Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1986 Heimir Pálsson, formaður Bandalags kennarafélaga; íslenskri þjóð er ekkert dýrmæt- ara en varðveisla tungunnar í fyrsta tölublaði fyrsta árgangs af Fjölni sagði svo árið 1835: „Það er ljósara enn um þurfi að tala, hvað það er áríðandi, að hafðar séu gætur á málunum, hvurt sem þau eru skrifuð eða töluð. Með þeim hefur mannlegt frjálsræði afrekað meiru, enn nokkrum öðrum hlut. Málið er eitt af einkennum mannkynsins, og æðsti og ljósasti vottur um ágæti þess, og málin eru höfuðeinkenni þjóðanna. Eingin þjóð verður fyrri til enn hún talar mál útaf fyrir sig, og deyi málin deyja líka þjóð- irnar, eða verða að annari þjóð; enn það ber aldrei við, nema bág- indi og eymd séu komin á undan." Allt frá þessum tíma má kalla að ágætustu mönnum þjóðarinnar hafi verið ljós þessi meginatriði málsins. Með vaxandi velmegun mætti því að óreyndu ætla að nú um tíðir hlyti allt að vera orðið harla gott. Svo er þó greinilega ekki. Eða einhver hlýtur ástæðan að vera til þess að það þyki ráð að boða hér til málstefnu um varð- veislu tungunnar réttum eitt- hundrað og fimmtíu árum síðar en Fjölnismenn færðu í orð þau rök sem duga til að staðhæfa megi að íslenskri þjóð sé ekkert dýrmæt- ara en varðveisla tungunnar — eigi hér á annað borð að haldast þjóðílandi. Ekki einasta hefur velmegun þjóðarinnar vaxið frá dögum Fjölnismanna. Öll samfélagsgerð- in hefur gerbreyst. í stað stór- heimila, þar sem gengu um garða samtímis einar þrjár kynslóðir, hefur komið kjarnafjölskyldan, foreldrar með börn, en afinn og amman fjarri, að ekki sé talað um það verkafólk annað sem sinnir daglegum störfum. í stað þess að börn alist upp á vinnustað heimil- isfólksins, læri málið með verkun- um, eru komnir einangraðir vinnu- staðir fjarri heimili, jafnvel verk- smiðjur að útlenskum fyrirmynd- um. Hér er því miður ekki rúm til að ræða allar þær afleiðingar sem Hæstvirtur menntamálaráð- herra, góðir ráðstefnugestir! Uppruna Orðanefndar raf- magnsverkfræðinga er að finna í Orðanefnd Verkfræðingafélags íslands, sem hóf störf haustið 1919 og vann af miklum eldmóði til 1926. Þá dró úr starfinu unz það lagðist niður fyrri hluta árs 1933. Rafmagnsverkfræðingarnir Guðmundur Hlíðdal, Steingrímur Jónsson og Jakob Gíslason voru skipaðir sem sérfræðingar um rafmagnsmál með nefndarmönn- um. Rafmagnsverkfræðingar voru aðeins 13 talsins, þegar þeir stofn- uðu deild sína innan vébanda Verkfræðingafélags íslands í febr- úar 1941. Fjórir þeirra völdust brátt í orðanefnd hinnar nýstofn- uöu félagsdeildar, sem tók upp þráðinn þar sem frá var horfið, 8 árum áður. Tveir fyrrnefndra sér- fræðinga voru í nefndinni, þeir Steingrímur Jónsson og Jakob Gíslason. Þeir tóku upp orðasafn sem Orðanefnd Verkfræðingafé- lagsins haföi safnað á árunum í kringum 1920. Mörg orðanna höfðu náð festu í málinu. Fleiri orðasöfn bárust rafmagnsverkfræðingum í þessar samfélagsbreytingar kunna að hafa fyrir tunguna, aðeins skal minnt á að varðveisla tungu hlýtur ævinlega m.a. að vera í því fólgin að skila henni frá einni kynslóð til annarar í tali og riti. Meðan efnahagsástand er þannig hjá fjölda íslenskra uppalenda að for- eldrar og börn sjást ekki nema á helgidögum