Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986
B 7
Við kistuna þar sem ballettdótið er geymt, F.v. Helga E. Jónsdóttir og Kristbjörg.
F.v. Kristbjörg Kjeld, Tinna Gunnlaugsdóttir, Katrfn Hall og Guðrún Þórðardóttir.
Leikmyndateiknarinn, Ijósameistarinn, leikstjórinn og dansahöfundurinn. F.v. Jóhann
Sigurjónsson, Páll Ragnarsson, Þórhallur Sigurðsson og Nanna Ólafsdóttir.
sama streng, „það sýnir að Birgir er mjög
næmur á leikhús og hefur lagt mikla vinnu
í verkið, t.a.m. ballettinn. Hann setur sig
á raunsæjan hátt inn í heim ballettdans-
ara, ekki síst í hugarheim Þóreyjar, fyrr-
verandi ballerínu"." Dansararnir eru
sammála um þetta og Katrín bendir á
að í leikritinu snúi ein ballerínan sig á
ökla. Slíkt hið sama hafi gerst hjá einni
í hópnum á æfingu og þær hafi hlegið
eftir á að viðbrögðunum - sem voru nán-
ast eins og gerist í leiknum.
En þó ballettinn skipi stóran sess í
sýningunni, ásamt leiknum, kemur tón-
list, lýsing og leikmynd mikið við sögu.
„Sjónræna hlið verksins er mjög sterk,"
segir höfundurinn, myndlistarmaður að
mennt sem löngum hefur fengist við leik-
myndagerð, sem kannski hefur sitt að
segja. Sameiningu ofangreindra þátta,
þ.e. tónlistar Gunnars Þórðarsonar, leik-
myndar og búninga Sigurjóns Jóhanns-
sonar og lýsingar Páls Ragnarssonar við
leik og dans, segir Þórhallur hafa verið
nokkuð vandaverk. „Þetta samspil er
nokkuð flókið, auk þess sem verkið gerir
miklar kröfur til leikaranna, sérstaklega
Kristbjargar, sem er á sviðinu allan tím-
ann.“ Aðalleikonurnar, Kristbjörg og
Þóra, taka í sama streng og segja verkið
sérstaklega flókið tæknilega. „Það er
mikil nákvæmnisvinna þegar svo margir
þættir spila saman," segir Kristbjörg.
Þær vilja lítið ræða um hlutverk sín sem
systurnar, en segja vinnuna við leikritið
hafa verið sérstaklega skemmtilega. „Svo
finnur maður við að æfa frumuppfærslu
á nýju íslensku leikriti, hvað íslenskir
höfundar eru mikilvægir fyrir íslensk leik-
hús. Þegar nýtt íslenskt verk er sett á
svið, þá er það mikill menningarviðburður
í okkar litla samfélagi," segir Kristbjörg
um verkið sem er eina nýja íslenska
verkið á þessu leikári Þjóðleikhússins.
Og Þóra kinkar kolli, sammála síðasta
ræðumanni.
Samantekt/Vilborg Einarsdóttir
Myndir/Árni Sæberg
Heimilishora
Bergljót Ingólfsdóttir
Hversdags-bakstur
Stöku sinnum dettur
það í okkur að baka
eina köku svona án tilefn-
is, til að eiga eitthvað með
kaffinu, t.d. á laugardags-
eftirmiðdegi handa heimil-
isfólkinu. Þegar þannig
stendur á verða venjulega
fyrir valinu kökur,. sem
fljótlegt er að laga og lítið
umstang við. Margir eru
fljótir að hnoða deig, ekki
síst ef búið er að koma
sér upp stóru og góða
bretti, sem fljótlegt er að
grípa til og þrífa á eftir.
Það er þá um að gera að
finna út, hve mikið magn
passar á brettið og skipta
því niður samkvæmt því.
Gamaldags kringla
5 'h dl hveiti,
2 'h tsk. lyftiduft,
1 dl sykur,
1 tsk. steyttar
kardimommur,
100 gr smjörlíki,
1 egg.
2 dl mjólk,
1 dl rúsínur,
3 matsk. sultaður appel-
sínubörkur,
egg til að pensla með,
möndlur eða perlusykur.
