Morgunblaðið - 28.12.1985, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 28.12.1985, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 44 © 1985 Universal Press Syndicate „ V\uk.kjC&\ einn 5v/alox sibr&rx, €A hOr\r\ hélt áfrvun o& SyndCL hr'ingiinn í kringum bátinn " Ást er... ... að honum eftir í tanyo. TM Rea. U.S. Pat. Off — all rlghts reserved «1985 Los Angeles Times Syndicate Gvendur, þú hefur gleymt að slökkva á tækinu í gærkvöldi! Með morgxmkaffinu HÖGNI HREKKVISI ]..OG SÍMINN HANS 6K AUPVlTAP ÖSKfZÁPUfí. "' Jörðin séð úr geimnum Ingvar Agnarsson skrifar: Tunglið snýr alltaf sömu hlið að jörðu. Snúnings- hraði þess um sjálft sig er nákvæmlega einn hringur, á meðan það gengur eina umferð kringum jörðina. Þess vegna snýr andlitið á „karlinum í tunglinu", alltaf eins við okkur jarðarbúum. Hvenær sem við rennum augum til þessa fylgihnattar okkar, þá blasir alltaf sama myndin við okkur. Ef tunglið snerist ekki um sjálft sig, mundum við sjá allt yfir- borð þess smátt og smátt á einum mánuði. Skemmtilegt er, að nú geta menn séð jörðina frá tunglinu (eins og meðfylgjandi mynd sýnir). Menn hugsa sjaldan um jörðina sem lítinn hnött, einn af ótal slíkum, í endalausum geimi, þar sem stjörnugrú- inn er svo mikill, að enginn mannsheili gæti rúmað þau ógrynni. Það er spor fram á við, og víkkar mjög sýn til stjarnanna, að loks skuli mönnum hafa tekist að sjá jörðina, þessa fóstru okkar allra, úr slíkri fjarlægð, að hún sýnist sem ein meðal margra ann- arra slíkra. Jörðin er sem agnarögn í ríki himnanna, ein meðal ótal líkra systra. Við menn ættum, betur en áður, að láta okkur skiljast, hversu mikilvægt það er að efla bróðurhug okkar á milli, og helst þyrftum við að vitkast svo, að unnt yrði að taka upp nánari sambönd við lengra komna frændur og vini, sem á öðrum stjörnum búa. Það er skref, sem stíga verður, ef mannlíf jarðar okkar á að komast á rétta leið. Hér sést jörðin í fjarska bera rétt við brún tunglsins. Myndin er tekin úr geimfarinu Appolo 17 í desember 1972, er það sveimaði umhverfis tunglið. Víkverji skrifar Kirkjusókn var góð á þessum jólum eins og undanfarin ár. Hefðu fréttir borist um annað, hefði það vakið meiri athygli en hitt, að allir kirkjubekkir voru þéttskipaðir á aðfangadagskvöld. Sumir prestar, í höfuðborginni að minnsta kosti, eru raunar þeirrar skoðunar, að ástæðulaust sé að kvarta undan litlum áhuga á messum venjulega sunnudaga. Sóknarprestur sagði Víkverja á dögunum, að hann sæi merki um meiri áhuga á kirkjuferðum al- menningsen áður. Jólaguðspjallið hefur hljómað í sínum skýra einfaldleika um landið allt og jólasálmarnir gam- alkunnu verið sungnir jafnt í kirkjum sem heimahúsum. Barnið í sál hinna eldri er kallað fram og barnsandlit ljóma af gleði og eftir- væntingu. Úr ferð í Dómkirkjuna er Víkverja minnisstæð gleði og undrun, sem skein úr andlitum þeirra, sem á svölum sátu, þegar stjarna tók að snúast efst á nýja orgelinu í klukkuspilinu í þriðja erindi sálmsins Heims um ból. Nýja orgelið er af barokk-gerð og þá tíðkaðist, að hljóðfæri þessi væru með stjörnubúnaði af slíku tagi. Víkverja er í barnsminni að hafa hlustað á dr. Pál ísólfsson leika á klukkurnar í gamla orgeli Dómkirkjunnar, ávallt í þessu sama erindi af Heims um ból. Klukknahljómurinn á að minna okkur á þau orð lokaerindisins, að heyra má himnum í frá engla söng: “Allelújá". Klukknahljómurinn vakti hátíðarkennd í huga á að- fangadagskvöld, hann var einnig til marks um, að komið væri að messulokum og fyrsti áfanginn að alltof langri og tafsamri leið til jólapakkanna væri á enda. Það hefði ekki verið ónýtt að geta heillast af gylltri stjörnu, sem snerist, í sömu andrá! XXX r Aannan í jólum var útvarpað guðsþjónustu aðventista, sem var hljóðrituð í Hlíðardalsskóla. Þar predikaði Jón Hjörleifur Jóns- son en nemendur í skólanum lásu ritningarorð. Allt fór þetta fram með ágætum. Á hinn bóginn átti Víkverji fullt í fangi með að fylgj- ast með lestri nemendanna. Þeir lásu hratt og á stundum þannig, að ekki komust öll orð nægilega vel til skila. Ekki skal dregið í efa, að vel hafi verið staðið að öllum undirbúningi. Þarna sannaðist hins vegar það, sem oft hefur verið sagt, að ekki sé lögð nægilega mikil áhersla á talað mál og framburð í íslenskum skólum. Hlíðardals- skóli er viðurkennd menntastofn- un, sem hefur getið sér gott orð. Einmitt þess vegna er meiri ástæða en ella til að vekja máls á þessu atriði, eftir að hafa hlýtt á nemendur skólans flytja guðsorð í útvarpið. XXX Talað orð setur sterkan svip á guðsþjónustu okkar, sem bú- um við lútherskan sið. Siðbótar- menn lögðu mesta áherslu á pre- dikunina. Predikunarstóllinn stóð ofar altarinu, vegna þess að Lúther taldi, að hjáipræðið bærist í orð- inu. Sjálfur var Lúther annálaður mælskumaður, sem háði marga kappræðu við taismenn páfadóms. Frægar eru kappræðurnar í Leip- zig, þar sem þeir börðust með brandi orðsins Marteinn Lúther og Jóhann Eck, prófessor. í hinni athyglisverðu bók um Martein Lúther í þýðingu séra Guðmundar Óla Ólafssonar, sem út kom á síðasta ári er þeim Lúther og Eck m.a. lýst með þessum orðum: “Marteinn er í meðallagi hár, skinhoraður af áhyggjum og lær- dómsstriti, svo að við liggur að telja megi í honum hvert bein undir húðinni. Hann er á besta skeiði sem karlmaður og hefur skýra rödd, sem berst vel . . . Orðaforði hans og hugmyndaauðgi eru sannkallaður skógur. Hann er viðfelldinn og vinsamlegur, á eng- an hátt stirfinn né hrokafull- ur . . . Allir saka hann um að vera helst til óskammfeilinn í svörum og meinyrtari en skynsam- legt sé af manni, sem berst fyrir endurnýjun trúarinnar eða sæm- andi guðfræðingi . . . Eck er þunglamalegur, samanrekinn maður með mikla, þýska rödd, sem magnast í voldugu brjóstholi. Hann gæti verið leikari eða kallari, en rödd hans er fremur hrjúf en hrein. Augu hans og munnsvipur og andlit hans allt minna meira á slátrara en guðfræðing.“ Þetta er rifjað upp hér til að minna á, að við útbreiðslu guðsorðs hefur röddin og mælskan löngum ráðið miklu. Hið sama á við nú á tímum og þegar þeir Lúther og Eck glímdu í Leipzig í júlí 1519. Þótt nútímatækni auðveldi mönn- um að láta rödd sína berast, þurfa þeir, sem flytja öðrum guðsorð að tileinka sér tækni leikara eða kall- ara. Svo getum við gefið ímyndun- araflinu lausan taum og velt því fyrir okkur, hvernig þeir hefðu litið út í sjónvarpskappræðu, Lút- her og Eck. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.