Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1986 B 5 Ávarp Leifs Magnússonar, framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs Flugleiða: Verulega þarf að hreinsa til í talmáli flug- málastarfsmanna í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins 26. október sl. var birt tímabær áminning um nauðsyn á samstilltu átaki til eflingar og verndunar ísienskrar tungu. í því bréfi var m.a. að finna sýnishorn, sem einn af flugstjórum Flugleiða, Skúli Brynjólfur Steinþórsson, hafði tekið saman, og sýndi talmál flugmanna í íslensku millilanda- flugi. Þótt þetta sýnishorn hafi að sjálfsögðu gefið nokkuð ýkta mynd, þá blasir engu að síður við sú staðreynd að verulega þarf að hreinsa til í íslensku talmáli fle8tra þeirra, sem starfa að flug- málum hér á landi. Nú er ljóst, að í alþjóðlegum flugrekstri dugar íslenskan ein skammt. í öllum fjarskiptum við erlendar stöðvar, og í allflestum samskiptum við erlenda viðskipta- vini þurfa starfsmenn flugfélaga að nota ensku, sem telja má að sé orðin helsta alþjóðamái flugsins. Allar handbækur, svo og leiðbein- ingar og fyrirmæli er varða fram- kvæmd millilandaflugs, eru ritað- ar á ensku. Sú krafa er því almennt gerð til starfsmanna að þeir hafi mjög gott vald á því máli. Það verkefni, sem nú þarf að glíma við, liggur því fyrst og fremst í því að fyrirbyggja að ýmis ensk orð og hugtök verði notuð í afbakaðri mynd í íslensku talmáli og vinni sér þar fastan sess. I kjölfar Reykjavíkurbréfsins, sem ég gat um í upphafi máls míns, kom fram sú hugmynd, að á vegum Flugleiða yrði mynduð málfarsnefnd, sem hefði forgöngu í átaki félagsins til að bæta málfar starfsmanna þess. Hjá Flugleiðum starfa um 1.200 til 1.600 íslending- ar, mismunandi margir eftir árs- tima, og er félagið því langstærsti atvinnurekandi á sviði flugsins hér á landi. Því er eðlilegt að það leit- ist við að hafa vissa forgöngu í þessu máii. í þessu upphafsátaki á vegum félagsins yrði megináherslan lögð á endurbætur í málfari þeirra, sem hafa hvað tíðust bein samskipti við viðskiptavini, þ.e. afgreiðslu- fólk á söluskrifstofum og á flug- stöðvum, svo og flugfreyja og flug- þjóna. Á þessu stigi yrði ekki leit- ast við að þýða öll þau margbreyti- legu og flóknu orð og hugtök sem t.d. tengjast tæknilegri vinnu flug- virkja við flugvélar, enda eru allar handbækur þeirra og vinnuskjöl á ensku. Þær aðgerðir til bætts íslensks málfars, sem nú eru á döfinni hjá Flugleiðum, eru einkum eftirfar- andi: 1. Með næsta launaseðli starfs- manna mun fylgja bréf frá for- stjóra Flugleiða, Sigurði Helga- syni, þar sem birt verður skýr stefna félagsins á þessu sviði, og öllum hlutaðeigandi yfirmönnum deilda falið að stuðla að fram- kvæmd hennar. Starfsmenn verða jafnframt hvattir til eigin átaks til að bæta málfar sitt. 2. Málfarsstefna félagsins mun hljóta ítarlega umfjöllun á öllum námskeiðum á þess vegum, bæði við þjálfun nýrra starfsmanna og við endurþjálfun. 