Morgunblaðið - 28.12.1985, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985
15
Læknamafían —
launin há á stofu
— eftir Kristján
Baldvinsson
Mikil blaðaskrif hafa verið að
undanförnu um tekjur sérfræð-
inga á eigin stofum. Margt hefur
verið í æsifregnastíl.
í Morgunblaðinu, þann 20. des-
ember sl., birtist á baksíðu fregn
samkvæmt samtali við Helga V.
Jónsson, hæstaréttarlögmann,
sem er formaður samninganefndar
sjúkratrygginga. Skýrt var frá
því, að vissir hópar sérfræðinga
hefðu hækkað miklu meira en gert
var ráð fyrir við seinustu gjald-
skrársamninga. Samkvæmt ein-
hliða ákvörðun Tryggingastofnun-
ar ríkisins yrðu greiðslur til þess-
ara sérfræðinga lækkaðar allt að
helmingi, með afturvirkni til 1.
september. Fréttir um þetta birt-
ust einnig í ríkisfjölmiðlum.
I>essi ákvörðun var tekin ein-
hliða, þrátt fyrir gildandi gjald-
skrá, sem áður hafði verið sam-
þykkt formlega bæði af læknum
og forsvarsmönnum sjúkratrygg-
inga.
Rétt er og skylt að skýra al-
menningi nánar frá málavöxtum.
f byrjun júní þessa árs var samið
um nýja gjaldskrá sérfræðinga
fyrir læknisverk á eigin stofum.
Fljótlega komu í ljós ýmsir hnökr-
ar á gjaldskránni og varð sam-
komulag um að koma upp svokall-
aðri kvörtunarnefnd, sem skipuð
skyldi tveim fulltrúum sjúkra-
trygginga og tveim fulltrúum
Læknafélags Reykjavíkur.
Ætlunin var að leysa deilumál
jafnóðum og þau bærust. Frá því
í september hafa verið haldnir
vikulegir fundir en aðeins tókst
að leysa hluta þeirra mála, sem
bárust. Hvorki gekk né rak með
meiri hluta málanna, þrátt fyrir
langa fundi og hratt vaxandi papp-
írsbunka. Varð nú um það sam-
komulag, að fá samninganefndir
beggja aðilja til að ná samkomu-
lagi, og hafa fundir verið haldnir.
aldrei sjaldnar en vikulega frá
seinni hluta október.
í lok nóvember komu fyrst fram
kvartanir um, að vissir hópar sér-
fræðinga hefðu hækkað meira en
ráð var fyrir gert.
Rannsóknalæknar höfðu sjálfir
vakið athygli á því síðastliðið vor,
að viss atriði í gjaldskrá þeirra
mundu hækka þá óeðlilega mikið,
miðað við aðra sérfræðinga. Með
innbyrðis samkomulagi sömdu þeir
um lækkun á þessum atriðum.
Hygg ég, að hér sé um einsdæmi
að ræða í samningum um kaup og
kjör.
f lok nóvember fengu fulltrúar
lækna upplýsingar um, að augn-
læknar, háls-, nef- og eyrnalæknar
og húðlæknar hefðu hækkað tals-
vert umfram það, sem ráð var fyrir
gert.
Kristján Baldvinsson
„Fulltrúar lækna hafa
lýst sig fúsa aö vinna aö
lausn þessa máls med
fulltrúum sjúkratrygg-
inga. Víst er að einhliöa
ákvöröun samninga-
nefndar sjúkratrygginga
auðveldar ekki þá
lausn.“
Reynt hefur verið að kanna,
hver sé skýring á þessari umfram-
hækkun. Ljóst er og, að mikill
launamismunur er á stofuvinnu
lækna hinna ýmsu sérgreina. Full-
trúar lækna hafa lýst sig fúsa að
vinna að lausn þessa máls með
fulltrúum sjúkratrygginga. Víst
er, að einhliða ákvörðun saminga-
nefndar sjúkratrygginga auðveld-
ar ekki þá lausn.
Líkur benda til, að Trygginga-
stofnun kunni að hafa samið af sér.
Mér er til efs, að fulltrúar sjúkra-
trygginga hefðu verið til tals um
málamiðlun, hefðu læknar samið
af sér.
Margsinnis hefur verið ítrekað,
og tel ég rétt, að það komi einnig
fram hér, að enginn læknir er grun-
aður um misferli eða misbeitingu
gjaldskrár.
Þær upphæðir, sem nefndar
hafa verið til einstakra manna,
allt upp í 500 þús. króna á mánuði,
gilda aðeins um mjög lítinn hóp
sérfræðinga. Þær eru ekki nettó-
laun. 1 samningum við sérfræð-
inga er gengið út frá því, að 50%
stofutekna séu kostnaðarliðir en
50% laun. Nefna má, að lágmarks
tækjabúnaður háls-, nef- og eyrna-
lækna og augnlækna er á bilinu
4—5 milljónir. Til aðstoðar hafa
þeir minnst eina og oft tvær stúlk-
ur. Hér er því verið að reka fyrir-
tæki. Stofuvinna er jafnan akk-
orðsvinna, þar sem reynir á kunn-
áttu og þrek. Mikil vinna er eftir,
þegar síðasti sjúklingurinn er far-
in. Þegar kostnaður hefur allur
verið greiddur, heldur læknirinn
upphæð, sem ekki þætti há hjá
fiskiskipstjóra eða flugmanni.
