Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 Nýjar rannsóknir um nauðsyn dagsbirtu eftir Jane Og)e Flest fólk ver mestu af tíma sínum innan dyra í daufri birtu og lifir þannig mestmegnis í einskonar eilífu rökkri. Slík birta er kannski nægilega góð til lestrar eða til þess að sinna daglegum verkefnum á heimilinu eða í vinnunni, en vísindamenn hafa nýlega komizt að þeirri niðurstöðu að það haf i truflandi áhrif á líkamsstarf semina að lifa og hrærast í svo daufri birtu jafnaðarlega. Geti þetta ástand haft mjög alvarleg áhrif á líkamlega jafnt sem andlega líðan. Vísindamenn mæla eindregið með því að hver og einn sé úti í dagsbirtunni drjúga stund á degi hverjum, en venju- leg dagsbirta er að minnsta kosti hundrað sinnum meiri en sú birta sem venjuleg raflýsing innan dyra gefur kost á. Með dagsbirtu eiga vísindamenn þá ekki við sólskin. Það er hvorki nauðsynlegt né beinlínis ráð- legt. Það eina sem sólskin hefur yfir venjulega dagsbirtu þegar heilsan er annars vegar er, eftir því sem bezt er vitað, D-fjörefnið sem það færir líkamanum. Nægilegt magn af því fæst með því að láta sólina skína á smá- blett í hnakkanum í fimmtán mínútur annan hvern dag. Ljósið sem varpast inn í aug- að á sinn þátt í því að stýra starfsemi líkamans og tempra hana. Mannslíkaminn er marg- slungið kerfi fjölda samofinna þátta eins og annað kvikt í ríki náttúrunnar og starfsemi þessa kerfis er háð taktföstum sveifl- um. Helztu og augljóstustu sveiflurnar eru svefn og vaka. Áhrifa sveiflna líkamsstarfsem- innar gætir í hverju líffæri, vef og frumu af reglubundinni ná- kvæmni. Líkaminn miðar starf- semi sína við innbyggða klukku, ef svo má að orði komast, en samkvæmt þeirri klukku eru 25 stundir í sólarhringnum og ekki 24 stundir eins og þeim hring sem sólin stýrir heiminum eftir. Þetta gerir mannfólkinu kleift að lifa í heiminum eins og hann er og samstilla hina mörgu þætti líkamsstarfseminnar. Langmikilvægasti áhrifavald- urinn í slíkri samstillingu dýra og jurta er sveiflan milli dags- birtu og náttmyrkurs. Þrátt fyrir það var til skamms tíma álitið að Ijósið hefði lítil sem engin áhrif á þessa samstillingu þegar mannfólkið væri annars vegar. Talið var að líkamsklukku manna væri einungis unnt að stilla með skilaboðum úr hinu félagslega umhverfi þeirra, s.s. með mat- artímum og öðrum reglubund- um tímasetningum í daglegu lífi þeirra. Nýjustu rannsóknir hafa hins vegar leitt til þeirrar niður- stöðu að sé Ijósið nógu bjart þá verði það ekki til þess að sam- stilla kerfi líkamsstarfseminnar hjá mönnum. „Við höfum nú öðlazt vitn- eskju um það að það er tvennt sem orsakar samstillingu hjá mannfólkinu," segir dr. Riítger A. Wever hjá Max-Planck-lnstit- ut í Andechs í Vestur-Þýzka- landi, en hann er einn fremsti sérfræðingur veraldar á þessu sviði. Hann varð fyrstur manna til þess að sanna að aukin lýsing hefði þau áhrif að samstilla klukkukerfi líkamans. Hann ráð- leggur fólki mjög eindregið að láta meiri birtu komast að líkam- anum daglega en gengur og gerist um flesta eins og sakir standa. Dr. Daniel F. Kripke, prófessor í geðlækningum við Kaliforníu-háskóla í San Diego, er einn fremsti sérfræðingur Bandaríkjanna varðandi áhrif birtu á heilsufarið, er honum fyllilega sammála. „Ég er á því," segir hann, „að svefnleysi, trufl- anir á hegðunarmynstri og þunglyndi orsakist að miklu leyti af því að fólk fái of litla dagsbirtu eða sé utan dyra á óheppilegum tíma sólarhrings." Hversu mikil þarf dagsbirtan að vera til þess að hafa hin eftirsóknarverðu samstillingar- áhrif? „Maður þarf að minnsta kosti 2 þúsund „lúx" sem jafn- gildir því að fimmtán 100-kerta perur séu logandi í þeirri vistar- veru sem maður dvelst í,“ segir dr. Kripke. Fyrstu niðurstöður dr. Wevers gefa til kynna að samstillingaráhrifin séu ekki nægilega mikil nema menn fái I t I I FERÐAMAL UMSJÓN/Siguröur Siguröarson Hálendisferðir að vetrarlagi Idesember fara fræknir skíða- göngumenn að huga að löng- um gönguferöum um hálendið seinni hluta vetrar. Á síðustu árum er það orðið æ algengara að hópar skíðamanna fari um hálendi landsins í viku til tíu daga ferðir. Flestir fara um páskana. Lagt er upp föstudag eða