Morgunblaðið - 28.12.1985, Page 17

Morgunblaðið - 28.12.1985, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 17 Bankamannaskólinn 25 ára í sérútgáfu af Bankablaðinu, sem nýlega er komið út er þess minnst að rúm 25 ár eru liðin frá stofnun Bankamannaskólans sem hóf störf árið 1959. Það voru ríkisbankarnir, sem komu skólanum á laggirnar í samvinnu við samtök starfsmanna, Samband ísl. bankamanna. í Banka- blaðinu er gerð grein fyrir sögu skól- ans og framtíðarverkefnum. Rætt við bankastjóra og fleiri um stöðu bank- anna. Bankaskólinn er staðsettur á Laugavegi 103, efstu hæð, í hús- næði, sem Samband ísl. banka- manna kom upp fyrir tæpum 20 árum. Þar eru 2 skólastofur, sem rúma samtals um 60 manns. Skóla- stjóri er Þorsteinn Magnússon, viðskiptafræðingur frá 1978. Gunnar Blöndal, Búnaðarb., var skólastjóri í hlutastarfi fram til þess tíma. Þorsteinn hefur skóla- stjórastarfið sem aðalstarf, en aðrir starfsmenn eru ekki við skól- ann, en kennaraliðið kemur eink- um úr hópi starfsmanna banka og sparisjóða. Árlega sækja nú um 3—400 starfsmenn skólann í lengri eða skemmri tíma. Aðalnámskeið skólans eru nýliðanámskeið. Standa þessi námskeið í rúma tvo mánuði. Auk þess hefur skólinn efnt til framhaldsnáms fyrir starfsmenn. Þá stendur yfir mikið átak í tölvukennslu fyrir starfs- menn. Þar að auki efnir skólinn til námskeiða og ráðstefna fyrir bankamenn um ný viðfangsefni bæði hér í Reyk javík og eins úti álandi. Þau mál, sem einkum eru á dagskrá við skólann varðandi framtíðina, eru aukið nýliðanám fyrir starfsmenn, fulltrúafræðsla, aukning á kennslu í framhalds- námi fyrir lengra komna starfs- menn og loks hvernig skólinn getur frekar mætt fræðsluþörf starfs- manna banka og sparisjóða úti á landi. Skólanefndin er skipuð 8 fulltrú- um, 4 frá ríkisbönkum, 1 frá einka- bönkunum, 1 frá Sambandi ísl. sparisjóða og 2 fulltrúum frá Sambandi ísl. bankamanna. Nú- verandi formaður skólanefndar er Björn Tryggvason, aðstoðarbanka- stjóri Seðlabankans. Aftari röð frá vinstri: Benedikt E. Guðbjartsson, Sigurður Geirsson, Guð- mundur Eiríksson, Þór Gunnarsson og Snæþór Aðalsteinsson. Fremri röð frá vinstri: Þorsteinn Magnússon, Björn Tryggvason og Hannes Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.