Morgunblaðið - 28.12.1985, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985
18
Sameinuðu þjóðimar:
Afmælishófínu
lokið — Fögru
orðin gleymd
— eftir ívar
Guðmundsson
NewYork:
Aðalforstjóri Sameinuðu þjóð-
anna, Javier Perez de Guellar, var
óvenju hvassorður í garð stjórn-
málaleiðtoga, „sem nota sér vett-
vang alþjóðasamtakanna til að
halda þar fallegar ræður og gefa
háleit fyrirheit, en gleyma svo öllu
saman um leið og þeir eru burtu
úrþingsalnum
De Gueller lét þessi orð falla á
blaðamannafundi, sem hann hélt
daginn sem fertugasta afmælis-
þinginu var slitið, rétt fyrir jólin.
Hann lýsti og áhyggjum sínum
yfir því, að „aðildarþjóð" (Banda-
ríkin) hafi samþykkt lög, sem
mæla svo fyrir, að hún getur neitað
að greiða framlag, sem á hana
hefir verið lagt af Allsherjarþingi,
ef hún greiddi atkvæði gegn því
máli, sem um er að ræða. Aðalfor-
stjórinn sagðist myndi gera allt,
sem í hans valdi stæði til þess að
fá lögum þessum breytt. Þau brytu
í bága við bókstaf stofnskrárinnar
og gætu skert valdasvið samtak-
anna og sjálfstæði þeirra.
„Lítið brauð, en stórir
hringleikir“
Á blaðamannafundinum var
þeirri spurningu skotið að de
Gueller hvort hann teldi að af-
mælisþinginu væri vel lýst með
því að segja, að þar hafi verið
„sáralítið brauð, en miklir hring-
leikhúsleikir" (sirkus). Ég skal
ekkert segja um það,“ svaraði
aðalforstjórinn. „En við verðum
að taka Allsherjarþingið eins og
það er og vera þolinmóð. Horfast
í augu við raunveruleikann og gera
okkur aldrei of háar vonir um það,
sem menn mæla á þinginu. Þeir
ættu að hætta að flytja þessar
fallegu ræður sínar, ef þeir gleyma
þeim um leið og þeir ganga útúr
þinghöllinni. Gleyma Sameinuðu
þjóðunum. Gleyma skyldum sínum
gagnvart þeim. Gleyma að samtök-
in eru þeirra eigin afkvæmi. Það
er þetta sem er svo aðþrengjandi
í lok Allsherjarþingsins, að sjá að
ræðunum, sem við höfum verið að
hlusta á er ekki framfylgt." Og
hann hélt áfram reiðilestrinum:
„Allir nota þeir sér þennan þægi-
lega vettvang, sem kemur þeim svo
vel. En þakklætið fyrir þetta er
oftast ekkert. Stundum gleyma
þeir strax eftir að þeir hafa haldið
sínar fallegu ræður, að þeir hafa
alið vonir, sem ekki rætast, í
brjóstum manna um heim allan.
Og hvað er svo í vændum? Ekkert,
engin framkvæmd á samþykktum
Sameinuðu þjóðanna og engin
aðstoð til að leysa alþjóða vanda-
málin.“
Neitunarvaldið
Fréttaritari spurði: „Á meðan á
afmælishátíðahöldunum stóð
minntust margir af leiðtogum
heimsins á, að það væri tími til
kominn, að Afríka, þar sem þriðj-
ungur af Sameinuðu þjóðunum
býr, fengi neitunarvald í Öryggis-
ráðinu. Hvað vildi aðalforstjórinn
segja um þá hugmynd? „Kæri
vinur,“ svaraði de Gueller, „ef ég
á að segja þér hvað mér finnst þá
myndi ég ekki bæta Afríkuþjóð við
með neitunarvaldi, frekar myndi
ég taka það af þeim fimm, sem
hafa það“ (að fundarlokum heyrð-
ust fréttaritarar segja: „Hvað
heldur hann að Sameinuðu þjóð-
irnar væru lengi til ef neitunar-
valdið væri afnumið? Það hefir
bjargað samtökunum að minnsta
kosti 109 sinnum er Rússar flutu
á neitunarvaldinu í stað þess að
þola ósigur í Öryggisráðinu, og
hinum stórveldunum nokkrum
sinnum.
■TL^-.W , - ~
N.Y.Times 12/15'85
Þannig hugsar amerískur skopteiknari sér atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem hryðjuverk eru fordæmd.
