Morgunblaðið - 10.01.1986, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR1986
B 11
HOLLUSTUHÆTTIR
Yannærðir
vinnuþjarkar
eftir Barböru Lau
Að borða réttan
morgunverð kann að
skipta eins miklu
máli fyrir velgengni
manna í starfi og rétt
starfsmenntun og
_________hæfileikar.
Linda, 28 ára, er
búin að fá sér nýtt
starf: Hún er núna
__________yfirmaður
bókhaldsdeildar hjá
stærsta fyrirtækinu
_____________á sviði
kynningarstarfsemi
_________________og
almenningstengsla í
_________San Piego í
_____Kaliforníu. Hún
verður stöðugt að
leggja afar hart að
______sértil þess að
afkasta öllu því, sem
hún hefur á sinni
könnu, þannig að
vinnudagurinn er
oftast 12 tímar.
Samt f innst henni,
_______að þessi langi
vinnudagurhrökkvi
vart til að koma öllu
því í verk, sem henni
________ber að gera.
Wlataræðið er sá
þáttur í daglegu lífi
hennar, sem hún sízt
_____af öllu gerirsér
nokkra rellu út afy
__________enda þótt
matarvenjur hennar
kunnief til viil að
_________vera ein af
_____meginorsökum
þeirrar stöðugu
streitu, sem hún
finnur fyrir í starfi.
ítum rétt aðeins á
ósköp venjulegan
starfsdag hennar:
Klukkan 5.30 um
morguninn: Það er
niðamyrkur úti og
vekjaraklukkan hefur
ekki ennþá hringt. Linda er samt
vöknuð, það er orðin föst venja
hjá henni eftir að hún tók við
þessu starfi. Hún fer því á faetur
og byrjar að laga morgunverð
handa sér, hún lagar sterkt og
gott kaffi, og drekkur tvo stóra
bolla, á meðan hún les morgun-
blaðið.
Klukkan 7.30 um morguninn:
Linda kemur á skrifstofuna og
fær sér einn bolla af nýlöguðu,
ilmandi kaffi. Morguninn er sá
hluti dags, þegar hún situr við
skriftir og koffínið heldur henni
hressri og vakandi í starfi.
Klukkan 10.30 f.h.: Um þetta
leyti er hún að fá sér sinn fimmta
bolla af kaffi. Allt í einu fer hún
þó að finna fyrir höfuðverk og
ofurlitlu máttleysi og hugsar því
með sér að það sé nóg komið
af kaffidrykkju þennan morgun-
inn.
Klukkan er orðin ellefu árdeg-
is, og núna er Linda að fá sér
svolítinn vatnssopa til þess að
slæva áleitna hungurtilfinningu.
Hún á orðið erfitt með að ein-
beita sér við það sem hún er að
gera og henni finnst hún vera
eitthvað svo slöpp, hún hafi vart
þrek til að puða þetta áfram fram
að hádegismat.
Vaxandi slen og
slappleiki
Klukkan er orðin 12 á hádegi:
Hún finnur að hún er sársoltin, en
það er samt enginn tími til þess
að fá sér eitthvað almennilegt og
kjarngott að borða á veitingahúsi;
í stað þess fær Linda sér anan-
asjógúrt, hafrakex og sykurlausan
gosdrykk niðri í búðinni á jarðhæð
hússins. Hún hressist heilmikið við
að borða þennan mat.
Klukkan er hálftvö: Aftur finnst
Lindu, að hún sé orðin þreytt og
illa fyrir kölluð, en hinn fasti dag-
skipunarfundur ætti að hressa
hana upp — og það gera líka koffín-
styrktu gosdrykkirnir, sem bornir
eru fram á þessum daglegu fund-
um.
Það er komið nón, þ.e. kl. er
orðin þrjú: Hún getur tæplega
hugsað skýrt lengur, svo hún gríp-
ur til þess ráðs að fá sér duglega
kaffi. Þetta er einmitt sá hluti dags,
þegar hún er líka vön að fá sér
jarðhnetukúlur, sem hún hefur sér-
stakt dálæti á og borðar eins og
sælgæti.
Klukkan fjögur síðdegis: Nokkr-
ir viðskiptavinir eru í hrókasam-
ræðum rétt fyrir utan dyrnar á
skrifstofunni hennar, og Linda þarf
að taka á öllu því sem hún á til
að láta ekki undan brennandi löng-
un til að spretta á fætur og öskra
hátt að þessum blaðurskjóðum.
Kraftar hennar og þolinmæði eru
á þrotum, þótt hún sé núna að
hressa sig á sjöunda bollanum af
kaffi. Um þetta leyti dags er hún
jafnan gripin æðisgengnum ótta
við að henni sé bara alls ekki kleift
að Ijúka þeim verkefnum, sem hún
verður að inna af hendi á degi
hverjum.
