Morgunblaðið - 28.12.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985
39
Það er fallegt húsið þeirra hjóna á Marienborg.
Það er kátt um jólin
á Marienborg
r
AÞorláksmessu var mikið um
dýrðir í Marienborg hjá for-
sætisráðherrahjónunum dönsku
Lisbeth og Paul Schliiter.
Þau héldu þá einskonar litlu jól
og buðu til sín ættingjum og vinum
víðsvegar að úr Danmörku.
Lisbeth hefur haft veg og vanda
af þessari venju í áraraðir. Hús-
móðirin lagar matinn ætíð sjálf á
jólunum og heldur í heiðri fornum
siðum og dönskum venjum hvað
hátíðamatinn snertir. En til að
hátíðin á Þorláksmessu skyggi
ekki á sjálfa jólahátíðina þá ber
hún fram létta rétti og lætur jóla-
tréð vera óskreytt fram á áðfanga-
dagsmorgunn.
Mikið er sungið og sitthvað til
gamans gert fyrir börn og full-
orðna og ekki spillir að undirleik-
arinn við píanóið skilar hlut sínum
með léttleika og lipurð svo sem
ráðherranum er lagið.
Lisbeth og Paul SchlUter.
Tekið í borðstofunni.
Rainer fursti, Stephanie og Stefano taka einnig á móti börnunum og deila
út gjöfunum.
COSPER
— Þetta er mjög vönduð antik-klukka. Þegar litli vísirinn er á þrem-
ur og hún slær 22 högg, er klukkan hálf átta.
Börnin koma
í heimsókn
í höllina og
fájólapakka
Furstafjölskyldan í Monakó
safnar gjöfum allt árið.
Nokkrum dögum fyrir jól er svo
börnum af barnaheimilum boðið
til hallarinnar þar sem hvert barn
fær sína gjöf og ýmislegt góðgæti.
Karólina Mónakóprinsessa er i for-
svari fyrir útbýtingum jólagjafanna.
Áður en fjölskyldan heldur eigin jól,
finnst þeim hæfa að gleðja yngstu
meðlimi Mónakóríkisins.
„Sovéskur
friður“ á jólum
„SOVÉSKUR friður á jólum í Afg-
anistan" er titill á dreifibréfi, sem
Heimdallur, félag ungra sjálfstæö-
ismanna í Reykjavík, gaf út núna
fyrir jólin og var m.a. dreift í mið-
bænum á Þorláksmessu.
í dreifibréfi þessu er að finna
orðsendingu frá samtökunum
„Federation of Afghans and
Afghan Students Abroad",
FASA, til æskufólks um alian
heim. Þar segir m.a.: „Hernað-
aráætlun Sovétmanna gagnvart
ríki okkar er fyrst og fremst
byggð á því markmiði að komast
600 kílómetrum nær Indlands-
hafi, og þurfa þeir nú aðeins 400
kílómetra til þss að ná yfirráðum
yfir skipaleiðum um Arabíufló-
ann og Indlandshaf. Þess vegna
leitum við til ykkar, íslensk æska,
eins og annars ungs fólks um
allan heim, í von um að þið áttið
ykkur á að málefni landsins
okkar verða ekki bara tekin sem
svæðisbundið vandamál, heldur
alþjóðlegt." Bent er á það í orð-
sendingunni að samkvæmt upp-
lýsingum frá Gann-háskólanum
í Belgíu, hafa Sovétmenn notað
efnavopn á saklaust fólk. í dreifi-
bréfinu er síðan að finna myndir
af börnum sem hafa orðið fyrir
hinum svokölluðu leikfanga-
spengjum, sem springa við snert-
ingu. Fulltrúar MSF (Médecins
sans Frontiéres), sem eru samtök
lækna er starfa í Afganistan,
hafa vitnað í fjölmörg dæmi
þessu til staðfestingar.
I lok orðsendingarinnar segir:
„Við óskum íslensku æskufólki
góðs gengis um komandi ár, um
ieið og við biðjum ykkur að
gleyma ekki frelsisbaráttu okkar,
ungs fólks sem býr undir
sprengjuárásum, ofsóknum, lim-
lestingum, neyð og hörmungum,
sem sovéska árásarliðið hefur
leitt yfir þjóðina. Við eigum þann
draum að einhverntíma verði
landið okkar frelsað undan oki
sovéska árásarliðsins. Okkur
dreymir um að geta einhvern
daginn tekið ykkur opnum örm-
um og boðið æskufólk hvaðanæva
velkomið í dalina okkar undur-
fögru. En til þess þurfum við á
samstöðu ykkar að halda. Við
þörfnumst alþjóðlegrar sam-
stöðu."
Gleðilegt ár ogþökkum vidskiptin á árinu
semeraðlíða.
Dagataljóla■ og nýárshátíðarinnar:
Gamlárskvöld lokað.
Nýárskvöld einkasamkvæmi.
3. jan. föstudagur, „Úr gullkistu Eyjamanna" skemmtidag-
skrá með lögum og Ijóðum frá Vestmannaeyjum í flutningi
Helga og Hermanns Inga, Jónasar Þóris og Hrannar Geir-
laugsdóttur.
4. jan. laugardagur, matur og dans, Hrönn og Jónas Þórir
leika fyrir matargesti. Tríó Jónasar Þóris leikur huggulega
danstónlist.
5. jan. sunnudagur, þrettándakvöld-
gleði að hætti Naustsins, fram koma
< Dixieland-band Björns R. Einarssonar,
Vínarhljómsveit Þorvaldar Steingríms-
sonar, jólalögin sungin og leikin undir
stjórn Jónasar Þóris og Helga Her-
mannssonar. Jónas Þ. Dagbjartsson
leikur borðtónlist.
Borðapantanir í síma 17759.
r'
1