Morgunblaðið - 28.12.1985, Page 28
28
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985
Skákmót
Útvegs-
bankans
HIÐ ÁRLEGA skákmót íltvegs-
banka fslands verður haldið í aðal-
sal bankans á sunnudag og hefst
klukkan tvö og lýkur klukkan sex.
Allir helstu skákmenn landsins taka
þátt í mótinu, utan þeir sem tefla
erlendis um þessar mundir. Kepp-
endur verða 18 og þeirra á meðal
má nefna Helga Olafsson, Friðrik
Ólafsson, Guðmund Sigurjónsson,
Jón L. Árnason og Karl Þorsteins.
Skákmenn fá 7 mínútna um-
hugsunartíma og því ríður á að
vera snarráður. Mótið var fyrst
haldið 1981 og þá bar Friðrik ól-
afsson sigur úr býtum. 1982 urðu
þeir efstir og jafnir, Friðrik ólafs-
son og Helgi Ólafsson. Árið eftir
varð Helgi jafn Jóhanni Hjartar-
syni í efsta sæti, en í fyrra bar
Jóhann sigur úr býtum.
Jólahappdrætti SÁÁ:
Bflavinningar
Morgunblaðinu hefur borist eftirfar-
andi fréttatilkynning:
Toyoturnar í Jólahappdrætti
SÁÁ komu á eftirfarandi númer:
12. des: 26758, 13. des: 18970, 14.
des: 220100, 15. des: 4857, 16. des:
71683, 17. des: 176945, 18. des:
136940, 19. des: 61993, 20. des:
42382, 21. des: 188513, 22. des:
224953, 23. des: 206601, 24. des:
7049, 12617, 17682, 28723, 45540,
51852, 66265, 91426,147677,152513,
169326,212230. (Birt án ib;rgðar)
Evrópumeistaramót
unglinga í skák:
Davíð í mótbyr
EKKI blæs byrlega fyrir Davíð Ól-
afssyni, fulltrúa fslands á Evrópu-
meistaramóti unglinga í skák, sem
nú stendur yfir í Groningen í Hol-
landi. Davíð hefur hlotið 2Vi vinning
eftir9umferðir.
í 4. umferð, sem tefld var föstu-
daginn 21. desember, vann Davíð
Gert Weetl frá Belgíu í aðeins 17
leikjum. í 5. umferð tefldi hann
síðan við Kuzynskki frá Póllandi
og tapaði. Davíð tapaði einnig í 6.
umferð fyrir Dananum Hansen,
en gerði jafntefli við Djurhuus frá
Noregi í 7. umferð. Davíð hefur
síðan tapað tveimur síðustu skák-
um, í 8. umferð fyrir Nikolic frá
Júgóslavíu og fyrir Ribeiro frá
Portúgal í 9. umferð. Fjórar um-
ferðir eru nú eftir á unglingamót-
inu í Hollandi.
Veður:
Hiti nálægt
meöaltali
HITI á landinu á árinu sem er
að líða hefur verið nálægt með-
altali þeirra þrjátíu ára, 1951 til
1980, sem nú er oftast miðað
við. Á sunnanverðu landinu var
þurrt og bjart sumar og snjóa-
Íög þar hafa verið lítil það sem
af er veíri.
„Veðrið hér í Reykjavík
hefur verið venju fremur stillt
en kalt í vetur sé miðað við
veturinn í fyrra, sem var frek-
ar mildur," sagði Páll Berg-
þórsson veðurfræðingur „Við
samanburð á tíðarfari undan-
genginna ára finnst fólki sem
síðastliðið haust og vetur hafi
komið vel út og fólk er nokkuð
ánægt með veðrið enda var það
orðið illu vant, mikið rigning-
arsumar, snjóþungur vetur og
því hefur veðrið að undan-
förnu verið mikill léttir fyrir
fólk.“
Reykjavík:
Góö kirkjusókn
yfir hátíðarnar
KIRKJUSÓKN yfir hátíðarnar virðist hafa verið sérstaklega mikil í Reykja-
víkurprófastsdæmi að sögn Sr. Ólafs Skúlasonar dómprófasts. Kirkjur voru
að venju fullskipaðar við aftansöng á aðfangadag jóla og við messu á jóla-
dag auk þess sem óvenju mikil kirkjusókn var á annan dag jóla.
