Morgunblaðið - 28.12.1985, Síða 10

Morgunblaðið - 28.12.1985, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 28. DESEMBER1985 Kasparov vann Timman 4—2 Gary Kasparov, heimsmeistari í skák, batt endahnútinn á stór- skemmtilegt einvígi sitt við Hollend- inginn Jan Timman, med því að vinna sjöttu og síðustu skákina, sem tefld var síðastliðinn sunnudag. Kasparov hlaut þar með fjóra vinn- inga, en Timman tvo. Fyrir þennan sigur hlaut Kasparov jafnvirði 250.000 ísl. króna í verðlaun, en Timman fékk hins vegar jafnvirði 170.000 kr. Einvígið var Ksispenn- andi frá upphafi til enda og vafalaust mjög góð æfing fyrir báða keppend- ur. 22. janúar hefst einvígi Timmans við Sovétmanninn Jusupov í Tilburg í Hollandi og 10. febrúar hefja þeir Kasparov og Karpov þriðja einvígi sitt um heimsmeistaratitilinn. Það var barist af mikilli hörku í sjöttu skákinni, rétt eins og í þeim fyrri. í 15. leik gerði Timman tilraun til að endurbæta tafl- mennsku sína í þeirri fjórðu, en Kasparov svaraði með enn einni mannsfórninni. í þetta sinn gaf hann riddara fyrir tvö peð og geysilega sterka stöðu á miðborð- inu. Timman tókst að ná mótspili, en lék af sér í 30. leik og eftir það varð sókn Kasparovs óstöðvandi. „Þetta var góður endir á góðu einvígi," sagði heimsmeistarinn við fréttamenn er hann rannsakaði 6. skákina með Timman. „Jan varðist vel í erfiðri stöðu og tapaði aðeins vegna þess að hann reyndi að ná meira en jafntefli út úr skák- inni,“ bætti Kasparov við. Kasparov var spurður hvern hann teldi sigurstranglegastan í áskorendaeinvígjunum sem hefj- ast í janúar. Hann neitaði að svara því, en hollenskum blaðamönnum tókst þó að pína það út úr honum að hann teldi Timman eiga góða möguleika, ef honum tækist að sigra Jusupov. Áhugi var mikill í Hollandi fyrir einvíginu og þar töldu sérfræðing- ar taflmennsku heimsmeistarans hafa verið stórkostlega, en Timm- an hefði hins vegar staðið sig mjög vel og veitt honum harða keppni. „Þetta er skáklistin í sinni feg- urstu mynd,“ sagði hollenski stór- meistarinn Hans Ree við áheyr- endur í troðfullum skákskýringa- salnum í Hilversum á sunnudag- inn. Það er vissulega ástæða til að taka undir það hrós sem keppi- nautarnir hafa fengið fyrir frammistöðu sína í einvíginu. Það er þó hæpið að þeir, og er þá sér- staklega átt við Kasparov, hefðu teflt svo glæfralega ef einvígið hefði verið liður í heimsmeistara- keppninni. Eftir að hafa unnið tvær fyrstu skákirnar virtist svo sem heimsmeistarinn tefldi af nokkurri léttúð, en þó Timman berðist eins og ljón tókst honum ekki að sýna fram á óréttmæti mannsfórna heimsmeistarans í fjórðu og sjöttu skákunum. Sú spurning vaknar hvort Anatoly Karpov hefði verið fær um að refsa Kasparov fyrir dirfskuna. Ef bera á þetta einvígi saman við heimsmeistaraeinvígin tvö, sem þeir Kasparov og Karpov tefldu, er greinilegt að gegn Timm- an gaf Kasparov sköpunargáfu sinni alveg lausan tauminn, hann hugsaði sig ekki um tvisvar er hann sá vænlega fórn eða sóknar- möguleika. Gegn Karpov sýndi hann hins vegar miklu meiri sjálfsögun, a.m.k. eftir ófarirnar í upphafi fyrra einvígisins. Það verður fróðlegt að sjá hvernig stíll Kasparovs kemur til með að þróast næstu árin, hvort það verður sköp- unargleðin eða öryggið sem ræður ferðinni. Næsta verkefni heimsmeistar- ans verður erfitt. Hann fær aðeins að halda krúnunni