3. Ábendingar um bætt málfar verða birtar í fréttablöðum og öðrum dreifiritum, sem einkum eru ætluð starfsmönnum, og áherslan lögð á stuttar en tíðar ábendingar. Gefnar verði út orða- skrár, sem starfsmenn geti haft til hliðsjónar i daglegu starfi. Starfsmenn verða jafnframt hvattir til virkrar þátttöku í þessu átaki, m.a. í vali eða myndun ný- yrða. 4. Athuguð verða öll skilti og upplýsingaspjöld á vegum félags- ins hér á landi, og þess gætt að upplýsingar séu þar á réttri ís- lensku. Flugleiðir fagna því frumkvæði menntamálaráðherra að efna til þessarar ráðstefnu, og lýsa jafn- framt yfir fyllsta stuðningi við markmið hennar. Gísli Vfldngsson, nemi í Menntaskólanum á Egilsstöðum: Séreinkenni ijórð- unganna hafa lotið í lægra haldi — með síbættum samgöngum og endalausu fjölmiðlafargani Góðir áheyrendur. Með síbættum samgöngum og endalausu fjölmiðlafargani hafa hin auðþekktu séreinkenni fjórð- unganna á málinu lotið mjög í lægra haldi og á það ekki síst við um Austurlandsfjórðung. Þar eru nú torfundnir ungir merin, sem eru flámæltir. Einnig held ég að hv-framburður finnist varla hjá yngra fólki, en hann var mjög algengur um 1940. Linmæli hefur ekki náð fótfestu meðal Austfirð- inga svo teljandi sé, helst er að því bregði fyrir í einu til tveimur sjávarplássum, en heyrist aldrei uppi á Héraði. I sveitunum er erlendum töku- orðum og slangri tekið með meiri fyrirvara en annars staðar. Má segja að þar finnist unga fólkinu lítið fínt, að leggja sig fram við að brjóta niður íslenskuna. Helst er að það segi „ókey“, enda alveg nógu stórt skref niður á við. Þegar sveitunum sleppir og þétt- býliskjarnar taka við eykst slangr- ið og gætir þess meira hjá skóla- fólki heldur en þeim sem hafa hætt námi, að því er mér hefur fundist. Sumir skólanemar skreyta orðaforða sinn allra handa blóts- yrðum á ensku, en fáir sækjast frekar eftir innlendu slangri af þeim sem ég þekki. Þó eru mörg slanguryrði í fastri notkun hjá okkur, til dæmis að „fíla“ eitthvað og „koksa" á einhverju. Notkun slangurs meðal Aust- firðinga og íbúa Stór-Reykjavíkur- svæðisins er þó í engu sambærileg, þar sem miklu minna er af þessu fyrir austan. Ástæðan er til dæmis sú, að mörg slanguryrðanna tengj- ast fíkniefnanotkun, sem er miklu minni meðal austfirskra unglinga. Þarna spilar líka inn í allt annað umhverfi og öðruvísi hugsunar- háttur, sérstaklega hjá sveita- krökkum. En hvernig er nú hægt að bæta úr og vernda íslenskuna sem best? Snjallt væri ef Ríkisútvarpið myndi senda út á 4 rásum, einni fyrir hvern fjórðung og láta þá alla tala eintóma norðlensku á rásinni fyrir Norðurland, sunn- lensku á þeirri fyrir Suðurland og svo framvegis. Aðalókosturinn er að sjálfsögðu peningaleysi því svona fyrirtæki er fokdýrt. Þá mætti hafa meira eftirlit með rás 2, en þar vill einna helst síast út slangur. Annars held ég að eina leiðin til að útrýma slangri og bæta talmál meðal okkar unglinganna sé að gera vakningu sem höfðar til þjóð- erniskenndar og þá um leið betra máls, en umfram allt má það ekki þykja fínt að brjóta niður íslensk- una. Þeim ósið verður að koma úr tísku sem allra fyrst. Þó krókótt sé gatan og glansandi hál, göngum samt áfram með festu. Temjum nú tungunni ómengað mál, og vonum það takist að mestu. Innritun daglega í símum 20345, 74444 og 38126 kl. 13 til 18. Keflavík Suduri sími 8248 i kl. 18-21. I THOMAS STAUDT SamkvæmiS' kennir jazzballett, aerobic og discodansa. Stórkost- legur dansari. Þýskalandsmeistari 1984 og 1985 ídiscodansi. dansarnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.