Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 1
fttofgniililafrffe
jr
Islensk tunga
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1986
BLAÐ
Afullveldisdaginn, hinn 1. desember síðastliðinn, efndi Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra til ráðstefnu í Þjóðleikhúsinu um varðveislu og eflingu
íslenskrar tungu. Hvert sæti í húsinu var skipað og af undirtektum ráðstefnugesta
mátti ráða, að víðtækur áhugi er fyrir því að standa vörð um íslenska tungu. í setning-
arræðu sinni sagði menntamálaráðherra meðal annars, að þessi samkoma væri upphaf
þeirra aðgerða, sem menntamálaráðuneytið myndi beita sér fyrir til að snúa því
undanhaldi, sem mælt íslenskt mál væri nú á, í sókn. Ráðstefnustjóri var Markús
Örn Antonsson, útvarpsstjóri, og frummælendur komu úr hinum ýmsu stéttum þjóð-
félagsins, og úr öllum landsfjórðungum. Eru ávörp þeirra, svo og ávarp menntamála-
ráðherra, birt hér í þessum blaðauka.
Ávarp Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra við setningu ráðstefnu um varðveislu og eflingu íslenskrar tungu:
Snúa þarf undanhaldi
íslenskrar tungu í sókn
— sem ekki mun heppnast nema víðtæk samvinna takist og almenn vakning verði
Undanfarinn hálfan annan ára-
tug hafa ýmsir þættir, sem varða
móðurmálið, verið til umræðu á
hinu háa Alþingi. í vaxandi mæli
hefir íslenzkri tungu verið gefinn
gaumur í þeim sölum og ályktanir
gerðar henni til varðveizlu og efl-
ingar. Er það vel, en ýmsum hefir
ekki þótt nóg að gert í fram-
kvæmdinni og þeirra á meðal er
sá sem hér talar. Fyrir því var
einsýnt að ég myndi beita mér enn
frekar í málinu, þegar mér hafði
verð skákað í þá stöðu sem nú
gegni ég. Þessi samkoma er upphaf
þeirra aðgerða sem menntamála-
ráðuneytið mun beita sér fyrir af
sinni hálfu til að snúa því undan-
haldi, sem mælt íslenzkt mál er á
nú um stundir, í sókn. í stórsókn,
sem ekki mun heppnast nema
víðtæk samvinna takist og almenn
vakningverði.
Það er raunaleg staðreynd að
mjög margir skella skollaeyrum
við þeirri alvarlegu staðreynd að
erlend máláhrif á íslandi færast
mjög í vöxt. Af þeim vonda draumi
þarf að vekja þjóðina. Um þetta
þarf ekki að deila. Dæmin glymja
i eyrum daglangt. Þarf ekki að
skunda á vinnusvæði flugliða til
að færa sönnur á þá köldu stað-
reynd.
Af hálfu menntamálaráðuneyt-
isins verður nú þeim ráðum beitt
sem tiltæk eru. Fyrst og fremst
verður það á vegum skóla og fjöl-
miðla. Kennsla í íslenzku í skólum
verður aukin og efld að því er
varðar mælt mál, framburð og
framsögn. Til þess að árangurs
megi vænta þarf að endurmennta
kennarastéttina og verður Kenn-
araháskólinn að gegna þar for-
ystuhlutverki. Fjölmiðlum, út-
varpi og sjónvarpi, verða falin ný
og stóraukin verkefni, þar sem
þeir verða til fyrirmyndar um
meðferð málsins og opna íslenzkar
bækur, fornar og nýjar, fyrir ungu
fólki.
Það er að vísu nægilegt vald í
mínum höndum til að gefa fyrir-
mæli um það sem ég nú hefi nefnt.
En „skipað gæti ég væri mér hlýtt"
var orðtak í Ögurvík. Hætt er við
að verk þessi verði ekki unnin með
valdboði einu saman.
Hið fyrsta er að gera sér grein
fyrir alvöru málsins, að hér er um
tilverurétt íslenzkrar þjóðar að
tefla. Að svo búnu verða allir
reiðubúnir að leggja sig fram af
fremsta megni að snúa vörn í sókn.
Þá mun sá samhugur verða sem
fleyta mun okkur léttilega fram
til sigurs. Að vísu ekki endanlegs
sigurs. Baráttunni linnir aldrei
meðan islenzk þjóð byggir landið.
íslenzk tunga á í vök að verjast.
Enn mun að henni sótt af auknu
afli þegar grúi vígahnatta tekur
að sveima yfir höfðum okkar og
spú yfir okkur lágmenningu
ómældri á erlendum tungum. En
það hefir áður verið sótt að ís-
lenzkri tungu. Það er með ólíkind-
um að hún skyldi standast raun
sex alda erlendrar yfirdrottnunar
og embættismannaskara. Kannski
gerði hún enn betur. Kannski reis
íslenzk tunga upp undan þeirri
ásókn, auðugri og fegurri en
nokkru sinni. Svo mun enn verða
ef við viljum.