Morgunblaðið - 28.12.1985, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985
IWtrgiiM Utgefandi nMWbitií Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö.
Hæstiréttur
grípur í taumana
Hæstiréttur hefur dæmt,
að kjarnfóðurskattur,
sem settur var á með bráða-
birgðalögum á árinu 1980,
brjóti í bága við 40. grein
stjórnarskrárinnar. í þessari
grein segir: „Engan skatt má
á leggja né breyta né taka af
nema með lögum." í dómi
Hæstaréttar segir, að með því
að ákveða skattlagningarpró-
sentu kjarnfóðurgjaldsins jafn
háa og raun bar vitni eða 200%
af innkaupsverði vörunnar, en
heimila jafnframt endur-
greiðslu gjaldsins að hluta
eftir reglum, sem Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins ákveður,
hafi Alþingi í raun afhent
framleiðsluráði skattlagning-
arvaldið. Telur meirihluti
dómara í Hæstarétti, að þetta
framsal brjóti í bága við 40.
grein stjórnarskrárinnar.
Oft og lengi hefur verið rætt
um það, að alþingismenn
hneigðust til að veita fram-
kvæmdavaldinu of mikið sjálf-
dæmi innan rúmra laga-
ákvæða. Gagnrýni af þessu
tagi styðst við skýr rök. Stórir
lagabálkar eru samdir, lagðir
fram og samþykktir, sem eru
lítið annað en stefnu- og vilja-
yfirlýsingar. Á þetta ekki síst
við um lög er snerta efnahags-
mál og fjármálastjórn, þau
málefni, sem þingmenn verja
að öllum jafnaði lengstum
tíma til að ræða, að minnsta
kosti þegar þeir tala milliliða-
laust til þjóðarinnar frá Al-
þingi.
Þingræði á rætur að rekja
til þess, að almenningur vildi,
að fulltrúar sínir gætu veitt
viðnám gegn skattpíningu
konunga, ráðgjafa þeirra eða
ríkisstjórna. Löggjafarþing
bregðast frumskyldu sinni, ef
þau afsala sér skattlagningar-
valdinu eða framselja það í
hendur annarra. Slíkt framsal
þekkist víðar í íslenskri löggjöf
en að því er varðar kjarnfóður-
gjaldið. Hlýtur sú spurning að
vakna, hvort dómur Hæsta-
réttar í þessu máli verður
mönnum hvatning til að leita
réttar síns varðandi innheimtu
annarra opinberra gjalda.
Meðal þeirra, sem best fylgj-
ast með dómum Hæstaréttar,
hefur sú skoðun verið ofarlega
á baugi, að rétturinn sé fremur
hallur undir ríkið en einstakl-
inginn, þegar þessir aðilar
deila. Ekki eru tök á að komast
að óvefengjanlegri niðurstöðu
um þetta efni nema á grund-
velli ítarlegra rannsókna. Hitt
er ljóst, að í þeim dómi, sem
hér er gerður að umtalsefni,
hefur Hæstiréttur tekið af-
stöðu með einstaklingnum á
móti ríkisvaldinu. í málinu var
tekist á um grundvallaratriði,
einn helgasta rétt einstakl-
ingsins gagnvart ríkisvaldinu,
hvernig hagað skuli tekjuöflun
og jöfnun tekna með skatt-
heimtu.
Ætíð er varasamt að alhæfa,
þegar mál af þessu tagi eru á
döfinni. í forsendum þessa
dóms Hæstaréttar kunna að
vera þau skilyrði, sem veita
honum ekki fordæmisgildi
gagnvart opinberri tekjuöflun
með svipuðu sniði á öðrum
vettvangi. Hvað sem því líður
er dómurinn áminning til al-
þingismanna. Almennt séð
felst í honum forsögn til þing-
manna þess efnis, að þeir skuli
huga betur að eigin valdi, gæta
þess með hverjum hætti þeir
framselja það og gleyma ekki
rétti umbjóðenda sinna, þegar
skattheimta er ákveðin. Skatt-
ar eru í vaxandi mæli notaðir
sem einskonar miðlunartæki
við almenna efnahagsstjórn.
Eins og áður sagði þykjast
þingmenn þó hafa mest vit á
þeim málaflokki, ef tekið er
mið af því, sem þeim er kærast
í almennum ræðum á þingi.
Nú segir Hæstiréttur þeim að
gæta sín í þessu efni, framselja
ekki eigið vald til annarra.
standa sjálfir undir þeirri
ábyrgð, sem þjóðkjörnir full-
trúar eiga að axla. Það getur
enginn bannað þingmönnum
að samþykkja 200% kjarn-
fóðurgjald, ef þeir ákveða
sjálfir að það skuli vera 200%
og að tekjunum af því skuli
ráðstafað með þeim hætti, að
það brjóti ekki í bága við
stjórnarskrána.
