Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurindesember 1985næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 28.12.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 28.12.1985, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 19 Ráðið hvatti öll ríki, sem ekki hafa enn gerst aðilar að alþjóða- samþykktum að gera það sem fyrst og hvatti einnig til frekari aðgerða og samvinnu milli ríkja og til að finna leiðir til að vinna gegn gísla- tökum og mannránum. Það var fulltrúi Bandaríkjanna, sem hafði farið framá að Öryggis- ráðið kæmi saman til fundar í þessu máli. Atkvæðavægislög Bandaríkjanna alvarlegt áfall Krafa Bandaríkjamanna um atkvæðavægi í fjármálum alþjóða- stofnana og hin svokölluðu „Kasse- baum-lög“ (eftir höfundi laganna, Nancy Kassebaum, öldungadeild- arfulltrúa), sem heimila ríkis- stjórninni að draga frá framlagi sínu til Sameinuðu þjóðanna út- gjöld, sem fara til mála, er Banda- ríkjamenn hafa greitt atkvæði á móti, er Allsherjarþingið sam- þykkti fjárveitinguna. Það hefir lengi verið kurr í Bandaríkjamönnum, að hafa orðið að þola, að hópar smáríkja innan alþjóðastofnana, sem leggja lítinn skerf til útgjaldanna, hafa með atkvæðamagni sínu þvingað fram fjárveitingar til mála, sem Banda- ríkjamfenn hafa talið óþörf, skað- leg, eða hreint og beint sóun á almannafé. „Það er ekki lengur hægt, að horfa á þetta aðgerðar- laust“ er viðkvæðið. Þannig er lýð- ræðið og Stofnskráin mælir svo fyrir, að innan alþjóðastofnana skuli hver þjóð, smá sem stór, hafa eitt atkvæði hver. Fari svo, að Bandaríkjamenn framkvæmi þessi lög, eiga þeir á hættu, að 19. grein Stofnskrárinnar verði beint að þeim, en það þýðir að atkvæða- rétturinn yrði af þeim tekinn inn- an stofnunarinnar. Þeirri grein hefir ekki til þessa verið beitt, þótt ástæður kynnu að hafa verið til. Það er ekki eins- dæmi, að aðildarríki hafi neitað að greiða framlag til mála, sem það hafði greitt atkvæði á móti. T.d. hafa Rússar neitað, að greiða sinn skerf af skuldabréfalántöku Sameinuðu þjóðanna vegna friðar- gæslusveita í Kongó og víðar. Eins og er, eru átta aðildarríki í vanskil- um með framlög sín og gætu verið svipt atkvæðarétti samkv. 19. greininni. Það hefir ekki, komið til. Það er nærri óhugsandi, að Bandaríkin yrði svipt atkvæðarétti innan alþjóðastofnana. En það er „Damoklesar-sverð, sem hangir yfir Sameinuðu þjóðunum", eins og fréttaritari orðaði það á blaða- mannafundinum með aðalforstjór- anum. Gert ráð fyrir auka Alls- herjarþingi að vori Lokaverkefni Allsherjarþings- ins var að skipa nefnd „óvilhallra sérfróðra manna" til að ræða fjár- hagserfiðleika Sameinuðu þjóð- anna með sérstöku tilliti til hins alvarlega ástands vegna Kasse- baum-laganna. Það er gert ráð fyrir, að auka Allsherjarþing verði kallað saman að vori til að ræða tillögur nefndarinnar. Höíundur er fréttariíari Morgun- blaðsins íNew York. Tíu þjóðir greiða nær 80 % af útgjöldum Sameinuðu þjóðanna SAMEINUÐU þjóðirnar gera fjárhagsáætlun fyrir tvö ár í senn. Alls- herjarþingið samþykkti á dögunum áætlun fyrir 1986/1987, sem nemur samtals 1.663.341.600 dollurum. Áætlunin var samþykkt á þinginu með 83 atkvæðum gegn 11, en 10 sátu hjá. 55 aðildarþjóðir voru því fjarver- andi eða greiddu ekki atkvæði. Meðal þeirra 11, sem greiddu atkvæði á móti áætluninni, voru tíu hæstu gjaldendur, sem eru: Bandaríkin, greiða 25%, Sovétsamveldið 11,82%, Japan 10,84%, Vestur-Þýskaland 8,26%, Frakkland 6,37 % Bretland 4,67%, Ítalía3,79%, Kanada 3,06% Spánn 2,03%, og Holland 1,74%. Samtals 77,58 %fjárhagsáætlunarinnar. Norðurlöndunum er gert að greiða sem hér segir: Danmörk 0,72%, Finnland 0,50%, ísland 0,03%, NoregurO,54%ogSvíþjóð 1,25%. 