Morgunblaðið - 08.01.1986, Page 3

Morgunblaðið - 08.01.1986, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1986 B 3 Sigrún Helgadóttir, fulltrúi Skýrslutæknifélags íslands: Góð íslensk fræðiheiti eins og perlur meðal svína Mcnntamálaráðherra, fundar- stjóri, góðir fundargestir. Ég tala hér sem fulltrúi Skýrslu- tæknifélags íslands og Orðanefnd- ar þess. Skýrslutæknifélag íslands var stofnað árið 1968. Það var félag áhugamanna um tölvutækni og gagnavinnslu. Tilgangur þess er að stuðla að góðum vinnubrögðum við gagnavinnslu í hvers konar rekstri og við tækni- og vísinda- störf. Skömmu eftir stofnun Skýrslutæknifélagsins var hafist handa um að þýða erlend orð um tölvur og gagnavinnslu og var þá sett á laggirnar orðanefnd á vegum félagsins. Orðanefnd Skýrslu- tæknifélagsins er næstelst þeirra orðanefnda sem nú eru starfandi. Fljótlega sendi hún frá sér stutta orðaskrá með um 140 hugtökum og árið 1974 gaf Orðanefndin út sem handrit tölvuprentaðan orða- lista, sem heitir Skrá yfir orð og hugtök varðandi gagnavinnslu. Árið 1978 var starf nefndarinnar endurskipulagt. Var þá ákveðið að leggja til grundvallar við orðasöfn- unina skrá um gagnavinnsluorð frá Alþjóðlegu stöðlunarstofnun- inni í Vínarborg. Næstu árin störf- uðu lengst af fjórir menn í nefnd- inni og héldu fundi vikulega. Ár- angur af því starfi var Tölvuorða- safn sem út kom haustið 1983. Það var fyrsta ritið í ritröð íslenskrar málnefndar, en útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag. í Tölvu- orðasafni eru bæði íslensk-ensk og ensk-íslensk orðaskrá með um það bil 1000 uppflettiorðum í hvorri. Mjög var orðið brýnt að fá Tölvuorðasafnið. Þegar það kom út voru liðin 19 ár frá því að tölvu- tæknin barst til landsins og með henni flaumur af nýjum orðum, flestum enskum. Nú hafa verið seld tæplega 1500 eintök af Tölvu- orðasafninu. í því voru 1 fyrsta sinn aðgengileg á einum stað þau íslensk orð, sem tölvunotendur höfðu þegar tileinkað sér. Auk þess voru settar fram margar nýj- ar tillögur um þýðingar á enskum orðum. Sumum nýyröunum var undir eins vel tekið, en önnur hafa átt minni vinsældum að fagna. Samt er greinilegt að þessi litli bæklingur hefur haft áhrif. Orðin sem þar birtust má sjá í augiýsing- um, kennslubókum, handbókum og öðru fræðsluefni sem ritað er um tölvur. Verður því ekki betur séð en að fólk vilji tala og skrifa góða íslensku, sé því gefinn kostur á því. Okkur sem störfum í Orða- nefndinni var ljóst að mjög fljót- Háttvirtur menntamálaráðherra, ráðstefnugestir. Það er með íslendinga í dag eins og með einstakar hetjur fornaldar, að við stöndum frammi fyrir tveimur kostum og hvorugum góð- um og eins og hetjurnar fornu höfum við valið þann erfiðari. í stað þess að gefa íslenskuna upp á bátinn, höfum við ákveðið að berjast fyrir tilveru hennar, þó svo við vitum að sú barátta verður bæði löng og hörð. Ekkert 30 ára stríð, heldur stríð sem standa mun meðan til er maður á þessu landi sem kallar sig Islending. Tungan hefur lifað með þjóðinni gegnum aldir. Oft hefur henni verið ógnað en aldrei í raun sem nú. Hver er þessi óvinur sem ógnar lega þyrfti að endurskoða Tölvu- orðasafnið rækilega. Bar þar eink- um tvennt til. I orðasafnið vantar mjög mörg orð og hugtök sem algeng eru í tölvutækni og