Þessi niðurstaða Hæstarétt-
ar verður kannski til þess að
menn leiti réttar síns vegna
svipaðra tilvika á öðrum svið-
um. Um það skal ekkert full-
yrt. Um hitt má fullyrða, að
þessi dómur um kjarnfóður-
gjaldið á að hafa tafarlaust
fordæmisgildi fyrir þá, sem
vinna að gerð lagafrumvarpa
af þessu tagi fyrir ráðherra og
þingmenn. Hæstiréttur hefur
sett skattasérfræðingum
starfsreglur um leið og hann
veitir stjórnmálamönnunum
áminningu.
Dómar eins og þessi minna
á mikilvægí þeirrar reglu, sem
er hornsteinn íslensks stjórn-
kerfis, að valdinu er þrískipt
milli dómsvalds, fram-
kvæmdavalds og löggjafar-
valds.
iösmíM ŒíáD
Umsjónarmaður Císli Jónsson
íslenskir verkfræðingar hafa á
áranna rás verið duglegir að
smíða nýyrði á þekkingar- og
starfssviði sínu, og er það að
sumu leyti fyrr fram komið í
þessum þáttum. Nú hefur Gísli
Júlíusson verkfræðingur beðið
mig að koma á framfæri efni
bréfs þess sem hér fer á eftir,
og skal það fúslega gert. Staf-
setningu bréfritara er haldið.
★
„Að undanförnu hafa félagar
í Orðanefnd rafmagnsverkfræð-
ingadeildar Verkfræðingafélags
tslands (RVFÍ) rætt um nauðsyn
þess að finna íslenzkt orð í stað
erlenda orðsins radio, sem til er
í margskonar samsetningum og
víðtækum merkingum. Satt að
segja höfðu menn gefizt upp á
að þýða orðið á íslenzku, enda
þótt til væri orðið útvarp um
visst notkunarsvið þeirrar tækni,
sem erlenda orðið nær yfir.
Samkvæmt skilgreiningu á orð-
inu radio í orðabók alþjóða raf-
tækninefndarinnar, IEC, er það
almennt heiti á notkun rafsegul-
bylgna með 3000 Gigariða tíðni
eða lægri, sem ekki eru fluttar
milli sendis og móttökutækis um
víra eða ölduleiða.
Orðið útvarp er óumdeilanlega
gott orð yfir tækni þá, sem al-
menningur skilur að standi að
baki þess. Ein stofnun ríkisins
hefur séð landsmönnum fyrir
fræðslu og skemmtun með hjálp
rafsegulbylgna og varpað út
hljóðum af vörum flytjenda eða
af tækjum sínum um rúmt fimm
áratuga skeið og í tvo áratugi
dagskrárefni í myndum, sem
mætt hafa sjónum manna í sama
tilgangi. Hlaut stofnunin í önd-
verðu, eða svo, nafnið Ríkisút-
varp og skiptist síðar í tvær
megindeildir, sem kallast hljóð-
varp og sjónvarp. Bæði eru orðin
góð að mati undirritaðs [Bergs
Jónssonar], þó að hið síðara,
sjónvarp, hafi verið nokkuð
umdeilt fyrir það, að þykja ekki
eins rökrétt og lýsandi og hið
fyrra, hljóðvarp.
Oll orðin, Ríkisútvarp, hljóð-
varp, sjónvarp og sagnorðin að
útvarpa og sjónvarpa hafa hlotið
fastan sess í málvitund þjóðar-
innar, þó að sögnin að hljóðvarpa
sé ekki almennt notuð. Ekki skal
amazt við þessum orðum hér, svo
ágæt sem þau eru, en leitt er að
hafa ekki jafngóð orð á taktein-
um um þá tækni sem nær yfir
allt það sem um er rætt og miklu
meira af sama meiði.
Útvarp er á ensku radio broad-
casting, á þýsku Rundfunk og á
norsku kringkastning.
Ensku orðin radiocommuni-
cation, radio beacon, radio com-
pass, radio control, radio-gonio-
metry, radio altrimeter, radio
link, radiolocation, radio naviga-
tion, radiotelegraphy og radio-
telephony eru fá dæmi um notk-
un rafsegulbylgna með tækni
þeirri, sem orðinu radio er ætlað
að lýsa. Þarna eru notaðar raf-
segulbylgjur með hárri tíðni,
venjulegast varpað út þráðlaust,
eins og sagt er, en þegar nota
skal almennt einhver þau orð eða
orðstofna, sem lýsa athöfninni, í
stað orðsins radio, kemur alltaf
að þvi, að menn fallast ekki á
orðasambandið, sem myndað er.
