Morgunblaðið - 28.12.1985, Side 9

Morgunblaðið - 28.12.1985, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1986 9 jþlí ÓB B AIS AIF Ú L AG MflJÁTÍKUm STOFNAO 17. JÚNÍ 1951 Jolaskemmtunin verður haldin í Tónabæ þann 30. des. kl. 15.00. Félagar takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Þjóöda n sa félag Reykjavíkur Til viðskiptamanna banka og sparisjóða. Lokun 2. janúar og eindagi víxla. Vegna áramótavinnu veröa afgreiöslur banka og sparisjóða lokaðar fimmtudaginn 2. janúar 1986. Leiðbeiningar um eindaga víxla um áramót liggjaframmi í afgreiðslum. fíeykjavík, 13. desember 1985 SAMVINNUNEFND BANKA OG SPARISJÓÐA ^Attu von a gestum? Vogaídýfa er tilbúin beint úr dósinni. Við bjóðum tvær gerðir, Vogaídýfu með lauk, sem einnig er góð í ýmsar salatblöndur og Vogaídýfu með kryddblöndu, sem er auk þess að vera frábær ídýfa góð með flestum fisk- og kjötréttum. Framleiðandi: Vogabær - Sími 92-6525. Mfcð&öœi? Vetrarsólhvörf l*orsteinn I'áLsson sejfir í forystugrein SuAurlands: „Vetrarsólhvörf hafa jafnan haft mikil áhrif á mannlífið á íslandi. I>að lögmál náttúrunnar að í dimmasta skammdeffinu tekur daginn að lengja á ný eflir með okkur trú og von um betri framtíð. A þessum tíma árs holdum við hátíð kristinna manna og höldum á loft boðskap, Ijóssins gegn skammdegis- myrkrinu. En þó hátíð sé haldin og við göngum á vit nýs tíma, um leið og við fognum nýju ári, erum við umlukt hversdagsiegum verkefnum, þau hlaupa ekki frá okkur. Á undanförnum misser- unm hafa verið mikil um- brot í þjóðlífinu. Ýmislegt hefur gengið okkur í haginn en í öðrum efnum hafa stríðir vindar blásið á móti. I*að er ekki nýlunda, við höfum áður glímt við mik- inn vanda, íslendingar. Sviptivindar hafa aldrei brotið styrka stofna ís- lcnsks þjóðlífs og efnhags- lífs. Við höfum jafnan brostist fram úr örðugleik- um með trú og áræði. I>að eru þeir eiginleikar sem flutt hafa þessa þjóð úr fá- tækt til velmegunar. Síðustu vikur hafa menn eðlilega haft þungar áhyggj- ur vegna þeirra atburða sem gerst hafa í viöskipta- lífi þjóðarinnar. Menn hafa orðið uppvísir að viðamik- iili, ólögmætri okurlána- starfsemi og gjaldþrot skipafélags hefur rýrt eigin- fjárstöðu ríkLsbanka. At- burðir sem þessir eru til þess fallnir að grafa undan trausti á fjármálakerfi þjóð- arinnar. Það er því ekki að undra þó að ýmsum finnst sem þjóðlífíð allt sé eins og rótlaust þangið. Höfuðmáli skiptir, þegar atburðir af þessu tagi ger- ast, að bregðast við af festu og einurð, að draga fram f dagsljósið þau atriði sem máli skipta og koma fram ábyrgð gagnvart þeim sem ábyrgð bera. Hitt þjónar ekki tilgangi, að nota slík Menning og hagsæld Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálf- stæöisflokksins, skrifaði jólahugvekju í Suöurland, málgagn sjálfstæöismanna í Suöurlandskjördæmi, en hann er þing- maöur Sunnlendinga. tilvik sem tilefni til þess að auka á sundurlyndi og tortryggni. f þcssu efni skiptir mestu máli, að hafa staðhæfíngar og fullyrðing- ar sem sannastar.