Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986
HEILSAN
Augnsjúkdómar
og sjónheilsan
Rætt við
Ólaf Grétar
Guðmundsson,
augnlækni
assaðu bara augun þín, þau eru það dýrmætasta sem þú átt." Ekki skal hér lagður
dómur á þessa staðhæfingu sem einni ágætri ömmu varð ósjaldan að orði við barna-
börn sín, ung og alsjáandi gagnstætt því sem gerðist með gömlu konuna. Hins vegar
deilir enginn um dýrmæti og mikilvægi þess að hafa góða sjón, ekki síst í þjóðfélagi
nútímans sem gerir miklar kröfur til sjónarinnar. Við íslendingar erum talsvert vel á
vegi staddir í baráttunni gegn augnsjúkdómum og höfum nokkra sérstöðu í þeim efnum,
m.a. hvað því viðkemur að flestir þeir sem eiga við einhverskonar augnvandamál að
stríða leita til augnlækna, sem eru fleiri hér miðað við höfðatölu en víða annars staðar.
Þannig t.d. annast augnlæknar gleraugnamælingar í meira mæli hérlendis en erlendis.
Þar eru slíkar mælingar mikið til í höndum optikera. Þetta er þó ekki sagt optikerum
til lasts, en vegna þess að íslenskir augnlæknar annast gleraugnamælingar að mestu
gefst þeim kostur á að skoða í leiðinni flesta þá sem þurfa á sjónhjálpartækjum að
halda og eiga við augnsjúkdóma að stríða, jafnvel þó á mjög vægu stigi sé. Á íslandi
starfareinnaugnlæknirá u.þ.þ. hverja 12.000 fbúa til samanburðarvið einn augnlækni
á hverja 25.000 - 30.000 íbúa á Norðurlöndunum.
Úr hæstu blindu-
tíðni í þá lægstu
Ofangreindu og öðru til eigum
við því líklegast að þakka stað-
reyndir sem slíkar að í dag er ís-
land á meðal þeirra Evrópulanda
sem hvað lægsta blindutíðni hafa,
en fram að árinu 1950 vorum við
með hæstu blindutíðni í Evrópu,
aðallega af völdum gláku. En þó
að glákan sem blinduorsök hafi
hopað í viðureigninni við lækna og
lyf niður í að vera orsakavaldur um
17% blindutilfella á íslandi, eru
ýmsir sjúkdómar aðrir sem huga
þarf að. Þar má nefna algengustu
blinduorsök í hinum vestræna
heimi í dag, ellihrörnun í sjón-
himnu. Sjúkdómur sem læknar
standa nokkuð varnarlausir gagn-
vart. En augnsjúkdómar þurfa ekki
að orsaka blindu til að teljast alvar-
legir og oft er það mikið undir
einstaklingnum sjálfum komið
hvernig sjónin þróast. „íslendingar
eru almennt varkárir með sjónina
og hér er ágætt kerfi varðandi
forskóla- og skólabörn, sem reglu-
lega eru sjónprófuð í gegnum sína
skólagöngu," segir Ólafur Grétar
Guðmundsson, augnlæknir sem
við báðum um að fræða okkur
dálítið um þessi mál. Ólafur er
augnlæknir, sem eftir nám á augn-
deild Landakotsspítala hélt til sér-
náms, fyrst í Noregi og síöar í
Boston, Bandaríkjunum og eru
sérsvið hans hornhimnusjúkdómar
og augnónæmisfræði, en á síöar-
nefnda sviðinu hafa rannsóknir
hans aðallega verið. „Fyrir okkur
augnlækna er það eitt mesta
vandamálið, að minu áiiti, að við
sjáum ekki allt það eldra fólk sem
við þyrftum að sjá. Eldra fólk
kemur oft ekki til augnlækna nema
að það sé þangað boðað eöa sent
af öðrum læknum. Það virðist
veigra sér við að fara á læknastof-
ur þar sem ekki er hægt að ganga
beint inn af götunni og fá tíma.
Þetta er hins vegar það fólk sem
við þurfum helst að ná til og raunar
held ég að það væri ekki vitlaust
ef hægt væri að koma á einhvers-
konar boðunarkerfi sem sæi til
þess að ellilífeyrisþegar kæmu
reglulega til augnlækna."
Þriðjungur þjóð-
arinnar með
sjónlagsgalla
— Hvaða augnsjúkdómar eru
það aðallega sem hrjá íslendinga?