78 aðildarþjóðir SÞ greiða hver 0,01 prósent af útgjöldum stofnunarinn- ar, 11 greiða 0,02 prósent og 5 (þar á meðal ísland) greiða 0,03 pró- sent. Þannig greiða 94 þjóðir, eða 59 prósent meðlimaþjóðanna, 0,03 prósent, eða minna. N.Y.Times 12/15’85. Sjónvarp: Áramótabrenna í beinni útsendingu Á GAMLÁRSKVÖLD verður sjón- varpið með beina útsendingu frá áramótabrennu. Sjónvarpað verður frá Kársnesi í Kópavogi frá klukk- an 21.30 til 22.30. Margt verður til skemmtunar í Kópavogi. Hjálpar- sveit skáta verður með flugelda- sýningu og sungið verður við und- irleik hljóðfæraleikara og stiginn álfadans. Beina útsendingin frá ára- mótabrennunni á gamlárskvöld verður hin fyrsta sinnar tegundar og kemur í stað fjölleikahúss Billy Smart. Gamlárskvöld: Fjórar hljómsveitir og álfa- drottningin í Laugardalshöll ÁRAMÓTADANSLEIKUR verður haldinn í Laugardalshöll á nýárs- nótt og hefst gleðin á miðnætti á gamlárskvöld með flugeldasýn- ingu. Fjórar hljómsveitir koma fram á dansleiknum og eru þar fremst- ir í flokki Stuðmenn, sem koma glóðvolgir úr beinni útsendingu í sjónvarpssal. Aðrar hljómsveitir eru Rikshaw, Pax Vobis og Her- I«n» it —»» - — •**!" 'S*aMMMÍCH bert Guðmundsson og félagar og munu allir þessir aðilar kynna nýtt frumsamið efni. Mikil flug- elda- og ljósasýning verður á svæðinu og hefur flogið fyrir, að álfadrottningin muni mæta á skemmtunina. Dansað verður fram eftir nóttu og verður haldið uppi stöðugum áætlunarferðum til og frá Laugardalshöll í öll innar. Stráhúsið fuðrar upp — eftir Bolla Gústavsson Þegar ég var að alast upp á Oddeyrinni sló ósjaldan í brýnu milli okkar drengjanna þar er við vorum að leik. Stundum voru hendur látnar skipta, þegar í odda skarst, en oft var orðum beitt óvægilega og þá þóttu meinleg uppnefni handhæg vopn. Sjálfur lá ég vel við höggi, því óneitanlega var hægt að leika sér á ýmsan veg með Bolla-nafnið. Hugkvæmni skorti drengina á Eyrinni ekki, svo að ég fékk oft að heyra háðuleg- ustu tilbrigði af nafni mínu og þá var kallað í hita þessara bernskuá- taka hvort bollinn væri sprunginn, brotinn eða tómur o.s.frv. Auðvit- að mislíkaði mér að heyra þessi köpuryrði, en huggaði mig við þá vitneskju veitta af fullorðnum, að ég bæri ágætt, forníslenskt nafn. Einnig var mér bent á að taka þessu með jafnaðargeði, því lítið væri ungs manns gaman og dreng- irnir myndu áður en langt um liði vaxa frá þessum barnáskap. Það urðu orð að sönnu, því þótt gömlu leikfélagarnir á Eyrinni hafi verið stríðnir og séu enn gamansamir, þá nenntu þeir ekki að klifa á Sr. Bolli Gústavsson uppnefnum þegar bernskuárin voru að baki. En þessi þáttur bernskuleikjanna rifjaðist upp, er skáldið Jóhann Hjálmarsson fann upp á því snjallræði að leika sér með nafn mitt á nákvæmlega sama hátt og strákarnir á Eyrinni forð- um, þegar þeim var heitt í hamsi í fornmannaleikjum eða sjóræn- ingjaátökum. Raunar hefur fram- koma Jóhanns og málflutningur i þeirri ritdeilu, sem spratt af leið- réttingu minni á misminni hans eða vanþekking tekið á sig svip þeirra bernskuleikja frá löngu liðnum dögum, sem nú hafa óvænt komið upp í huga mér. Þótt ég sé ekki afhuga ýmsum þroskandi barnaleikjum og telji þá nauðsyn- lega, t.d. í barna- og æskulýðsstafi kirkjunnar, þá nenni ég ekki að leika þursaleik í þykjustunni við Jóhann Hjálmarsson. Ég er raunar yfirgenginn að hafa þurft að meðtaka jafn óyfirveguð skeyti úr penna þess skálds, sem setið hefur um árabil á grænni grein blaðsins mikla og fjallað um bókmenntir og leiklist. En grein hans „Ekki er búið úr bollanum eða Bolli hreykir sér“ ber þess ótvírætt merki að stráhús skáldsins hefur fuðrað upp, enda er goggurinn sót- ugur og stélið sviðið. Ógjarnan vildi ég verða til þess að skadda flugfjaðrirnar. Höfundur er prestur að Laufási í Kyjafírði. TÓNABÍÓ FRUMSÝNIR JÓLAMYND 1985 Þau eru öll í því — upp í háls Á Cascara hafa menn einmitt fundiö vatn sem fjörgar svo aö um munar. Og allt frá Whitehall í London til Hvíta hússins í Wash- ington klæjar menn í puttana eftir aö ná eignarhaldi á þessari dýrmætu lind. Frábær, ný, ensk gamanmynd í litum. Vinsælasta myndin á Englandi í vor. Aðalhlutverk: Michael Caine, Valerie Perrine. Leikstjóri: Dick Clement. Gagnrýnendur sögðu: „Water er frábær — stórfyndin“. Gaman- mynd í besta gæðaflokki. Tónlist eftir Eric Clapton, George Harrison (Bítill), Mike Morgan o.fl. Myndin er í Dolby og sýnd í 4 rása Starscope. ísl. texti. Sýnd kl.5,7,9og 11. Hækkaö verð. --LJ. -JJ ' .■'•■L ........- ... ............... 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 292. tölublað (28.12.1985)
https://timarit.is/issue/120427

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

292. tölublað (28.12.1985)

Gongd: