Morgunblaðið - 10.01.1986, Síða 15

Morgunblaðið - 10.01.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1986 B 15 V gerð Michaels Frayn verður sýnt í 8. sinn í kvöld, föstudag. Villihunang var kosið besta leikritið í Bretlandi á sl. ári. Leikstjóri er Þórhildur Þor- leifsdóttir, leikmynd er eftir Alexand- er Vassiliev. Með helstu hlutverk fara Arnar Jónsson, Helga E. Jóns- dóttir, Pétur Einarsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason, Sigurður Skúlason, Guðbjörg Thor- oddsen, Steinunn Jóhannesdóttir, Rúrik Haraldsson, Róbert Arnfinns- son og Þorsteinn Ö. Stephensen. Þjóðleikhúsið: Með vffið ílúkunum Á laugardagskvöld verða tvær sýningarágamanleiknum „Með víf- ið í lúkunum", eftir Ray Cooney, sú fyrri á hefðbundnum sýningartíma kl. 20.00 og sú síöari á miðnætur- sýningu kl. 23.30. Nálægt 13.000 áhorfendur hafa séð „Vífiö" til þessa. Þjóðleikhúsið: Kardemommu- bærinn Ein sýning verður á barnaleikriti Thorbjörns Egner, Kardemommu- bænum", og verður hún á sunnu- dag kl. 14.00, en eftirleiöis verða einungis sýningar á þessu verki á sunnudögum. Þjóðleikhúsið: íslandsklukkan Vegna mikillar aðsóknar og eftir- spurnar verða sex aukasýningará íslandsklukku Halldórs Laxness. Sú fyrsta verðurá sunnudaginn kl. 20.00. Leikstjóri erSveinn Einars- son, en leikmynd og búninga gerði Sigurjón Jóhannsson. Með helstu hlutverk fara: Helgi Skúlason, Tinna Gunnlaugsdóttir, Þorsteinn Gunn- arsson, Pétur Einarsson, Sigurður Sigurjónsson, Harald G. Haralds, Róbert Arnfinnsson og Guðrún Þ. Stephensen. Kjallaraleikhús Reykjavíkur- sögurÁstu Leiksýningará Reykjavíkursögum Ástu i leikgerð Helgu Bachmann hefja nú aftur göngu sína, eftir nokkurt hlé, í Kjallaraleikhúsinu á Vesturgötu 3. Með helstu hlutverk fara: Helgi Skúlason, Guðrún Gísla- dóttir, Guðlaug M. Bjarnadóttirog Emil Guðmundsson. Sýning verður í kvöld, föstudag, kl. 21.00 og á morgun, laugardag, kl. 17.00 verður 55. sýning Kjallaraleikhússinsá leiknum. Stúdentaleikhúsið: Ekkó — guðirnir ungu Stúdentaleikhúsið sýnir rokk- söngleikinn „Ekkó — guðirnir ungu" í Félagsstofnun stúdenta á sunnu- dögum, mánudögum, miðvikudög- um og fimmtudögum og hefjast sýningarkl. 21.00. Ólafur Haukur Símonarson þýddi leikinn og tónlist er eftir Ragnhildi Gísladóttur. Andrés Sigurvinsson leikstýrir. Þrettán leikarar koma fram í leik- ritinu auk fjögurra manna hljóm- sveitar sem einnig tekur þátt í leikn- um. Miðapantanir eru allan sólar- hringinn í síma 17017 auk þess sem miðasala ervið innganginn. Sýning- umferfækkandi. FERÐIR Ferðafélag Islands Gönguferð Á sunnudag kl. 13.00 veröur ekið út á Álftanes á vegum Ferðafélags íslands, gengið verður um Eskines, meðfram Gálgahrauni að Gálga- kletti. Gönguferð þessi er við allra hæfi í fjölbreyttu umhverfi. Fólki er bent á að koma í hlýjum fötum og þægilegum skóm. Ferðafélagið heldur myndakvöld þriðjudaginn 14.janúar. Þrírfélagar sýna og segja frá. Útivist: Nýárs- og kirkjuferð Árleg nýárs- og kirkjuferð Útivist- ar verður farin á sunnudaginn í Skál- holt og víðar. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni að vestan- verðu kl. 10.30 og ekiö upp í Gríms- nes. Þar veröur stansað við sprengi- gíginn Kerið og síðan ekið að Mosfelli og hin sérstæða kirkja þar skoöuð. Gefinn verður kostur á göngu á fellið en þaðan er víðsýnt. Síðan verður haldið í Skálholt og hlýtt á hugvekju sóknarprestsins, séra Guðmundar Óla Ólafssonar. Nýársferðir Útivistar hafa jafnan verið vinsælar og mörgu ferðafólki þykirtil hlýða að hefja árið með slíkri kirkjuferð. Allir eru velkomnir að vera með og þarf ekki að panta far fyrirfram. Næsta helgarferð Útivistarverður þorraferð og þorrablót að Eyjafjöll- um helgina 24,—26. janúar. m Svava Bernharðsdóttir Norræna húsið: Svava Bern- harðsdóttir heldur lág- fiðlutónleika Svava Bernharðs- dóttir heldur víóiutón- leika í Norræna húsinu íkvöld.föstudag, kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Paganini og Shostakov- itch. David Knowles annast undirleik á pfanó og sembal. Svava lauk BA-prófi frá Juilliard-tónlistarskól- anum í New York í fyrra og stefnir að meistara- prófi frá sama skóla í vor. Áður var hún við nám íTónlistarháskólan- um í Haag, en burtfarar- prófi í lágfiðluleik og fiðlukennaraprófi lauk hún frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík vorið 1982. Svava hóf fiölunám 8 ára gömul í Tónlistar- skóla Selfoss. Á ungl- ingsárunum dvaldist hún með fjölskyldu sinni er- lendis og var þá hjá ýms- um kennurum í Eþíópiu og Bandaríkjunum. Rut Ingólfsdóttir var kennari Svövu í Tónlistnrskólan- um í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá MH 1980, snéri Svuva sér að víóluleik við leiðsögn Stephen King og einnig naut hún handleiðslu Mark Reedman innan strengjasveitar Tónlist- arskólans. Svava er styrkþegi Thor Thors sjóðsins, Juilliard-skól- ans og sumarskólans í Aspen í Colorado, þar sem hún var sl. sumar. Gamanleikurinn „Sex í sama rúmi“ verður sýndur f Iðnó f kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30 og annað kvöld á sama tíma. Leikritið var frumsýnt á milli jóla og nýárs og hefur hlotið hinar bestu viðtökur. Höfundarnir eru bresku háðfuglarnir Cooney og Chapman, én þeir hafa skrifað fjölda farsa sem orðið hafa mjög vinsælir á Bretlandi. Verkið fjallar um barnabókaútgefendur sem lenda í ýmiskonar klandri, bæði með kynferðisvandamál sín og anharra. Með helstu hlutverk fara: Þorsteinn Gunnarsson, Valgerður Dan, Kjartan Ragnarsson og Hanna María Karlsdóttir. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson. Striðsárasöngleikurinn „Land míns föður" eftir Kjartan Ragnarsson hefur nú verið sýndur rúmlega 60 sinnum. Uppselt hefur verið á allar sýningar fram til þessa. Athygli skal þó vakin á hlutverkaskipt- um þar sem Steindór Hjörleifsson tekur við af Ágústi Guðmundssyni sem Björn Valdemarsson blaða- fulltrúi bandaríska hersins á íslandi. Einnig tekur Þröstur Leó Gunnarsson við af Ellerti Ingimundar- syni sem hermaður, sjóliði o.fl. Á milli 30—40 manns koma fram í sýningunni, þar á meðal sex manna hljómsveit. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Tónlist samdi Atli Heimir Sveinsson. Hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jóhanns- son, leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson og búninga Guðrún Erla Geirsdóttir. Land míns föður verður næst sýnt á sunnudagskvöld kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur: „Sex í sama rúmi“ fær góðar viðtökur - hlutverkaskipti í „Land míns föður“ ííbIIé |SB 11 ríJIJÍÍr VERKSMIÐJUÚTS FATALAGERSINS byrjar í dag. Aður var verðið lágt, en nú er það miklu lægra. VERDIÐER ÓTRÚLEGT Grandagarði 3, Rvík. S. 29190. *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.