Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1986 B 7 Hulda Bragadóttir, nemi í Menntaskólanum á ísafirði: Fólk er hætt að tala saman Magnús Einar Sigurðsson, formaður Félags bókagerðarmanna: í engu má spara hvað menntunina varðar Menntamálaráðherra, ráð- stefnustjóri og aðrir ráðstefnu- gestir. Ég vil byrja á að fagna því að þessi ráðstefna skuli haldin og vonandi þýðir hún upphaf árang- ursríkara starfs til eflingar ís- lenskrar tungu. Hætturnar leynast víða og því ástæða til að vera vel á verði. f þeim starfsgreinum sem ég þekki best til, prentiðnaðinum, hafa mörg erlend orð fest rætur og mun svo halda áfram, ef ekki verður spyrnt daglega við fótum. Tækni- breytingar hafa verið örar á þess- um starfsvettvangi síðustu árin og hefur það haft í för með sér að ekki hefur gefist tóm til að ís- lenska öll þau erlendu tækniorð og hugtök sem snerta þessar tæknibreytingar. Þetta hefur verið áhyggjuefni margra prentiðnaðarmanna um nokkurt skeið og hefur nú verið ákveðið að freista þess að takast á við þetta viðfangsefni. í því augnamiði hefur verið stofnuð málnefnd bókagerðarmanna og hefur hún leitað aðstoðar hjá ís- lensku málnefndinni um það hvernig heppilegast sé að haga þessu starfi. Vonandi mun þetta starf skila árangri, en fleira þarf að koma til. Á undanförnum árum hefur út- gáfa prentaðs máls á íslandi margfaldast, og kemur þar fyrst og fremst til að ný og breytt tækni hefur gert það auðveldara og ódýr- ara að búa til prentgripi. Þó vissu- lega beri að fagna þessu er rétt að vekja athygli á því að nú sést oftar á prenti en áður slæmur texti og illa frágengnir og uppsettir prentgripir. Á það skal bent að þetta verður sjaldnast skrifað á kostnað okkar prentiðnaðar- manna. Orsakanna er fyrst og fremst að leita i þeirri staðreynd að við framleiðslu prentgripa eru hinir og þessir farnir að fást, sem ekkert kunna til verka, enda ekki Góðir áheyrendur. Málfar unga fólksins á íslandi er ef til vill engu verra núna, en það hefur lengi verið. Ungiingar eiga alltaf erfitt með að tjá sig. Þeir hafa takmarkaðan orðaforða og þá skortir þjálfun í framsögn ogtjáningu. Hinar miklu tækniframfarir síðustu áratuga eru smám saman að þrengja að tungunni með fram- andi tungutökum og erlendum slettum. Tungan hleður hægt utan á sig eins og snjóbolti. Fólk er hætt að tala saman. Það horfir bara á myndbönd eða sjón- varp, getur ekki tjáð sig, ryðgar því í málinu og er ekki móttækilegt fyrir nýjum orðum. Það er stað- reynd að myndbandamarkaðurinn á mikinn þátt í þessari hnignun. Myndbönd hafa áhrif á málfar fólks, þá sérstaklega barna, þar sem flest það efni sem fæst á myndböndum er á erlendu tungu- máli. Lítil börn kunna ekki að lesa og læra því orð og orðasambönd á erlendu máli, sem þau fara að nota í daglega lífinu. Það er annað sem er sérstaklega áberandi, það er málfar hinna menntuðu manna, kennara og fagmanna í hinum ólíkustu grein- um. Námsbækur í Háskólanum og framhaldsskólum eru margar hverjar á erlendu máli, þá helst ensku eða norrænum málum. Það er í sjálfu sér engin furða þó náms- menn og menntamenn noti ósjálfr- átt erlend orð. Þeir lærðu tungu- takið á erlendu máli og ef til vill er ekki einu sinni til íslenskt orð um þetta hugtak. Námsmenn, sem lesa erlendar námsbækur, fara að hugsa um hlutina í slettum. Ef allar kennslubækur væru á ís- lensku máli, yrði mun auðveldara að tileinka sér efnið og gera sér grein fyrir boðskap þess. Við erum fædd á íslandi og hugsum á íslensku máli, sem mót- að er af sögu okkar og menningu eftir því úr hvaða jarðvegi þau eru sprottin. Það sem er hvað mest áberandi í málfari fólks á öllum aldri er.misnotkun orða og hug- taka. Fólk notar örð í annarri merkingu en hinni upphaflegu. Orðin lýsa í raun allt öðrum hlut aflað sér nauðsynlegrar menntun- ar, en það tekur fjögur ár að mennta sig á þessu sviði. Það er alvarlegt og nauðsynlegt að breyta hér til betri vegar ekki sist vegna þess hve prentað mál á stóran þátt í viðgangi íslensks máls. Þá kem ég að því sem ég vildi nefna sem eitt af mikilvægustu atriðunum í varðveislu og viðgangi íslenskrar tungu, en það er hversu þýðing- armikið það er að þeir sem fást við útgáfu prentaðs máls njóti góðrar menntunar í íslensku og gerð prentgripa almennt. Frá því að Gutenberg fann upp lausa letrið hefur það verið metn- aður allra setjara að hafa gott vald á málinu og á það jafnframt við í dag. Mikil áhersla er lögð á islenskunám setjara i Iðnskólan- um, og það fólk sem starfar við setningu í röðum okkar bókagerð- armanna hefur jafnframt gott vald á íslensku máli, enda er gert ráðfyrir því í kjarasamningum að það uppfylli ákveðin skilyrði í en ætlast er til. Sjónvarp, útvarp og blöð hafa mikil áhrif á daglegt mál fólks. Því þarf að vanda