Vonarneistar á alþjóða
stjórnmálasviðinu
í upphafi blaðamannafundarins
ávarpaði aðalforstjórinn frétta-
menn og sagði að það mætti
merkja nokkurn vonarneista til
betra samstarfs miíli þjóða en
verið hefir um hríð. „Það er að
vísu ekki hægt að segja, að veru-
legar breytingar hafi þegar átt sér
stað. En þa er eins og leiðtogum
þjóðanna sé að verða ljóst, að það
er ekki hægt að vinna að friði, ef
hver otar sínum tota og brýtur
niður í stað þess að byggja. Við
verðum að vona, að skorturinn á
samlyndi milli þjóða, sem valdið
hefir svo miklum erfiðleikum, sé
nú að verða yfirstiginn, svo ekki
fari í sama óheillafarið á ný. Það
er ekki alveg ósanngjarnt, að vona
að þau teikn sem við höfum séð
leiði til betra samlyndis og sam-
komulags en verið hefir í átt að
friði, afvopnun og framförum.
( þessu sambandi minntist de
Gueller á einkafund ráðherranna,
sem haldinn var í Öryggisráðinu.
En það var samkomulag um að
nota Öryggisráðið betur en hingað
til til að koma í veg fyrir hernaðar-
leg átök milli þjóða og leysa þau
alþjóðavandamál, sem leiða til
ófriðar, áður en í óefni er komið.
„Þið hafið ef til vill tekið eftir
því, að ég sagði að þetta þing væri
„minnisvert**. Ég sagði ekki að það
væri „sögulegt“ þing, sagði de
Gueller. Hvort verður ofaná getur
tíminn einn sýnt okkur. En til
þess að vel fari er eitt nauðsynlegt,
að það er að fögru loforðin séu
haldin og framkvæmd."
Samþykktir gegn hryðju-
verkum og gíslahaldi
Að lokum var aðalforstjórinn
spurður hvað hann vildi segja um
einróma samþykkt Allsherjar-
þingsins þar sem hryðjuverk eru
fordæmd og talin til glæpa. Ég tel
þessa samþykkt sérstaklega þýð-
ingarmikla. Loksins er samkomu-
lag innan Allsherjarþingsins um,
að það verði að finna leiðir til að
stöðva hryðjuverkin. Allsherjar-
þingið samþykkti tillögu sína án
atkvæðagreiðslu. Ég býst við að
tillagan um að fordæma gíslahald
og handtökur saklausra manna
verði einnig samþykkt einróma
með atkvæðagreiðslu í Öryggisráð-
inu síðar í dag.“
Öryggisráðið fordæmir
einróma hryðjuverk
og gíslahald
Máltækið „Á þeim degi urðu
þeir Herodus og Pílatus vinir" var
oft endurtekið er það fréttist, að
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna hefði samþykkt „einróma",
að fordæma hryðjuverk í hvaða
mynd sem væri. Að vísu voru ekki
formlega greidd atkvæði á þinginu
heldur, sem kallað er „samþykkt
með samstöðu", það er þögn og
mótmælalaust. Þrátt fyrir það
þykir þetta merkisatburður. Sam-
þykktir Allsherjarþingsins eru
ekki bindandi fyrir aðildarríkin en
þungi þeirra felst í samstöðunni,
sem er nær óþekkt til þessa í al-
þjóða pólitískum málum.
Þyngri á metunum verður sam-
þykkt Öryggisráðsins, þar sem
aðildarþjóðunum er uppálagt, að
leysa úr haldi alla gísla, sem nú
eru í haldi og allt gíslahald er
fordæmt svo og mannrán, „hvar
sem er og af hverjum sem er“.
Tillagan um gíslahald og mann-
rán var borin fram af Astralíu,
Danmörku, Egyptalandi, Frakk-
landi, Perú, Trinidad og Tobago,
Bretlandi og Bandaríkjunum.
Ljóð og tilfinning
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
ölafía Guðrún Magnúsdóttir:
ÚRSUMÁRDÖLUM.
72 bls.
Reykjavík, 1985.
ölafía Guðrún Magnúsdóttir var
ættuð úr Dölum vestur. Hún fædd-
ist 1907 en lést 1948. Ingólfur Jóns-
son frá Prestbakka, sem ritar
formála fyrir ljóðum hennar, segir
að líf hennar hafi ekki verið »dans
á rósum, því lengst af átti hún við
mikla vanheilsu að stríða og dvald-
ist langdvölum á sjúkrahúsum.*
Þá getur Ingólfur þess að Sig-
urður Skúlason magister hafi tekið
tvö ljóð hennar upp í safnið «Það
mælti mín móðir* sem kom út
1936.
