Morgunblaðið - 28.12.1985, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985
Með tjekovsku ívafí
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Þjódleikhúsið sýnir
Villihunang eftir Anton Tjekov í
leikgerð Michael Frayn
Þýðandi: Árni Bergmann
Lýsing: Páll Ragnarsson
Leikmynd: Alexandre Vassiliev
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir
Kynnt hefur verið ítarlega, að
Villihunang muni vera elzta
leikrit Tjekovs og sagt frá því,
að það hafi ekki fundizt fyrr en
sextán árum eftir hann lézt. Um
tilurð verksins var vitað. Það
leikrit sem Tjekov lét eftir sig
er sagt taka um sex klukku-
stundir í flutningi og eftir öllum
sólarmerkjum að dæma hefur
því verið hafnað á sínum tíma.
í formála Michales Frayns,
sem birtur er kafli úr í leikskrá,
kemur fram, að fleiri hafa á
undan honum freistað að gera
leikgerð eftir þessu æskuverki
Tjekovs. Hann minnist meðal
annars á útgáfu á leikritinu sem
Dimitri Makaroff hafi gert er
leikritið var sýnt í Bretlandi í
fyrsta sinn.
Michael Frayn er vel ljóst, að
það er meira en bara að segja
það að taka leikrit sem er í fyrsta
lagi eftir Tjekov og í öðru lagi
sex klukkutíma langt, og ætla
að gera úr því frambærilegt
tjekovskt verk: „Þeim sem gerir
leikgerð af verkinu er þó öllu
verri vandi á höndum, þegar
hann fer að reyna að finna skyn-
samlega lausn ... en það er sá
galli, sem einnig bregður ljósi á
þau stórfenglegu afrek sem síð-
ari leikritin eru — það er tvíræð-
ur grunntónn grínleiks og harm-
leiks sem síðar verður fullmótað-
ur og eitt augljósasta höfundar-
einkenni Tjekovs, en í þessu leik-
riti sýnist þetta ekki vera neitt
annað en óljós ruglandi í þanka-
gangi. Þegar allt kemur til alls
hafa menn yfirleitt álitið verkið
ósýningarhæft."
Þegar Frayn hefur svo farið
höndum um þetta „ósýningar-
hæfa verk“ er óhjákvæmilegt,
að áhorfandi reyni að gera upp
hug sinn; ekki aðeins hvernig til
hefur tekizt. Heldur líka hvort
honum finnst hann vera að horfa
á verk Tjekovs í leikgerð brezks
höfundar, eða hvort hann er að
horfa á verk eftir Michael Frayn
með tjekovsku ívafi. Víst svífur
Bessi Bjarnason, Rúrik Haraldsson og Róbert Arnfinnsson.
Arnar Jónsson og Helga Jónsdóttir í hlutverkum sínum í Villihunangi.
andi Tjekovs yfir vötnum. Víst
megum við þekkja ýmsar per-
sónur úr seinni leikritum
Tjekovs, sem hér eru lögð eins
konar frumdrög að. Víst þekkj-
um við að sagan er tjekovsk.
Samt náði Frayn eiginlega
meiri tökum á mér en Tjekov,
hvort sem þeir annmarkar liggja
í verkinu sjálfu eða ekki. Og ég
dreg ekki í efa að Frayn hefur
reynt að sýna verki Tjekovs trú-
mennsku. Hann segir: „Ég hef
reynt að leysa þann vanda, sem
tvíræði tónninn er, með því að
draga úr melódramanu og með
ritstýringu og með því að láta
verkið stíga frá léttri kómedíu,
gegnum farsa, til hins myrka og
sársaukafyllri gamanleiks loka-
atriðanna...“
Með þetta í huga hljótum við
að átta okkur á að það er mjög
á valdi leikstjóra hverju sinni
að byggja ofan á þá undirstöðu
sem Frayn leggur að verkinu.
Þrátt fyrir mjög ítarlegar til-
sagnir Frayn í ensku útgáfunni
er ekki nauðsynlegt að fylgja
þeim staðsetningum og það hef-
ur Þórhildur Þorleifsdóttir ekki
gert. Hún hefði mátt draga til
stórra muna úr skógarhlaupun-
um í öðru atriði, sem urðu bein-
líns afkáraieg. En það ræður
engum úrslitum. Það sem mér
finnst ráða úrslitum er að leik-
stjóri virðist í nokkrum vafa um
margslungin blæbrigði leiksins.
Skilin milli farsans, gamanleiks-
ins og hins myrka og sársauka-
fyllri gamanleiks lokaatriðanna
verða of skörp; runnu því ekki
fram sem ein samfelld heild. Og
leikarar léku ekki á sömu nótum
af þessum fyrrgreindu ástæðum.
Mest mæðir á Platonov sem
Arnar Jónsson leikur. Hann olli
mér verulegum vonbrigðum.
Platonov Arnars Jónssonar er
ekki sannfærandi. Hvorki er
hann þessi andríki heimspeking-
ur né ævintýralegur sjarmör.
