Morgunblaðið - 28.12.1985, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985
31 <
HINN MANNLEGI ÞÁTTUR / Ásgeir Hvítaskáld
Bláberjahæö
Viö brunuðum á litla mínibíln-
um eftir malbikinu framhjá Álver-
inu í Straumsvík á leið í berjamó,
konan og ég. En konan hafði fundið
fullt af berjum í hrauninu út á
Reykjanesi nokkru fyrr er hún
hafði verið að fylgjast með mér
sigla inn eftir langt seglskútu-
ferðalag. Sól vár lágt á lofti og í
fjarska stóð Snæfellsjökull upp úr
sjónum.
Við gengum út í mishæðótt
hraunið, hún með gríðarstóra skál
en ég með lítinn dall. Mest ætlaði
ég að tína upp í mig; ekki hrifinn
af svona puði. Rauð-hvítir turnar
Álversins sjást þar sem svissneskt
risafyrirtæki bræðir ál með okkar
ódýra rafmagni. Undir fótum
okkar var mosi, oddhvasst og
sprungið hraun og krækiberjalyng,
töluvert af berjum. En ég sá engin
bláber. Alls konar skorur, gil og
balar; magnað landslag, frumlegt,
ferskt og dulúðugt. Ég át nokkra
lófa af stórum og safaríkum
krækiberjum, en svo fékk ég leið
á því og tíndi í helvítis dolluna.
Fljótlega leiddist mér. Þá settist
ég á þúfu og hlustaði hvort ég
gæti heyrt í naktri konu sem lægi
bíðandi í einhverri gjótunni, eða
hvort kafbátur væri að koma utan
af hafi og vantaði laumufarþega,
eða hvort ég heyrði sönginn í blá-
berjunum.
Loks kom ég fram á bláberja-
lyng. Ég tíndi berin upp í mig.
Þegar ég hafði borðað þau öll nema
hálfan lófa, kallaði ég á konuna:
„Bláber."
Hún kom samstundis og ég gaf
henni nokkur bláber. Nokkru
seinna fann hún fjögur bláber og
kom langa leið til að gefa mér tvö.
Ég í áfaði nær hafinu í leit að nýj-
um ökrum, nýjum hugmyndum.
Einmanaleg varða, vaxin gulum
mosa, stóð þarna og starði út á
hafið, eins og leikari sem gleymdi
setningunni sinni. Kvöldkulið var
að breytast í logn. Skyndilega fann
ég stórt lyng þakið bláberjum, ofan
í skemmtilegri laut. Þarna gat ég
setið lengi og tínt í munninn.
„I found my thrill, on blue-berry
hill“, söng ég og var kominn í ofsa
gott skap.
En ég náði ekki laglínunni. Ég
reyndi aftur en það kom ekki rétt.
Alveg sama þó ég hvíslaði, syngi
með bassa eða tónaði hátt, eða
stæði upp og snéri mér á móti
hafinu, það kom alltaf falskt. Ég
gat bara sungið það rétt í hugan-
um. Djöfull hvað það var spælandi.
Ég tíndi fullan lófa og kallaði:
„Bláber."
Konan kom samstundis. Ég
sýndi henni fullan lófann áður en
ég át þau. Berin bráðnuðu upp í
munni mínum.
„Þú finnur alltaf bláber," sagði
hún.
„Fylgdu mér, þá finnurðu bláber
lífsins."
Ég gaf henni leyfi til að tína það
sem eftir var á lynginu. En hún
tíndi það allt i litla aukadollu, setti
aðeins eitt og eitt upp í sig. Og
þegar hún var búin með lyngið
elti hún mig á röndum. En það var
ómögulegt, því hún steig ofan á
lyngin mín, án þess að sjá bláberin
og hún tíndi af bestu lyngunum
sem ég var búinn að finna. Svo ég
rak hana burt.
„I found my thrill on blue-berry
hill“, reyndi ég að syngja en ekkert
gekk.
Ég var búinn að fylla litla dall-
inn af krækiberjum og var nú
kominn með stóra skál, helvítis
krækiber. Sólin var að setjast á
bak við Snæfellsjökul og himin-
hvolfið var eldrautt. Ég fann grös-
uga og ævintýralega laut þar sem
hentugt var fyrir tvo náttúruunn-
endur að liggja hlið við hiið, þétt,
og hlusta á söng náttúrunnar.
„Bláber," kalíaði ég.
