Morgunblaðið - 28.12.1985, Side 45

Morgunblaðið - 28.12.1985, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ■nyr/j*n*''aM'va 11NS OS- RRÐHERRHNN SKILUR ÞÓTTI OKKUR 8JÍILF6EFI9 HVRR VIÐ HEFOUM KLÓSETnE>> Þessir hringdu . . Endursýnd kvikmynd á jólum Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Ég vil lýsa furðu minni á þeirri ákvörðun sjónvarpsins að endur- sýna 70 ára gamla þögla kvikmynd á jóladag. Þessi mynd er án efa hin merkilegasta og á sýning henn- ar fullan rétt á sér, en myndir af þessu tagi höfða fyrst og fremst til tiltölulega fámenns hóps kvik- myndaáhugamanna og því þykir mér það mikið dómgreindarleysi hjá forráðamönnum sjónvarpsins að sýna hana á þessum tíma, þegar öll fjölskyldan er að jafnaði saman komin og manni fyndist rétt að sýna efni sem höfðaði til sem flestra. Auk þess minntist ég þess að áður hafi verið sýnt endurtekið efni á jólunum og finnst það und- arleg nýbreytni og ekki bera vott um mikinn metnað í dagskrárgerð. Ég vil koma vinsamlegri ábend- ingu til forráðamanna sjónvarps um það að ég tel þessi vinnubrögð ekki falla í kramið hjá almenningi og þess vegna ættu þeir að hugsa sinn gang, því að öðrum kosti mega þeir fara að vara sig þegar þeir standa frammi fyrir samkeppni frá öðrum sjónvarpsstöðvum eftir áramót. Að eyða í fánýt klæði 0348-3940 hringdi. Þeir sem boðnir voru og eru til að sjá dýrð marxismans í raun og leiddir eru af gestgjafanum eins og húsmæður bjóða til stássstofu, þeir vilja fá sönnun á ágæti komm- únismans. Þegar þeir sjá allt annað þar þá er sannleikanum snúið við, samanber manninn sem boðinn var í Bolsjo-leikhúsið og undraðist meira á klæðaburði fólksins en glæsileika hússins. Skýringin sem honum var gefin var sú að fólk væri ekki að eyða í fánýt klæði og mætti vaða á skít- ugum skónum um allt. HEILRÆÐI Förum varlega með flugelda SVFÍ hvetur unga jafnt sem aldna að sýna fyllstu varúð í meðferð flugelda, stjörnuljósa og blysa. Sérstaklega eru foreldrar hvattir til að hafa vakandi auga með börnum og unglingum og vara þau við hættum þeim, sem fylgja ógætilegri meðferð þessara hluta. Höldum gleðileg áramót með slysalausum dögum. Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Selfoss og nágrennis Nýlokið er firmakeppni félags- ins sem jafnframt var þriggja kvölda einmenningsmeistara- keppni. Úrslit í firmakeppninni urðu þessi: Iðnaðarbankinn 118 spilari Valtýr Pálsson Bakki s/f 114 spilari Sveinn Guðmundsson Heildv. Viðars Bjarnasonar 112 spilari Valdimar Bragason Selfossveitur 110 spilari Þráinn Ómar Svansson Hjalti Sigurðsson rafvélav.m. 109 spilari Valgarð Blöndal GúmmívinnustofaSelfoss 109 spilari Hörður Thorarensen Meistari félagsins í einmenn- ingi varð að þessu sinni Vil- hjálmur Pálsson. Spilarar heyr- ast stundum halda því fram að sigur í einmenningskeppni sé hálfgert happdrætti. Við hjá Bridsfélagi Selfoss getum með engu móti fallist á það því við ráðum ekkert við Vilhjálm í einmenningi. Hann hefur nú sigrað af öryggi í þrjú ár af fjór- um en eitt árið var hann ekki með í keppninni. Úrslitin urðu þannig er upp var staðið að þessu sinni: Vilhjálmur Pálsson 321 Valgarð Blöndal 305 Sigurður Reynir Óttarsson 298 Sveinbjörn Guðjónsson 297 Páll Árnason 297 Keppnisstjóri var Guðjón Ein- arsson. Fyrirhugað er að hefja spila- mennsku fimmtudaginn 2. jan- úar með eins kvölds tvímenningi. HreyfiJI — Bæjarleiðir Lokið er fimm kvöldum af 11 í tólf sveita aðalsveitakeppni. Staðan: Jón Sigurðsson 123 Anton Guðjónsson 107 CyrusHjartarson 102 Gísli Sigurtryggvason 99 Vignir Aðalsteinsson 96 Steingrímur Aðalsteinsson 83 Keppnin heldur áfram 13. janúar. Spilað er í Hreyfilshús- inu klukkan 19.30. Bridssamband Suðurlands Nýlokið er bikarkeppni sam- bandsins. Alls tóku 98 sveitir frá 5 félögum þátt í keppninni. Sigurvegari varð sveit Vilhjálms Pálssonar, Selfossi. Með Vil- hjálmi í sveitinni voru þeir Sig- fús Þórðarson, Guðjón Einars- son, Gunnar Þórðarson og Kristján Már Gunnarsson. Suðurlandsmót í tvímenningi var haldið á Laugarvatni þann 30. nóvember 1985. Alls tóku 36 pör þátt í mótinu. Spilað var eftir Mitchell-fyrirkomulagi 72 spil alls. Reiknimeistari var Vigfús Pálsson en keppnisstjóri Ólafur Lárussson. Úrslit urðu eftirfarandi: Valgarð Blöndal — Aðalsteinn Jörgensen 968 Gunnar Andrésson — Gísli Þórarinsson 932 ÓlafurTýr Guðjónsson — Gylfi Gislason 908 Kristján Már Gunnarsson — Kristján Blöndal 883 Hrannar Erlingsson — Matthías Þorvaldsson 868 Gunnar Þórðarson — Guðjón Einarsson 857 Ragnar Óskarsson — Hannes Gunnarsson 857 EymundurSigurðsson — Hermann Þ. Erlingsson 857 Meðalskor var 792 stig. Norskur karlmaður, 25 ára, vill skrifast á við íslenzka stúlku á aldrinum 20-26 ára. Hann hyggst heimsækja ísland næsta sumar. Áhugamálin eru ljósmyndun, íþróttir, fólk og ferðalög: Per Andersen, Vetlandsveien 62B, N-0685 Oslo 6, Norge. Frá Ghana skrifar 25 ára piltur með margvísleg áhugamál. Vill ólmur eignast pennavini á Islandi: Albert Kwesi Essvon, c/o David K. Manso, Box 377, Brimso, Cape (’oast, Ghana. Frá Svíþjóð skrifar 24 ára stúlka með áhuga á tónlist, íþróttum, kvikmyndum o.fl.: Kajsa Stilbrand, Brandkárrsvágen 140, S-611 65 Nyköping, Sweden. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á íþróttum, tónlist o.fl.: Megumi Sasaki, 4045 Kamiokuda, oaza, Kawanishi-Machi, Higashiokitama-Gun, Yamagata, 999-03 Japan. "VLTJ ■ jiin ■sr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.