? Ég hef heyrt því fleygt að leikarar sæki gjarnan á efri árum í æsandi hlutverk svona eins og til að sanna fyrir sjálfum sér að æskuþrótturinn sé enn fyrir hendi. Steinunn Sigurð- ardóttir þarf ekki á slíkum sjálfs- flótta að halda. Af hverju í ósköpun- um staðnæmdist hún ekki við drykkjusvallið í íbúð skötuhjúanna á efri hæðinni? Var ekki nóg að gert þótt Guðmundur sleppti því að reka hnífinn í konu sína — bakveik- ur maðurinn? Verk Steinunnar hefði máski hnýtt svo sem eina bleika slaufu á fák ímyndunarafls- ins ef verkinu hefði lokið með heim- komu Guðmundar af spítalanum: Guðmundur (hás). Og hvar eru allir peningarnir kelling. (Ekkert svar aðeins geyspi eiginkonunnar og fimmtíukall er hún veiðir kæruleys- islega upp úr brjóstahaldaranum og fleygir framan í bóndann. Guð- mundur grípur um bakið, hnígur niður og eiginkonan lyftir glottandi símtólinu). Æ getiði ekki sent sjú- krabíl... nei nei það er ekkert al- varlegt bara smá skessuskot, við erum vön þessu (hlær hrossahlátri í sömu svipan opnast svefnherberg- ishurðin og börnin kíkja inn. Góði gæinn sem Eggert Þorleifsson lék brosir yfir axlir barnanna). Þú ert þá kominn heim Guðmundur minn, ég ætlaði bara að færa þér blóm. (Hláturinn iskrar í vondu eiginkon- unni sem Edda Björgvinsdóttir leik- ur og hún sperrir annan fótinn undan sænginni og veifar í átt til Eggerts tælandi). Ef einhver slík slaufa hefði verið hnýtt á verk Steinunnar þá hefði máski kviknað í tundrinu og áhrofandinn spunnið áfram söguþráðinn. En þess í stað beitir Guðmundur kutanum, vonda eiginkonan út í líkhús, hann á sjúkrabörum uppá spítala með skessuskot og góða fólkið annast auðvitað munaðarlaus börnin. Kött- ur setti upp stýri úti er ævintýri. Leikararnir: Ekki alveg því ég átti eftir að fjalla um blessaða leikarana. Eggert Þorleifssyni hæfði hlutverk góða heimilisföðurins. Slíkir menn eru náttúrulega ekki til nema í mynd- skreyttum biblíusögum. Hvað um það, Eggert virðist eiga afar auðvelt með að leika flekklaus góðmenni enda bjartur yfirlitum. Harald G. Haralds álíka sannfærandi dusil- menni enda dökkur á brún og brá. Edda Björgvins á sömuleiðis létt með að leika óheflaðar gálur og kjaftforar kvensur. Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur hentar hins vegar lítt að fara með hlutverk engilbjartrar fyrirmyndahúsmóður. Ég ráðlegg sjónvarpsmönnum að leita næst til kvikmyndaleikstjóra á borð við Viðar Víkingsson þá þeir hyggjast filma yfirnáttúrulegt fólk af engla og djöflakyni og höfundar mættu gjarnan hlífa áhorfendum við blóð- storknum slaufum í loksenunni. Gefum áhorfandanum færi á að hnýta sínar slaufur sjálfur. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Tina Turner á ferð og flugi WM „Tina Turner á 4Q ferð og flugi“ er — heiti þáttar þar sem rokkdrottningunni er 21 Tina Turner á hljómleikum. fylgt eftir á hljómleika- haldi í Birmingham í mars sl. Auk Tinu koma fram í þættinum þeir Bryan Adams og David Bowie. Þátturinn er klukku- tíma langur og hefur Tina sjálf lýst hljómleikum þessum með þeim bestu í lífi sínu, og eru mörg lag- anna sem hún flytur af plötu hennar „Private Dancer". Reyndar kallaði Tina ferð sína „Private Dancer Tour ’85“. Meðal laga þeirra er hún flytur má