En hún kom ekki.
„Bláber," kallaði égenn hærra.
En hún kom ekki. Og þegar ég
fór að gá að henni sá ég hana
hvergi. Þarna voru óteljandi lautir
og gil og tekið að rökkva. Hvar var
hún?
Bílarnir brunuðu í bæinn svo
hvein í malbikinu. Lítil kennslu-
flugvél, sem flaug fyrir ofan, drap
á mótornum til að hrella nemand-
ann. Borgarljósin í fjarska voru
byrjuð að sindra og ljósin í verk-
smiðjunni minntu á þriller eftir
Alister MacLean.
„I found my thrill on blue-berry
hill“, söng ég en náði engan veginn
laglínunni.
Myrkrið seig á og nú fór ég að
leita að konunni minni. Hún hafði
þó ekki farið í fýlu yfir minni
saklausu stríðni. Ég tíndi bláber
einsogóður. •
Þegar komið var algjört myrkur
fann ég hana loks þar sem hún
stóð við bílinn, komst ekki inn því
ég var með lyklana. Og hún var í
fínasta skapi.
„Ég verð víst að hætta við að
verða söngvari”, sagði ég og leyfði
bílnum að hita sig.
Hún sat í framsætinu með stóru
skálina í klofinu, þar sem við höfð-
um sameinað berin í, og var að
hreinsa rusl. En hún sló á hönd
mína er ég laumaðist ofaní litlu
bláberjadolluna. Allt í einu langaði
mig svo ofsalega til að kyssa hana,
já, kyssa hanafast.
„Hvað gengur á,“ sagði hún.
Þá tók ég upp bláberin sem ég
hafði tínt í vasann og litla dollan
fylltist. Og þá vildi hún kyssa mig.
Ég sveigði bílnum af stað heim.
Nú breytti ég textanum og laglín-
unni svo það passaði við mitt innra
lag, og söng.
„I found myself in Blueberry
Bill, in Blueberry Bill. Já, hann
var kaldur karl, með skegg og
gummískó. Hann var Ijótur útlits
en góður þó. I found myself in
Blueberry Bill.“
Og nú var það ekkert falskt,
hálfgert blúslag, alveg orginale,
því þetta var mitt lag. Þetta söng
ég hástöfum alla leiðina í bæinn.
En hún hreinsaði ruslið úr berjun-
um, át eitt og eitt.
Er við komum að grænu beygju-
ljósi inn í miðri borginni, veinaði
konan skyndilega og stífnaði upp.
Það var eins og hún væri að eiga
barn þarna í bílnum.
„Hvað er að?“
Hún bara öskraði og ég sá ekkert
í myrkrinu.
„Það er ormur þarna," veinaði
hún og forðaðist skálina.
En hún gat ekki sleppt skálinni
því bíllinn var á mikilli ferð og
hossaðist í beygjunni.
„Hann skríður upp úr skálinni,"
öskraði hún, komin í brú; búin að
eiga barnið.
„Já, en þetta er þá bara gras-
maðkur."
„Ormur, ormur, ormur... Hann
fer upp úr ...“ Það endaði í öskri.
Mér rétt tókst að taka beygjuna
og hélt áfram því stutt var eftir,
sá lítið kríli hreyfast í skálinni.
„Hentu honum þá út um
gluggann."
„Nei...“
„Vertu þá kyrr rétt á meðan.“
Við komumst heim að blokkinni
okkar. Þar stöðvaði ég bílinn við
lítinn grasblett, skildi ljósin eftir
logandi og sagði konunni að koma
út með skálina. Hún neitaði í
fyrstu og vildi rétta mér ílátið. Ég
lét hana bera skálina upp að bíl-
ljó§unum til að skoða þennan litla Jf
græna grasmaðk sem svo fimlega
setti á sig kryppu og fór á milli
berja.
„Sjáðu hvað hann er fallegur,
litli grasmaðkurinn."
„Já, en þetta er ormur. Mér er
svo illa við allt sem er lítið og
skríður," sagði hún.
„En þessi litli ormur breytist
síðan í fallegt fiðrildi."
Hún fékk að skoða það sem hún
hafði verið svo hrædd við, lítill
sætur ormur. Þá bað ég hana að
taka orminn upp með grasstrái.
„Af hverju ég,“ sagði hún og
neitaði.
