Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 7
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 B 7 ATFERLI Aö hafa á tíma sínum Hérna verður lýst 20 ómetanlegum aðferðum til að nýta tmann betur; þær ættu að geta orðið mönnum til mikillar hjálpar við að ná betri árangri, samfara minni streitu og taugaálagi. Þú hefur til umráða sömu 24 tímana á sólarhring og hver annar - hvorki meira, né heldur minna - alveg án til- lits til gáfnafars, persónuleika eða uppruna. Það getur ósköp vel verið, að manni hætti stundum til að öfunda fólk, sem einhvern veginn virðist alltaf takast að verða sér úti um tíma til að vinna að vísindarannsókn- um í sinni grein, getur lagt fram lærðar greinar og álitsgerðir á ráðstefnum, getur verið í líkams- rækt og tekið á móti gestum. Maður getur fyllzt aðdáun á ein- hverjum sem maður þekkir til, sökum þess hve skjótum frama viðkomandi hefur náð í starfi hjá fyrirtækinu, og manni getur fundizt það einkar athyglisvert, að sá hinn sami skuli líka hafa tíma aflögu til að vera með fjöl- skyldu sinni og geti meira að segja tekið að sér vinnu i ein- hverju sjálfboðaliðastarfi, ef svo ber undir. Það kynni vel að vera, að þú vildir líka vera fær um að vinna gott dagsverk og skreppa svo bara í bíó - en þegar þú svo hefur reynt að koma öllu því í verk í hasti, sem gera þarf, þá vill það æði oft bitna á vinnu- brögðunum eða á persónulegu viðmóti þínu við aðra. Að hafa „aldrei neinn tíma“ En það er til fólk, sem virkilega kann að skipuleggja tímann svo vel, að það er öðrum til fyrir- myndar. Og það er alls ekki um nein ofurmenni að ræða, sem það gera. Það sem þetta fólk gerir - og þú getur raunar líka gert - er að gera sér glögga grein fyrir þeim markmiðum, sem ætl- unin er að ná og koma sem flestu af því, sem stendur efst á óska- listanum, frá sér og í höfn. En af hverju skyldi þá betra skipulag á tíma manns skipta svo miklu máli? Slæm nýting á tíman- um hefur það í för með sér, að ekki vinnzt ráðrúm til að Ijúka þeim verkefnum, sem menn hafa undir höndum á tilsettum tíma og allar áætlanir lenda úr skorð- um. Slæm skipulagning á tíma getur líka orðið þess valdandi, að maður fái minnimáttarkennd gagnvart öðrum, hafi lítið álit á sjálfum sér og verði leiöur og þunglyndur. Til allrar hamingju er góð stjórnun á tímanum nokkuð, sem unnt er að tileinka sér. Andstætt því sem gerist um snilligáfu t músík eða sérhæfileika á sviöi stærðfræði, krefst sérstök hæfni í tímastjórnun kunnáttu, sem unnt er að afla sér og bæta síðar við. Þannig táknar það átak að leggja sér til góða, virka stjórnun á eigin tíma, að menn verða að leggja fyrir róða nokkrar slæmar venjur (sem venjulegast hafa náð að festast í sessi fyrir hreina handvömm), og taka í þeirra stað upp aðrar, sem þjóna betur ein- hverjum vissum tilgangi. Þau laun, sem menn uppskera fyrir slíkar breytingar, eru ekki ein- ungis meiri ánægja, sem menn hafa af starfi sínu og því sem menn taka sér fyrir hendur utan vinnutíma, heldur tekst betur að ná þeim markmiðum, sem sett hafa verið ílífinu. Að ná tökum á tímanum Óneitanlega er það dálítið kaldhæðnislegt, að þeir sem komið hafa á góðri og virkri stjórnun á sínum tíma, virðast jafnframt vera manna afslappað- astir og ánægðastir með sig; þeir (eða þær), sem stöðugt meta ranglega, hve