nefna: I Might Have Been Quen, What’s Love Got to Do with It, I Can’t Stay Together, Help, It’s Only Love, Tonight og Let’s Dance. Hún hélt 48 slíka tón- leika til að fylgja plötu sinni úr hlaði á 56 dögum í 13 löndum. Frá vinstri á myndinni eru: Sigrún Edda Björnsdóttir, Inga Bjarnason, leikstjóri, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Aðalsteinn Bergdal og Arnór Benónýsson. Happaskórnir Jólaleikrit barnanna ■■■■ Leikritið t /» 3<í „Happaskórn- 1 U ir“ eftir Gúnth- er Eich. Leikritið, sem var frumflutt árið 1948, er eitt af elstu verkum Eichs en hann er meðal fremstu höfunda útvarpsleikrita í Þýskalandi. Leikurinn er mjög frjálsleg leikgerð á ævin- týri H.C. Andersens, „Gæfuskónum". Segir sú saga frá því er ein af þernum Gæfunnar læðir inn í mannheim skóhlífum þeirrar náttúru að hver, sem setur þær á sig, fær óskir sínar uppfylltar. Ýmsir.verða til að klæðast þessum skófatnaði en brátt kemur þó í ljós að það verður engum til gæfu að fá allt sem hann óskar Hin gömlu kynni ítölsk bíómynd ■■■■ „Hin gömlu c%(\ 35 kynni“ — ítölsk ZtLt — bíómynd frá ár- inu 1977 — er á dagskrá sjónvarps kl. 22.35 í kvöld. Leikstjóri er Ettore Scola og með aðalhlutverk fara: Nino Manfredi, Vittorio Gassamn, Aldo Fabrizzi, Stefano Satta Florens og Stefania Sandrelli. Saga myndarinnar er um þrjá vini sem börðust hlið við hlið í stríðinu og hittast á ný eftir mörg ár. Margt hefur breyst en þeir elska enn allir sömu stúlk- una. Þýðandi er Sonja Diego. sér. Þýðandi leiksins er Brí- et Héðinsdóttir og leik- stjóri Inga Bjarnason. Leikendur eru: Jón Gunn- arsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Jón Hjartarson, Flosi Ólafs- son, Guðmundur Pálsson, Aðalsteinn Bergdal, Guðný Helgadóttir, Ása Svafarsdóttir, Arnór Ben- ónýsson, Viðar Eggerts- son, Bjarni Steingrímsson, Sigurður Skúlason, Sigur- jóna Sverrisdóttir, Valde- mar Helgason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Ró- bert Arnfinnsson, Sigur- veig Jónsdóttir og Jón Gunnarsson. Tæknimenn eru Ástvaldur Kristinsson og Óskar Ingvarsson. Leikritið verður endurtek- ið sunnudaginn 5. janúar i,i on on ÚTVARP LAUGARDAGUR 28. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 08.30 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 9.00Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.30Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál. Endurtekin páttur frá kvöld- inu áður sem Margrét Jóns- dóttir flytur. 10.10 Veðurfregnir. Öskalög sjúklinga, framhald. 11.00 Um bókaútgáfu ársins. Þorgrlmur Gestsson stjórnar umraeöuþætti. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.50 Hérognú. Fréttaþáttur I vikulokin. 15.00 Miðdegistónleikar. Sinfónía nr. 5 I e-moll op. 64 eftir Pjotr Tsjaikovskl. Sinfónluhljómsveitin I Chicago leikur. Seiji Ozawa stjórnar. 15.50 Fjölmiðlun vikunnar. Esther Guðmundsdóttir tal- ar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 16.35 Jólaleikrit barna og ungl- inga: „Happaskórnir" eftir Gúnther Eich. Þýöandi: Brlet Héöinsdóttir. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Leikendur: Sigrún Edda Bjðrnsdóttir, Kristln Anna Þórarinsdóttir, Jón Hjartar- son, Flosi Ólafsson, Guð- mundur Pálsson, Aðalsteinn Bergdal, Guðný Helgadóttir, Asa Svafarsdóttir, Arnór Benónýsson, Viöar Eggerts- son, Sigurður Skúlason, Sig- urjóna Sverrisdóttir, Valde- mar Helgason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Kjart- an Ragnarsson, Róbert Arn- finnsson, Sigurveig Jóns- dóttir oq Jón Gunnarsson. Leikritið verður endurtekið sunnudaginn 5. janúar kl. 20.00. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Stungið i stúf. Þáttur I umsjá Davíðs Þórs Jónssonar og Halls Helga- sonar. 20.00 Harmonlkuþáttur. Umsjón: Bjarni Marteinsson. 20.30 Kvöld á Dalvik. Umsjón: Jónas Jónasson. (Frá Akureyri.) 21.20 Vlsnakvöld. Aðalsteinn Asberg Sigurðs- son sér um þáttinn. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 21.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 A ferð með Sveini Einars- syni. 24.00 Fréttir. 00.05 Miönæturtónleikar. Umsjón: Jón Orn Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. SJÓNVARP 16.00 Enska knattspyrnan. Umsjón Bjarni Felixson. 17.15 fþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. Hlé. 19.20 Steinn Marcó Pólós. (La Pietra di Marco Polo). Fjórtándi þáttur. Italskur framhaldsmyndaflokkur um ævintýri nokkurra krakka I Feneyjum. Þýðandi Þurlður Magnúsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. TOÚtS Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Staupasteinn. (Cheers). Ellefti þáttur. Bandarlskur gamanmynda- LAUGARDAGUR 28. desember flokkur. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 21.10 Fastir liðir .eins og venju- lega“. Lokaþáttur. Léttur fjöl- skylduharmleikur eftir Eddu Björgvinsdóttur, Helgu Thor- berg og Glsla Rúnar Jónsson sem jafnframt er leikstjóri. Stjórn upptöku: Viöar Vlk- ingsson. 21.40 Tina Turner á ferð og flugi. (Tina Turner — Private Dancer Tour ’85). Sjón- varpsþáttur frá hljómleikum rokkdrottningarinnar Tinu Turner I Birmingham I mars slðastliðnum. Auk Tinu Turn- er koma Bryan Adams og David Bowie fram. 22.35 Hin gömlu kynni. (C’eravamo tanto amati). Itölsk blómynd frá árinu 1977. Leikstjóri Ettore Scola. Aðalhlutverk Nino Manfredi, Vittorio Gassamn, Aldo Fabrizzi, Stefano Satta Rores, Stefania Sandrelli. Þrlr vinir sem börðust hliö viö hlið I strlðinu hittast á ný eftir mörg ár. Margt hefur breyst en (oeir elska enn allir sömu stúlkuna. Þýðandi Sonja Diego. 00.40 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 28. desember 10.00—12.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Sigurður Blöndal. Hlé. 13.13 Tekið á Rás. Ingólfur Hannesson lýsir landsleik Islending og Dana I hand- knattleik I Iþróttahúsinu á Akranesi. Bein útsending. 14.50 Laugardagur til lukku. Stjórnandi. Svavar Gests. 16.00—17.00 Listapopp. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00—18.00 Hringborðið. Stjórnandi: Sigurður Einars- son. Hlé. 20.00—21.00 Hjaratsláttur. Tónlist tengd myndlist og myndlistarmönnum. Stjórnandi: Kolbrún Hall- dórsdóttir. 21.00—22.00 Milli strlða. Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 22.00—23.00 Bárujárn. Stjórnandi: Sigurður Sverris- son. 23.00—24.00 Svifflugur. Stjórnandi: Hákon Sigurjóns- son. 24.00—03.00 Næturvaktin. Stjórnandi: Leopold Sveins- son. - ^vHCicjrawp— - •<-.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.