Nefna má þá sjálfsögðu stað-
reynd, að hver króna, sem læknum
er greidd, skilar sér til skatts, sem
er meira en sagt verður um ýmsar
tekjuháar stéttir og einstaklinga
þessa lands.
Hluta hækkana til sérfræðinga
má rekja til þess, að aðgerðir eru
nú i vaxandi mæli framkvæmdar
utan stofnana. Ekki leikur vafi á
því, að þessi starfsemi sparar
skattgreiðendum ærið fé og léttir
um leið á sjúkrahúsunum.
Ég sagði fyrr í þessu spjalli, að
læknar hefðu lýst sig reiðubúna
til samvinnu um lausn þess vanda,
sem upp er kominn. Það eru þeir
enn.
Á sama tíma hefur viss fjöl-
miðlagleði gripið viðsemjendur
okkar. Þeir senda frá sér einhliða
ákvörðun um allt að helmings
lækkun greiðslna til vissra hópa
sérfræðinga með afturvirkni til 1.
september, þótt vandanum væri
fyrst lýst í lok nóvember og við-
ræður séu í gangi. Hæpið er að
þetta standist lagalega og alls ekki
siðferðilega.
Læknum hefur með þessu verið
sýnd fádæma óvirðing, sem tæpast
mun auðvelda málalok eða önnur
samskipti við Tryggingastofnun
ríkisins.
Höfundur er formaður Læknafé-
lags Reykjayíkur.
Tónlistarfélag Kristskirkju
eignast nýtt píanó
Tónlistarfélag Kristskirkju hefur tekið í notkun nýtt fortepíanó, sem
félagið hefur eignast Af því tilefni var efnt til tónlistarkynningar í safn-
aðarheimili Kristskirkju og komu þar fram meðal annarra David Know-
les píanóleikari og Einar Jóhannesson klarinettleikari.
(Úr fréttatilkynninpi)
Skora á sjálfstæðismenn
aö veita konum tækifæri
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
svohljóðandi ályktun frá Kvenrétt-
indafélagi íslands:
„Hópur á vegum Kvenréttinda-
félags Island (KRFÍ), sem vinnur
að því að fá fleiri konur kjörnar í
sveitarstjórnir í komandi kosning-
um, harmar niðurstöður prófkjörs
sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem
fram fór 24.-25. nóvember sl., þar
sem aðeins ein kona var meðal átta
efstu mannanna.
1 framkvæmdaáætlun sem sam-
þykkt var á Kvennaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Nairobi i
júlí sl. eru stjórnvöld, stjórnmála-
flokkar og fleiri aðilar hvattir til
aðgerða svo konum fjölgi til muna
við ákvarðanatöku í þjóðfélaginu.
í ljósi þessarar samþykktar, sem
Island er aðili að, skorar stjórn-
málahópur KRFÍ hér með á sjálf-
stæðismenn í Reykjavík að gera
breytingar á uppröðun á fram-
boðslista flokksins við næstu borg-
arstjórnarkosningar, þannig að
hlutur kvenna verði stærri og í
samræmi við yfirlýsta stefnu
flokksins í jafnréttismálum.
Jafnframt skorar hópurinn á
Sjálfstæðisflokkinn sem aðra
stjórnmálaflokka að gefa konum
tækifæri til að axla ábyrgð til
jafns við karla og kjósa þær til
setu í sveitarstjórnum, á Alþingi
og til annarra ábyrgðarstarfa í
þjóðfélaginu."
Kópavogur.
Mótmæla skerðingu á hlut sveit-
arfélaga í tollum og söluskatti
EFTIRFARANDI ályktun var gerð
á fundi bæjarstjórnar Kópavogs
fóstudaginn 20. desember 1985.
„Bæjarstjórn Kópavogs mót-
mælir harðlega síendurtekinni
skerðingu á hluta sveitarfélaga í
tollum og söluskatti. Óviðunandi
er að Alþingi beiti þannig valdi
sínu til að auka tekjur ríkissjóðs
á kostnað sveitarfélaga. Gerð er
sú krafa að sveitarfélögum verði
þegar tryggt fullt uppgjör hluta
síns í óbeinum sköttum á yfir-
standandi ári í gegnum jöfnunar-
sjóð sveitarfélaga. Jafnframt er
þess krafist að fallið verði frá
skerðingaráformum á næsta ári
við afgreiðslu fjárlaga 1986. Krafa
sveitarfélaga er að hlutdeild þeirra
verði ávallt miðuð við heildartekj-
ur af hinum verðtryggðu tekju-
stofnun tolla, sölsukatts og
skyldra gjalda hvaða nafn, sem
þessir tekjustofnar bera.“
Björn Þorsteinsson
bæjarritari
Reykholtsdalun
Tónleikar
í Logalandi
HALLDÓR Haraldsson píanóleikari
heldur tónleika í Logalandi, Reyk-
holtsdal, laugardaginn 28. desember
og hefjast þeir kl. 15.00.
Á efnisskránni er Appassionata
eftir Beethoven, 2 Scherzo eftir
Chopin, 4 píanóverk eftir Lizt og
Sónata eftir Béla Bartók.
(FrétMtilkynning)
Allt í
áramótaveisluna
10% afsl. af gosi og öli í heilum kössum
Sælgæti - snarl - ídýfur - salöt o.fl. o.fl.
Flugeldasalan í
fullum gangi!
J Eiöistorgi 11 - símar 622200 - 629625.