„Ef við tökum það í heildina, þá
er verulegur hluti þjóðarinnar með
einhverja sjónlagsgalla, þ.e. fjar-
sýni, nærsýni eða sjónskekkju,
sem geta skipt máli. Líklega er það
um þriðjungur þjóðarinnar sem er
með einhvern þessara galla í þeim
mæli að það hái fólki í daglega líf-
inu,“ segir Ólafur Grétar og nefnir
að fjarsýni sé hvað mest áberandi
í þessum efnum. „Á fjærsýni fer
þó ekki að bera mikið fyrr en fólk
er komið um fertugsaldurinn. Á
hinn bóginn er nærsýni algengt
vandamál á meðal unglinga og
ungs fólks og það þarf tiltölulega
litla nærsýni til að sjá verulega illa
frá sér. Nærsýnin kemur oftast
fram á aldrinum 8-14 ára.“
— Varðandi fjærsýnina, hvað
veldur?
„Við getum skipt fjærsýni í tvo
flokka. Annars vegar er um að
ræða svokallaða lestrarfjærsýni,
sem kemurtil þegaraugasteinninn
stífnar og hættir að geta breytt
lögun sinni. Þetta vandamál hrjáir
næstum alla yfir 45 - 50 ára aldri.
Þar fyrir utan er hluti fólks með
meðfædda leynda fjærsýni sem
oftast kemur í Ijós um svipað leyti
og lestrarfjærsýnin bætist þá við
hana."
— Gerir fólk sér oftast grein
fyrir sínum sjónlagsgöllum?
„í flestum tilvikum er um að
ræða galla sem fólk uppgötvar
sjálft eða þá aðrir benda því á, t.d.
skóla- eða heilsugæslulæknar eða
þá skólahjúkrunarfræðingar,
stundum ættingjar og vinir. Hvað
sjónlagsgalla varðar þá skiptir
miklu máli að fólk leiti strax til
læknis og þeir koma í Ijós, gallarnir
séu leiðréttir og það sem ekki
skiptir minna máli, að þeirri leið-
réttingu sé fylgt eftir. Nærsýni
t.a.m. getur verið að breytast í 10
-15 ár. Eins er með aldursfjærsýn-
ina, hún getur verið að breytast í
meira en áratug, þannig að á þeim
tíma þurfi nokkrum sinnum að
skipta um gleraugu.
Algengar ástæður fyrir óþæg-
indum í augum eru auk sjónlags-
galla, augnsjúkdómar," segir Ólaf-
I„Það verður að
teljast alvar-
legt þegar
maðursér jafn-
vel þrjá ungl-
ingaúrsama
skólabekknum
samtímis með
slímhimnu-
bólgu vegna
klamydiu."
ur Grétar og nefnir bólgusjúkdóma
þar framarlega í flokki, hvarma-
bólgur sérstaklega, en þær flokk-
ast að vissu leyti til húðsjúkdóma
og lýsa sér í ofþornun, hreistri og
hrúðri bæði á augnhvörmunum og
í rótum augnhára. Hvarmabólgur
geta valdið slímhimnubólgu eða
hornhimnubólgu." Helstu einkenni
hvarmabólga eru sviði, bruni og
aðskotahlutstilfinning í augum.
Stírur og þreytutilfinning eru hvað
verstar á morgnana þegar fólk er
nývaknað, tárin í augunum lítið
farin að flota og bakteríurnar búnar
að leika lausum hala á meðan sofið
var. Tár eru hins vegar bakteríu-
drepandi þannig aö afleiðingarnar
fara minnkandi þegar á líður dag-
inn, gagnstætt því sem gerist hvað
óleiðrétta sjónskekkju eða fjærsýni
varðar."
Slímhimnubólga
vegna klamidíu-
sýkingar — vax-
andi vandamál
— Er . slímhimnubólga algengt
vandamál?
„Sú tegund hennar sem er veru-
legt og vaxandi vandamál er slím-
himnubóiga sem afleiðing klamyd-
iu sýkingar. Áður en ég hélt utan
Afmæliskaka er ómissandi
í hverju afmælisboði. Síð-
asta föstudag fjölluðum við um
barnaafmæli og birtum upp-
skrift af skúffuköku ásamt
mynd af einni slíkri er hafði
verið listilega skreytt.
Hér birtum við 3 myndir til
viðbótar. Hugmyndin sem
skreyta á kökuna með, er teikn-
uð á smjörpappír og klippt út.
Hægt er að nýta alla kökuna
eins og sést á myndum 1 og
3. Þá er útklippta myndin sett
á kökuna og krem sett þar í
kring. Síðan er myndin tekin
af og annar litur settur innan í.
Kakan er síðan skreytt með
sælgæti, t.d. lakkrís og súkku-
laðitöflum.
Kremið er venjulegt smjör-
krem og matarlitur settur út í
til þess að fá hina ýmsu liti.
AFMÆLISKÖKUR