„Eg held að fólk sé farið að
tengja jólin sterkara við kirkjuna
sína og kirkjusókn," sagði Sr. Olaf-
ur. „Það sem okkur prestum finnst
hvað gleðilegast er að kirkjusókn
hefur aukist til muna á undan-
förnum árum þessa fjóra sunnu-
daga í aðventu. Á árum áður dró
frekar úr kirkjusókn þegar jólin
nálguðust en nú eru kirkjur þétt-
setnar á aðventunni og aðventu-
kvöld fyrsta sunnudag í aðventu
sækja álíka margir og aftansöng
á aðfangadag jóla. Það er því
greinilegt að þau 55% þjóðarinnar,
sem samkvæmt könnun Hagvangs
sækja kirkju, koma þangað tölu-
vert yfir aðventuna og á jólunum."
Við aftansöng á aðfangadags-
kvöld var kirkjuturn og 8 klukkur
vígðar við Bústaðakirkju. Helgi
Hjálmarsson arkitekt kirkjunnar
hannaði turninn og Bragi Sigur-
þórsson verkfræðingur gaf alla
verkfræðiþjónustu við hann.
Kirkjuturninn sjálfan gáfu hjónin
Unnur Runólfsdóttir og Þórður
Kristjánsson byggingarmeistari.
Fimm af kirkjuklukkunum til-
heyra klukkuspili sem organisti
kirkjunnar spilar á þegar kirkju-
gestir ganga úr kirkju. Stærri
klukkurnar þrjár eru gjafir til
kirkjunnar.
Tafír á póstsendingum
til landsins fyrir jól
NOKKRAR tafir urðu í póstflutn-
ingum til landsins fyrir jólin. Aðal-
lega var hér um að ræða bögglapóst
og bréfapóst frá Bretlandi og bréfa-
póst frá Bandaríkjunum.
Jóhann Hjálmarsson blaðafull-
trúi Pósts og síma sagði að böggla-
póstur og einnig einhver bréfpóst-
ur sem póstlagður var í Bretlandi
um miðjan desember hafi verið
smám saman að koma til landsins
í gegnum Amsterdam og Kaup-
mannahöfn. Pósturinn var ekki
rétt afgreiddur í London og var
því sendur til þessara staða.
Mikill bréfapóstur kom í gær til
landsins frá Bandaríkjunum.
Þetta eru bréf sem stimpluð voru
í Bandaríkjunum 16. desember og
skrásett frá New York 24. desem-
ber. Vegna þess hve mikið magn
þetta er verður þessi póstur ekki
borinn út fyrr en á mánudag. Jó-
hann sagði að póstþjónusta í
Bandaríkjunum væri frekar hæg
og þess vegna hefði þessi töf orðið.
Hann sagði að það væri einnig
áberandi hve fólk póstlegði bréfin
seint í Bandaríkjunum. Það sama
mætti segja um Bretland.
Fjármálaráðuneytið:
Skorað á Svemafélag
rafeindavirkja að draga
verkfallsboðun til baka
Fjármálaráöuneytinu hefur borist
svohljóðandi bréf frá Sveinafélagi
rafeindavirkja:
. „Þrátt fyrir ítrekaðar óskir,
hefur launadeild fjármálaráðu-
neytisins neitað félagsmönnum
Sveinafélags rafeindavirkja sem
starfa hjá Póst- og símamála-
stofnuninni og Ríkisútvarpinu um
að starfa eftir þeim kjörum sem
stéttarfélag þeirra og Rafiðnað-
arsamband Islands hafa samið
um við vinnuveitendur, eða gera
Tveir jarð-
skjálftakippir
við Selfoss
SelfoHsi 27. desember.
TVEIR jarðskjálftakippir fundust
á Selfossi að kvöldi jóladags og
aðfaranótt annars í jólum. Sá fyrri
fannst um klukkan 21 og sá síðari
klukkan 1.55. Seinni kippurinn var
sterkari og mældist 1 'h stig á
Richter-kvarða. Margir urðu
greinilega varir við hann og
hrukku upp af svefni. Honum
fylgdi snöggur hvinur, sem sumir
líktu við sprengingu. Upptök
skjálftanna voru hér við Selfoss,
sem skýrir það hversu greinilega
þeir fundust.
Sigurður
sérstakan samning um kjör
þeirra.
Sveinafélag rafeindavirkja hef-
ur því ákveðið að lýsa yfir vinnu-
stöðvun af hendi félagsmanna
sinna, er starfa hjá Póst- og
símamálastofnuninni og Ríkisút-
varpinu, frá og með 2. janúar
1986, hafi samningar ekki tekist
fyrir þann tíma.