í þrjá mánuði áður en hann verður neyddur til að verja hana í einvígi. Anatoly Karpov, fullur hefndarþorsta, hef- ur skorað hann á hólm í einvígi sem mun hefjast í febrúar. Er skáksagan er skoðuð kemur í ljós að hið nýja hlutverk Kasp- arovs verður ekki auðvelt. í öll þau þrjú skipti á þessari öld sem fall- inn heimsmeistari hefur fengið tækifæri á að vinna titilinn til baka hefur sá hinn sami nýtt sér tækifærið. Alexander Áljekín vann titilinn til baka af Max Euwe árið 1937 og Mikhail Botvinnik náði tvívegis að koma fram hefnd- um á nýbökuðum heimsmeistara, fyrst á Vassily Smyslov árið 1958 og síðan aftur á Mikhail Tal árið 1961. Þeir Smyslov og Tal fengu aðeins að halda titlinum í eitt ár hvor og þeir virtust báðir falla í þá gryfju að vanmeta Botvinnik í seinna einvíginu. Kasparov hefur því vítin til að varast. Sjötta einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov. Svart: Jan Timman. Drottningarindversk vörn. 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. Rc3 — Bb4, 5. Bg5 — Bb7, 6. e3 — h6, 7. Bh4 — g5, 8. Bg3 — Re4 Þessi staða kom upp i öllum þeim þremur skákum sem heims- meistarinn hafði hvítt í. í annarri skákinni reyndi hann hér 9. Rd2!? 9. Dc2 —Bxc3+, 10. bxc3 — d6, 11. Bd3 — f5, 12. d5 — Rc5, 13. h4 — g4,14. Rd4 — Df6,15. (W) — Rxd3!? í fjórðu skákinni lék Timman 15. — Rba6 og fékk á sig manns- fórnina 16. Rxe6 — Rxe6,17. Bxf5!? 16. Dxd3 — e5,17. Rxf5 17. Dxf5 - Dxf5 - Dxf5, 18. Rxf5 - Bc8, 19. e4 - Bxf5, 20. exf5 — 0-0 leiðir til þægilegs enda- tafls á svart, en 17. Re6 gæti hins vegar orðið honum óþægilegt, best virðist þá 17. — Df7 (17. — Ra6, 18. f3! - gxf3, 20. Hxf3 - e4, 21. Dxe4) til að geta mætt 18. f3 með 18. - exf3,19. Hxf3 - e4, 20. Dd4 -Hg8 17. —Bc8 18. Rd4! Fyrir manninn fær Kasparov tvö peð og rennandi peðaflaum á miðborðinu. Svartur þurfti hins vegar ekki að óttast 18. e4 — Bxf5, 19. exf5 - Hf8,20. f3 - Dxf5. 18. — exd4,19. cxd4 — Df5 Það var mjög erfitt að finna leið til að hemja hvíta peðamassann. Hinum eðlilega leik 19. — Rd7 mátti t.d. svara með 20. f4! og svartur getur aðeins valið á milli þess að hleypa hvítu hrókunum á opna línu og þess að verða kaffærð- ur í peðaflóði. 20. e4 — Dg6, 21. Dc3 — (W), 22. Hfel Kasparov fer sér að engu óðs- lega, hann vill ekki leyfa svörtum að svara 22. e5 með Bf5. 22. — Rd7, 23. e5 — Bb7, 24. He3 — b5! Timman freistar þess að rjúfa hvítu peðakeðjuna. 25. Da5! — Rb6, 26. Dxb5 — Dc2, 27. exd6 — cxd6,28. He7! Eftir 28. c5 - Dc4!, 29. Dbl - Dxd5 verður hvítur að láta sér nægja jafntefli með þráskák. 28. — Hf7,29. Hxf7 - Kxf7,30. c5 30. — Dc4?! Hér er sennilegt að Timman hafi misst af besta tækifæri sínu til að halda jafntefli. Hann gat gefið manninn til baka með 30. — dxc5, 31. dxc5 — Bxd5, 32. cxb6 — De4, 33. Dfl — axb6. Það er þó hugsanlegt að hvítur eigi sterkara framhald: 33. Dd7+ — Kg8, 33. f3! með vinningsmöguleikum, því hvítur þarf ekki að óttast 33. — Dd4+, 34. Kh2, né heldur 33. - gxf3,34. Hfl. 31. Dbl! —Dxd5 Svartur hótar máti og á manni meira, en með nokkrum þvinguð- um leikjum nær Kasparov að hreinsa upp svörtu peðin á kóngs- vængnum, valda máthótunina og undirbúa lokaatlöguna að ber- skjölduðum kóngi Timmans. 32. Dh7+ - Kf6, 33. Dxh6+ - Kf7, 34. Df4+ — Kg8, 35. Dxg4+ — Kh7,36. Bf4! Þannig er vörninni snúið í sókn og nú á Timman enga leið til að verjast öllum hótunum hvíts. 