Morgunblaðið - 28.12.1985, Side 32
>
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 28. DESEMBER1985
*
«
t Bróöir minn, FRIÐRIK HJARTARSON, Kaplaskjólsvegi 55, andaöist i Landakotsspítala 24. desember sl. Fyrir hönd systkina. Margrét Hjartardóttir.
t Eiginmaöur minn og faöir okkar, GÍSLI KRISTJÁNSSON fyrrverandi ritstjóri, lést 24. desember. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Thora Kristjánsson og börn.
t Maöurinn minn, GUÐFINNUR SIGMUNDSSON, vélsmiöur frá fsafiröi, síöast búsettur í Lyngholti 19, Keflavík, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur á aöfangadag. Guöríöur Ásgeirsdóttir.
t GUÐFRÍDUR BJARNADÓTTIR, Laugarnesvegi 100, er látin. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Guölaugur Bjarnason, Laufey Bjarnadóttir, Bjarni Björnsson, Ingibjörg Garöarsdóttir, Bragi Björnason, Katrín Magnúsdóttir og fjölskyldur.
t Fósturmóöir okkar, GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR, Saurbss, Kjalarnesi, andaöist aö Reykjalundi á jóladag. Fósturdsstur.
t Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi, GUÐJÓN ÓLAFSSON, Seljalandi 7, fyrrum bóndi að Stóra-Hofi, Gnúpverjahreppi, lést í Borgarspítalanum 24. desember. Björg Árnadóttir, börn og barnabörn.
t Eiginmaöur minn, HARALDUR KR. MAGNÚSSON, Ásabraut 7, Keflavík, fyrrv. verkstjóri Rafveitu Keflavíkur, andaöist f Landspítalanum 26. desember. Fyrir hönd aöstandenda. Sigrún Ingólfsdóttir.
t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, INGJALDUR TÓMASSON, Austurbrún 4, Rvík. lést aöfaranótt aðfangadags jóla. Lilja Guömundsdóttir, Sigrún Ingjaldsdóttir, Jónatan Jónsson, Halldóra Ingjaldsdóttir, Siguróur Arinbjarnarson, Jóhann T. Ingjaldsson, Ástbjörg Gunnarsdóttir,
t Móöir okkar, fósturmóöir og amma, MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR, Snælandí 7, lést aö morgni jóladags 25. desember. Þóröur Sævar Jónsson, Þóra Jónsdóttir, Jón Sævar Þóröarson, Margrét Þóröardóttir.
Björgvin Einarsson
frá Kárastööum
Björgvin fæddist á Kárastöðum
í Þingvallasveit 8. maí 1921. Þar
bjuggu foreldrar hans, Guðrún
Sigurðardóttir og Einar Halldórs-
son, bóndi og hreppstjóri — rómað
dugnaðarfólk. Börn þeirra hjóna
voru 11 talsins og var Björgvin
fimmti í röðinni.
Til Reykjavíkur kom hann 1940
og hóf nám í vélvirkjun, lauk prófi
frá Iðnskólanum í Reykjavík og
hlaut meistararéttindi í iðngrein-
inni 1945. Árið 1946 gekk hann að
eiga Guðrúnu Guðlaugsdóttur sem
kennd er við Árbæ — og þar urðum
við svilar.
Þau eignuðust þrjú börn: Hörð,
vélgæslumann í Gufunesi, sem
kvæntur er Hugrúnu Skarphéðins-
dóttur, Þröst, sem einnig er vél-
gæslumaður í Gufunesi og kvænt-
ur er Aðalheiði Haraldsdóttur, og
Guðlaugu Erlu, skrifstofumann.
Maður hennar er Jón ívars hjá
Ölgerð Egils Skalla-Grímssonar.
Ekki varð lífsferillinn jafn beinn
og greiður og á horfðist í fyrstu,
en lærdómsríkt er að sjá hvernig
menn bregðast við erfiðleikum.