langan tíma eitthvert verk muni taka eða eru lélegir skipuleggjendur, virðast á hinn bóginn alltaf eins og hengdir upp á þráð og miður sín af ótta „við klukkuna". Þeir sem hafa náð góðum tökum á tímanum, hafa líka yfir- leitt hlutina á hreinu; þeir eru gæddir vissum séreinkennum, sem gera þá fráþrugðna þeim, sem venjulegast eru í sífelldu uppnámi yfir einhverju óvæntu. Það er hægt að tileinka sér venjur, sem gera það að verkum að tíminn nýtist mun betur, eins og til dæmis haldgóð áætlana- gerð til skamms eða langs tíma, og það að læra að halda slika stundaskrá, gera hlé á vinnunni til að bæta vinnubrögðin og líta á þau verkefni, sem bíða úr- lausnar eins og væru þau góð tækifæri en ekki einhverjar þrúgandi, skelfilegar skyldur. Finnist manni, að skipulagning tímans þarfnist úrbóta, þá er hægt að breyta henni - sé þess raunverulega óskað. Það kann að vera þörf á því, að menn fari að líta öðrum aug- um á tíma sinn, starfið, áhuga- mál og tómstundavinnu. En það getur líka verið, að ekki sé þörf á öðru en að kaupa sér dagatal, þar sem hægt er að skrá þá tíma, sem menn hafa mælt sér mót á næstunni og fram í tímann. Þeir kostir, sem fylgja því, að „standa rétt að hlutunum“, koma mjög fljótt í Ijós - maður fer bæði að taka eftir þeim sjálfur og aðrir fara líka að gefa þeim gaum - og einmitt sú uppörvun, sem felst í þessu, hvetur menn frekar til að viðhalda þessum þreyting- um og gera enn fleiri í sama skyni. Menn fara að velta því fyrir sér, hvernig standi á því, að þeir skyldu láta það viðgangast áður að eyða svo miklum tíma til einskis: Tíma, sem hægt hefði verið að nota til að gera eitthvað annað - lesa, umgangast vini og kunningja, fara út að dansa, láta hugann reika - eða hvað sem menn helzt kjósa að gera sér til skemmtunar og dægrastytting- ar. Varað við vinnuæði Það er annars ekki til nein ein, einstök rétt leið til að skipuleggja tíma sinn vel og farsællega. Sýni- leg afköst eru engan veginn ein- asti mælikvarðinn á góða og virka tímastjórnun; fram- kvæmdastjórar kunna að hafa náð settu marki á starfsvettvangi sínum á kostnað heilsu sinnar, persónulegra áhugamála og góðra tengsla við venzlamenn og vini. Með góðri og virkri skipu- lagningu tímans er unnt að ná sömu markmiðum en samt hægt að hafa tima afgangs til þess að sinna áhugamálum og viðhalda betri - og þá ánægjulegri - tengslum við annað fólk. Vinnuæði, sem menn eru haldnir, er oft á tíðum merki þess, að tíminn sé heldur illa nýttur: Vanhæfni til að hefjast handa, halda áfram við og Ijúka áætluðu verkefni, kemur hinum vinnuóða til að einblína á þetta eina verkefni. Hjólið, sem ískrar í fær þá alla smurolíuna en hin hjólin alls enga; starfið gleypir manninn í sig. Einn af þessum vinnuþjörkum gaf eftirfarandi skýringu á vinnuæði sínu, þegar gengið var á hann: „Ég er að hamast þetta nánast dag og nótt, af því að ég vonast til að geta lokið við allt, sem gera þarf, þannig að einhvern tíma renni upp sá dagur, þegar mér er ekki lengur nauðsyn á að leggja svona hartað mér." Með því að hafa eðlilegt taum- hald á vinnugleðinni og ná fullu valdi á tíma sínum, geta menn náð því fram, sem mikilverðast er í starfinu, í skólanum eða þá heimafyrir. Skynsamleg skipu- lagning tímans veitir mönnum meiri tíma aflögu til að sinna vinum, fjölskyldu