Hún hélt á grasstrái og ég hélt C-
um hönd hennar, þannig tókum
viðorminn upp, sem feginn vippaði
sér upp á stráið, og settum hann
í rakt grasið og gáfum honum
frelsi. Hún hristi sig af viðbjóði.
„Þú þarft ekki að vera hrædd
við lítinn og sætann grasmaðk."
Hún horfði á mig um stund.
„Þú ert saetari."
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
*
Fíladelfía Hátúni 2
Guðsþjónustur á vegum Expó
þessa viku. Safnaðarguðsþjón-
usta Filadelfíu sunnudag kl.
14.00. Raeöumaöur: Einar J.
Gislason.
I dag kl. 14-17 er opiö jólahús i
Þríbúöum. Hverfisgötu 42. Litiö
inn og drekkið meö okkur jóla-
kaffiö. Kl. 15.30 syngjum viö
saman nokkur jólalög. Allir eru
velkomnir.
Samhjálp.
FEROAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferð Ferðafélagsins
Sunnudag 29. des. kl. 13.00
veröur létt gönguferö á Vala-
hnjúka (v/Helgafell sunnan Hafn-
arfjaröar) og í Valaból. Verö kr.
300.00. Brottför frá Umferöar-
miöstööinnl austanmegln. Far-
miöar við bfl. Frítt fyrlr börn i
fylgd fullorölnna. Fararstjóri:
Hjálmar Guömundsson.
Feröafélag Islands.
UTIVISTARFERÐIR
Sunnud. 29. des. kl. 13.
Seltjamarnes — Grótta
Létt ganga fyrir alla. Verö 250
kr. Frítt fyrir börn meö fullorön-
um. Brottför frá BSÍ bensinsölu.
I éramótaferóina ar uppaelt.
Ath.: Útivist notar allt giatirými
í Báaum um éramótin.
Útivistarfélagar muniö aö greiöa
giróseöla fyrir árgjaldinu.
Arsritiö 1985 er komiö út.
Skrifstofan er lokuö á mánudag.
Útivist.
Dyrasímar — Raflagnir
Gestur rafvirkjam., s. 19637.
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar \
húsnæöi óskast
Herbergi óskast
Herbergi óskast á leigu fyrir roskinn starfs-
mann okkar. Æskilegt er að það sé nálaegt
verslun okkar. Uppl. gefur Gestur Hjaltason
í síma 686650.
Kringlunni 7, Reykjavík.
Jólafagnaður sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík
Sjálfstæöisfélögin i Reykjavík boöa til jólafagnaöar í Sjálfstæöis-
húsinu Valhöll sunnudaginn 29. desember nk. kl. 15.00. Brúöubfllinn
kemur í helmsókn og jólasveinar lita Inn og flelra veröur á boöstólum.
Sjálfstæöisfólk er hvatt til þess að fjölmenna.
Sjálfstæölstélögln i Reykjavik.
Áramótaspilakvöld
Varðar
Landsmálafélagiö Vöröur heldur áramótaspilakvöld sitt sunnudaginn
5. janúar nk. í Súlnasal Hótels Sögu. Húsið opnaö kl. 20.00. Glæsileg-
ir vinningar þ.ám. flugferö til Kaupmannahafnar, bækur, matarkörfur
o.ft. Kortiö kostar aöeins 250 kr.
Sjálfstæðismenn eru hvattir til aö fjölmenna.
Landsmálafélagið Vöröur.
Keflavík
Aðalfundur Sjálfstæöisfélags Keflavikur
veröur haldinn á Glóöinni mánudaginn 30.
desember kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Matthias A. Mathiesen ræöir stjórn-
málaviöhorfiö.
3. Önnur mál.
Fjölmenniö
Stjórnin.
Jólaglögg
Skólanefnd Týs FUS efnir til jólafundar
laugardaginn 28. desember í Sjálfstæöis-
húsinu aö Hamraborg 1, kl. 17.00.
Gestur fundarlns veröur dr. Hannes H.
Gissurarson.
Skólane/ndin
Skipasala Hraunhamars
Vorum að fá í einkasölu 86 tonna eikarskip
með 500 ha. aðalvél. Skipiö er í góöu ásig-
komulagi og vel búið tækjum. Erum með
ýmsar stærðir fiskibáta á söluskrá. Sölumað-
ur Haraldur Gíslason, lögmaður Bergur Oli-
versson. Kvöld og helgarsími 51119.
Hraunhamar
fasteigna- og skipasala,
Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfiröi.
sími 54511.