Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 28. FEBRtJAR 1986 LJÓSMYNDUN Eftirminnilegar fréttaljósmyndir Fréttaljósmyndun er sá þðttur blaðamennsku sem hvað síst fer á milli mðla - hluturinn er eins og hann er á myndlnnl og þvf verður ekki breytt, hvort heldur hann sýnir gleði eða sorg, það sem okkur þykir þægilegt að sjá eða óþægilegt. En fréttaljósmyndun, eins og Ragnar Axelsson bendir á, er einfaldlega nútímaskráning á mann- kynnssögunni. Við birtum hér í dag fyrri hluta eftirminni- ; legra Ijósmynda, sem við báðum nokkra íslenska blaða- ‘ Ijósmyndara um að velja úr starfi sínu. Starfi sem aðrir ihafa misjafna skoðun á — sumum finnst óþarfi að Ijós- myndarar „séu að flækjast fyrir með myndavélar“, kalla ! þá jafnvel örgustu ónöfnum, eins og Sveinn Þormóðsson minntist á. „Það hefur líka gerst að menn sem eru æfir og dónalegir í garð Ijósmyndara meðan eitthvað er að ! gerast, koma svo til okkar daginn eftir og vilja endilega fá að eiga eintök af myndunum sem þeir voru að reyna að eyðileggja fyrlr okkur að ná," segir Ragnar Axelsson. En þeir eru öllu ffleiri sem skilja tilgang fréttaljósmyndunar og virða og hvað sem öðru líður þá verður að segjast að mikið væri heimsmyndin okkar fátækleg ef ekki nyti fréttaljósmyndarinnar. Fréttaljósmyndarar vlnna við misjafnar aðstæður, jafn misjafnar og myndefnin eru margvísleg og oft er mlkið á sig lagt, upp á von og óvon um hvort vel takist tll. Stundum tekst það ekki og stundum tekst það — og þegar það gerist, svo við vitnum í annan Ijósmyndara, Gunnar Andrésson — þá er líðanln eins og eftir unninn íþróttaleik. Það er mikið búið að hafa fyrir sigrinum en þegar hann er í höfn, fylllst maður einlægri barnslegri gleði. Það er þetta sem gerir starfið dýrmætara enmörgönnur. - VE Guðjón Ein- arsson tók þessa mynd árið 1968, nánar tiltek- ið júní. „Það sem gerðist þarna var að ungum manni tókst að draga NATO-fánann niður þar sem hann blakti fyrir framan Hótel Sögu, á meðan setningarat- höfn ráðherrafundar stóð yfir í Háskólabíó. Lögreglumenn höfðu ekki orðið atburðarins varir, en litli piccalo-drengur- inn í dyragæslunni á Sögu brá skjótt við, náði í enda fánakaðalsins og þeir toguð- ust þarna á um fánann," segir Guðjón um þennan atburð. Bætir svo við að þessi mynd hafi á sinn hátt markað þátta- skil í samstarfi sínu við lög- regluna og skilning hennar á gildi fréttaljósmynda. „Rannsóknarlögreglan hringdi í mig strax kl. 7 morg- uninn á eftir og bað um myndina sem þá hafði birst á forsíðu Tímans og hún var auðfengin. Nú, það má líka geta þess að sama dag sagði Þjóðviljinn í forsíðufrétt að NATO-fáninn hefði verið dreginn niður og rifinn í tætl- ur. En í framhaldi af þessari mynd var piccalo-drengurinn heiðraður af NATO," segir Guðjón. „Þetta er ágætt dæmi um nákvæmlega það sem frétta- Ijósmynd er, eitt augnablik og svo búið. Hana er aldrei hægt að endurtaka." Eins og fram kom birtist myndin í Tíman- um, en hjá því blaði hefur Guðjón verið fastráðinn i 38 ár, lengst af sem Ijósmyndari. g valdi þessa mynd, því þó mikið hafi verið myndað af hlutum, slysum og þvílíku um dagana, sem maður hefur þá reynt að brynja sig fyrir, þá er þetta sá atburður sem hvað mest snerti mig. Það var ekki annað hægt," segir SVEINN ÞORMÓÐSSON sem tók þessa mynd af lokaviður- eigninni í „hundamálinu á Framnesvegi" sem frægt var 1984. „Það sem hafði gerst þegar myndin var tekin, var að hundurinn, sem ég vil meina að hafi bara verið orðinn hræddur — það er jú hægt að gera þá vitlausa úr hræðslu rétt eins og mannfólkið, hafði verið teymdur af lögreglunni en hálsólin smokrast fram af höfðinu í látunum. Við það var stokkið á hann og dýrið snúið niður. Sjálfsagt hefðu svona viðbrögð verið rétt ef um óargadýr hefði verið að ræða, en þennan hund átti bara að láta í friði eftir aö hann var kominn niður í kjallara heima hjá sér og var þar rólegur," segir Sveinn, sem ágætlega þekkir til hunda og sést ósjaldan á ferð með sinn eigin hund í bifreiöinni. „Reyndar er hann full passasamur með tækin í bílnum svo ég skil hann stundum eftir heima." Blaðaljósmyndunin hófst snemma hjá Sveini Þormóössyni, eða á þeim tíma sem hann var sendibílstjóri á Nýju bílastöðinni og tók þá oft myndir á ferðum sínum, bæði fréttamyndir og íþróttamyndir og seldi blöðunum, oftast Atla Steinarssyni á Morgunblaðinu. Þar hóf hann svo störf sem blaðaljósmyndari og gekk í blaðamanna- félagið 1956. Á Morgunblaöinu starfaði Sveinn til ársins 1976, en hóf þá störf á Dagblaðinu og starfar þar enn. ú verður að fá myndina af því þegar kviknaði í á Sögu," sagði einn Ijósmyndari þegar hann heyrði af fréttaljósmyndaopnunni. Sú mynd sem við var átt var tekin 1968 af BRAGA GUÐMUNDSSYNI, þáver- andi blaðaljósmyndara og núverandi filmuskeytingarmanni á Dag- blaðinu, en hvað Ijósmyndunina varðar þá er Björn „fæddur og uppal- inn á Vísi sáluga," eins og hann kemst sjálfur að orði. Á Vísi hóf hann Ijósmyndarastörfin 1962 og hefur verið viðloðandi þau í 24 ár. "Myndin er nú eftirminnileg fyrir húmorinn í henni. Þetta var á sumardaginn fyrsta í hádeginu. Ég stóð þarna uppi á girðingu í vesturbænum og var að mynda skrúð- göngu sem kom frá Melaskólanum, þegar ég só að öll skrúðgangan hættir að horfa fram á við og fer að horfa upp í loft. Ekki að ástæðulausu því upp úr Hótel Sögu blasti við reykjarstrókur. Ég gleymdi skrúðgöngunni með það sama og fór upp á hótel, en þá voru gestirnir varla búnir að átta sig á hvað væri að gerast, þrátt fyrir slökkviliðsmenn á staðnum — eins og sést nú.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.