Morgunblaðið - 28.12.1985, Side 23

Morgunblaðið - 28.12.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 23 Argentína: Blaðamaður brottnuminn Buenos Airea, Argentínu, 27. deaember. AP. ÍTALSKS bladamanns hefur verið saknað frá því á sunnudaginn var, er hann yfirgaf íbúð sína í fylgd manns, sem þóttist vera lögreglu- maður og væri að færa hann til yfirheyrslu. Blaðamaðurinn, Jose Palozzi, hefur búið í Argentínu um árabil og verið ritstjóri tímarits þar í landi. Hann hlaut nokkra frægð á árinu 1982 fyrir tímaritsgrein- ar, þar sem háttsettir herforingj- ar í argentínska hernum voru ásakaðir fyrir að standa í sam- bandi við P-2-leyniregluna á ítal- íu. Þau samtök eru þekkt fyrir hægrisinnuð öfgaviðhorf sín og hafa fyrirsvarsmenn þeirra verið ásakaðir um stórfelld fjársvik. Á meðal þeirra sem Palozzi ásakaði fyrir að ganga erinda leynireglunnar í Argentínu, var Emilio Massera, flotaforingi, meðlimur herforingjaklíkunnar, sem tók völdin í Argentínu 1976. Hann var sakfelldur 9. desember síðastliðinn ásamt öðrum fyrir mannréttindabrot, þar á meðal pyntingar og brottnám og hvarf að minnsta kosti níu þúsund manna á meðan herinn fór með völd í landinu. Lögreglan neitar því að hafa haft nokkur afskipti af Palozzi. Hann hafði 3. desember síðastlið- inn, ásakað fyrrum herforingja fyrir að hafa þegið mútur fyrir kaup á ítölskum vopnum og lét saksóknara í té þremur dögum síðar sönnunargögn þar að lút- andi. Sagðist hann þá myndu leggja fram frekari sönnunargögn síðar. Bandarísku gíslarnir: Sœlkerabúð í logum Lausn ekki í sjónmáli Beirút, Líbanon, 27. desember. AP. VONIR um að bandarísku og frönsku gíslarnir, sem eru í haldi hjá öfgasinn- uðum múhameöstrúarmönnum í Líbanon, yrðu látnir lausir á jóíadag, dvín- uðu á aðfangadag, þegar freftir bárust um, að fundist hefði lík af líbönskum gyðingi, sem var fangi öfgamannanna. áherslu á, að sér hefði miðað nokkuð áleiðis, frá því að hann hóf viðræðurnar 13. nóvember. Sagðist hann enn vongóður um, að lausn fyndistámálinu. Öfgasamtökin „Heilagt stríð", sem hafa hluta gíslanna í haldi, hafa krafist þess, að 17 féiagar þeirra, sem eru fangar yfirvalda í Kuwait, verði látnir lausir, en þeirri kröfu hefur staðfastlega verið vísað á bug. Lík mannsins fannst nærri kaþólskri kirkju í Vestur-Beirút, en hann hafði verið í haldi hjá mannræningjunum síðan í mars- mánuði síðastliðnum. Terry Waite, sérlegur sendimað- ur erkibiskupsins af Kantaraborg, fór frá Beirút á aðfangadag og kvað babb hafa komið í bátinn í samningaumleitunum sínum við mannræningj ana. Waite krafðist þess, að gíslunum yrði sleppt um jólin, og hann lagði Árangur toppfundarins farinn að koma í ljós?: Fólki leyft að fara frá Sovétríkjunum Washington, 27. desember. AP. Eldur kviknaði í hinni frægu sælkerabúð, Faucbon, við Magðalenutorg í Parísarborg fyrir nokkrum dögum með þeim afleiðingum að a.m.k. tveir búðargesta biðu bana og 11 slösuðust. Allt að 250 manns, sem voru í búðinni, fengu reykeitrun. Eldtungur standa upp úr húsinu og í brunastiganum til hægri er slökkviliðsmaður að bjarga manni út úr húsinu. AÐ MINNSTTA kosti fjórar fjöl- skyldur hafa verið látnar vita að þeim verði leyft að yfirgefa Sovét- ríkin á næstunni. Kemur þetta í framhaldi af samkomulagi sem gert var milli Bandaríkjanna og Sovét- Júgóslavía: Nær hundrað manns handteknir í Kosovo Belgrad, JúgóalaTÍu, 27. deaember. AP. NÍIJTÍU og fjórir hafa verið handteknir í Kosovo-héraði nýlega samkvæmt upplýsingum ríkisreknu fréttastofunnar í Júgóslavíu, Tanjug, vegna þess að þeir eru taldir tilheyra tveimur samtökum, sem vinna að því að grafa undan stjórnarskrá landsins. Ekki kom fram í fréttinni hvort þeir 50 sem sagt hafði verið frá að hefðu verið handteknir snemma í þessum máriuði væru meðal hinna 94. Ókyrrt hefur verið í Kosovo-héraði. Það tilheyrir lýð- veldinu Serbíu og íbúarnir þar eru að talsverðum meirihluta af alb- önskum uppruna. Árið 1981 urðu þar blóðug uppþot, er albanskir þjóðernissinnar kröfðust aukins sjálfstæðis. í frétt Tanjug sagði að komið hefði fram við rannsóknina að samtökin hefðu tengsl við alb- anska útflytjendur. Samtökin eru ásökuð fyrir að hafa flutt inn, prentað og dreift áróðri og einn af þeim handteknu er ásakaður um að hafa haft í undirbúningi að sprengja upp stjórnarbyggingu í bæ í Kosovo. Flestir þeirra hand- teknu eru á milli tvítugs og þrí- tugs, flestir stúdentar og mennta- menn, en einnig opinberir starfs- menn og verkamenn. ríkjanna, er leiðtogar þeirra hittust í Genf í nóvember í sumar. Þá hefur Abe Stolar, sem bæði hefur bandarísk og sovésk borg- araréttindi, einnig verið leyft að fara frá Sovétríkjunum. Hann hefur reynt að fá leyfi til að fara í mörg ár og bíður nú þess að tengdadóttir hans fái einnig leyfi, svo þau geti bæði yfirgefið landið samtímis ásamt fjölskyldu sinni. Þá hafa níu af þeim tíu einstakl- ingum sem fengið höfðu loforð fyrir brottför fyrir toppfundinn, fengið staðfestingu á því að brott- fararleyfi hafi verið veitt. Einn hefur þegar yfirgefið landið, búist er við að tveir yfirgefi landið í þessari viku og hinir munu yfir- gefa það innan skamms. Það fólk sem hér um ræðir er í flestum tilfellum með tvöföld borgararétt- indi eða fjölskyldur sem hafa sundrast af einhverjum ástæðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.