Klukkan 5.30 síðdegis: Hún á
enn eftir að skrifa tvær fréttatil-
kynningar, en núna er tími til
kominn að halda lokafund dagsins
með starfsmönnum deildarinnar.
Allir, sem vinna undir hennar
stjórn, koma saman á bar einum
þar í grenndinni, og í þetta skipti
hressa menn sig á áfengi.
Klukkan 7.00 um kvöldið: Linda
er komin heim ásamt skjalatösk-
unni sinni. Bæði hún og maðurinn
hennar eru orðin alveg glorhungr-
uð og auk þess úrvinda af þreytu
eftir dagsins annir — það er því
ekkert annað að gera en að bregða
sér aftur út og fara á næsta mat-
stað til þess að fá sér eitthvað í
svanginn. Það verður svo úr að
þau panta sér enn einu sinni ít-
alska böku þetta kvöldið eins og
svo oft áður, af því að þau þurfa
ekki að bíða í neinn óratíma eftir
matnum.
Klukkan er orðin 20.00: Linda
borðar hálfa meðalstóra ostaböku,
lítinn skammt af salati með blá-
ostasósu til bragðbætis, og með
þessu drekkur hún eitt glas af
rauðvíni. Þegar hún hefur ioksins
fengið sæmilega magafylli af kjarn-
góðum mat, tekur að slakna á
þeirri taugaspennu og streitu, sem
hún hefur verið haldin allan daginn.
Eftir þessa næringarriku máltið
færist því værð yfir hana.
Klukkan 21.00: Það bíða hennar
ennþá nokkur áríðandi aukaverk-
efni heima í skjalatöskunni, en
núna finnst Lindu, að hún sé orðin
allt of uppgefin til þess að geta
einbeitt sér að ráði að þeirri vinnu.
Hún kýs því að hreiðra um sig
uppi í sófa með bók í hendi, og
fyrir framan sig á borðinu hefur
hún rjómaís í skál. Hún lofar sjálfri
sér því, að hún skuli fara klukku-
tíma fyrr í vinnuna morguninn eftir.
Heimatilbúin
hungurkröm
Þessi lýsing kemur örugglega
mörgum kunnuglega fyrir sjónir.
Linda er ein af þeim fjölmörgu,
sem leggja verða nótt við dag til
að rækja sómasamlega krefjandi
og sérhæft starf sitt. Sízt af öllu
kemur þessu fólki til hugar, að
matarvenjur þess hafi einhver áhrif
á vinnuafköstin. „Allar mínar hugs-
anir og öll mín viðleitni snerist um
það eitt að rækja vel það starf,
sem ég hafði með höndum," segir
Linda þegar hún rifjar upp fyrir sér
þetta timabil í lífi sinu. „Mér fannst
að ég hefði um annað og meira
að hugsa en rétt mataræði einmitt
á þessum tírna."
Menn geta svo sem þraukað
bærilega um nokkurt skeið, þótt
mataræðið sé slæmt. En í við-
skiptalífinu er það ekki beinlínis
markmiðið í sjálfu sér að þrauka,
heldur ætla menn sér að komast
áfram á því sviði. Og allt eftir því
hvernig matarvenjur manns eru,
er unnt að örya eða slæva kraftana
og starfsþrekið, skapandi hæfi-
leika í starfi, einbeitni og hugar-
orku. Mataræðið getur raunar lika
skipt höfuðmáli í sambandi við útlit
manna og skapferli. „Að nenna
ekki að eltast við að fylgja réttu
mataræði", getur haft jafn afger-
andi áhrif á framavonir manna í
starfi eins og að hirða ekki um að
taka sér bráðnauðsynlega hvíld
frá störfum með því að fara í
sumarleyfi eða að sjá um að end-
urnýja reglulega fatnað sinn.
Allur orkuforði líkamans byggist
á glúkósa eða blóðsykrinum, en
hann gegnir því lykilhlutverki að
stjórna daglegum orkumörkum í
líkamanum. Oll líkamsstarfsemi
þarfnast stöðugs aðflutnings af
blóðsykri til þess að ganga eðlilega
fyrir sig, en þó er heilinn alveg
sérstaklega viðkvæmur gagnvart
timabundnum skorti á blóðsykri.
Það táknar, að áður en menn fara
að finna fyrir líkamlegu máttleysi
og deyfð, hefur hugsanaferillinn
þegar tekið að sljóvgast og starf-
semi heilans hefur hægt á sér.