“ Að vinna sig út úr vandanum „Af hálfu löggjafarvalds- ins hefur verið unnið að því að setja lög og reglur er lúta að starfsemi peningastofn- ana. í mörg ár hafa laga- reghir þar að lútandi verið lausar í reipunum. Nú hefur þegar verð sett, eða í þann mund, verið að setja laga- reglur er taka til allra þátta fjármagnsmarkaðarins, hvort heldur það er starf- semi Seðlabanka, við- skiptabanka, sparisjóða eða verðbréfamarkaða. Mestu máli skiptir, að löggjafínn flýti því svo sem verða má, að setja allri þessari starf- semi skýrar og ákvcðnar lcikreglur. Enginn dregur í efa mikilva-gi hennar fyrir framþróun þjóðfélagsins og hagsmuni heimilanna í landinu. En við megum ekki láta viðskiptastarfsem- ina fyllast af innanmcinum og verðum því að geta stuðst við þær lagareglur, sem auðvelda okkur að greina hismið frá kjarnan- um, hafrana frá sauðunum. Við höfðum vænst þess að sjá meiri árangur og betri í baráttunni við að uppræta illgresi verðbólg- unnar í efnahags- og þjóð- lífí. Við höfðum ennfremur vænst þess, eftir langt samdráttarskeið, að vöxtur framleiðslu og verðmæta yrði hraðari en raun hefur orðið á. Þó að vonir okkar hafí ekki að fullu ræst að þessu leyti er þó ekki ástæða til að æðrast. Við munum með samstilltu átaki vinna okkur út úr örðugleikunum. Þjóðin hef- ur smám saman verið að vakna til skilnings á því, að hún bætir ekki hag sinn með eyðslu og skuldasöfn- un og ef til vill er það markvcrðast, að einmitt um þessar mundir, er eins og samstaða sé að verða um það meðal fólksins í landinu, að snúa af braut eyðslu yfír á veg sparnaðar og verðmætasköpunar." Styrkur og samkennd „Það er einnig fagnaðar- efni, nú í dimmasta skammdeginu, að fólkið í I landinu skuli á sjálfan full- vcldisdaginn hafa samein- ast um sókn til þess að varðveita og efía íslenska tungu. íslensk menning og menningararfíeifð er sann- arlega undirstaða almennr- ar velferðar og hagsældar á íslandi. I>essi litla þjóð er sjálfstæð fyrir þá sök, að hún hefur alltaf skilið, jafnvel á myrkustu tímum sögunnar, að eigin tunga og eigin menning, hefur gert okkur að sjálfstæðri þjóð í stóru veraldarsam- félagi. Ýmsir heföu haldið að þaö heföi verið tilgangs- lítiö. að blása i herlúðra til sóknar fyrir íslenska tungu og kalla menn saman til fundar i þeim tilgangi. Staðreyndin er hins vegar sú, að skilningurinn á gildi Lslenskrar tungu fyrir sjálf- stætt þjóðllf í landinu er svo greiptur í vitund þjóðar- innar, að hún hlýðir fyrsta kalli, þegar sjálft móður- málið á í hluL Hér hefur verið bent á tvær andstæður úr íslensku þjóðlífí síöustu vikur. Tvo atburöi sem eru jafn óskild- ir og dagur og nótt En þeir sýna okkur líka að þrátt fyrir andstreymi, þrátt fyrir rótleysi, hefur þjóðin bæði styrk og samkennd, sem mun duga okkur f baráttu fyrir því, að upp- ræta meinsemdir og byggja upp hagsæld og velferð á íslandi. Séra Heimir Steinsson, Þingvallaprestur, komst svo að orði í hugvekju nú á jólafostunni: „Nú fara glaðir dagar í hönd, vonin slær alskærum bjarma yfir komandi vikur, en dómsorð Drottins forðar okkur frá því að láta vaggast til værð- ar í einhverri þeirrí fífla- paradís, þar sem enginn sér framar skilsmun góðs og ills, þar sem rétt og rangt er hvort tveggja fyrir borð borið.“ Það er ósk mín aö við getum látið birtu jólaboð- skaparins og von Ijósaskipt- anna leiða okkur inn á þær brautir sem kenna okkur að greina rétt frá röngu og forði okkur frá að þjóðfélag okkar verði einhverskonar fíflaparadís." Jólagleði sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík boöa til jóiafagnaoar í Sjáifstæöishúsinu Valhöll sunnudaginn 29. des. nk. kl. 15.00. Brúðubíllinn m/Gústa, ömmu og Lilla mætir á staðinn, jólasveinar koma í heimsókn og Þórir Lárusson leikur jólalög fyrir dansinum. Kaffi, gos og kökur. Kynnir verður Þórunn Gestsdóttir formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. Sjálfstæðismenn eru hvattir til þess að mæta á þessa fjölskylduskemmtun. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.