og áhugamál- um. Slík tímastjórnun á líka sinn þátt í að koma í veg fyrir algjöra kollsiglingu - þegar allt frum- kvæði er eins og gufað upp, öll röggsemi á bak og burt til að vinna að því að Ijúka þeim verk- efnum, sem fyrir liggja. Hvernig gera á „dulinn“ tíma virkan „Dulinn" er sá tími, sem menn áður eyddu ýmist til einskis eða létu hjá líða samfara sífelldum frátöfum og með hugann við eitthvað allt annað. Þessum tíma er unnt að breyta í virkar annir í því skyni að fá lokið þeim verk- um, sem hafa algjöran forgang. Hverjar eru þær stundir, sem eru þinn „duldi" tími? Líttu í hugan- um yfir venjulegan starfsdag þinn eins og hann gengur og gerist, líttu á kvöldin hversdags eða frídaga. Leynast þar einhver stundarkorn, sem hægt er að nýta á annan hátt sem dulinn virkan tíma? Gerðu yfirlitsskrá yfir gærdaginn eða þá daginn í dag, og skrifaðu hjá þér, hvað þú varst að gera þann og þann tíma dags. Hafðu upp á „duld- um" tíma þínum og taktu ákvörð- un um, hvernig eigi að nota hann. Dulinn tími kann að vera fáein- ar mínútur, sem maður tekur að hagnýta til einhvers gagnlegs, eða það getur verið um að ræða lengri tími, sem unnt er að fella inní starfsdaginn. Þannig gæt- irðu til dæmis notað þær fimm mínútur, sem fara í að bíða eftir strætisvagninum eða þá hálf- tímann, sem fer í að bíða á ein- hverri skrifstofunni, til þess að gera áætlanir, lesa fyrir bréf eða lesa eitthvað gagnlegt. Með þessu er verið að reyna að koma á skipulegum lífshátt- um, sem fela það í sér að menn geti sinnt þeim störfum og tengslum, sem þeir þurfa og vilja, án þess að verða að neita sér um að láta drauma sina rætast. Þessir lífshættir fela vitanlega líka í sér vissan tíma til „að gera hreinlega ekki neitt" - til dæmis að gefa sig á vald dagdraumum, hugsa eða bara að glápa út í geiminn. Það er víst hægt að slá því föstu, að menn vilja gjarnan fá öllu því áorkað, sem manngerð A (þjáð af streitu) virðist koma í verk, en nota hins vegar við það aðferðir manngerðar B (afslöpp- uð). Kona með þrjú lítil börn, eigin- mann og fullt starf utan heimilis hlýtur að þurfa að skipuleggja sinn tima betur - og leggja sig í líma við að finna „dulinn" tíma - heldur en roskin hjón, sem komin eru á eftirlaun og hafa því mun meiri tíma aflögu. En tíminn er þó afstæður, og þannig getur 76 ára gömul amma, sem hvorki á sér lengur eiginmann. ná gegnir neinu starfi utan heim- ilis, verið í meira tímahraki og unnið öllu óskipulegar heldur en þrjátíu og þriggja ára dótturdóttir hennar, sem hefur fjölmörgum skyldum að gegna. Núna þekkirðu til nokkurra grundvallarreglna varðandi virka og árangursríka stjórnun á tíma þínum: Þetta eru aðferðirnar til þess að láta tímann vinna fyrir þig: 1. Röðun verkefna. Taktu ákvarðanir varðandi langtíma markmið og raðaðu verkefnum í forgangsröð innan þessara markmiða. 2. Einbeittu þér. Útilokaðu með öllu þær frátafir, sem þú ert sjálf- ur valdur að; sjáðu um, að aðrir tefji þig eins lítið og frekast er unnt, en það á sérstaklega við um símann og svo aðvífandi gesti. 3. Settu þér skynsamlegan lokafrest til þess að Ijúka við forgangsverkefni. 