þjóðkirkjunnar — meðan svo stendur er þess varla að vænta að íslenskir foreldrar annist það máluppeldi sem til þarf að tungunni skili nokkurn veginn óbreyttri frá kynslóð til kynslóðar. Alkunna er að það er dýrt að vera lítil þjóð í st '>ru landi. Þeirri staðhæfingu er eiida jafnan beint til þjóðarinnar þegar nokkuð ligg- ur við að brýna fyrir henni spar- semi og ráðdeild. Hitt ætti að vera jafnljóst, þótt sjaldnar heyrist, að það er dýrt að vera fámenn þjóð og bera ábyrgð á sögufrægu tungu- máli sem færa þarf frá kynslóð til kynslóðar. Á undangengnum áratugum hafa riðið yfir íslenska þjóð stór- felldar samfélagsbreytingar, oft er talað um byltingu. Ekki eru smærri þær breytingar sem yfir skólakerfið hafa gengið og eiga m.a. rætur í þekkingarsprengingu tuttugustu aldar. Allar kalla þess- ar breytingar á nýtt námsefni, stöð- ugar rannsóknir og sífellda endur- menntun kennara. hendur, svo og einstök orð, sem nefndarmenn þekktu, heyrðu, sáu eða mynduðu sjálfir. Á þennan hátt söfnuðust smám saman um 2.000 orð. Á seinni hluta 6. áratugar hófust þýðingar á orðum orðasafns Al- þjóða raftækninefndarinnar, IEC. Þar var sú lind sem orðanefnd rafmagnsverkfræðinga hefur setið við síðan og mun endast í mörg ár enn, áður en tæmd verður. Orð þessa safns eru mikilvæg í sam- hengi alþjóða stöðlunar í raf- magnsfræði og -tækni. Þau skil- greina hugtök alþjóðastaðla, sem sífellt fleiri þjóðir heims fylkja sér um og taka í sína þágu. Þau eru þar með mikilvægur þáttur í samningum um verzlun og við- skipti milli þjóða, því að viður- kenning á alþjóðlegum stöðlum dregur úr viðskiptahöftum, stuðlar að samræmdri framleiðslu og eykur öryggi manna og muna. Orðanefnd hefur ekki aðeins unnið að þýðingum á íðyrðum í orðasafni Álþjóða raftækninefnd- arinnar. Orðasöfn annarra al- þjóðasamtaka og Norðurlanda- samtaka hafa verið þýdd, líka í Ekki er hér heldur svigrúm — þótt ærin ástæða væri — til að velta fyrir sér þeim hremmingum sem virðast blasa við íslenskum börnum nú þegar yfir þau verður hellt fjölþjóðaiðnaði og þjóðleysis- hyggju markaðsfjölmiðla. Þegar velja má um engilsaxneskar af- þreyingarmyndir á fjölda sjón- varpsrása, þegar siðlegt sem mál- legt uppeldi þjóðarinnar verður falið myndbandaöskjum nýfrjáls- hyggjunnar. Það gæti orðið verð- ugt efni í alvarlega ráðstefnu. Máluppeldið sem stórheimilin Námsefnisgerð fyrir íslenska skóla er meðal þeirra mikilvægra þátta sem því miður hafa verið stórlega vanræktir að undanförnu. íslenskt námsefni verður að vera a.m.k. jafnaðlaðandi og erlent námsefni, kennslubækur í íslensku glæsilegar vörur ekki síður en innflutt kennsluefni í ensku. Þessu er því miður ekki svo farið. Nú er þannig að málum staðið í þessu efni að kennarar vinna að námsefnisgerð í skólaleyfum og frístundum. Samning — og síðan útgáfa — efnisins gengur af þeim sökum svo hægt að kennslubækur eru úreltar þegar þær koma út. Við það bætist sú staðreynd að ævinlega er reynt að spara fjár- magn til Námsgagnastofnunar og annarra aðila sem að námsefnis- gerðinni vinna. Jafnvel í megin- þáttum móðurmálskennslunnar, samvinnu við aðrar nefndir. ís- lenzkar stofnanir, fyrirtæki, ein- staklingar og samtök hafa leitað til orðanefndarinnar og fengið