Útvarpsfjarskipti eða loft-
skeytafjarskipti ná ekki því, sem
felst í enska orðinu radiocom-
munication. Þráðlaus stýring er
hins vegar miklu víðtækari en
radiocontrol og felur líka í sér
stýringu með innrauðum geisium
og heyranlegum eða óheyranleg-
um hljóðbylgjum. Erfitt er líka
að gera sér í hugarlund, að orðin
útvarpstalsími eða þráðlaus
áttaviti yrðu nokkurn tíma tekin
upp.
Þess vegna reyndu Orðanefnd-
armenn að finna nýtt orð, sem
mætti sameinast um, nýyrði, sern
væri stutt, hljómaði helzt líkt og
fyrirmyndin, væri lýsandi fyrir
verknaðinn, ef kostur væri, færi
vel í samsetningum og hefði þá
kosti, sem nægði til að vinna því
fylgi, og að það yrði notað. Mörg
318. þáttur
orð voru reynd, en að lokum
stöldruðu menn við orðið raf-
varp, sem við nánari athugun
virðist hafa flest það til brunns
að bera, sem að ofan greinir.
Jafnvel lýsingu á verknaðinum
vantar ekki. Það „útvarpar rafseg-
ulbylgjum", ef einhver skýring
er nauðsynleg.
Orðanefnd vill gjarnan heyra
dóm þeirra, sem til mála þekkja
og áhuga hafa á íslenzkri tungu,
hvort ekki fer vel að segja raf-
varpsfjarskipti, rafvarpsviti,
rafvarpsáttaviti, rafvarpsstýr-
ing, rafvarpsmiðlun, rafvarps-
hæðarmælir, rafvarpsleið, raf-
varpsstaðarákvörðun, rafvarps-
leiðsaga, rafvarpsritsími og raf-
varpstalsími. Þá eru nefnd hin
sömu orð og áður, nú í íslenzkum
búningi. Ef ryðja á nýju íslenzku
orði leið, er nauðsynlegt, að allir
séu opnum huga reiðubúnir að
veita því gengi og stuðla fyrir
sitt leyti að því, að svo verði.
Mörg orð hljóma undarlega í
eyrum í fyrstu en reynast traust
og lipur, ef notuð eru.
Kær kveðja".
★
Þar lauk hinu mikla bréfi
Bergs Jónssonar fyrir hönd
Orðanefndar Verkfræðingafé-
lags íslands. Umsjónarmaður
þekkir lltt til tækni, en fellst á
rök bréfritara. Orðið rafvarp virð-
ist eiga fullan rétt á sér.
★
í Velvakandabréfi fyrir réttri
viku hér í blaðinu var af nokkru
yfirlæti, undir fyrirsögninni
„Slæm málvilla", talið rangt í
auglýsingu frá IBM að 20 væri
helmingi meira en 10. Fyrir því
er einmitt aldagömul hefð að
hálfu meira eða helmingi meira
merkir tvöfalt meira. Með öllu
er ástæðulaust að ætla sér að
breyta þessu með reiknings-
kúnstum og halda því fram að
15 sé helmingi meira en 10.
Gleðilegt nýár og þökk fyrir
gamla árið.
Leikfélag
Akureyrar
sýnir
Silfur-
tunglið
Akureyri, 20. desember.
ÆFINGAR standa nú yfir i leik-
ritinu Silfurtunglið eftir Halldór
Laxness hjá Leikfélagi Akureyrar.
Verkið á að frumsýna þann 24.
janúar og sýna það samhliða Jóla-
ævintýri Dickens a.m.k. til mán-
aðamóta janúar/febrúar.
Með aðalhlutverkin í Silfur-
tunglinu fara Vilborg Halldórs-
dóttir sem leikur Lóu og Theódór
Júlíusson sem fer með hlutverk
Feilans ó. Feilan.
Aðrir leikarar eru Sunna Borg
sem leikur fsu, Árni Tryggvason
leikur Lauga, Ellert Ingimundar-
son leikur Óla, Þráinn Karlsson
Róra, Marinó Þorsteinsson Mr.
Peacock, Pétur Eggerz aflrauna-
mann, Þórey Aðalsteinsdóttir
sviðsgæslu og einnig fara Erla
Skúladóttir, Sigríður Pétursdótt-
ir og Björg Baldursdóttir með
hlutverk í verkinu.
Leikstjóri er Haukur J. Gunn-
arsson og Örn Ingi gerir leik-
mynd.
Lóa mætt í viðUl hji Mr. Peacock
en Feilan Ó. Feilan er ekki meira
en svo ánægður með útlit stúlk-
unnar. Vilborg Halldórsdóttir og
Theódór Júlíusson í hlutverkum
sínum.
MorsunblaAið/Skapti Hallnrimason