Morgunblaðið - 10.01.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 10.01.1986, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 B 5 jöklatjald meðferðis til öryggis ef veður versnar skyndilega eða eitthvert óhapp hendir. Aldrei skyldi leggja í löng ferðalög á snjósleðum án þess að hafa tjald og svefnpoka meðferðis. Gestabækur ífjallaskálum í flestum húsum í óbyggðum, gangna- mannaskálum og skálum Ferðafélags ís- lands er heimil gisting. í þessum skálum flestum eru gestabækur, þar sem gestir skrá nöfn sín. Ókunnugir mættu halda að slíkt sé einhver sýndarmennska eða hé- gómi. Alla vega má lesa alls kyns þvætting í þessum bókum, en um leið stórkostleg gullkorn, vísur og Ijóð. Þetta er hins vegar ekki aðeins skemmtilegur siður, heldur einnig mikið öryggistæki. Hægt er að rekja ferðir manna á skíðum, gangandi, akandi á vélsleðum eða bílum á milli skála. Dæmi eru til þess að fólk hafi týnst en fundist fyrir tilstilli greinargóðra skrifa í gestabæk- ur. Ferðalangar skulu í gestabókum greina frá komudegi, hvaðan var komið, brott- farardegi og hvert ætlunin sé að fara. Ekki er út í hött að greina frá ástandi manna og aðstæðum. Ekki er úr vegi að gefa nákvæmlega upp fyrirhugaða stefnu í gráðum, sérstaklega ef um er að ræða vetrar- eða jöklaferð. Að síðustu skal þess getið að nauðsyn- legt er að greiða fyrir afnot af fjallaskálum, sé þess sérstaklega óskað. Vart þarf að taka það fram að sjálfsagt er að greiða fyrirafnot afverðmætum, s.s. kolum. Fatnaður í vélsleðaferðum Útbúnaður fer að sjálfsögðu eftir lengd ferðarinnar, hvert farið er o.s.frv. í þessum Tjaldað í vetrarríki. tilvikum eins og öðrum eru menn síður en svo á einu máli um þann útbúnað, sem hugsanlega má taka með í ferðalög. EigSi reynsla er þó besti kennarinn, sé öryggið látið sitja í fyrirrúmi. Engin ástæða er að hlífa vélsleðanum við burð eða drátt. í vélsleöaferðum sem og gönguferðum og skíðaferðum er sjálfsagt að menn hafi sameiginlegan útbúnað, t.d. mat, tjald. Ljósmynd/Jónas Ketilsson varahluti o.s.frv. Nauðsynlegt er að skipta þessum hlutum á milli sleða eftir þyngd og fyrirferð, því varhugavert getur verið að geyma allan sameiginlegan útbúnað á sama sleðanum. Þó er bráðnauðsynlegt að hver vélsleðamaður sé sjálfum sér nóg- ur í neyðartilfellum. Menn geta villst, þrátt fyrir gott skipulag og þá er eins gott að hafa nógan mat og geta t.d. látið fyrir- berast í nokkra sólarhringa þar til skyggni batnar, hjálp berst o.s.frv. Áður en lagt er af stað þurfa félagarnir að koma saman til fundar, ákveða leiðina og hvað skuli taka með, bæði af sameigin- legum útbúnaði og einnig þeim einstakl- ingsbundna. Fyrir vikið eru minni líkur á að hlutir gleymist. Klæðnaður: Innst fata er heppilegast að vera í þykkum ullarnærfötum eða viður- kenndum nærfötum úr öðru efni. Ullin er þó albest, sérstaklega ef eitthvað á bjátar. Kosturinn við ullina er að-hún tapar minna af einangrunargildi sínu þó hún blotni. Önnur efni, t.d. bómull, tapa einangrunar- gildi sínu að öllu leyti í bleytu. Utan yfir nærfötunum er best að vera í þykkri skyrtu úr ullar- eða bómullarefni, þá þykkri lopapeysu með rúllukraga, og buxum. Ekki er mælt með flauelsbuxum og enn síður gallabuxum. Gallabuxur taka í sig mikið vatn, þorna mjög seint og geta frosið illa. Yst fata klæðast menn loðfóðruðum heilum qöllum, sem hafa reynst mjög

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.