margvíslega aðstoð eða umsagnir. Orðanefnd gaf út fyrsta orða- safn sitt 1952 sem kallað var Danskt-íslenskt bráðabirgða orða- safn. í því voru nærri 2.200 orð. Næsta orðasafn kom út 13 árum seinna, 1965. Það hét Raftækni- og Ijósorðasafn, gefið út af Menn- ingarsjóði. í því voru rúm 2.100 orð. Árið 1973 kom út Raftækni- og ljósorðasafn II með rúmum 2.100 orðum eins og fyrra bindið. í þessum þremur bókum eru því um 6.400 uppflettiorð. Áætlað hefur verið að um 5.300 orð til viðbótar séu ýmist tilbúin til birt- ingar nú þegar eða með litlum fyrirvara. Orðanefndarmönnum er ljós nauðsyn þess, að halda starfi sínu áfram. Rafmagnstækni og -vísindi þróast hratt erlendis. Það er því eðlilegt að skýringar og heiti berist hingað á erlendum málum. Til þessa hafa íslendingar verið færir um að tjá hug sinn á eigin máli um nær allt milli himins og jarðar. Rafmagnsverkfræðingar vilja önnuðust á fyrri tíð hefur flust út fyrir veggi heimilanna og verið falið kennarastéttinni íslensku. Henni er nú ætlað það hlutverk sem framtíð þjóðarinnar — sam- kvæmt skilningi Fjölnismanna — er öll undir komin. Þess mætti vænta að ráðamenn þjóðarinnar nýsjálfstæðu sæju sóma sinn í að búa þannig um hnúta að ekkert gæti farið úrskeiðis á þessu sviði. Islenskri kennarastétt er falið fjöregg þjóðarinnar, svo dýrmætt egg að dugir til að halda um hátíð- arsamkomur. En hvernig er staðið stafsetningu, framsögn, stíl — vantar heppilegt kennsluefni og sumstaðar er alls ekkert til, svo sem í framsögninni. En ekki aðeins á vinnslustigum er til sparað. Nútímalegt námsefni verður aldrei unnið nema það standi á rannsóknum. f þessu sambandi mætti tíunda dæmi um ýmis ætlunarverk sem mistekist hafa á liðnum árum en þess er ekki kostur hér. Allvíða skortir allar rannsóknir sem kennsla og námsefnisgerð gætu staðið á. A þessu sviði verður að taka rækilega til hendinni, eigi nokkur árangur að fást af starfi skólanna í framtíð og samtíð. Sú var tíðin að menn trúðu því að þekkingin væri óbreytanleg og hennar yrði aflað í eitt skipti fyrir öll. Engum hugsandi manni dettur stuðla að því að fræði þeirra verði líka umræðuhæf á tungu lands- manna. Því hafa þeir komið saman um margra áratuga skeið og samið tillögur sínar að nothæfum orðum í rafmagnsfræðum fyrir almenn- ing og tæknimenn. Vikulega eða svo og án sumarleyfa koma saman fjórir til tíu nefndarmenn á fund- um. Undanfarin 10 ár hafa verið haldnir 350 fundir. Fjallað er um hvert orð sérstaklega, það vegið og metið af sérfræðingum á sviði tækni og málvísinda. Til þessa hef ég eingöngu rætt um orðanefnd rafmagnsverkfræð- inga, sem er elzt allra starfandi orðanefnda og hefur starfað óslitið nærri 45 ár. Margar orðanefndir starfa á vegum verkfræðinga, eðl- isfræðinga, stærðfræðinga, skóla, félaga og fleiri aðila. Allar vinna þær á svipaðan hátt og stefna að sama marki: Að auðga málið nýj- um heitum og hugtökum á ís- lensku. Starfið heldur áfram á meðan menn meta tungu þjóðarinnar sem hluta af menningu hennar og sjálf- stæði. Málimínuer lokið. að málum? Öllum sem sjá vilja ætti að vera það ljóst. Fyrir rétt tæpu ári kom út á vegum Menntamálaráðuneytis skýrsla nefndar um endurmat á störfum kennara. Þar er enginn tæpitunga töluð heldur