nauð- synlegt er að hugtökunum fylgi skýringar á íslensku. Þegar 1. út- gáfa Tölvuorðasafns var undirbúin unnum við aðallega á nefndar- fundum og höfðum þá ekki tök á að ráða ritara. Þess vegna leið óhæfilega langur tími frá því að efnið var tilbúið þangað til bókin kom út. Nú hefur tekist samvinna milli stjórnar Skýrslutæknifélagsins, íslenskrar málnefndar og Orða- nefndarinnar um endurskoðun Tölvuorðasafns. Stefnt er að því að gefa það út aukið og endurbætt á næsta ári. í þeirri útgáfu verða sennilega um 3000 hugtök með enskum og íslenskum heitum og íslenskum skýringum. Stjórn Skýrslutæknifélagsins sér um að afla fjár til þess að Menntamálaráðherra, fundar- stjóri, góðir ráðstefnugestir. í reglugerð Orðabókar Háskól- ans frá 1983 stendur: „orðabók Háskólans er vísindaleg orðfræði- stofnun. Hlutverk hennar er að vinna að hvers kyns orðfræöirann- sóknum á íslenzku máli.“ í þessu ákvæði felst, að stofnuninni er ætlað víðtækt hlutverk á sviði rannsókna á íslenzkri orðfræði samtímis því að unnið er að gerð sögulegrar orðabókar. 1 tæpa fjóra áratugi hefur verið unnið við orðtöku og orðasöfnun bæði úr ritmáli og talmáli, og hefur það starf skilað Orðabók Háskólans miklu safni dæma þar sem rekja má sögu orðaforðans og merkingarþróun einstakra orða. Orðaforðinn er í stöðugri þróun: tökuorð og nýyrði bætast við, en önnur orð úreldast og hverfa úr henni? Eru það erlend áhrif? Áhrif frá sterkum og voldugum mál- svæðum. Ég tel svo ekki vera. Við höfum alltaf verið í tengslum við erlendar þjóðir. Sú ógn sem frá þeim stafar er lítil miðað við þá ógn, sem stafar frá Islendingum sjálfum, sinnuleysi þeirra og hé- gómaskap. í hverju felst þetta sinnuleysi? Það felst m.a. í því að menn eru hættir að nenna að tala. Færri og færri kveða sér hljóðs á málþing- um og fundum. Hrynjandi tung- unnar, akkeri hennar tapast. Fleiri og fleiri gerast þrælar latmælis og ambögu og eru fórnarlömb málfátæktar. Hvað er til ráða? Við þessari spurningu er ekki til neitt algilt Orðanefndin geti haft 2 starfs- menn á launum, ritstjóra og að- stoðarmann. Ritstjórinn skrifar og þýðir skýringar, safnar viðbótar- efni, leitar eftir aðstoð ýmissa sér- fræðinga og býr efnið í hendur nefndarinnar, sem heldur fundi einu sinni til tvisvar í viku. Starfs- menn orðanefndarinnar hafa feng- ið inni í íslenskri málstöð, sem er aðsetur íslenskrar málnefndar. Einnig lætur íslensk málnefnd í té aðstöðu til þess að vinna orða- safnið í tölvu. Gert er ráð fyrir að Tölvuorðasafnið verði aftur gefið út í ritröð málnefndarinnar. Allt frá stofnun Skýrslutæknifé- lagsins hefur eitt af verkefnum þess verið að fá félagsmönnum sínum í hendur gott orðasafn svo að þeir geti talað og skrifað um tölvumálefni á íslensku. Til þess að geta skrifað eða talað á góðu máli um tiltekna fræðigrein eða atvinnugrein þarf þrennt til. Hugtök sem koma við sögu í grein- málinu. Merking orða er breyting- um undirorpin, og sé vel að orðtöku staðið ætti dæmasafn sögulegrar orðabókar að bera þess glöggt vitni. í rauninni verður orðasöfnun aldrei lokið, þar sem orðmyndun- arkerfi málsins býr yfir óendan- legum möguleikum til að auka við orðaforðann. Orðabækur eru mjög mismun- andi að gerð enda eru þeim ætluð margvísleg hlutverk. En efniviður- inn er þeim öllum að einhverju