4. Skiptu meiriháttar verkefn- um niður í smærri einingar, til þess að: a) betur sé unnt að vinna að verkinu; b) þú getir verðlaunað sjálfan þig, þegar hverjum þættinum á fætur öðr- um er lokið; c) geta betur fylgzt með framgangi verksins, og d) þú komist hjá því að reyna að gera meira en þú ræður við eða takir til að hamast undir drep á allra síðustu stundu. 5. Gerðu aðallista. Skrifaðu upp öll þau verkefni, sem bíða þín á næstunni, til þess að auðveldara verði að gera áætlanir. 6. Segðu nei. Lærðu að neita auðveldlega og kurteislega. 7. Skrifaðu lista yfir það, sem „verður að gera“. Það kerfi mun gera það auðveldara að hafa yfirsýn yfir daglegar annir. 8. Endurskoðaðu markmið þín. Taktu skammtíma- og langtímaá- ætlanir þínar annað slagið til endurskoðunar. 9. Einbeittu þér að verkefnum líðandi stundar. Hafðu ekki áhyggjur af framtíðinni og vertu heldur ekki að sóa tímanum við að sýta hið liðna. Hins vegar skaltu alltaf hafa í huga, hvernig fortíðin getur kennt manni og hvernig starf líðandi stundar getur bætt framtíðina. 10. Ef það er eitthvað, sem þú ekki veizt, þá spyrðu einhvern, sem kann skil á því. 11. Hagnýttu þér hina róiegri tíma dagsins. Leggðu þaö í vana þinn að fara í búðir, á veitinga- hús, í þjónustumiðstöðvar eða i banka á þeim hluta dags, þegar minnst er þar að gera. (Það eru yfirleitt ekki biðraðir á pósthús- inu, þegar úti er hellirigning). 12. Komdu þér upp hæfilegum birgðum af nauðsynjum til heimilishalds og hreinlætisvör- um - vörum, sem þola geymslu; með því móti fækkarðu búðar- ferðum. 13. íhugaðu beztu aðferðina til að ráða fram úr hverju máli, allt eftir aðstæðum; hvernig leysa megi mál á sem hagkvæmastan hátt - með því að hringja, skrifa bréf eða fara sjálfur á stúfana. 14. Notaðu greiðslukort, þegar því verður við komið, því það er þægilegt fyrirkomulag, sem sparartíma. 15. Gerðu þér nákvæmlega grein fyrir, hve langan tima hver einstakur verkþáttur tekur (að klæðast, fara á milli staða o.s.frv.) Þá skaltu setja sjálfum þér ákveðinn frest og leggja af' stað á tilteknum tíma til þess að komast á áfangastað í tæka tíð. 16. Vertu sveigjanlegur. Ef framundan eru meiriháttar breyt- ingar á lífsháttum þínum, þá skaltu aðlaga tímaáætlanir þínar breyttum aðstæðum. 17. Láttu ekki óþarfa hluti safn- ast upp í kringum þig. Taktu þér tíma til að fara við og við í gegn- um dót, sem þú átt, veldu úr því hluti, sem á að fleygja, gefa einhverjum eða selja af því, sem þú notar ekki lengur. 18. Svaraðu bréfum samdæg- urs, ef það er unnt og viðeigandi. 19. Gerðu það, sem „verður að gera“ fyrst. Láttu ekki auðveld- ustu og skemmtilegustu verkefn- in hafa sérstakan forgang. 20. Mundu, að þú ert sá (sú) sem ræður þínum eigin lífs- háttum - og ræður yfir þínum eigintíma. Hvernig vinna á skynsamlegar, ekki bara hraðar 1. Skrifaðu hjá þér það, sem þú álítur vera „ákjósanlegasta" starfsdag fyrir þig. Hvaða drauma, hvað hugmyndir hef- urðu um þig sjálfan sem afkasta- mikill starfsmaður? Hve mikill tími fer í að fara á fætur, klæð- ast, aka á vinnustað? Ef þú vinn- ur heimavið, hvað færðu þér þá oft kaffisopa? Hvað tekurðu langan tíma í mat? Hvað tekur eitt símtal langan tíma að meðal- tali? Skrifaðu lista eða umsögn varðandi ákjósanlegan starfs- dag. 2. Veltu fyrir þér starfsvenjum nokkurra manna, sem þú þekkir vel til. Reyndu að ímynda þér á hvern hátt þeir eyði tímanum og reyndu að mynda þér skoðun á því, hvort þeir skipuleggi tíma sinn vel eða illa. Það kann að reynast auðveldara að komast að raun um að aðrir sói tíma sín- um, fremur en að maður geri það sjálfur. Gerðu áætlanir um það, á hvern hátt þú mundir endur- skipuleggja starfsdag þeirra til þess að auka afköst þeirra. 