Þurrefnunum blandað
saman í skál, smjörlíkinu
blandað í. Egg og mjólk
er þeytt saman og hrært
í þurrefnin, rúsínur og
börkur settur saman við
og allt hnoðað rösklega
saman i skálinni. Ur deig-
inu er mótaður stór krans
eða kringla og sett beint
á smurða plötuna. Það er
einnig hægt að baka deig-
ið í minni kringlum.
Penslað með eggi, hálf-
ar möndlur settar til
skrauts á víð og dreif eða
perlusykri stráð yfir. Bak-
að í ca. 15 mín. við 225°C.
Kringluna þarf að borða
samdægurs og er best
alveg ný.
Heilhveiti —
kleinuhringir
3egg,
1 bolli Ijós púðursykur,
2 matsk. mjúkt smjörlíki,
2 bollar hveiti,
1 '/2 bolli heilhveiti,
4 tsk. lyftiduft,
1 tsk. salt,
'/2tsk. kanill,
3A bolli mjólk
jurtaolía til að steikja úr,
flórsykurtil skrauts.
Eggin eru þeytt vel með
púðursykrinum og smjör-
líkinu. Þurrefnin, þ.e.
hveiti, heilhveiti, salt, lyfti-
duft og kanill, sigtað vel
saman og bætt út í eggja-
hræruna ásamt mjólkinni,
sett í til skiptis. Breitt yfir
deigið og það geymt í
kæliskáp í um það bil
klukkustund en síðan flatt
út í tæplega eins sm
þykkt. Hringirnir síðan
skornir út með tveimur
misstórum glösum eða
öðru, steiktir í jurtafeiti
eða olíu í um það bil 3
mín. og þarf að snúa þeim
á meðan á steikingu
stendur. Teknir upp með
gataspaða og fitan látin
síga af á pappír. Heitum
hringjunum velt upp úr
flórsykri eða þaktir með
súkkulaðibráð, deigið
nægiríca. 18hringi.
Fiskur í of ni
Fleiri og fleiri kunna
að meta góða fisk-
máltíð og margar aðferðir
eru til að gera fiskinn eftir-
sóknarverðan.
Soðinn fiskur, steiktur
eða bakaður í ofni, allt
getur þetta orðið afbragðs
matur ef hráefnið er gott
og meðhöndlað eins og
þaðá skilið.
Fiskur í fati
800 gr ýsu- eða þorskflök,
2 laukar,
safi úr hálfri sítrónu,
4tómatar,
2 dl. þurrt hvítvín eða fisk-
soð (vatn- og fiskkraftur),
salt og pipar,
'h dl steinselja,
'h dl dill,
'h dl graslaukur
Kryddjurtir eru til þurrk-
aðar í glösum ef ekki er
um nýjar að ræða. Laukur
og tómatar skornir í sneið-
ar, kryddjurtunum bland-
að saman. Fiskur, laukur,
tómatar og kryddjurtir sett
í lög í smurt ofnfast fat,
salt, pipar og sítrónusafi
sett á hvert lag. Hvítvíni
eða fisksoði hellt yfir og
bakað neðst í ofni í 35-45
mín. við 180°C. Kryddjurt-
um stráð yfir efsta lagið
um leið og borið er fram.
Soðnar kartöflur eða
brauð borið með. Ætlað
fyrirfjóra.
Ostagratineraður
fiskur
400 gr rauðsprettuflök,
'A tsk. salt,
'A tsk. nýmalaður pipar,
niðursoðinn aspas (sprot-
ar) ca. 200 gr
Ostasósa:
2 matsk. smjörlíki,
2 matsk. hveiti,
3 dl mjólk og aspassoð,
2 dl rifinn ostur.
Fiskurinn lagður í ofn-
fast fat, aspasinn lagður
yfir, salti og pipar stráð á.
Ostasósan er venjuleg
uppbökuð sósa, smjörlíki,
og hveiti hrært með mjólk
og aspassoði, sósan látin
sjóða í nokkrar mín. en þá
er ostinum bætt út í og
hann látinn bráðna. Sós-
unni hellt yfir fiskinn, sett
neðst í ofninn og bakað í
30—35 mín. við
200—250°C.
Borið fram með kartöfl-
um og grænmeti. Ætlað
fyrir tvo—þrjá.
sMRMMBSBKa'
i rj££ai