Athuganir hafa leitt i Ijós, að til
þess að viðhalda eðiilegu magni
af blóðsykri ílíkamanum allan lið-
langan daginn, þá þurfa menn ekki
einungis að borða réttan mat,
heldur líka að borða rétt magn af
matáréttumtíma.
Linda uppfyllir ekkert af þessum
þremur þýðingarmiklu atriðum í
mataræði sínu. Fyrstu mistökin,
sem henni verða á dagsdaglega,
er að sleppa morgunverðinum.
Það sem löngum hefur verið al-
mannarómur er rétt og satt: Morg-
unverðurinn er þýðingarmesta
máltíð dagsins, að því er varðar
hækkun og jöfnun blóðsykurs-
magnsins í líkamanum.
I sex klukkustundir er Linda
daglega við vinnu sína, áður en
hún leggur orkukerfi líkamans til
nokkuð eldsneyti (þ.e. hitaeining-
ar). Þessi fasta hennar dag hvern
í vinnutímanum hefur það í för með
sér, að blóðsykurmagnið tekur að
minnka mjög ört, en við það finnur
Linda til höfuðverks og tauga-
spennu. Og það sem verra er:
Hafi blóðsykurforði líkamans einu
sinni náð að falla niður úr öllu
valdi, þá getur það reynzt anzi
erfitt að koma aftur á eðlilegu jafn-
vægi á blóðsykurhlutfallið, úr því
að búið er að sleppa úr reglulega
næringarríkum morgunverði. Nei-
kvæð áhrif slíks tímabundins blóð-
sykurskorts geta því haldizt allan
daginn.
Ýmist valin gervi-
næring eða of
tormelt fæða
Þá eru það önnur mistök hjá
Lindu, að hún skuli notast við
koffín i stað matar í því skyni að
veita orku til heilans. Að vísu er
það álit flestra lækna, að það sé
næsta skaðlaust að fá sér einn eða
tvo bolla af kaffi eða te á morgnana
sér til hressingar, en meiri kaffi-
eða teneyzla, sérstaklega þó á
fastandi maga, leiðir oftast til
brjóstsviða, hækkaðs blóðþrýst-
ings og jafnvel til titrings í höndum.
Kröftugur kaffikúr i stað staðgóðs
morgunverðar kemur efnaskipta-
ferli líkamans á snöggan sprett, án
þess að orkukerfinu hafi verið lagt
til nokkurtbitastætt eldsneyti til að
brénna. Um hádegið og svo aftur
klukkan þrjú siðdegis, þegar Linda
tekur loks til við að næra líkama
sinn og heilavefi, velur hún feitmeti
og fæðu, sem samanstendur
mestmegnis af einföldum kol-
vetnasamböndum — en fita er
reglulega seinvirkur orkugjafi. Það
tekur likamann drjúgan tíma að
brjóta niður fitusambönd og eggja-
hvítuefni, og slík fæða er því engan
veginn fjótvirk orkuuppspretta.
Því er aftur á móti þannig varið
með fæðutegundir þær, sem
samanstanda mestmegnis af ein-
földum kolvetnasamböndum —
svo sem matvörur með miklu
magni af hreinsuðum, steyttum
sykri eins og til dæmis allar al-
gengustu tegundir af sælgæti,
smákökur, marsipanstengur og
jafnvel ávaxtajógurt, en slíkar
fæðutegundir innihalda þetta 60%
og allt upp í 80% af einföldum
sykur-hitaeiningum — en þessi
kolvetnasambönd leiða beint til
afar snöggrar hækkunar á blóðsyk-
urmagninu, þótt sá orkuforði dvíni
hins vegar innan skamms og
hverfi. Þetta mikla magn glúkósa,
sem skyndilega tekur að streyma
inn í blóðið, neyðir brisið til að
gefa frá sér insúlín til þess að
halda umframmagni af glúkósa í
skefjum og í þeim efnaskiptum
gerist það æði oft, að líkaminn
brýtur jafnvel niður heldur mikið
af glúkósa, sem aftur leiðir til
minnkandi blóðsykurmagns í
fyrstu, áður en það getur hækkað
á nýjan leik. Það er því ekki að
undra, að Linda skuli finna fyrir
þreytutilfinningu og verða skap-
stygg skömmu eftir að hún hefur
nærzt á þessu snarli í hádeginu
og um nónleytið.
Það eru hins vegar annars konar
vandræði, sem fylgja' kvöldverðin-
um. Maturinn er mjög tormeltur
og inniheldur mikið af fitu, en slík
fæða eykur mjög fitumagnið í blóð-
inu og gerir það þykkara. Hinn
kunni næringarefnafræðingur Nat-
han Pritikin heitinn og margir aðrir
sérfræðingar á því sviði, sem gert
I
|
%
I
■
r
iv
i;