3. Endurskoðaðu þinn eigin starfsdag eins og þú hafðir lýst honum undir lið 1), og viðhafðu sömu afstöðu eins og til áður- nefndra manna. Hvaða skynsam- legar umbætur geturðu gert til þess að auka þín eigin vinnuaf- köst? 4. Settu þér eitt markmið til að bæta þann tíma, sem þú ert við vinnu þína. Einbeittu þér að þessu eina markmiði, áður en þú ferð að setja þér annað mark- mið þar að lútandi. Settu þér ekki of mörg markmið að keppa að í einu! Reyndu að ná þessu eina markmiði, sú gleði, sem fyllir mann við að ná settu marki, virkar hvetjandi til að halda áfram að því næsta. Hér verða nefnd sex ráð, sem hugsanlega geta orðið til bóta í vinnunni: o Lengdu eða styttu matartim- ann þinn. o Gerðu áætlanir um sumarfrí þetta ár, sem þú ert viss um að verðiþértilánægju. o Taktu þér vissan tíma dag hvern (eða í hverri viku) til að sinna þýðingarmiklum bréfavið- skiptum þínum. o Reyndu að gera þér Ijósa grein fyrir í hverju starfið í megin- atriðum er fólgið, sem þú varst ráðinn til að gegna og hvernig eigi að standa að því á réttan hátt. o Láttu einhvern annan taka einu sinni að sér verk, sem þú hélzt þó, að bara þú einn værir færumað vinna. o Fækkaðu eða fjölgaðu tölu þeirra tímarita varðandi starfsvið þitt, sem þér berast eða sem þú lest aðjafnaði. Ir X W- Æ vel, a.m.k. þegar kalt er. Hins vegar er í lagi að klæðast léttari fatnaði, þegar hlýnar í veðri, t.d. á vorin, en ekki má þó gleyma gallanum heima. Nauðsynlegt er að gæta vel aö einkennum ofkólnunar. Dúnfóðraður fatnaður er mjög góður, en missir þó gildi sitt þegar hann blotnar. Þá er skynsamleg- ast að vera forsjáll og klæðast regnheldum galla utanyfir. Sitjandinn getur verið svolítið vandamál. Oftast ausa sleðarnir snjó upp á sætið svo botninn blotnar. Helsta ráðið gegn þessu er að vera í pollabuxum, klæðast þeim áður en lagt er af stað. Því verra er ef skaöinn er skeður. Á fótum er best að hafa tvenna þykka ullarleista, helst uppháa, janvel upp fyrir hné. Til eru svokallaðir vélsleðaskór, þeir eru úr gúmíi neöan til en ofar úr leðri eða taui. Innan í þeim er laus flókaleisti sem auðvelt er að taka úr og þurrka. Annars geta hálfstífir gönguskór dugað vel, séu þeir rúmir og vel vatnsvarðir. Á höndum nota menn ullarvettlinga og utan yfir þá vind- og vatnsþétta belgvettlinga. Þess ber að gæta að vettlingarnir séu nógu háir, nái vel upp fyrir úlnlið, sérstaklega utanyfir- vettlingarnir. Á höfði klæðast menn prjónahúfu eða lambhúshettu undir hettu gallans. Ef not- aður er hjálmur, sem telja verður sjálfsagt öryggistæki, þá er hægt að nota þunna lambhúshettu undir honum, en síðan þarf trefil eða lausan rúllukraga um hálsinn. Mikilvægt er að blotna ekki á vélsleða- ferðum. Þess vegna er brýnt að nota góðan vatnsvarinn gaila sem hlífir vel. Ekki má nota regngalla sem ætlaðir eru fyrir göngu- ferðamenn, frekar pollagalla. Gæta verður þess að hafa gallann nógu viðan. Nauðsynlegt er að hafa góðan skófatnað til göngu meðferðis, því aldrei er að vita hvað gerist. Sumir hafa ætíð gönguskíði meðferðis. Hjálpin sótt Óhöpp og slys gera ekki boð