Fyrir tæpum 30 árum fékk Björg-
vin illkynjaða liðagigt sem háði
honum alla tíð. Sjúkdóm þennan
bar hann og barðist við af mikilli
karlmennsku. Svo fór að hann gat
ekki lengur sinnt iðn sinni, varð
ófær um að standa við vinnu.
Björgvin hóf þá handavinnunám í
Kennaraskólanum 1961, lauk prófi
og kenndi síðan um nokkurt skeið
í Gagnfræðaskólanum við Lindar-
götu og við Iðnskólann í Reykjavík.
Starfsmetnaður Björgvins var
mikill og því leitaði hann frekari
menntunar. Til Oslóar hélt hann
til náms í rafsuðu og að því loknu
kenndi hann við Vélskóla íslands
1966—1971 við góðan orðstír en
hrakandi heilsu. En af þeim vett-
vangi varð hann að hverfa. Næstu
tvo vetur kenndi hann við Barna-
og gagnfræðaskólann í Ytri-Njarð-
vík.
1973 var Björgvin ráðinn að
Barna- og gagnfræðaskólanum í
Hveragerði, ekki einungis til
kennslu heldur einnig til þess að
skipuleggja námið og kaupa allan
búnað sem til þurfti. Þessi um-
skipti hentuðu Björgvin vel og
naut hann þess að vera í ákjósan-
legri nánd við sundlaugina góðu
og heilsuhæli Náttúrulækningafé-
lagsins. Þó hallaði sífellt undan
fæti og er á leið var Björgvin oft
svo illa haldinn að hann var lang-
tímum saman frá kennslu. Sárt
hefur Björgvin til þess fundið er
þetta starf var einnig orðið ofvaxið
kröftum hans en uppgjöf var hon-
um ekki í hug.
1978 hóf Björgvin nám í umönn-
un þroskaheftra við Kennarahá-
skóla íslands og varð síðan skóla-
stjóri á Sólheimum í Grímsnesi.
Rík samúð og skilningur á högum
fólksins þar glæddu starfslöngun-
ina, en þrekið dugði miður og
skemur en hugur stóð til.
Ekk. mun öllum þykja ferill
svila míns sigurganga en mér
finnst ævi hans vitnisburður um
óvenjulegt þolgæði og hetjulund:
að bugast ekki vegna þverrandi
heilsu heldur aðlagast aðstæðum
hverju sinni og leita margsinnis
þeirrar menntunar sem gerði
honum kleift að starfa. Auðvitað
gekk þetta ekki átakalaust. Skilj-
anlegt er að skapmiklum og
þrjóskum manni verði margar
stundir þungbærar við slíkar að-
stæður. Erfiðleikarnir bitnuðu
t
Móöir mín,
ÞÓRDÍS HELGADÓTTIR,
lést í Landspítalanum aö kvöldi 23. desember.
Fyrir hönd aöstandenda.
Gísli Hafbteinsson.
t
Maöurinn minn, faðir, tengdafaöir og afi,
ÞORBJÖRN BENEDIKTSSON,
Kirkjubóli, Höfnum,
andaöist í Borgarspítalanum þann 26. desember.
Magnea Friöriksdóttir,
Þorgeröur Þorbjörnsdóttir, Haukur Magnússon,
Friórik Ben Þorbjörnsson, Elsa Einarsdóttir,
Siguróur Ben Þorbjörnsson, Maja Sigurgeirsdóttir
og barnabörn.
t
Dóttir mín, systir okkar og mágkona,
ÞURÍÐUR ELÍN BJARNADÓTTIR,
Ljósvallagötu 32,
lést af slysförum 25. desember.
Ragna Sigrún Guömundsdóttir,
Bryndís Bjarnadóttir,
Pétur Hafsteinn Bjarnason,
Guörún Arna Guöjónsdóttir,
Bjarnheiður S. Bjarnadóttir,
Kristjón Mósson.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur, tengdasonur og bróöir,
BJÖRGVIN SAMÚELSSON
húsasmiöur,
Brekkuseli 29,
sem andaöist 18. desember veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju
30. desember kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á kirkjubyggingu Seljasókn-
ar og Krabbameinsfélagiö.
