Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR Barði Friðriksson, fulltrúi VSÍ: Illgresi, sem smýgur inn þar sem síst skyldi — ofnotkun og misnotkun viðskeytts greinis í íslensku Sigfús Karlsson, nemi í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri: Okkur er ekki samaumþetta fallega mál Góðir áhcyrendur! Ég ætla hér að nefna eitt atriði íslenskrar tungu, sem sjaldan virð- ist fjallað um, hvorki í skólum né heldur í hinum ýmsu annars ágætu þáttum útvarps um íslenskt mál, þ.e. viðskeyttan greini og misnotk- un hans. Þá er menn af Norðurlöndum hófu landnám hér, þekktist að því er fræðimenn telja, enginn við- skeyttur greinir í tungu þeirra. Hans gætir vart í íslensku máli fyrr en nokkrum öldum síðar. Viðskeyttur greinir virðist fyrst og fremst vera sprottinn af þörf fyrir meiri nákvæmni í vissum tilvikum eða til að forðast mis- skilning. Þetta eru hans helstu hlutverk. En notkun hans hefur vaxið svo umfram alla nauðsyn að líkja mætti við íllgresi, sem smýg- ur þar inn sem síst skyldi. Þessi ofnotkun gerir mál læpulegt og lengir að óþörfu, en öll lenging, sem ekki gegnir neinu hlutverki, telst til lýta. Orö með viðskeyttum greini eru oft æði kliðljót svo sem — mannanna, sönnununum. Ýmis erlend mál hafa greini — þó ekki öll t.d. latína og rússneska. En þar sem hann er er hann oftast miklu viðaminni en hér, eitt orð í einu atkvæði og stendur sér svo sem — the — í ensku. Gætir hans því lítt, og hann hangir aldrei aftan í orðum eða innan í þeim líkt og í íslensku eins og t.d. síld- inni, mönnunum og svo framv. Auk þess er íslenski greinirinn stundum tvö atkvæði og verður hann þá enn ljótari, svo sem í kvíinni með blýinu. Með notkun hans verður mál tíðum þvoglulegt og slappt. í öndverðu voru gamlir máls- hættir og föst orðasambönd án greinis og hefur það stundum haldist allt til þessa dags. Hér má nefna. Leggja af mörkum — bera í bætifláka — í bráð — hærra ber höfuð en herðar. En í útvarpi og sjónvarpi hefur heyrst — leggja Við íslendingar erum svo lán- samir að búa í landi þar sem allir tala sama tungumál, þótt auðvitað megi finna viss séreinkenni á tungunni t.d. eftir landshlutum. Stúdentar í Háskóla íslands koma víðs vegar að af landinu þannig að í framburði þeirra og tungutaki er ákveðin fjölbreytni. En skera stúdentar sem hópur sig úr hvað notkun íslenskrar tungu áhrærir? Að mínum dómi fer lítið fyrir því. Þó ætla ég að tína til tvö atriði. Annars vegar eru stúdentar yfirleitt betur að sér í íslenskri málfræði og stafsetningu en óskólagengnir jafnaldrar þeirra. Hins vegar kemur á móti að þeim hættir oft til að slá um sig með af mörkunum — bera í bætiflák- ann fyrir hann — og býst ekki við honum i biáðina. Þessi síðasta setning Kynni jafnvel að valda misskilningi. Búist væri við ein- hverjum til að háma í sig villibráð. Mér er ljóst að ekki verður siglt fyrir öll sker af þessu tagi, en hjá stofnun, sem í reynd er æðsti ís- lenskuskóli okkar væri nauðsyn á að sumir, sem þar koma fram vönduðu betur málfar sitt. Ég hef hitt ýmsa menn — suma háaldraða — sem aldrei höfðu heyrt viss orðasambönd notuð með greini — jafnvel ekki af fáráðling- um — fyrr en sú afskræming glumdi við í útvarpi og sjónvarpi. Og með kinnroða fyrir Islands hönd verður mönnum hugsað til ýmissa erlendra ríkisútvarpa — svo sem BBC — sem kappkosta af fremsta megni að gera veg sinnar eigin tungu sem mestan, varðandi allt það efni, sem er útvarpað eða sjónvarpað. Margir gamlir málshættir hafa sætt þeim örlögum, að við þá hefur verið skeytt greini að óþörfu oftast til mikilla lýta og stundum beinlín- is ranglega. Hinn forni málsháttur „Ekki er sopið kál þótt í ausu sé komið“ hefur nú fengið á sig hala viðskeytts greinis og þar með úr- kynjast illilega. Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Auk leng- ingar til lýta er viðskeyttur greinir hér rangur, þar sem átt er við kál yfirleitt og hvaða ausu sem er, en hvorki neitt sérstakt kál eða ákveðna ausu. Þá er klerkar skíra börn segja þeir „í nafni föður, sonar og heil- ags anda“. í útvarpi hefur marg- sinnis heyrst: „í nafni föðurins, sonarins og hins heilaga anda“. Þvílíkt smekkleysi. Svo sem fyrr segir hafa skólar og opinberir fjölmiðlar oft brugð- ist hér skyldu sinni. Engu síður furðulegt má þó telja að fáir ís- lenskir rithöfundar virðast, hafa skynjað mikilvægi þessara mála erlendum orðum í stað þess að nota íslensk orð sem tiítæk eru um sömu fyrirbæri. Þá tilhpeigingu álít ég einhverja mestu hættu sem steðjar að íslenskri tungu nú á dögum. Jafnframt því að nota íslensk tiltæk orð, er nauðsynlegt að finna heiti á erlend orð, svo sem fræði- heiti einkum með tilliti til þess að flestar kennslubækur í Háskóla íslands eru á erlendum tungumál- um. Einmitt vegna þess að háskóla- greinar byggjast einkum á náms- efni á erlendum tungumálum, verða stúdentar að gæta sín á því að missa ekki hæfileikann til þess að fjalla um fræðigrein sína á ís- lenskri tungu. Jafnframt því verða utan tveir er ég tel mestu stíiista íslenskrar tungu á vorum dögum. A ég þar við Halldór Laxness og Kjartan Ólafsson. Sá máttur og fegurð, sem stíll Gerplu Halldórs Laxness býr yfir, myndi koðna illilega — verða nán- ast svipur hjá sjón, væri þar klastrað viðskeyttum greini. Tök- um dæmi úr Gerplu. „Hann stóð lengi við borðstokk og virti fyrir sér öldur ýfast og brotna fyrir landvindi." Ef Laxness hefði notað ákveðinn greini viðskeyttan væri setningin þannig. „Hann stóð lengi við borðstokk- inn og virti fyrir sér öldurnar ýf- ast og brotna fyrir landvindinum." Dæmi úr Sól í fullu suðri eftir Kjartan Ólafsson. Þar segir. „Veð- ur var fagurt undir nótt og rauð sól á viðu í vestri." Heyrum setninguna með ákveðnum greini viðskeyttum. „Veðrið var fagurt undir nótt- ina og rauð sólin á viðina í vestr- inu.“ Ljóð orka oft sterkar á menn en laust mál ekki síst af þeim sökum, að þar gætir viðskeytts greinis að jafnaði miklu minna en í óbundnu máli. Tökum sem dæmi fræga ljóðlínu úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Ferðalokum: ... Greiddi eg þér lokka við Galtará... Setjum hér inn viðskeyttan greini: Greiddi eg þér lokkana við Galtarána. Með viðskeyttum greini yrði seyður þessara fögru orða heldur hjáróma? Að síðustu einfalt ráð til þeirra, sem birta prentaðan texta: Kannið vandlega hvar fella megi burt viðskeyttan greini. Mun þá koma í ljós að slíkt má víðar takast en vænta mætti að óreyndu. Og sjá stíll ykkar verður sterkari hraðari og hnökraminni — en þó fyrst og fremst hljómfegurri. menntastofnanir að tryggja það að kennarar séu skiljanlegir, tali gott íslenskt mál og hafi góða framsögn. Kennarar geta verið sprenglærðir erlendis en samt ill- hæfir til kennslu vegna þess hve erfitt þeir eiga með að koma boð- skap sínum frá sér á skiljanlegan hátt. Slíkt er áhyggjuefni. Ekki ætla ég þó að fara lengra út í þá sálma. E.t.v. hef ég um of beint orðum aö þeim hættum sem íslensk tunga á við að etja. En þegar allt kemur til alls, hygg ég að þrátt fyrir stóraukin samskipti við aðrar þjóðir á síðustu árum, muni íslendingum takast að varð- veita tungu sína. Það hlýtur a.m.k. að vera ósk okkar allra. Ráðstefnustjóri, háttvirti mennta- málaráðherra og aðrir ráðstefnu- gestir. Þegar ég vissi hvert umræðuefni mitt yrði á þessari ráðstefnu, þ.e. málfar unglinga á Akureyri, datt mér strax í hug samtal milli tveggja unglinga sem ég heyrði nýlega í frímínútum í Verk- menntaskólanum á Akureyri. Þarna voru p. - kari og upprenn- andi menn::igarin'muður, að eigin áliti a.m.k.. að ræða saman eftir íslenskutíma. Pönkai inn sagði: „Mikið obboslega varedda dömmi hjá mannfýlunni. Meikaru þetta djönk virkilega.