Né heldur er hann trúverðugur
sem hinn mikli örlagavaldur
þeirra sem nærri honum standa.
Án efa á Platonov að vera í bland
„trúður" eins og Anna Petr-
ovnova skellir framan í hann.
En það réttlætir ekki, að mínum
dómi, afkáralega túlkun Arnars
Hinn langhrjáði diplómat, f'harles Dance sem lamaður eftir óskiljanlegt upphlaup eiginkonunnar, Meryl Streep f
virðulegu kvöldverðarboði í Plenty.
Ekki nóg
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Háskólabíó: Allt eða ekkert —
Plenty -trtrVt
Bresk. Árgerð 1985. Handrit: David
Hare, eftir eigin leikriti. Leikstjóri:
Fred Schepisi. Aðalhlutverk: Meryl
Streep, Charles Dance, Tracey Ull-
man, Sting, John Gielgud, Sam
Neill.
Vonlaust verk, skyldi maður
ætla, að byggja heilt leikrit og
síðar heila kvikmynd á grundvelli
kvenlýsingar sem áhorfandi kemst
ekki tilfinningalega í tæri við að
neinu marki, fær hvorki nógan
skilning á né ríka samúð með. í
hvert skipti sem kvikmyndin
Plenty er í þann veginn að hieypa
áhorfandanum upp að þessari
aðalpersónu dregur höfundur til-
boðið til baka, klippir á þráðinn
sem er að spinnast þarna á milli
og neyðir áhorfandann til að byrja
viðkynninguna upp á nýtt.
Leikritið Plenty vakti mikla
athygli í London fyrir nokkrum
árum og einkum hafa menn vand-
aðan, safaríkan samtalstexta þess
í hávegum. Þessi leiktexti er enn
helsti lífgjafi verksins nú þegar
höfundurinn David Hare hefur
matreitt það fyrir kvikmynd undir
stjóm ágæts ástralsks leikstjóra,
Fred Schepisi. Byggingarlagið er á
hinn bóginn ekki aðeins óvenju-
legt, heldur einnig mestan part til
dramatískra vandræða. Hare rek-
ur sögu aðalpersónunnar, Susan
Traherne frá lokum seinni heims-
styrjaldarinnar þegar hún er út-
sendari bresku leyniþjónustunnar
í Frakklandi og-á snöggsoðið ástar-
ævintýri nteð starfsbróður sínum
Lazar sem hún getur aldrei gleymt
og verður af einhverjum — og
okkur ókunnum — ástæðum að
tilfinningalegri þráhyggju hjá
henni það sem eftir er. Næsf hitt-
um við hana í Brussel eftir stríðið
þegar fundum hennar og ungs
starfsmanns breska sendiráðsins,
Reymond Brock ber saraan undir
kyndugum kringumstæðum og
með þeim kviknar einhvers konar
ástarsamband. Þá er hlaupið yfir
nokkurn tíma og við hittum Susan
í hlutverki ófullnægðs kontórista
með helgarsamband við Brock og
náið vináttusamband við villta
stelpugæru, Alice Park. Og svo
hoppar myndin fram í tímann með
vissu millibili, stiklar á stóru í
atburðum í lífi hennar, á nýjum
og nýjum vinnustöðum, og í nýjum
og sívaxandi geðsveiflum sem
rústa allt í kringum hana, uns þau
Susan og Brock taka aftur saman
og ganga í hjónaband sem hangir
á bláþræði til loka myndarinnar
með miklum sviptingum og látum.
Þessi saga spannar langan tíma
og allmörg sögusvið. það er margt
sem gerist en samt er eins og
ekkert gerist. Það sem gerist —
ytri atburðarásin — á allt rætur
í innri hræringum Susan. En höf-
undur leyfir okkur ekki að nálgast
hugarheim konunnar að neinu
marki. Hann skellir okkur niður í
líf hennar á ákveðnum punktum,
eftir að stefnumarkandi áfanga
hefur verið náð í verkinu, en klipp-
ir burtu þau innri rök, þær drama-
tísku skýringar sem að baki búa.
Eins og fyrr segir er þetta óvenju-
leg byggingaraðferð en ég á bágt
með að sjá tilganginn með henni
og efast um að hún þjóni honum.
Af hverju er Susan haldin þessar
sjálftortímingarkennd? Af hverju
finnur hún ekki neina þungamiðju
í lífinu? Af hverju verður hún
geðveik? Er það reynslan af strlð-
inu? Er það einhver reynsla langt
aftur í æsku? Er það ruglingur og
rótleysi með vaknandi sjálfstæðis-
kennd og jafnréttisbaráttu
kvenna? Eða hvað? Engin svör fást
við þessum spurningum I Plenty,
sem þó virðist sumpart fjalla um
manneskju sem tínir sjálfri sér í
alsnægtum og urmul tækifæra
hins nýfrjálsa heims. Höfundur
virðist einnig ætla að tengja hlut-
skipti konunnar við hlutskipti
breska heimsveldisins; í bakgrunni