Morgunblaðið - 28.12.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985
37
Sagan af Shevchenko, grein VIII
Herlegheit herrastéttarinnar
— eftirArna
Sigurðsson
Michael S. Vos'ensky sem var
hér á landi fyrir nokkrum vikum
og var gestur á fundi Varðbergs,
félags ungra áhugamanna um
vestræna samvinnu og SVS, sam-
taka um vestræna samvinnu,
skrifaði merka bók „Nomenklat-
ura“ um herrastéttina í Sovétríkj-
unum. Hún hefur ekki birst í ís-
lenskri þýðingu en Birgir ísleifur
Gunnarsson, alþingismaður, skrif-
aði um hana greinaflokk er birtist
hér á síðum Morgunblaðsins fyrir
all nokkru. Ætti hún því að vera
lesendum Morgunblaðsins kunn.
Herrastéttin í Sovétríkjunum er
nefnd hefur verið Nomenklatura
er hópur eða öllu heldur samfélag
útvaldra Sovét-borgara, þeirra er
hafa með höndum mikilvægustu
störf og embætti á vegum komm-
únistaflokksins og/eða stjórnar-
innar í Moskvu. Shevchenko víkur
sérstaklega að þessu í æviminning-
um sínum „Breaking from Mos-
cow“. Shevchenko varð meðlimur
herrastéttarinnar er Andrei Gro-
myko, þáverandi utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, gerði hann
að sérlegum ráðgjafa sínum.
Shevchenko segir að þá hafi hagur
sinn farið að vænkast allvel.
Meðlimir herrastéttarinnar
njóta geysilegra forréttinda miðað
„MeÖlimir herrastéttar-
innar njóta geysilegra
forréttinda miöað viö
óbreyttan almúgann.
Þeir sem á toppinum
tróna, þ.e. meðlimir for-
sætisnefndar sovéska
kommúnistaflokksins,
eru í sérstakri aðstöðu
því forréttindi þeirra og
sérstæða er engum tak-
mörkunum háð.“
við óbreyttan almúgann. Þeir sem
á toppinum tróna, þ.e. meðlimir
forsætisnefndar sovéska komm-
únistaflokksins ,eru í sérstakri
aðstöðu því forréttindi þeirra og
sérstaða er engum takmörkunum
háð.
Forréttindi og munaður
Meðlimir herrastéttarinnar
hafa víðtæk forréttindi eins og
áður var að vikið. Þeir hafa há
laun, góðar, þægilegar og rúmgóð-
ar íbúðir eða einbýlishús, dachas
(sumarhús), einkabíla og bílstjóra,
sérstaka járnbrautarvagna að-
greinda frá vögnum almúgans,
VlP-meðferð á flugvöllum, sumar-
leyfisstöðum og sérstökum spítöl-
um aðeins fyrir meðlimi herra-
stéttarinnar. Þeir búa í hverfum
aðskildum frá hverfum almúgans
og hafa aðgang að sérstökum
matvöruverslunum þar sem fram-
boð neysluvara er gott og ýmiss
vestrænn munaðarvarningur er á
boðstólum. Börn þeirra meira að
segja ganga í sérstaka skóla og
umgangast aðeins hvert annað.
Meðlimir herrastéttarinnar verða
því að leggja nokkra lykkju á leið
sína hyggist þeir blanda geði við
óbreytta alþýðuna svo aðskildur
er þessir forréttindahópur, herrra-
stéttin, frá meirihluta íbúa Sovét-
ríkjana.
Sumir jafnari en aðrir
Shevchenko segir að eftir á skilji
hann betur að herrastéttin sé
aðskilin frá almúganum af sál-
fræðilega stórri hindrun svo að
jafnist á við Kínamúrinn. Þessi
hópur forráðamanna sovésks sam-
félags er því sem ríki í ríkinu,
hópur valdsmanna hátt hafinn yfir
þá er þeir hafa sjálfskipað forræði
yfir.
Þversagnakenndur boð-
skapur herrastéttarinnar
Það hefur löngum verið glögg-
skyggnu fólki á Vesturlöndum
ljóst að Sovétmenn hafa löngum
boðað annað en þeir hafa ástundað
og gildir þá jafnt hvort um er að
ræða mannréttindamál, utanríkis-
mál eða málefni þeirra innanlands.
Shevchenko segir að það sé kald-.
hæðnislegt að hin steinrunna yfir-
stétt viðhaldi stjórnarfarslega
stöðnuðu, óréttlátu en stöðugu
þjóðfélagi um leið og þeir hvetja
og ausa fé til byltingarafla víðs
vegar um heim til þess að raska
stjórnarfarslegu jafnvægi með
byltingum. Ætlast þeir til að íbúar
gefi upp forréttindi ef einhver eru
og leiti á náðir sælurikis öreig-
anna. Þeir boða því annað en þeir
ástunda sjálfir. Þetta er þó eðlilegt
þegar tekið er mið af því að komm-
únisminn er í eðli sínu heimsvalda-
stefna og Sovétmenn vinna að því
að útbreiða byltinguna. Svo lengi
sem hugmyndakerfi er byggir á
slíkum grunni þrífst í heiminum
ber frjálsum lýðræðisríkjum
heims að standa saman gegn
sundrungar- og niðurrifsstefnu
Sovét-kommúnismans. Þetta er
m.a. boðskapurinn í æviminning-
um Arkady N. Shevchenkos.
