Morgunblaðið - 28.02.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 28.02.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986 B 7 að er ekki undarlegt þó eldgosið á Heimaey sé ofarlega í huga þeirra fréttamanna sem um það fjölluðu, hvort heldur var með myndavél eða penna. „Þessi atburður skákar án efa öllu öðru sem maður hefur upplifað í starfinu og líklega á ekki önnur kynslóð íslenskra blaðamanna eftir að upplifa annað eins,“ segir GUNNAR ANDRÉSSON, Ijósmyndari, sem ætti að hafa þokkalegan samanburð. Hann byrjaöi ferilinn á Tímanum — og var Tímamynd/Gunnar í 13 ár — og fluttist þaðan á Vísi '78 og svo á DV við sameiningu blaðanna og þar starfar hann í dag. „Ég var kominn út í Eyjar einum og hálfum klukkutíma eftir að gos hófst og var þar með annan fótinn allan gostímann. Það var skrýtin tilfinning að fljúga austur yfir heiðar, sjá Ijósbjarmann í hafinu, mæta flotanum sem ferjaði fólkið til lands og lenda svo á flugvellinum þar sem verið var að flytja fólk af sjúkrahúsinu og elliheimilinu í flugvél- um og þyrlum til lands — og svei mér þá ef mann langaði ekki bara að fá að fljóta með til baka. Þetta var allt eitthvað svo fjarrænt og þó að gosið hafi staðið yfir í nokkra mánuði þá las maöur og hlustaði á allt sem því viðkom alltaf með sama áhuganum. Einhverntíma var ég staddur á heimili foreldra Árna Johnsen, en það varð einskonar athvarf blaðamanna í Eyjum. Var þá að horfa á sjónvarpið, sem sýndi myndir frá gosinu á sama tíma og ég sat í bjarmanum af því og húsið nötraði vegna hræringanna. Það væri synd að segja að þarna hefði ekki veriö um „lifandi fréttaflutning" að ræða," segir Gunnar og bætir við: „eða þá að sitja á bæjarstjórnarfundi morguninn eftir að gos hófst og hlusta á ályktun bæjarstjórnar sem lauk á því að menn báðu Guð að hjálpa sér og litu síðan vonlitlir út í öskufallið. Þessi mynd var tekin á einum mesta tjónasólar- hringnum í sögu gosins. „Um daginn hafði rafstöð- in farið undir hraun og ég var sendur til að mynda hana. Tók mérfar í Flugleiðavél sem var í áætlunar- flugi, en ílengdist við myndatökuna og missti af vélinni til baka. Var því strandaglópur og ekki beint klæddur til þess, en menn voru liðlegir og lánuðu mér skjólfatnað. Nú, um nóttina gerist svo þessi atburður að heil gata fer undir hraunjaðarinn og reyndar tugir húsa, Hraðfrystistöðin þeirra á meðal og myndin ertekin þar sem hraunið kveikir í húsun- um hægt og bítandi, ýtir á svo þau ganga til og fer svo loks yfir þau. Á þennan kraft náttúruaflanna horfa menn með óttablandinni viröingu, án þess að geta nokkrum vörnum komið við . . . og það var ekki laust við að sumir táruðust í vanmætti sínum." Það sem gerir þessa mynd eftir- minnilega er eiginlega sagan í kringum hana frekar en myndin sjálf," segir RAGNAR AXELSSON — RAX — eins og hann merkir myndir sínar, en hann hóf störf á Morgunblaöinu 16 ára gamall og átti svo 10 ára starfsafmæli sem Ijósmyndari blaðsins í byrjun þessa árs. „Myndina tók ég 2. mars 1983 þegar verið var að bjarga skipbrotsmönnum á Hafrúnu (S 400, sem hafði strandaö við Stigahlíð í ísafjaröardjúpi. Þá höfðum við Árni Johnsen, blaðamaður, fylgst með málinu í Reykjavík og