Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986 á líður senn að því að mál skýrist hvað varðar kvik- myndagerð á (slandi í ár, en að sögn Guðbrands Gíslasonar, framkvæmda- stjóra Kvikmyndasjóðs, lýk- ur úthlutunarnefnd sjóðsins störfum nú um mánaðamótin. Alls bárust sjóðnum 37 umsóknir fyrir þessa úthlutun, þar af fimm umsóknir vegna gerðar leikinna kvik- mynda, fimmtán umsóknir um styrki vegna heimildamynda, níu vegna handritagerðar, einn vegna brúðuleikskvikmyndar, fjórar umsóknir bárust um dreifingarstyrki og tvær um styrki vegna undirbúnings að leiknum kvikmyndum. „Þessu hefur öllu heldur fækkað," segir Guðbrandur Gísla- son. „í ár eru sjóðnum úthlutaðar 16 millj- ónum króna, en samkvæmt lögum um hann ættu þar að vera 48 milljónir króna. Kvikmyndasjóður fer því ekki varhluta af þeim niðurskurði sem á sér stað innan rík- issjóðs, en vissulega er þessi niðurskurður mikill og kemur mjög illa við íslenska kvik- myndagerð. Það er dýrt að halda henni gangandi, en að mínu mati enn dýrara að missa hæfa kvikmyndagerðarmenn úr faginu vegna þess að þeir hafa hvorki bolmagn til að fjármagna það né nægilegan utanaðkomandi stuðning. Þetta er hins vegar atriði sem fjármálaráðherra gerir sér fulla grein fyrir og maður vonar að ekki sé öll nótt úti enn. Þá hefur menntamálaráð- herra heitið því að beita sér hart fyrir því að fjárveiting til sjóðsins verði aukin á þessu ári," segir Guðbrandur. Af þeim kvikmyndagerðarmönnum sem hyggjast leggja kvikmyndagerðinni lið sitt á komandi sumri — með þeim formerkjum og Gísli Alfreðsson. Kvikmyndafélagið NÝTT LÍF með leikstjórann Þráinn Bertels- son í fararbroddi hyggur ennfremur á kvik- myndagerð í sumar sem endranær, auk þess sem Þráinn mun í ár vinna að hand- riti fyrir þýska framleiðendur, að kvikmynd sem verðurtekin ’87. „Skytturnar" er vinnuheiti á kvikmynda- handriti þeirra EINARS KÁRASONAR, rit- höfundar, og FRIÐRIKS ÞÓRS FRIÐRIKS- SONAR, kvikmyndagerðarmanns, sem mun leikstýra myndinni og framleiða hana, en handritið skrifuðu þeir eftir að hafa fengið til þess styrk frá kvikmyndasjóði á liðnu ári. Áð sögn Friðriks Þórs er þar um að ræða kvikmynd þar sem ýmsum kvik- myndaformum er steypt saman, „þetta er að hluta til sálfræðilegur hrellir, að hluta til gamanmynd og að hluta til „road-movie" sem gerist á leið frá einum stað til ann- ars." Fjárhagsáætlun fyrir. „Skytturnar" hljóðar upp á 12,2 milljónir króna og veröur hafist handa í júlímánuði ef fjárveiting fæst til verksins. Af fyrirtæki Friðriks Þórs og fleiri manna, ÍSLENSKU KVIKMYNDA- SAMSTEYPUNNI, er annars það að frétta að kvikmyndatökum fyrir heimildamynd sem fyrirtækið hefur unnið að síðan 1980 um Bubba Morthens er senn lokið, „elstu tökurnar eru frá Utangarðsmönnum 1980 og við ætlum að setja punktinn yfir i-ið með samningnum sem hann gerði í Svíþjóð og plötu sem kemur út í haust," segir Friðrik Þór. Af öðrum heimildarmyndum sem líta dagsins Ijós á árinu má nefna Reykjavíkur- myndina sem HRAFN GUNNLAUGSSON, leikstjóri, hefur gert undanfarið í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. Kvikmynda- tökum fyrir hana er alfarið lokið, en Tony Fossberg annaðist þær, og vinnsla á því stigi nú að Gunnar Smári Reynisson, hljóð- Menntamálaráðherra vill auka fjárveitingu til Kvikmyndasjóðs á þessu ári þó að slík ákvöröun verði ekki endanlega tekin fyrr en úthlutunin liggjur Ijós fyrir — má nefna að kvikmyndafólagið UMBI sf., sem á sínum tíma gerði myndina „Skilaboð til Söndru", hyggst leggja út í gerð gaman- myndar eftir handriti Guðnýjar Halldórs- dóttur, kvikmyndagerðarmanns, en Umba skipa auk hennar þær Kristín Pálsdóttir, Ragnheiður Harvey og Ingibjörg Briem. Þá sótti EYVINDUR ERLENDSSON, kvik- myndagerðarmaður í annað sinn um styrk vegna „Erindleysunnar miklu", en handritiö að þeirri kvikmynd lá fyrir á liðnu ári. Ey- vindur kveðst hafa notað tímann til að fullvinna undirbúning myndarinnar, sem verður kvikmynduð á Sauðárkróki, Hofsósi, í Skagafjarðardölunum og eins og leið ligg- ur suður til Reykjavíkur. Reyndar dálítið lengra því að hluti hennar verður tekinn í Hollandi. Haraldur Friöriksson verður kvik- myndatökumaður myndarinnar og helstu leikarar þeir Arnar Jónsson, Helgi Skúlason HÁRGREIÐSLA AF KVIKMYNDAGERÐ Á ÍSLANDI GEOMETRIC hár fyrir sumarið ’86 Þá er búið að leggja línuna fyrir hártískuna sumarið '86, GEOMETRIC eins og hún nefnist, en það var gert hjá Haute Coiffure Francaise-samtökunum í París dagana 27. og 28. janúar. Tveir hárgreiðslumeistarar úr íslenska Intercoiffure- hópnum fóru á þessa 82. kynningu samtakanna, þær Bára Kemp og Elsa Haraldsdóttir og ieituðum við til þeirra til að sýna okkur við hverju mætti búast með hækkandi sól. Að vanda fylgir hárgreiðslulínan straumum og stefnum í fata- tískunni og að þessu sinni var það tískuhúsið CHLOÉ sem lagði litríka línu í fatnaði með GEOMETRIC hárgreiðslunni. Reyndar er ekki um að ræða eina ákveðna hárgreiðslu, heldur þrjú afkvæmi sömu línunnar sem er í grófum dráttum þannig lýst að hliðar eru heilar og dregnar fram í andlitið, og topparnir stuttir, þverir eða frjálsir. Hárliturinn er nokkuð frjáls en talsverður gljái á hárinu. Og útkoman, hana sjáum við hér á myndunum af þeim Höllu Hauksdóttur, Örnu Reynisdóttur og Áslaugu Jóns- dóttur, eftir að meistararnir tveir, Elsa Haraldsdóttir og Bára Kemp, höfðu meðhöndlað hár þeirra geometrískt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.