leidd að því rök að kennarastarfið hafi alla tíð verið vanmetið til launa á fs- landi, en þar við hafi bæst að sí- fellt séu gerðar meiri og sundur- leitari kröfur til kennaranna. Þessum kröfum hefur hins vegar ekki verið ansað með neinu öðru móti en því að lækka hlutfallslega laun kennara ár frá ári, gera þeim lífið erfiðara og erfiðara — með þeim árangri að nú fæst ekki menntað fólk til starfa nema í besta falli á höfuðborgarsvæðinu — og menntamálaráðherra neyðist til að ráða óharðnaða unglinga til skólastjórastarfa út um lands- byggðina. Það er fögur yfirskrift sem þessu hátíðarþingi er sett. íslenskir kennarar vænta þess að fagrar gerðir fylgi en fögrum orðum. lengur í hug að svo sé. Með hverju árinu verður ljósari þörfin á sí- menntun og stöðugri endurmennt- un kennara. Það skýtur nokkuð skökku við að einmitt þá skuli fjár- framlög til þessara mála fara minnkandi ár frá ári. Ráðherra menntamála þyrfti sem allra fyrst að kalla til samráðs alla þá aðila sem með þessi mál fara. í sameiningu ætti að vera unnt að finna leiðir til úrbóta. Verði ekki að gert mun illa fara. Samtök móðurmálskennara voru upphaflega stofnuð til þess að reyna að leggja lóð á vogarskál- ar endurmenntunarinnar með námskeiðum og útgáfu tímaritsins Skímu. Það hefur verið unnið mikið og óeigingjarnt starf í þessu efni, enda hafa íslenskir kennarar löngu vanist því að vera eina stétt menntamanna sem verður að standa sjálf og af eigin launum undir verulegum hluta endur- menntunar sinnar. Með hverju árinu verður þetta starf félagsins örðugra bæði sakir fjárskorts og hins að svo er að kennurum þrengt að jafnvel fórnarlund þeirra dugir ekki lengur til þess að þeir geti séð af tíma til endurmenntunar. Af þessum sökum verður sú þjónusta sem börn okkar fá í skólum lands- ins lakari en skyldi. Hér við bætist sú staðreynd að tíminn sem varið er til móðurmálskennslu hefur styst til muna um leið og kröfur til kennara hafa aukist og efnið sem þeim er ætlað að gera skil vex dag frá degi. Hérlendis er móður- málskennara ætlað að kenna 26—30 kennslustundir á viku meðan norskur móðurmálskennari kennir 17—22 tíma. Hinum norska er þar að auki bannað að vinna yfirvinnu á meðan íslensk stjórn- völd guma af því að hafa veitt íslensku kennurunum umtalsverð- ar kjarabætur með því að létta yfirvinnuþakinu. Norðmenn hafa gert sér ljósa grein fyrir mikilvægi sinnar tungu og þvi hversu ein þjóð má sín lítils án móðurtungu. Skyldum við hafa gert það líka? Er ekki þörfin enn brýnni hér? Ég vil nota þetta tækifæri til að fagna þeim áhuga sem nýr menntamálaráðherra hefur sýnt íslenskri tungu í ræðu og riti, en fara þess jafnframt á leit við hann að verkin verði látin tala í nánustu framtíð, því af fögrum orðum kann senn að verða komið nóg, enda hætt við að þau reynist meira til jórturs en fylli. Ráðstefna sem þessi verður alls ómerk að fáum dögum liðnum ef hún verður ekki kveikja til úrbóta og átaka. Bergur Jónsson, formaður Orðanefndar rafmagnsverkfræðinga: Markmiðið að auðga málið nýjum heitum og hugtökum á felensku Sigurður Svavarsson, formaður Samtaka móðurmálskennara: Dýrt að vera fámenn þjóð og bera ábyrgð á sögufrægu tungumáli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.