Þórhildur Guömundsdóttir,
Hlynur Örn Björgvinsson, Linda Hrönn Björgvinsdóttir,
Helga Magnúsdóttir, Sólveig Jóhannesdóttir,
Hermann Samúelsson, Ásdís Hallet Samúelsdóttir,
Jón Samúelsson, Úlfar Samúelsson,
Jónína Samúelsdóttir.
bæði á honum og eiginkonunni —
og langdvalir hans að heiman eftir
1973 urðu til þess að þau Guðrún
slitu samvistir. Skilnaðurinn varð
þó ekki að vináttuslitum heldur
hélst samband þeirra fram á síð-
asta dag og til Guðrúnar leitaði
hann er hann fann dauðann nálg-
ast.
Mikil veikindi og margar sjúkra-
legur Björgvins urðu okkur að-
standendum hans sívaxandi hug-
raun. Þegar við gengum á vit ljóss
og friðar á jólahátíðum varð venja
hans að leggjast inn á spitala til
þess að láta rétta hendur eða
fætur. Tíminn þótti góður til þess
að komast þar að — og hann var
notaður. Slíka ferð átti hann fram-
undan um þessi jól, en máttarvöld-
in tóku í taumana. Björgvin dó að
kvöldi 16. desember.
Á kveðjustundu minnist ég okk-
ar fyrstu kynna og góðu stundanna
meðan nafni minn var heill heilsu.
Ekki brást í afmælisveislum að
Björgvin og mágur hans, Jóhann-
es, útvarpsþulur, yrðu fyrstu menn
til þess að upphefja skemmtan
með sögn og gítarspili enda höfðu
báðir fallegar raddir.
En ekki þarf að efast um að
hvíldin verður svila mínum kær-
komin er hann gengur nú á vit
hins ókomna.
Björgvin Grímsson
Dauðinn er oftast fjarlægur og
óvelkominn gestur, en þegar hann
birtist vekur hann minningar —
bæði ljúfar og sárar.
Gleðistundir unglingsáranna
eru flestum hugstæðar, og þær
koma mér í hug er ég minnist
heimilis Björgvins Einarssonar og
Rúnu, móðufsystur minnar, í
Kópavogi fyrir aldarfjórðungi.
Þær systur — móðir mín og Rúna
— voru mjög samrýndar og sam-
band náið milli heimilanna. Ég var
margar stundir hjá Rúnu, passaði
yngri börnin og sóttist eftir að
vera þar því að á heimilinu ríkti
fjör og skemmtan meðan allt lék
í lyndi. Ég elskaði og tignaði alla
sem gátu sungið. Ógleymanlegar
voru stundirnar þegar Björgvin
spilaði á gítarinn og söng. Ékki
voru fáir textarnir og lögin sem ég
lærði þar. — En fleiri en ég hrifust
og sungu með hjá Björgvin og
Rúnu. Öft líktist heimilið skemm-
timiðstöð vesturbæjarins í Kópa-
vogi. Um áramót voru þar til
dæmis venjulega 40—50 manns og
stóð fagnaðurinn stundum röskan
sólarhring.
En þetta sem annað breyttist í
tímans rás.
í sumar er leið fóru fjölskyldur
foreldra minna saman í ferðalag.
Þá sá ég Björgvin í síðasta skipti
þar sem hann stóð með hækjur
tvær og kvaddi okkur við bílinn.
Mér þótti leiðinlegt að hann skyldi
ekki koma með, en auðvitað fór
ekki framhjá neinum hve sár-
þjáður hann var þótt hress væri
að yfirbragði og brosmilt andlitið.
Því vaknaði örskamma stund ósk-
hyggjan um að allt gæti orðið sem
áður þegar Björgvin sat með gítar-
inn og spilaði og söng.
Hér er ekki ætlunin að rekja
æviferil Björgvins heldur þakka
fyrir allt hið góða sem hann gerði
fyrir mig og votta Rúnu, börnum
þeirra og tengdabörnum samúð
mfna.
Guðrún Björgvinsdóttir