á undan sér. Oft kann það að vera nauðsynlegt að sækja hjálp vegna þess að einn eða fleiri feröafé- laganna hefur orðið fyrir slysi eða veikst. Þá er nauðsynlegt að vita hvað er réttast að gera. Úrslitin velta á þeim sem sækja hjálp ekki síður en þeim sem eftir sitja til að hlynna að þeim veika. En það er ekki allt undir hjálparmönnunum komið. Miklu máli skiptir að sá slasaði missi ekki stjórn á sér, geri félögum sínum ekki erfitt fyrir, — þeir eru eflaust nógu taugaóstyrkir. Hinn slasaði verður að sýna æðruleysi, án þess þó að leyna svo ástandi sínu að ekki sé hægt að gera viðeigandi ráðstafanir. Þeir sem sækja hjálp þurfa að hafa nokkur atriði í huga. Fyrst eiga tveir að fara eftir hjálp, einn gæti sjúklingsins, nema leiðangurinn sé þeim mun fjölmenn- ari. Þetta þýðir að lágmarksfjöldi í ferðum, að minnsta kosti lengri ferðum, er fjórir. Undir engum kringumstæðum má skilja slasaðan mann einan eftir. Fyrst af öllu skal líta á landakort og velja stystu greiðfæru leiðina til byggða. Áður en lagt er af stað skulu eftirfarandi atriði skráð niður á blað sem tekið er með: Málsatvik: Hver er slasaður, hvernig og hvenær óhappið gerðist, hvað hafi verið gert þeim slasaða til aðstoðar. Astand hins slasaða: Líkamlegt sem andlegt og umbúnaður. Aðstæður á staðnum: Landslag, örnefni, veðurlag, snjóalög. Hvað hafi verið gert til að auðkenna staðinn t.d. fyrir þyrlu. Nauðsynlegt er að nákvæm staðsetning liggi fyrir, svo björgunaraðgerðir séu auð- veldar, hvort heldur með þyrlu eða bílum. Þeir sem halda til byggða eftir hjálp verða að útbúa sig vel. Séu þeir gangandi, mega þeir ekki bera of þungan farangur. í bakpokanum verður að vera matur, helst orkuríkur, sokkar og skjólföt. Að vetrarlagi verða þessir menn að vera svo vel útbúnir að þeir geti staðið af sér óveður í langan tíma. Þá er brýnt að hafa svefnpoka meðferðis og skóflu til að geta grafið sig í fönn. Þegar komið er til byggða skal fyrsta verkiö vera að hringja í næstu lögreglustöð. Lögreglan gerir viðeigandi ráðstafanir, hefur að öllum líkindum samband viö Slysa- varnafélag íslands, en þar er 24 tíma neyðarþjónusta. Þar er ástand hins slas- Landmannalaugar f marsmánuði. Ljósmynd /Jónas Ketilsson aða metið og ef til vill er þyrla send á vettvang eða næsta björgunarsveit ræst út. Á meðan lögreglan og björgunarsveitir gera sig klára er brýnt að þeir sem komu með fréttirnar séu til taks að veita frekari upplýsingar sé eftir þeim óskað. Besti staðurinn er að sjálfsögðu lögreglustöðin og að öllum líkindum er ferðalöngunum boðið að halda þar kyrru fyrir uns málin eru leyst. Oft er óskað eftir þvi að ferða- langarnir komi með í björgunarferðina. Þeir verða að gera það upp við sig hvort þeir vilji halda ferðinni áfram eða láta koma með allan farangurinn til byggða. Sé þyrla kölluð til aðstoðar er brýnt að vera við því búinn. í því felst m.a. að undirbúa lendingarvöll þar sem undirstaða er traust, helst sem næst hinum slasaða. Merkja má fyrirhugaðan lendingarstað með veifum, t.d. salernispappír. Lending- arstaðurinn þarf að vera u.þ.b. tíu metra á hverja hlið og eru merkingarnar settar í hornin. Eins er mikilvægt að flugmennirnir viti hver vindáttin er. Kemur þar salernis- pappírinn aftur í góðar þarfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.