laugardag í vikunni fyrir páska og miðað við að koma á áfangastað á laugardeginum fyrir páska, en eiga páskadag- ana upp á að hlaupa dragist ferðin á langinn af einhverjum orsökum. Um hverja páska leggja hópar á Kjöl og Sprengisand. Margir leggja upp á Sprengisand úr Eyjafjarðardölum eða úr Bárð- ardal. í allflestum tilvikum er komið við í skálum Ferðafélags íslands í Nýjadal. Þaðan fara flestir suður í Sigöldu þar sem þeir eru sóttir. Leiðin yfir Kjöl liggur annað hvort úr Svartárdal eða frá Mælifelli í Skagafirði, en þaðan er hin hefðbundna leið. í óllum tilfellum er komið við á Hvera- völlum, enda munaður að kom- ast í heitt bað. Þá er gengið um Þjófadali og suður í Hvítárnes og þaðan yfir Bláfellsháls suður að Geysi, þar sem ferðalangarn- ir eru sóttir. Þá má ekki gleyma hinum vinsælu Landmannalaugaferð- um. Alltaf fara nokkrir hópar skíðagöngumanna inn í Land- mannalaugar. Nefna má að Ferðafélag íslands stendur fyrir slíkri ferð um páskana. Séu snjóalög góð er vinsælt að ganga frá Sigöldu inn í Land- mannalaugar og þaðan suður í Þórsmörk. Jafnvel er það til í dæminu að þrekmiklir skíða- göngumenn haldi áfram og fari yfir Fimmvörðuháls og endi ferð- ina að Skógum. Þá má nefna aðra nokkuð fjölfarna leið en þá er lagt upp frá Þingvöllum og farið um Hlöðuvelli og endað í Haukadal. Norðanlands má nefna ferðir Ferðalangui íhálendisferð jm Peystareykjasvæðið, um Ódáðahraun og inn í Öskju, en það er löng leið, um 10 daga. Pá eru þeir til sem ganga á skíð- um inn í Fiörðu. Það er ekki að ástæðulausu að ferðamenn hugi núna að ferðum sínum um páskana. Há- lendisferðir að vetrarlagi eru mjög erfiðar og nauðsynlegar að skipuleggja allt vel og vand- lega. Gera þarf nákvæman lista yfir farangur og mat. Til er í dæminu að ferðalangar reyni útbúnað sinn í reynsluferð þegar líða tekur á febrúar. Nauðsyn- legt er að kanna vandlega þá leið sem fyrirhugað er að fara svo ekkert fari nú úrskeiðis. Leiðangursmenn þurfa að kunna á landakort og áttavita og verða að vera vel á sig komnirlíkamlega. Framkvæmdir í Dyrfjöllum Fyfirhuguð hitaveitulögn Hitaveitu Reykjavíkur frá Nesjavöllum til Reykjavíkur mun hafa í för með sér talsverða röskun á landi. Hitaveitan hyggst leggja leiðslu allt frá Nesjavöllum að Grafarholti, þar sem stórir heitavatnsgeymar hafa verið byggðir. Þaðan verð- ur heitu vatninu svo miðlað um höfuðborgarsvæðið. Ekki fer hjá því að leiðslan verði mjög áber- andi í landslaginu, þó svo að reynt verði að hjúpa hana felulit- um. Einkum er hætt við að Dyrfjöll í Grafningi breyti nokkuð um svip. Dyrfjöll eru hálendasta svæðið, sem lögnin verður lögð um. Þarna er tæknilega nokkuð erfitt að leggja heitavatnspípur. Landið er í rúmlega 400 m hæð og háttar þannig, að gróðursælir dalir og móbergshryggir skipt- ast á, sem gerir það að verkum, að Dyrfjöllin henta mjög vel til útivistar. Meginhluti Dyrfjalla heyrir til Nesjavöllum, en þeir eru í eign Reykjavíkurborgar. Dyrfjöll draga nafn sitt af svonefndum Dyrum, skarði í austurhlíðum Dyrdals. Um það skarð liggur forn þjóðleið milli byggðarinnar við sunnanverðan Faxaflóa og uppsveita Árnes- sýslu. Hinn forni Dyrvegur lá frá Elliðakoti, skammt fyrir austan Lækjarbotna, yfir Mosfellsheiði, yfir Dyrdali og niður í Grafning. Frá sunnanverðum Faxaflóa lágu að auki tvær aðrar höfuð- leiðir. Sú fjölfarnasta var að sjálfsögðu leiöin yfir Hellisheiði, þ.e. upp Lögberg, yfir Sandskeið og Svínahraun, um Hellisskarð og yfir Hellisheiði og niður í Ölfus. Hið leiðin var Selvogs- gata, sem tengdi saman sunn- anverðan Faxaflóa og á sunnan- verðan Reykjaneskaga, en þar vart.d. talsverð útgerð. Vegna aðstæðna í Dyrfjöllum verður ekki hjá því komist að nokkuð jarðrask fylgi fram- kvæmdum. Nefna má að útilok- að er að leggja leiðsluna án þess að byggja upp vegg með- fram henni. Eftir að fram- kvæmdum lýkur, tryggir vegur- inn að viðhald á leiðslunni verð- urauðveldara. Sérfræðingar hafa bent á tvo möguleika við framkvæmdirnar. Sá fyrri er í því fólginn, leiðslan verði lögð með landslaginu. Sá ókostur er þó samfara, að ekki er hægt að leggja veginn með landslaginu vegna gífurlegs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.