36. — Bc8, 37. Dg3 — dxc5, 38. Hel — Df7, 39. Dg5 — Rd5, 40. Dh6+ — Kg8, 41. He5! og svartur gafst upp. Það er ekki auðvelt að sjá hvar Timman hefði getað náð jafntefli eins og Kasparov nefndi í blaðavið- talinu. Eftir mannsfórnina er staða svarts mjög erfið og orðin töpuð eftir31.Dbl! Strandaði við Laugarnestanga LEIGUSKIP Eimskipafélagsins, Dor- is, strandaöi viö Laugarnestanga á sunnudagsmorguninn 22. desember. Skipið var að leggja af stað til Hollands og var rétt komið frá bryggju í' Sundahfön þegar „vélin hætti að svara," eins og sjómenn segja. Skipið rak síðan stjórnlaust í strand. Dráttarbáturinn Magni og togarinn Vigri komu skipinu til hjálp- ar og drógu það á flot á háflóði, um kl. tvö síðdegis. Kafarar könnuðu botn skipsins, en hann reyndist að- eins lítillega dældaður. Vélarbilunin var einnig lítilfjörleg og hélt Doris áleiðis til Rotterdam strax á sunnu- dagskvöldið, að lokinni viðgerð. SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VAIDIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Opið kl. 1 til kl. 5 í dag — Sýnishorn úr söluskrá: í vesturborginni — hagkvæm skipti Til kaups óskast góö 2ja herb. ib. Skipti möguleg á rúmgóöri 3ja herb. íb. á Högunum. Sérbýli í vesturborginni Endaraðhús skammt trá Einimel meö 4ra-5 herb. ib. á pöllum, alls um 165 fm. Skuldlaust. Laust strax. 4ra herb. góðar íbúðir við: Hvassaleiti — Eyjabakka — Markland — Stóragerði — Kleppsveg — Kríuhóla. Vinsamlegast kynniö ykkur nánar söiuskrána. 5 herb. ný úrvalsíbúð Á 1. hseö i suöurenda 127,5 fm nettó. Fullbúin undir trávark nú þegar. Sameign innan húss og utan öll fullfrágengin. Sérþvoftahús. Fullfrá- gengiö bílhýsi. Stór geymsla í kjallara. Eitt rúmgott herbergi getur veriö sér. Teikn. og nánarl uppl. aöeins á skrítst. eftir óskum seljanda. Fjársterkir kaupendur óska m.a. eftir: 3ja-4ra herb. ib. á 1. hæö viö Safamýri eöa í nágrenni. Húseign í borginni meö a.m.k. þremur góðum ib. 3ja-5 herb. má vera i byggingu. Úthverfi kemur ekki til greina. Húseign í vesturborginni. Veröhugmynd 6-9 millj. Verslunarhúsnaaói 100-200 fm í gamla miöbænum, viö Laugaveg eöa i nágrenni. Reyndur og duglegur sölumaður óskast. Ennfremur ritari. Bestu kjör í boöi. Uppl. aðeins á skrifat. ekki í síma. AtMENNA FASTEIGH&SAL AH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Bifreiðin hentist inn í húsagarð TVEIR fólksbílar, Volkswagen Golf og Mercedes Benz leigubifreið, rákust harkalega saman á gatna mótum Bólstaðarhlíðar og Stakkahlíðar klukkan 14.20 á Þorláksmessu. Ökumenn voru einir í bflun- um og var annar þeirra, ökumaður Volkswagen-bfls- ins, fluttur á slysadeild. Hann reyndist ekki vera alvarlega slasaður, en mikið marinn. Báðir bflarnir skemmdust mikið og hentist Volkswagen-bifreiðin inn í húsagarð við Bólstaðarhlíðina. Á þessum gatnamótum er hvorki stöðvunar- eða biðskylda og gildir því einfaldur hægri réttur. Leigubifreiðin ók Bólstaðarhlíðina í vestur, en Volkswagen-bifreiðin kom norður Stakkahlíðina og var þvf í órétti. Að sögn lögreglunnar eru íbúar í nágrenninnu óánægðir með að ekki skuli vera sett upp annað hvort bið- eða stöðvunarskylda á þessum gatnamótum. Lokað Varahlutaverslanir okkar veröa lokaðar vegna vörutalningar 2. og 3. janúar. I M U Gódan daginn! HEKI LjlJ Laugavegi 170

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.