Morgunblaðið - 28.02.1986, Síða 11

Morgunblaðið - 28.02.1986, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986 B 11 ELLIN OGN EÐA ANÆGJA? — S2ÐARIHLUTI Athyglisverd grein eftir Mary Scott, rithöf- und, er starfað hefur sem blaðamaður í Bret- landi í 60 ár Mín eigin reynsla af að eldast Hvenær gengur ellin I garð? Við sextugt, þegar f lestar konur búast við því eða reiknað er með því, að þær hætti störfum? Eða þá við 65 ára aldur, þegar karlmenn láta af störfum (nema auðvitað démarar, laeknar, stjérnmálamenn og aðrir slíkir for réttindahépar)? Eða er það kannski við sjötugt? egar ég varð sextug, var ég ennþá í fullu starfi og var þá enn nægilega spræk og liðug til að geta sjálf klifrað upp í stóra eplatréð okkar á hverju einasta hausti til þess að tína þessi líka hnullungs-epli, sem það bar. Þegar ég var orðin 65 ára, hófst ég handa við að skrifa mína fyrstu bók, en þar var ég að státa mig af því, að ég gæti þó ennþá elt litlu dótturdóttur mína á harðaspretti um allthús. Þegar ég var orðin sjötug, tók ég á mig rögg og hóf afskipti af opin- beru lifi með þvi að gerast meðlimur i framkvæmdanefnd minniháttar baráttusamtaka, sem störfuðu um allt land, og það leið ekki á löngu unz ég var kosin formaður samtak- anna. En ég var þá hins vegar hætt að hlaupa á eftir strætisvögn- um, þótt ég héldi áfram að grafa og róta í garðinum mínum, reyta arfa og gróðursetja af kappi, mér til hinnar mestu ánægju. Og svo allt í einu „Gamair var það sem átti við annað fólk, ekki mig. Þegar mér barst í hendur boð um að tala um „skoðanir aldraðra" á námsdegi hjá félagsráðgjöfum og starfsfólki við félagslega aðstoð, gat ég ekki að mér gert að reka upp skellihlátur, Ég, gömul? En núna, aðeins örfáum árum siðar, verð ég að viðurkenna, að ég er ekki bara orðin mjög roskin, heldur gömul. Ég veit.að ég er orðin öldruð, finn það núorðið. Hvað hefur gerzt? Núna er ég farin að gera mér grein fyrir því.að með hverju árinu, sem líður, tekur smátt og smátt að draga úr áreiðanleika skiln- ingarvitanna fimm: Starfsemi heil- ans er aðeins tekin að dofna, og viljastyrkurinn, þetta dularfulla afl, hefur glatað einhverju af fyrri krafti sínum við að gefa boð um snögg viðbrögð. Og hvað skilningarvitin varðar, þá getur vel verið að bragðskynið sé — eða sé ekki — eins næmt og áður. Ég hefði annars ekkert á móti því, að það tæki aðeins að sljóvg- ast, því þá þætti mér kannski alls konar matur, sem núna er svo mikið i tízku, eins og grænn pipar, hvít- laukur og karríréttir, ekki alveg eins bragðvondur. Það er ekki eins hættulegt lengur að missa næmt þefskyn eins og það var, þegar kolagas var notað til eldunar og upphitunar. Samt er það satt eins og unga fólkið á stund- um til að minna okkur á, að við hin öldruðu finnum það ekki lengur, þegar farinn er að verða þefur af okkur. Snertiskyn? Þetta skilningarvit virðist í flestum tilvikum endast út ævina. Hætta fingurnir nokkurn tima að greina á milli loðskinns og fjaðra, milli málms og viðar, pappírs og glers? Það efast ég stórlega um. Það er hnignun þeirra tveggja skilningarvita, sem eftir er að telja upp, er verður meiriháttar vandamál fyrir flest okkar. Eru það kannski vissar hliðar á hinum siðmenntuðu þjóðfélögum okkar, sem eiga sök á þessu? Er það ef til vill ofnotkun á augunum okkar við lestur og við að greina hluti, sem svo veldur því að þau taka að bregðast svo mörgum okkar strax á miðjum aldri? Og allur sá feiknahávaði, sem dynur nær látlaust í eyrum okkar, allt frá um- ferðarskarkala og upp i þotuhvin, hefur ef til vill ofboðið heyrninni og dregið úr næmleika hennar? Fyrstu viðbrögð: Undrun og ótti Hnignun sjónar og heyrnar gerist hægt og sígandi — í fyrstu stendur maður sjálfan sig að því að vera farinn að halla sér fram til að heyra betur, hvað fólk er að segja, farinn að velja helzt fremstu raðirnar í fundarsal eða í kirkju, farinn að segja í símann „Æ, viltu ekki tala örlítið hærra, sambandið er svo slæmt. „En svo færir maður kannski tóliö frá vinstra eyranu yfir að hinu hægra og kemst þá að raun um, að það er alls ekki sambandið sem er slæmt, heldur vinstra eyrað. Það fer að verða æ erfiöara að lesa götuheitin á skiltunum, númerin á strætisvögnunum og eins að þekkja kunningjana, fyrr en þeir eru komnir alveg í seilingar nálægð við mann. Yngri meðlimir fjölskyldunnar taka gjarnan að hugsa sem