leyti sameiginlegur, og í seðlasöfn- um Orðabókar Háskólans er þegar til stofninn i ýmsar smærri orðabækur, svo sem samheitabæk- ur, orðtakasöfn og málsháttasöfn, jafnhliða því sem unnið er að stóru orðabókarverki. Engin orðabók um íslenzkt mál verður samin án þess að stuðzt sé við orðasafn Orðabók- ar Hásólans að meira eða minna svar. Það eina sem við vitum er að við verðum að berjast fyrir verndun málsins og sérkenna þess, en ekki síst notkun þess. Við verð- um að gera fólki kleift að koma fyrir sig orði. Það verður einungis gert með stóraukinni alþýðu- menntun og með því að veita ís- lenskunni heiðursess í skólakerf- inu. Til þess er að taka að alþýða þessa lands talar ekki slæmt mál. Ég get ekki sagt með sanni að einn einasti verkamaður sem ég hef unnið með tali slæmt mál. Því miður er ekki hægt að segja það sama um marga þá sem koma fram í fjölmiðlum. Mál þeirra er oft setningalega rangt, fullt af erlend- um slettum og sérfræðiorðum. inni þurfa að hafa góð íslensk heiti, sem eru auðskilin og lúta lögum íslenskrar tungu. Æskilegt er að samvinna sé milli sérfræð- inga og málfræðinga um myndun slíkra fræðiheita eða íðorða. Góð fræðiheiti eru þó lítils virði ef umhverfis þau er óskýr og illa saminn texti. Sérfræðingar í ýms- um greinum kvarta oft undan því að erfitt sé að skrifa um fræði- greinina á íslensku vegna þess að öll fræðiheitin séu á erlendum málum og eigi sér enga samsvörun í íslensku. Þetta er að vísu stund- um satt, en ekki nema hálfur sannleikurinn. Sömu menn fussa og sveia sé þeim boðið upp á íslensk heiti. Það er nefnilega svo fínt að slá um sig með erlendum slettum. Góð íslensk fræðiheiti geta líka verið eins og perlur meðal svína ef þau koma fyrir í hroðvirknislega unnum texta. Auk fræðiheitanna sjálfra þarf þess vegna vilja til þess að nota þau og getu til þess leyti. Með tilkomu tölvutækninnar opnaðist sú leið að hægt er að skrá stór orða- og textasöfn þannig að þau nýtist sem gagnabanki sem leita má til við samningu orðabóka og við ýmiss konar orðfræðirann- sóknir. Með þessi not í huga var fyrir rúmum tveimur árum byrjað á að skrá ritmálssafn Orðabókar- innar á tölvu, og er því verki nú rétt ólokið. Er þegar ljóst að þessi ritmálsskrá flýtir verulega allri vinnu við orðabókargerð um leið og hún verður fræðimönnum ómet- anlegt hjálpargagn við hvers kyns rannsóknir á máli og stíl. Tölvur geta einnig hraðað orð- töku svo um munar með því að leita í texta að orðum sem góð notkunardæmi vantar um. Ákveð- ið var að Orðabók Háskólans not- færði sér þennan möguleika, og var Verum minnug þess að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Það þótti fint að sletta á erlendum málum er danskir réðu löndum, en nú er öldin önnur. Okkur ber að verja tunguna, sem og önnur íslensk sérkenni gegn erlendum áhrifum. { dag 1. desember minnast menn fullveldis íslands. Hvers virði væri fullveldið ís- lenskri þjóð, ef hún væri ekki tal- andi á máli feðranna? Ég ætla í lok þessa stutta ávarps að varpa fram tveim spurningum, sem þið getið velt fyrir ykkur, ráð- stefnugestir góðir. Hvað er þjóð án tungu og hvað er þjóð án tungu annað en dauð þjóð? Að lokum. Þó töluð séu mál allra þjóða í himnaríki skulum við tala íslensku á íslandi. að búa þeim gott og fagurt um- hverfi. Menn hafa