Þetta tilkynnist yður hér með.“
Fjármálaráðuneytið hefur sent
Sveinafélagi rafeindavirkja svo-
hljóðandi bréf:
„í tilefni af bréfi yðar dags. 23.
desember 1985 þar sem þér til-
kynnið vinnustöðvun starfs-
manna er starfa hjá Póst- og
símamálastofnun og Ríkisútvarpi
skal eftirfarandi tekið fram:
Þeir starfsmenn framan-
greindra stofnana, sem væntan-
lega er átt við í bréfi þessu, eru
ráðnir á grundvelli reglna, sem
gilda um opinbera starfsmenn
sbr. lög nr. 38/1954 um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins,
lög nr. 29/1976 um kjarasamninga
BSRB og lög nr. 62/1985 um
kjarasamninga opinberra starfs-
manna.
Bréf nokkurra af þessum
starfsmönnum dags. 29. septem-
ber 1985 felur ekki í sér uppsögn
ráðningar og er hún því enn í
gildi.
Meðan svo standa sakir hefur
Sveinafélag rafeindavirkja ekki
samningsumboð fyrir þá starfs-
menn Póst- og símamálastofnun-
ar og Ríkisútvarps sem hér um
ræðir.
Boðað verkfall er þegar af þess-
ari ástæðu ólöglegt.
Með hliðsjón af framansögðu
er hér með skorað á yður að draga
verkfallsboðun yðar tafarlaust til
baka.“
(FrétUtilkynning)
Friðsæl
jól í
Miðfírði
SUdarbakki, 27. desember.
EKKI er annað vitaö en jólin hafi
veriö hér friösæl og jólahald með
hefðbundnum hætti. Hátíðarmessur
að venju og mikið um nýjar bækur
sem eldra fólkið kann vel að meta
og börnin una sér við Ijósadýrðina
og ný leikföng.
Varla eru um það skiptar skoð-
anir að veðrátta hefur verið hér
með eindæmum hagstæð það sem
af er vetri. í gær, annan jóladag,
var norðanhríðarkóf stutta stund
en birti fljótt aftur. Má heita að
það sé eina hríðin í vetur. Er nú
hvít jörð og er það líklega í fjórða
sinn sem gránað hefur, en alltaf
horfið fljótlega aftur. Annars oft-
ast lítið frost og logn.
Þann 10. desember er skrifað í
dagbók mína eftir morgunfréttir:
„Rok og rigning í Reykjavík,
fannkoma á Austurlandi en norð-
anhríð á Steingrímsfjarðarheiði
og varð þar að hætta við snjó-
mokstur." — En hér var logn og
tveggja stiga frost. Slíkt kemur
oft fyrir að hér sé eins og milli
veðra, bæði sumar og vetur. Veður-
guðirnir virðast hliðhollir Mið-
firðingum.
Benedikt á Staðarbakka.
Athugasemd fra Jóni Baldvin Hannibalssyni:
Alþýðuflokkur kaus
nýja bankaráðsmenn
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi athugasemd frá Jóni Bald-
vin Hannibalssyni, formanni Al-
þýðufiokksins:
„í frétt í Morgunblaðinu þann
22. desember sl. um kosningu í
bankaráð er því haldið fram að
fulltrúar annarra flokka en Al-
þýðubandalagsins hafi allir verið
endurkjörnir.
Þetta er alrangt. Að því er varð-
ar fulltrúa Alþýðuflokksins í
bankaráðum, þá var sami aðalfull-
trúi í bankaráð Búnaðarbankans
endurkjörinn, en hins vegar var
breytt um aðalfulltrúa í bankaráði
Útvegsbanka og Landsbanka. Með
öðrum orðum var Alþýðuflokkur-
inn þarna að fylgja eftir gagnrýni
sinni á störf Utvegsbankans og
bankaráðs hans með því að skipta
um fulltrúa í bankaráðinu, en jafn-
framt var einnig nýr maður kjör-
inn í bankaráð Landsbankans."
Morgunblaöiö/Tómas Helgason
Flotgirðingin
fíutt austur
Flotgirðing, til að hefta olíumengun í sjónum á Seyðisfirði, var send
austur síðdegis á annan dag jóla. Á myndinni má sjá girðinguna um
borð í Landhelgisvélinni SYN, sem fiutti flotgirðinguna austur.