í næstu grein mun ég fjalla um
Nixon, Kissinger og deténte-
stefnu fyrstu ára síðasta áratugar.
Helstu heimildir: Arkady N.
Shevchenko „Breaking from Mos-
cow“ A.F. Knopf, USA 1985. Time
Magazine, 11. og 18. febrúar 1985.
Höíundur á sæti í utanríkismála-
ncínd Sambands ungra Sjálfstæó-
ismanna.
Satt best að segja
Bókmenntir
Ævar R. Kvaran
Jón Á. Gissurarson:
SATT BEST AÐ SEGJA.
Útgefandi: Setberg, 1985.
Sú var tíð, þegar þeir sem nú
eru orðnir aldraðir Reykvíkingar,
þekktu næstum hvern mann sem
þeir mættu á götu í höfuðstaðnum.
Þeir þurftu raunar ekki að þekkj-
ast mjög náið til að heilsast á götu,
en þekktu hver til annars. Sá sem
til dæmis hripar þessar línur og
er hér fæddur, þarf ekki lengur
að heilsa jafnmörgum og fyrmeir.
Þegar hann kom inní Menntaskól-
ann í Reykjavík beint úr barna-
skóla minntist hann þess, þegar
hann sem busi var fyrst viðstaddur
heimsókn 25 ára stúdenta í skól-
ann. Það sem undraði hann mest
var það, hversu langlífir þessir
gömlu stúdentar höfðu orðið, að
ná að lifa sitt 25. stúdentsafmæii.
Á næsta ári á þessi maður ekki
25 ára stúdentsafmæli heldur
verða þá liðin 50 ár frá því hann
lauk stúdentsprófi. Á tali svo-
nefndra táninga má stundum
heyra, að sá sem kominn er yfir
30 ár, sé tæpast viðræðuhæft
gamalmenni. Þannig virðist aldur
afstæður eftir aldri.
íslendingar eru forvitnir um
náungann, eins og títt mun vera
meðal fámennra þjóða. Af þessu
leiðir að við erum sólgnir í endur-
minningabækur, sem oft seljast
mjög vel. En ærið eru þær þó
misjafnar sem bókmenntir. Sum-
um er það ljóst, að ekki er með
öllu vandalaust að skrifa endur-
minningar og fá þá til þess reynda
og góða rithöfunda og munar það
miklu. Aðrir skrifa sjálfir endur-
minningar sínar og tekst eðlilega
misjafnlega. Jón A. Gissurarson
er einn þeirra og fer mjög vel á
því. Hann er mjög ritfær maður,
skrifar látlaust og fagurt mál. En
það sem mestu máli skiptir er þó
stíllinn á þessari ágætu bók, sem
er til slíkrar fyrirmyndar, að sýna
ætti hann í skólum landsins, þegar
athygli er vakin á fögru íslensku
máli.
Jón nær mjög sterkum tökum á
fallegum stíl i þessum endurminn-
ingum sínum með því að forðast
ofnotkun greinis. Eru íslensku
fornritin okkur þar holl fyrir-
mynd. Á ráðstefnu sem haldin var
að boði Sverris Hermannssonar
menntamálaráðherra í Þjóðleik-
húsi og vakti verðskuldaða at-
hjygli, flutti Barði Friðriksson
snjallt erindi einmitt um ofnotkun
greinis og benti á það með réttu,
að Halldór Laxness og Kjartan
Ólafsson væru mestir stílistar ís-
lenskra rithöfunda. Þann fyrr-
nefnda þekkja allir íslendingar,
enda er hann ausinn lofi fyrir
ritsnilld sína allan ársins hring.
En hinn síðarnefnda þekkja færri
eða vilja kannast við sem rithöf-
und, þótt hann hafi árum saman
skrifað íslensku af slíkri snilld og
slíkum þrótti að sjaldgæft er. Af
einhverjum óskiljanlegum ástæð-
um er alltaf gengið framhjá þess-
um ágæta rithöfundi við úthlutun
listamannalauna. Enda er hann
ekki bundinn neinum klíkum.
Hann lætur verk sín ein tala. Þessi
maður hefur ferðast víðar um
heim en sennilega nokkur annar
Jón Á. Gissurarson
fslendingur og skrifað frábærar
ferðabækur. Áuk þess sem hann
hefur á valdi sínu yfir tug tungu-
mála.