“ Menningarfröm- uðurinn svaraði að bragði: „Eigi veit ég það svo gjörla, en hitt veit ég að lífið er ekki bara saltfiskur. Það er aðeins í hinni fullkomnu samhljóman sem fegurðin einasta ríkir." „Hvaerta spíka um mar, obboslega snobbaru fyrir þessum ógeðslega litteratúr," sagði pönk- arinn að lokum. Þetta er fallegt mál eða hitt þó heldur. Nú var mér ljóst að þessir tveir unglingar skildu ekki hvor annan. Sennilega er þetta málfar öfgar í báðar áttir og trúlega talar þorri fólks þarna mitt á milli, þar með- taldir unglingar. Þó að þetta sé nú ýkt dæmi má vissulega finna hliðstæður þar sem einhæf ofnotk- un lýsingarorða, enskuslettur og flatt málfar er áberandi, einkum hjá ungmennum. Annars hygg ég að akureyrskir unglingar þjáist síður af þessum sjúkdómi en margir aðrir, þótt einstök dæmi finnist eins og framangreint sam- tal sýnir. Um áherslur í íslenskukennslu má lengi deila en þó finnst mér að þáttur framburðar og skýrmæl- is sé nokkuð vanræktur. Ef þetta atriði væri sérstaklega þjálfað mætti sjálfsagt stórfækka villum í okkar frægu samræmdu stafsetn- ingarprófum. Fyrirmyndir í ís- lensku máli eru vissulega mikil- vægar og má t.d. benda á að mál fjölmiðla er mótandi og má taka marga sjónvarps- og útvarpsþuli til fyrirmyndar því margir þeirra tala harða og skýra tungu eins og Norðlendingar almennt gera. Ég tel að unglingar á Akureyri tali yfirleitt mjög gott og fallegt íslenskt mál. A Akureyri fyrir- finnst lítið af slanguryrðum, og enskuslettur eru notaðar þar í miklu hófi. Vitaskuld eru smá- vægilegar undantekningar frá þessu, svo sem fámennir hópar um sértæk áhugasvið. Hvað varðar eflingu íslensks máls þá verðum við fyrst og fremst að vera stolt af okkar tungu eins og ég tel flest okkar reyndar vera. Við erum fámenn þjóð við norður- heimskaut, en sjálfstæð: kannski mestmegnis fyrir þær sakir að við eigum okkár eigið tungumál. Ef þess nýtur ekki við, glötum við sérkennum okkar sem ég hygg að hafi þær afleiðingar að þjóðarvit- und okkar færi ört dvínandi. Ef ekki væri vegna almenns áhuga á tungunni, lifandi umræðu um hana, í gegnum árin og aldir stæði ég sjálfsagt hérna talandi ensku með kúrekahatt á kollinum. Þenn- an almenna áhuga og þessa lifandi umræðu um málið þarf þess vegna að efla að sama skapi og straumur- inn hingað eykst af engilsaxn- eskum áhrifum og jafnvel skandín- avískum og miðevrópskum. Þessi erlendu menningaráhrif sækja líka æ lúmskar að okkur en nokkru sinni áður og þess vegna hefur sjálfsagt aldrei verið meiri þörf á því að standa vörð um þetta helsta sérkenni okkar sem þjóðar. Þetta skilur ungdómurinn ekki síður en aðrir, en hann gæti líka skilið þetta ennþá betur ef betur væri haldið á spöðunum í íslenskri kennslu í grunnskólum, kennslan jafnvel gerð skemmtilegri en hún er, meira aðlaðandi... og bein- skeyttari. Mér finnst líka vanta meiri almenna umfjöllun um ágæti íslenskrar tungu, t.d. í fjölmiðlum, með ráðstefnum, fyrirlestrum og þar fram eftir götunum. Þessu yrði áreiðanlega vel tekið hjá ís- lendingum. Okkur er ekki sama um þetta fallega mál sem má ekki undir neinum kringumstæðum leysast upp í eintóm slanguryrði og erlendar slettur. Við verðum að verjast. Varnarbaráttuna verð- ur að efla að mun, sérstaklega á meðal skólafólks á yngstu stigum. Það er þar sem nútímaíslenskan mótast á hverjum tíma. Guðmundur Jóhannsson, háskólastúdent: Tryggja verður að kennarar tali gott íslenskt mál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.