svo, að það sé andlegur sljóleiki en ekki heyrnin eða sjónin, sem gerir það að verkum að maður heyrir ekki strax til þeirra eða er fær um að greina þá og þekkja aftur þegar í stað. Ef maður fer svo að muldra einhverja afsökunarbeiðni þar að lútandi, segja þau gjarnan hressi- lega: „Já, en af hverju læturðu þá ekki bara hreinsa upp á þér eyrun eða færð þér heyrnartæki?" Þau gera sér ekki alltaf grein fyrir því, að óttinn er að gera mann að dæmalausum hugleysingja, að ótt- inn fer þannig með okkur öll. Frú Anna, sem verið hefur vin- kona okkar alla ævi, er svo heyrn- arsljó, að án heyrnartækisins heyrir hún bókstaflega ekki neitt, og þegar hún notar það, verður hún algjör- lega rugluð í ríminu út af öllum umferðarhávaðanum eða af kliði margra radda, sem berast að úr öllum áttum í einu, auk tónlistarinn- ar, ef hún er stödd einhvers staðar í boði hjá vinum. Blanche, einhleyp vinkona okkar, fer allra sinna ferða af mesta hetjuskap, þótt hún verði að nota sterkar linsur; hún veit þó að hún verður alveg óhjákvæmilega blind innan tíðar. Óttinn leggur lamandi hönd á allar framkvæmdir. Ef við bara aðhöfumst ekki neitt, hverfur veik- leikinn ef til vill, hvarflar frá, gufar upp. Það sem við þörfnumst er að lífsförunauiur okkar sjái um að panta tíma, fylgi okkur svo þangað, telji kjark í okkur og sýni stuðning sinn, á meðan við erum að takast á við vandann. Reyndin er hins vegar sú, að í hópi kvenna, sem komnar eru yfir sextíu og fimm ára aldurinn, er önnur hver kona þegar orðin ekkja, og af körlum í þessum aldurshópi er einn af hverjum sex orðinn ekkju- maöur; svo eru það aðrir aldraðir, sem eru einhleypir og sumir eiga bara alls enga ættingja. Næstum allt felur í sér áhættu Algengasti líkamlegi kvillinn, sem tekur að þjá þá, sem eru hnignir á efri ár, er sennilega þessi stirðleiki, sem fer að gera vart við sig í öllum liðamótum, það, hve mjög fer að draga úr vöðvaaflinu og eins hvað beinin fara að verða stökk og brot- hætt. Þegar ég var oröin rúmlega sjö- tug, varð mér það eitt sinn á að misstiga mig lítilsháttar á þrepi í myrkrinu, við það rak ég mig dálitið ónotalega utan í vegg, en það var nóg til þess, að ég varð að fara á spítala með brotinn upphandlegg. Það gerðist svo aftur fyrir tveimur eða þremur árum, og þá var það hinn handleggurinn. Svona lítilfjör- leg högg með svona sársaukafull- um og óskemmtilegum afleiðingunv Því er það, að þegar ég fer núna eitthvað út fyrir hússins dyr í hálku, þá staulast ég þetta áfram í kulda- stígvélum og horfi alltaf niður fyrir mig, þegar ég set annan fótinn varfærnislega en ákveðið fram fyrir hinn. Ættingjarnir eru liklegir til að segja við mann: „Þú mátt nú til með að fara eitthvert út i þessu veðri." Svo Rann stundum að virðast, að við hin aldurhnignu séum dæmd til þess að brjóta annað hvort í okkur bein við að fara út undir bert loft eða þá að verða að algjörum kveif- um við sífelldan stofuhita og kyrrset- ur. Ég held, að maður geti orðið fyrir þvi að fara að þjást af eins konar-. djúpstæðum innri kulda, sem hálf lamar viljann og veldur dofa í líkam- anum — eins og tilfinningin hverfi. En ennþá háskalegri en nokkur af þessum hættum er þó sú hætta sem felst í þvi að láta svarnasta óvin ellinnar, aðgerðarleysið, ná tökum á sér. Þegar maður hefur einu sinni gert upp hug sinn, að þetta eða hitt „skipti svo sem engu máli", þá er maður raunverulega búinn að vera að meira eða minna leyti. Elliglöp Það sem menn hræðast þó allra mest í ellinni er að fá slag, sem gerir það að verkum, að maður getur ekki lengur hreyft sig. Og ógnvænleg er líka þess háttar heila- skemmd, sem svo grimmdarlega er kölluð elliglöp. Samkvæmt opin- berum skýrslum er það tölfræðilega séð aðeins mjög lág prósenta meöal okkar aldraðra, sem verður fyrir þess háttar heilaskemmdum, er eiga eftir að eyðileggja fyrst hæfni okkar til að hugsa á skipuleg- an, rökréttan hátt og setja orðin fram í eðlilegu samhengi, en verður svo siðar til þess að rugla tímaskyn okkar og staðarskyn og getur að lokum umbreytt óvenju gáfuðum manni með afar sterkan persónu-- leika nánast í skeytingarlausa, hugsanavana, hryggðarmynd. Hver sú aldurhnigin kona eða aldraöur karlmaður, sem hefur séð ástvin sinn verða fyrir þessum hörmulegu umbreytingum, hlýtur stundum að verða gripinn skyndi-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.