mjög til menntunar þeirra, sem starfa við þessa fjölmiðla. Kennslu í móðurmálinu verður frá upphafi að miða við notkun málsins í tali og tjáningu, því ritað mál fer eftir hinu talaða. Leggja þarf áherslu á að nemendur geti komið fyrir sig orði og læri að koma hugsunum sínum á fram- færi, svo skiljanlegt verði. í hvaða kennslu sem er, þarf að leggja áherslu á gott málfar og gefa ætti fyrir stafsetningu, mál og stíl í öllum verkefnum. Ef fólk lærir móðurmálið sitt vel, þá held ég verði auðveldara að læra önnur tungumál rétt. Spyrja má til hvers eigi að varð- veita íslenska tungu. Hún hefur breyst og mun halda því áfram. En við verðum alltaf að hafa ein- „Viltu kjua inn á söng strax eftir intro, krossfeida svo yfir í sonifex og svo neglum við viðtalið við Ás- mund á nagraspólunni." Þetta gæti verið ósköp hversdagslegt samtal tæknimanns og dagskrár- gerðarmanns innan fjögurra veggja ríkisútvarpsins, í stofnun þar sem sannarlega er hugað mjög að íslensku máli. Þessi framand- legi texti yrði þó aldrei settur á blað og ekki boðinn hlustendum. Þegar við sitjum við ritvélina og þessu sambandi. Það á þó við hjá okkur eins og reyndar annars stað- ar í þjóðfélaginu að í engu má spara hvað menntunina varðar. Góð og lifandi kennsla í íslensku í barnaskólum, framhaldsskólum og sérstaklega hjá þeim sem fást við prentverk og fjölmiðlun hvers konar er forsenda þess að við get- um varið tunguna fyrir þeim margvíslega ágangi sem hún verð- urfyrir. Eitt vildi ég svo néfna sérstak- lega að lokum, en það eru umbúð- irnar og þá á ég við útlit prent- gripa. Það er staðreynd að góður texti hefur meiri áhrif sé hann fallega og aðgengilega uppsettur. í þeirri baráttu fyrir íslenska tungu sem í gangi er og minnt er á hér í dag skulum við vera þess minnug að vanda vel til prent- gripa, bæði útlits þeirra og inni- halds. Það mun skila drjúgum árangri í þessari margþættu bar- áttu. hverjar reglur til að fara eftir. Ef engar reglur væru til um stafsetn- ingu og málfræði, þá færi allt í hrærigraut, fólk skildi ekki hvert annað, skildi ekki það sem það læsi. Tungan okkar er alveg sér- stök, enginn talar þetta mál nema við. Eftirkomendur okkar verða að geta lesið þær bækur sem varð- veita menningu okkar og sögu frá upphafi. Varðveisla tungunnar hlýtur að vera forsenda þess. Ég hef orðið þess vör, að stund- um skil ég ekki kennarana mína, þeir eru kannski að lýsa einhverj- um hlut og nota til þess erlenda slettu, sem enginn nemandinn skilur. Kennararnir finna ekki rétta íslenska orðið til að lýsa hlutnum. Hvað eru slettur ef ekki þessi orð: eitthvað er „resitatíft, lýriskt, symbolískt", að „improvisera, ideal form“, að vera „konservatífur"? semjum texta sem ætlunin er að útvarpa þá reynum við sannarlega að vanda okkar mál enda dómar- arnir margir og ófeimnir að láta í sér heyra. Og er það vel. Hlust- endur eiga heimtingu á því að geta treyst því að rétt sé fyrir þeim haft í útvarpinu, en geta þeir treyst því? Tökum dæmi af frétta- stofu. Þar er verið að skrifa fram á síðustu stundu oft á tíðum, fréttastjórinn bíður, klukkan tifar, nálgast óðum sjö. Ég hef velt þessu fyrir mér og komist að þeirri nið- urstöðu að það getur ekki verið fljótlegra að skrifa vitlaust og varla hætta á að menn taki upp á því að skrifa mér langar undir álagi, menn sem á annað borð eru ekki vanir því. Þetta á við um hið skrifaða orð. í beinni útsendingu horfir málið öðru vísi við. Þar er ekki alltaf lesið beint af blaði, heldur verið að mæla af munni fram, oft í kapphlaupi við sekúnd- ur. Ékki svo að skilja að þá sé frekar hætta að menn fari að segja einhverja vitleysu sem þeir eru ekki vanir, en hætt er við að há- stemmdar og hnitmiðaðar lýsingar víki fyrir einföldu og kannski á stundum fátæklegu orðfari. Þá er heldur ekki hægt að breyta og bæta, málfarsráðunauturinn kem- ur hvergi nærri, sagt er sagt, og verður ekki tekið aftur. Ég nefndi málfarsráðunautinn. Hann er okkur til halds og trausts, en fram til þessa hefur starf hans einkum beinst að því að bæta málfar okkar út á við. Hann hefur ekki komist í tæri við málið sem menn nota sín á milli og ég nefndi dæmi um hér í upphafi. Þar mætti margt betur fara. Þetta mál tengist aðal- lega tækni og tólum sem notuð eru við útsendingar. Tæknimenn hafa nýlega ákveðið að reyna að finna íslensk heiti og nöfn í stað þessarar íslenskuðu ensku sem venjulega er notuð. Þá verða fyrirmælin í upphafi eitthvað á þessa leið: „Við byrjum á laginu strax eftir forspil, tengjum í snúð og neglum svo inn viðtalið við Ásmund á litlu spól- unni.“ Sigrföur Árnadóttir, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu: Hlustendur verða að geta treyst því að rétt sé fyrir þeim haft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.