Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 B 3 f r,.t V -ec,* til náms árið 1979 sást þessi sjúk- dómur vart, en nú sér maður hann nær daglega. Klamydia er lang algengasti kynsjúkdómurinn í hin- um vestræna heimi og í þeim mæli að við liggur að tala megi um faraldur. Algengastur er hann hjá fólki á aldrinum 14-25 ára og það verður að teljast alvarlegt mál þegar maður sér jafnvel þrjá unglinga úr sama skólabekknum með þennan sjúkdóm samtímis, en yfirleitt er fólk búið að ganga með klamydiu kynfærasmit þegar það fær augnsýkingu. Þá hefur fólk fengið sjúkdóminn við kynmök en ber síðan bakteríuna sjálft í augun. Það sem gerir klamydiuna erfiða er að fólk getur gengið meö sjúk- dóminn mánuðum eða árum sam- an án þess að gera sér grein fyrir sýkingunni. Hins vegar er tiltölu- lega auðvelt að þekkja augnsýking- una sem einkenninst af óeðlilega rauðþrútnum augum og talsverðri graftrarmyndun í þeim. Sé augn- sýkingin ekki komin á verulega hátt stig er nóg að leita til heimilis- lækna vegna hennar." — Hvað um ofnæmi í augum? „Oftast eru augnofnæmissjúk- dómar fremur vægir, en á hinn „Sólargeislar eru einna helst það í umhverfinu sem getur verið skað- legt, útfjólubláir geislar sem geta valdið skýmyndun fyrr en ell og eru taldir geta skaðað sjónhimnuna og litaskyn. Það sama gildir um útfjólu- bláu geislana í sólarlömpum." bóginn viðvarandi, krónískir sem kallað er. í um 70% tilfella er um að ræða gróðurofnæmi og getur orsökin verið nánast hverskonar planta sem er, jafnvel stofublóm sem blómstra. Rykofnæmi kemur því næst, þ.e. ofnæmi gegn húsa- ryki og þriðja algengasta ofnæmið er húsdýraofnæmi. Einkenni augn- ofnæmis eru einkum þreyta í augum og kláði, en oft ekki meiri en svo að orsakavaldurinn sé Ijós og ekki óalgengt að fólk með augnofnæmi leiti til augnlækna vegna langvarandi þreytu í aug- um.“ — Nú erum við búin að ræða helstu augnsjúkdóma og einkenni þeirra. Hvernig getur fólk varið augun sín, ef svo má að orði komast? Lrýsi og aftur lýsi „Sum vítamín skipta miklu máli fyrir augun, þá sérstaklega a-víta- min og og svo c-vítamín, sem er mikilvægt fyrir slímhimnuna, eins og allan bandvef í líkamanum. A-vítamínskort höfum við lítið þekkt hérlendis, varla þá nema hjá fólki sem neytir ekki feitmetis og tekur ekki lýsi. Einkenni slíks skorts lýsa sér sem væg slím- himnubólga. En af þessu má sjá að húsráðið gamla að við augn- verkjum og þreytu skyldu menn taka lýsi, er enn í fullu gildi. Reynd- ar myndi ég ráðieggja fólki sem finnur til augnþreytu að taka fjöl- vítamín eða lýsi í þrjár vikur eða svo, en leita svo til lækna ef hún ekki lagast af því. Hvað augnvernd varðar þá eru augun býsna sterk og ætluð til notkunar. Þau er ekki hlutur sem eyðist og menn skyldu spara í þeim skilningi." — Þú minntist á gömul húsráð fyrri tíma. Er ekki stór munur á þeim kröfum sem gerðar eru til augnanna í dag miðað við fyrri tíma? „Nútímaþjóðfélag gerir mjög miklar kröfur til sjónarinnar og augnanna, mun meiri en áðurtíðk- aðist og hefur öll skrifborðs- og nærvinna talsvert að segja þar um. Fæstir virðast sleppa hjá lestri eða skrifum í sinni atvinnu þar sem áður fyrr voru störf til sjós og lands þess eðlis að mjög nákvæm og góð sjón skipti ekki endilega öllu máli. Þegar rætt er um nærvinnu þá ber að gæta þess að auk augn- anna sjálfra og sjónhjálpartækja þá koma þar inn í dæmið hlutir eins og vinnustellingar, hvernig fólk ber sig að við vinnuna, hvort það situr stift í stólnum liðlangan daginn eða hvílist inn á milli. Lýs- Mor^unblaðið/Ámi Sæberp ing á vinnustað getur einnig skipt máli, en við venjulega skrifborðs- vinnu er æskilegt að vinnulýsing komi frá skrifborðslampa með 40 eða 60 vatta Ijósaperu, og að Ijósið falli óbeint að, til að minnka endur- kast. Þaö sama á við um vinnu við tölvuskjái, auk þess sem mikilvægt er að skjárinn sé rétt og skýrt stilltur, hvað varðar Ijósmagn, letur og andstæður á skjánum." Sérstök gleraugu við tölvuvinnu „Annars er mikið búið að rann- saka áhrif tölvuskjáa á augu þeirra sem við þá vinna og einnig verður að athuga að talsverður munur er á hvort fólk vinnur langtímum saman við ritvinnslu eða hvort um er að ræða skjái í verslunum eða fyrirtækjum sem notaðir eru í stuttan tíma í senn og með löngum hléum. En menn höfðu lengi vel áhyggjur af þeim möguleika að skjáir gætu valdið bólgum í augum, jafnvel skýmyndun á augasteini, en rannsóknir hafa ekki leitt neitt slfkt í Ijós. Þó getur fólk fundið fyrir óþægindum í slíkri vinnu, en þá er oft spurning hvort um sé að SfflWWÍS r HARöBIwíÞpwsw™ verður haldin á Broadway næstkomandi sunnudag. Sýnendur verða frá hársnyrtistofunum: Góðu útliti — Permu — Salon Ritz — Papillu — Gígju — Carmen — Klapparstíg — Hárbæ — Cléó — Hári og snyrtingu — Hártískunni — Haddi — Rún — Perlu — Hársnyrtistofu Ragnars og Harðar ásamt hópi hársnyrtifólks nýkominn frá Lörrac í Þýskalandi. y Ingó töframaður. Miðar fást hjá: Hárgreiðslustofunni Permu s. 27030, hárgreiðslustofunni Gígju s. 34420, hársnyrtistof- unni Salon Ritz s. 22460 og við innganginn. Húsið opnar kl. 20.00. k, [ {

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.