nú áttað sig á því að orðabækur verða ekki til af sjálfu sér og að ekki er hægt að skrifa þær í tómstundum, að minnsta kosti ekki nema á mjög löngum tíma. Islenskur markaður er sennilega einnig of lítill til þess að útgáfa sérhæfðra orðasafna geti borið sig fjárhagslega. Þá þarf að finna fé einhvers staðar til þess að greiða fyrir þá vinnu sem til þarf til þess að orðasafn geti orðið til. Stjórn Skýrslutæknifélagsins hefur litið svo á að rétt væri að leita eftir aðstoð fyrirtækja og stofnana þar sem tölvur koma við sögu á einhvern hátt. Nú vill svo vel til að tölvur eru notaðar í flest- um fyrirtækjum og stofnunum á landinu svo að stjórn Skýrslu- tæknifélagsins getur leitað fanga víða. Ekki er víst að allar greinar eigi slíku láni að fagna. Samvinna stjórnar Skýrslu- tæknifélagsins, Orðanefndar Skýrslutæknifélagsins og ís- lenskrar málnefndar að þessu til- tekna verkefni gæti orðið fyrir- mynd annarra sem vilja ráðast í útgáfu orðasafns. Til þess að svo megi verða þarf að efla íslenska málnefnd svo að hún geti sinnt þessum þætti enn betur en hingað til hefur reynst unnt. Ekki er víst að í öllum greinum starfi jafn sterk fyrirtæki og í tölvutækninni. Þarf því að styrkja sérstaklega viðleitni aðstandenda slíkra greina til þess að bæta málfar sitt. Þökk fyrir áheyrnina. hafizt handa fyrir um einu ári að koma upp textasafni fyrir tölvur Orðabókarinnar. Þetta safn eykst stöðugt fyrir skilning og velvilja bókaútgefenda og prentsmiðjá og á eftir að koma að góðum notum við ritstjórn Orðabókar Háskól- ans, en einnig við samningu allra smærri orðabóka, svo sem orð- tíðnibókar eða sagnorðabókar svo að dæmi séu nefnd. Mjög hefur verið rætt um stöðu tungunnar að undanförnu og hætt- una á því að yngri kynslóðin kynn- ist ekki máli hinna eldri. Menn eru sammála um þörfina á aukinni málrækt og að ýmislegt í íslenzkri málhefð kunni að glatast sé ekki gripið í taumana. En hvernig kemur Orðabók Háskólans inn í þessa umræðu. Segja má að allt starf við Orðabókina stuðli að efl- ingu og varðveizlu íslenzkrar tungu, en hér skal aðeins nefnt þrennt: í fyrsta lagi gerir ritmálsskráin efni Orðabókarinnar aðgengilegt öllum almenningi og áform eru um að gefa hana út í bókarformi. í öðru lagi fela textasöfnin í sér rækilegar heimildir um íslenzkan orðaforða sem auðvelt er að ná til við hvers kyns rannsóknir. M.a. má nota textana til þess að kanna tíðni orða í íslenzku nútímamáli og ákveðið hefur verið að gefa út sérstaka orðtíðnibók. Slík bók á eftir að reynast ölium þeim gagn- leg sem fást við rannsóknir á ís- lenzku máli eða vinna við að undir- búa námsefni fyrir skóla svo dæmi séu tekin. í þriðja lagi getur Orðabók Há- skólans orðið að liði með útgáfu orðabóka. Orðabækur um íslenzkt mál hafa mikilvægu hlutverki að gegna við varðveizlu íslenzkrar tungu. Brýn þörf er á að til séu sem flestar tegundir orðabóka sniðnar með mismunandi þarfir notenda fyrir augum. Gildi góðra orðabóka hefur mjög verið van- metið í allri umræðu um íslenzka málrækt, en án traustra handbóka mun reynast erfitt að efla íslenzka tungu. Ármann Helgason, fulltrúi Iðju á Akureyri: Okkur ber að verja tunguna Guðrún Kvaran, Orðabók Háskólans: Án traustra handbóka mun erfitt að efla tunguna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.