En hvað kemur þetta Jóni Á.
Gissurarsyni við? kann nú einhver
að spyrja. Ég var hér að framan
að minnast á stílsnilld Jóns í þess-
um endurminningum hans. Hvað-
an skyldi hann hafa hana? Jú, ég
held að það hafi verið um 1975 að
Jón skrifaði einmitt um stílsnilld
Kjartans Ólafssonar og þá sér-
staklega hvernig Kjartan jafnan
forðast ofnotkun greinis í því sem
hann skrifar. Þar mun hann hafa
fundið fyrirmynd sem vert væri
að tileinka sér og það hefur hann
gert í þessari bók sinni með þeim
hætti, að hún ber af öðrum endur-
minningabókum hvað ritsnilld
snertir.
Sá sem þetta hripar hefur um
árabil verið málkunnugur Jóni Á.
Gissurarsyni og dregið af hinum
grafalvarlega svip hans þær álykt-
asnir, að færi mikill alvörumaður.
Vafalaust er það rétt. En hann
hefur með þessari bók sýnt á sér
hliðar, sem sá sem þetta skrifar
þekkti ekki, því Jón er stór-
skemmtilegur húmoristi. Er hann
víða svo fyndinn í frásögn sinni,
að lesandi -skellir uppúr við lestur.
Öll er þessi fyndni þó fyrirhafnar-
laus og meinlaus, en eykur mjög
ánægjuna af lestri þessarar ágætu
bókar. Megi Jón bera gæfu til að
halda áfram endurminningum
sínum þar sem hér er frá horfið.
Hana vilja áreiðanlega allir eiga
sem þessa fyrri lásu. Þökk sé Set-
bergi fyrir útgáfuna.
Hlátur og dálftill grátur
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Kegnboginn — The Kid ☆ ☆ ☆ !A
Bandarísk. Árgerð 1921. Handrit og
leikstjórn: Charles Chaplin. Aðal-
hlutverk: Charles Chaplin, Jackie
Coogan, Edna Purviance.
Með fínu fólki — The Idle Class
☆ ☆ ☆
Bandarísk. Árgerð 1922. Handrit og
leikstjórn: Charles Chaplin. Aðal-
hlutverk: Charles Chaplin, Edna
Purviance, Mack Swain.
Það segir kannski sitt um stöðu
kvikmyndagerðar undanfarin ár
að bestu jólamyndirnar sem okkur
býðst að sjá árið 1985 eru meira
en sextíu ára gamlar. Reyndar
skiptir árið ekki máli, eftir á að
hyggja. Trúlega væru The Kid og
The Idle Class bestu jólamyndirn-
ar hvað ár sem vera skal. Hlátur-
inn í litla salnum í Regnboganum
var þessi dillandi, áreynslulausi,
innilegi hlátur sem eiginlega heyr-
ist bara á sýningum hinna sígildu
gamanmynda þögla tímans — og
ekki síst á myndum Charlie Chapl-
in.
Fyrri myndin og sú styttri á
þessu tveggja mynda Chaplin-
prógrammi, The Idle Class, er
umfram allt hláturmynd. Þar leik-
ur Chaplin tvö hlutverk — annars
vegar auðugan, drykkfelldan eigin-
mann og hins vegar hinn sígilda
umrenning — og báðar persónurn-
ar sverma fyrir sömu konunni, sem
leikin er af algengri Chaplin-
stjörnu, Edna Purviance. Það eru
ótal unaðsleg gamanatriði í The
Idle Class, en hún er líka umleikin
þeirri samúð með mannfólkinu,
ekki síst hinum snauða meirihluta,
sem umrenningurinn er tákn fyrir.
Hlátur og grátur eru á hinn
bóginn samverkandi í The Kid,
sem í upphafi er kynnt með þessum
orðum: A picture with a smile,
and, perhaps, a tear. Þarna fer
Chaplin að vísu ískyggilega nálægt
þeirri væmni og grátklökkva sem
hann var heldur veikur fyrir.
Umrenningurinn tekur í The Kid,
nauðugur viljugur, kornabarn sem
hann finnur á víðavangi upp á
arma sína og lýsir myndin því
hvernig þeir bjarga sér saman og
berjast við harðneskjulegt um-
hverfið uns raunveruleg móðir
drengsins nær aftur sambandi við
hann og allt fær lukkulegar lyktir.
Snilldarlegur samleikur Chaplins
og Jackie Coogan, sjö ára gamallar
barnastjörnu, er fyrir löngu orðinn
sígildur í kvikmyndasögunni og
víða í The Kid eru atriði sém sýna
að þótt tæknilegum bellihrögðum
hafi fleygt fram á meir en hálfri
öld er ekki þar með sagt að tilfinn-
ing fyrir myndmáli hafi gert það
líka.
Charlie Chaplin og Jackie Coogan gantast við Douglas Fairbanks við upptök- V
ur áThe Kid.