Um sextíu kvæði og stökur eru
í bók þessari, þar að auki tveir
stuttir þættir. Um skáldagáfu ól-
afíu Guðrúnar hefur ekki þurft að
Ólafía Guðrún Magnúsdóttir
efast. Hún hefur verið ótvíræð.
Hins vegar hefur skáldkonan ekki
náð þeim þroska sem efni stóðu
til. Flest ljóðin í bókinni hefur hún
ort um tvítugt. Víða er vel komist
að orði. Mörg ljóðlínan í bókinni
stendur prýðilega fyrir sínu. En
skáldkonan hefur ekki verið búin
að ná þeirri ögun og festu sem
þarf til að setja saman heilsteypt
kvæði. Ljóð hennar bera svip
æskuverka.
ólafía Guðrún hefur alist upp
við þann nýrómantíska kveðskap
sem mörgum jafnöldrum hennar
var runninn í merg og bein. Hún
yrkir um árstíðirnar, grænku vors-
ins, blómin, fuglasönginn; og svo
um fölva haustsins sem boðar
vetur og dauða.
Líka yrkir ólafía Guðrún um
eigin tilfinningar. Bændasamfé-
lagið gamla leyfði enga tilfinn-
ingasemi — nema í skáldskap.
Ólafía Guðrún hefur verið bæði
tilfinninganæm og innhverf. Hana
langar til »að láta hjartað ráða«
en finnur að sér þrengt. Ljóðið
verður athvarf hennar og trúnað-
arvinur í hörðum heimi. I kvæðinu
Andvaka segist hún vera kjarklítil
og kvíðin.
Eitt kvæði 'ólafíu Guðrúnar
heitir Hvíti dauði. Ekki er ófyrir-
synju að hún gerir þann vágest að
yrkisefni svo mjög sem hann hjó
skörð í raðir kynslóðar skáld-
konunnar. Ólafía Guðrún spyr
hvenær »takist að stöðva þann
óheillagest?*
Best eru þau kvæði Ólafíu Guð-
rúnar þar sem hún veitir tilfinn-
ingunum óhefta útrás. Tuttugu og
fimm ára yrkir hún til að mynda
eftirfarandi Ijóð. Skuggar heitir
það:
Sem langur, ljótur draumur
erliðiðþetta ár;
það rændi gleði og gæfu
oggeymirhöfug tár.
Og þó var bölið þyngsta
að þú mér hvarfst úr sýn;
að þínum leiðum lengur
ei liggja sporin mín.
Og nú er æskan úti
ogyndið horfið mér.
Ég stari hljóð í húmið
og horfi á eftir þér.
í ljóði þessu fer saman dapurleg
reynsla skáldkonunnar og lífstónn
sem var næsta algengur í kveðskap
ungra skálda á fyrsta þriðjungi
aldarinnar. ólafía Guðrún hefur
lagt upp með haldgott veganesti
og vitað hvað tíma sínum tilheyrði.
En erfiðar ytri aðstæður hafa
tálmað för hennar að því takmarki
sem sérhvert skáld stefnir að.
Sjallinn:
Veski með
17 þúsund
krónum
stolið
Akureyri, 27. desember.
NOKKUR ölvun var á Akureyri
aðfaranótt þriðja f jólum og gistu
fjórir klefa lögreglunnar þá nótt.
Þar af tveir vegna gruns um þjófnað
í Njallnum, en þar var veski með
17.000 krónum rænt af utanbæjar-
konu. Benti hún á tvo menn en
ekkert er vitað hvort þeir eru hinir
seku.
Sjúkrabifreið var kvödd að
Sjallanum um kl. 3.30 sömu nótt
en stúlka hafði þá dottið ofan af
barborði og rotast.
Þess má geta að að kvöldi 2.
jóladags gerði lögreglan á Akur-
eyri athugun á samkomuhaldi á
skemmtistaðnum H-100 vegna
kvörtunar um að fólki undir lög-
aldri hefði verið boðið í afmælis-
veislu þar. Tvennt fannst í húsinu
fætt 1970,15 ára gamlir krakkar,
en 18 ára aldurstakmark er í
húsinu.
- ■ : ^ t**- -\BY ' ■■