ætluðum upphaflega að fljúga vestur sjálfir. Flugskilyrði voru hins vegar afleit og við sáum að það var engin leið að komast þangað nema í þyrlu. Frönsku Puma-þyrlurnar voru á þessum tíma hértil reynslu og við hringdum í riL gmálastjóra til aö athuga hvort við gætum fengiö að fara með svoleiðis þyrlu. Því var bjargað þannig að einn mátti fara með og blaðamaðurinn varð því eftir í bænum, en okkur var gert Ijóst að þyrlan væri um þaö bil að fara í loftiö og við yrðum að koma strax, þaö yrði ekki beðið. Eg held að við höfum fariö öfugt allar einstefnugötur í fátinu sem varð við að koma mér út á flugvöll, en þegar þangað kom voru sjónvarpsmenn mættir og Ijós- myndari Tímans sem þá var Árni Sæberg, sem átti að fá að fara með ef ég hefði ekki komið á réttum tíma. Þegar ég svo kom sagði flugmaðurinn að því miður yrði Árni að yfirgefa þyrluna því að við kæmumst ekki allir með, Morgunblaðinu og sjónvarpinu hefði verið lofað plássinu á undan. Ég var að segja má á skyrtunni og notaöi tækifærið til að fá lánaða úlpu og eitthvað fleira hjá Árna um leið og hann yfirgaf vélina — var nú reyndar að hugsa um að hringja upp á Tíma seinna til að þakka fyrir lánið á henni líka, þegar þáverandi ritstjóri skrifaði um þetta atvik sem dæmi um fá- dæma yfirgang Morgunblaðsins! Þegar við svo komum á staðinn var landhelgisþyrlan byrjuð að hífa upp skipsbrotsmennina og var svo þétt við bjargið að spaðinn nánast strauk það. Svo voru nokkrir hífðir upp í Puma-þyrluna og þá var myndin tekin. Veðrið var hins vegar snarvitlaust, mikill titringur í þyrlunni og báðar myndavélarnar sem ég fór með í túrinn komu ónýtar heim, önnur datt í sundur stuttu eftir að þessi mynd var tekin og hin dó á leiðinni í bæinn. Og ekki fór starfsbróðir- inn á Tímanum betur út úr ævintýrinu því að hann var sendur í flugvél á eftir okkur og marðist allur í framan við að reyna að mynda í veltingnum, úlpu- laus." rwwnni»lh ttnsHilUUií Uranus fundinn og skipshöfn hans heil á húfi Fagnaðarbylgja fór um Reykjavík, er gleðitíðindin bárust ..Mmúltutjur gti<V livaA niaAur cr búiim aö vcru hræddur ...“ Seniliterki togoi<»r.t voru biluð CltlUI i:i rUNDINM É,-<m4H«uí fll tlí wi. «.1, I-í* t. »UI | bit •>>* Í V.+MMÍ . Srir rH « lafcBU. bcÍM. IM M Í.IU.-* >*i 11*=»« ii V=b«i .1 iwn. Ilvað .vuður 11 Lúinu a8 vMa hm-dilur r+« |»ic t-»ir ri :«•* I **«.»; CLkr .l* |ui « il-u.:.:;*' Il«nt Ugnaíurbylciá jgJ^ylSfJSTMiú r L ■=■ t-*-*f*i Móttökufœki Úranusar virk en sendifœkin ónofhœf Samfal við islenzku I ... * I L« leÍMrawtwiMW leitarmennina . KKAX h»:i.t*n i kM'r-. Irfar ‘-.k t.cKlll* lclflhlviia. l k+M ■^nmUm'hvvM.'Htna «**"•»•»»« v : -- -- iiir im+-.= M *!mi» K.n»,H,.Kn„s,Ti|i |i-.|„rr.„i:,*u„ i„„*. .1 ,.im»j«f«i~ ^ «»lár»a»mvTlh-»l|F«l*khJ. , MIL ' j «vr-Wiw^h.m«Tí.+ ..„Z! —u. • „*1. «**» M-.vr „M.I**.. ‘t.1.. . u-Vkr»— «ú. ! ^ ,». v«r» í|mUu i Kclf-. iLaT- ;•*<*** j*»r c« fc-r-t hncl»M -„,„,«031- ■ -J-t Hw:,*>|i. (.c-i, ,*4i„ cam. 1; ■-+*« „l*ur laLj.au--:' K..:-.-+-, u-c -,-„nl Ymsar blaðaljósmyndir hafa hrifið menn í gegnum tíðina og sagt þeim meira en mörg orð — við birtum hér áhrifamikið dæmi um slíkt og frásögn af því hvernig filman var fengin og það afrek unnið að ná skipinu fram á mynd, sem tekin var við það afleit birtuskilyrði að menn töldu víst að ekkert sæist á henni. Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, skrifaði grein sem birtist í sýningarskrá samtaka fréttaljósmyndara árið 1979 og birtum við hér niðuriag hennar þar sem hann segir frá aðdraganda myndbirtingarinnar og baráttu Ólafs K. Magnús- sonar, Ijósmyndara blaðsins, við að „framkalla þjóöargleði", eins og Matthías kemst að orði. „Sú mynd, sem mér er ógleymanleg úr starfi mínu á Morgun- blaðinu, er af togaranum Úranusi, þegar hann sigldi út úr svörtum bakgrunni dauðans inn í lífiö — heim. Myndin birtist í Morgunblaðinu 14. jan. 1960. Þá trúðu fæstir, að skipiö væri ofan sjávar. Daginn áður var sagt frá því í 5-dálka fyrirsögn á forsíðu biaðsins, að óttast væri um skipið og ekkert hefði heyrzt til þess frá því á sunnudag. Úranus lagði af stað heimleiðis í ofsaveðri á laugardag. Enginn hafði orðið skipsins var þrátt fyrir mikla leit. Á skipinu var 27 manna áhöfn. Nú var hún nánast talin af. En við fréttum af því, að flugvél frá varnarliðinu hefði náð mynd af einhverju skipi, sem var illþekkjanlegt í sortanum; það væri líklega Úranus. Við þutum suður á Völl og óskuðum eftir því aö fá þessa mynd. Nei, hún var e.k. tabú af öryggisástæðum, sögðu þeir, auk þess sæist ekkert á filmunni. Við fórum á „hærri" staði og óskuðum eftir myndinni, fólk þyrfti að sjá hana til að trúa því, að Úranus væri ofan sjávar. Heimtur úr helju. Nei, sögðu þeir, það er ekki hægt aö framkalla filmuna. í þessu stappi stóö tímunum saman, en við gáfum okkur ekki. Loks fengum við að sjá myndina. Hún sýndi ekkert, gagnslaus. En Ólafur K. Magnússon, sem meö mér var, sagði: „EfógfæfilmunaSKALégframkallaÚranus." Eittkrafta- verk hafði gerzt, því þá ekki annað? Með frekju, sem er fæstum blaðamönnum eiginleg, en jafnnauðsynleg og hún er hvimleið — eða eigum við heldur að segja: með kurteislegri ýtni sem er höfuðprýði sæmilegs blaðamanns — og vegna einhvers óskiljan- legs veikleika í sálarlífi þeirra, sem áttu að sjá um öryggi landsins af festu og hermannlegri óbilgirni, fengum við filmuna í hendur, þegar ólafurfullyrti, að hann skyldi ná skipinu á pappírog fram- kalla þjóðargleði næsta dag. Þeir héldu auðvitað, aö við værum gengnir af göflunum og stórskrýtnir, sem átti að sjálfsögðu við þó nokkur rök að styðjast, eins og alkunna er, og réttu okkur filmuna — með bros á vör (!) Næsta dag birtist Úranus í allri sinni dýrö á forsíðu Morgun- blaðsins undir fyrirsögninni: Úranus fundinn og skipshöfn hans heil á húfi. Kominn af Nýf undnalandsmiöum, loksins. Á tuttugu ára ritstjórnarferli mínum þykir mér vænst um þessa forsíöu Morgunblaðsins - og þessa mynd. í huga mínum er hún staðfesting á jartegn. Ég held að menn hefðu ekki trúað þvi að óreyndu, að þeir mættu fagna og gleðjast yfir kraftaverkinu Úranusi, ef þeir hefðu ekki fengið myndina góðu með morgunkaffinu. Stundum segjum við blaðamenn góðarfréttir. En því miður of sjaldan. Oftast erum við í sporum þeirra, sem sögðu konungum fyrri alda ilj tiðfndi. Og allir vita, hver u'ðu örlög slíkra sendiboða."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.