Morgunblaðið - 28.02.1986, Side 13

Morgunblaðið - 28.02.1986, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1986 B 13 Morgunblaöiö/Emilla Bjömsdóttir Wrir S. QuAbergsson alllmála- fulltrúl. félagsstarfsins, en viða erlendis hefur slíkt gefið góða raun. Ýmiskonar námskeiðahald fyrir aldraða mætti gjarnan auka hér- lendis. Tiilögur þar að lútandi hafa verið ræddar í Fræðsluráði og m.a. kannað hvort samstarf við Námsflokka Reykjavíkur kæmi til greina. Af því gat þó ekki orðið þar sem Námsflokkarnir fullnýttu þá það húsnæði er þeir höfðu tii umráða. Ég á mér þann draum að einhverntíma verði komið á fót föstum skóla eða menningarmið- stöð fyrir þennan aldurshóp, þar sem hægt væri að reka slíka starf- semi. Nýjar rannsóknir þykja hafa sýnt að aldraðir geta lært og til- einkað sér margvíslegar nýjungar, sé löngun og áhugi fyrir hendi, þó það sé vitaskuld einstaklings- bundið eins og flest annað. Á málanámskeiðum, föndurnám- skeiðum og öðrum námskeiðum kemur greinilega fram að aldraðir geta verið hinir mestu námshest- ar. Greindarpróf hafa verið reynd á 65 ára gömlu fólki og endurtekin 15 árum síðar. Þau sýna að greind- arvísitala fer ekki minnkandi með háum aldri þó að ýmsir þættir prófsins breytist. Til dæmis minnk- ar hraði í reikningi en oröaforöi og tjáning batnar. Erlendis taka ellilífeyrisþegar að sér margs konar starfsemi og reka jafnvel ráðgjafarþjónustu. Við gætum án efa nýtt betur reynslu, þekkingu og hæfileika þessa ald- urshóps, þeim sjálfum og þjóð- félaginu öllu til hagsbóta, t.d. með því að koma á fót öldungaráði við ýmsar stofnanir," sagði Þórir S. Guðbergsson. VUMal: HJR Mynd:Morgunbl./Emilfa Bjömsd. til læknisfræðilegra tilrauna. Oll slík starfsemi og barátta stælir viljann og styrkir eðlilega lífsnautn. Hið sama gerir einnig allt það starf, sem unniö er í þágu meðbræðra okkar og -systra — til dæmis að taka þátt í leikhópum fyrir forskólabörn, vinna við spítala- „verzlanir", heimsóknir til aldraðra, vinna í ungmennaklúbb- um, vinna í þágu stjórnmálaflokka og svo að taka þátt í starfsemi á vegum kirkjunnar. Enginn, bókstaf- lega sagt enginn, þarf að hafa það á tilfinningunni, að fyrir hann eða hana sé engin þörf. Þaðervitaskuld miklu auðveldara fyrir konu, sem hefur haft með höndum starf utan heimilis, þar sem hún hefur haft tækifæri til að eignast bæði marga vini, kunningja og mörg áhugamál, þegar hún þarf svo að aðlaga sig því að vera orðin ekkja, heldur en fyrir konu, sem alla tið hefur verið heimavinnandi húsmóðir og hefur einbeitt athygli sinni að velferö eiginmanns og barna og annast heimilishaldið. Heimavinn- andi húsmóðir hefur því, þegar hún verður ekkja, bæði verið svipt hlut- verki sínu í lífinu og eiginmanni sín- um í einu. Sambærilegt að þessu leyti er æviferill karlmanns, sem einbeitt hefur áhuga sínum og orku að starfinu á vinnustað sínum og hefur ekki aflað sér annarra vina og kunn- ingja en þeirra, sem unnið hafa með honum. Slíkum manni hlýtur að falla það að mörgu leyti afar þungt að þurfa að láta af störfum og fara á eftirlaun, sérstaklega ef hann hefur vanizt því að þurfa að feröast drjúg- an spöl til og frá daglegum vinnu- stað sínum. Aldreiof gamall til að læra Það er því miður alls ekki óal- gengt, að menn deyi innan eins til tveggja ára eða jafnvel innan nokk- urra mánaða eftir að þeir láta af störfum. Mörg stórfyrirtæki hafa reynt að bregðast við þessum vanda og fitjaö upp á úrbótum; Þau hafa hvatt starfsmenn sína til að sækja viss undirbúningsnámskeið, ætluð tilvonandi ellilífeyrisþegum og fólki, sem er í þann veginn að láta af störfum. Hins vegar efast ég stór- lega um, að þetta sé nægilegt. Með tilkomu sífellt nýrrar tækni, sem miöar mestmegnis að því að gera starfsferilinn stöðugt styttri og um leið eftirsóknarverðari, þarf raun- verulega að hvetja fólk til þátttöku í þess háttar starfsemi, sem veitir mönnum einhverja gleði og lífsfyll- ingu í frítímanum. Það eru orð að sönnu, að maður verður aldrei of gamall til að læra. „Grandma Mo- ses" í Bandarikjunum byrjaði fyrst að mála, þegar hún var orðin 78 ára gömul, en gat sér samt heims- frægðar fyrir listaiðkun sína. Skóla- yfirvöld á svo til hvaða stað í landinu sem er, halda uppi margs konar fræðslustarfsemi og námskeiðum, þar sem fólk getur ekki éinungis gerzt þátttakendur, heldur um leið fengiö tækifæri til að eignast vini, sem eru á svipaðri bylgjulengd og maður sjálfur og hugsa áþekkt — og það vini á öllum aldri. Hvaða félagsmálanefnd sem er getur komið á framfæri tillögum um sjálf- boöaliðsstarf í sjúkrahúsum, á heimilum, á heilsuhælum, klúbbum og alls konar félagsmiðstöðvum. Og þannig heldur lífið áfram sín- um gangi. . . sextíu, sjötíu, áttatíu, níutíu. Allt frá því að farið var að sýna fréttapistla frá lávarðadeildinni, höfum við getað fylgzt með eftirtekt- arverðum öldungum á skjánum eins og Stocktori lávarði, níutíu ára að aldri, og Shinwell lávarði, sem orð- inn er tíræður, en þeir, auk margra annarra, leggja gjarnan viturleg orð í belg við umræður um þjóðmál. Við skulum bara vona, að öll sú mikla og margvíslega reynsla, sem við búum yfir í hugum okkar, geti einnig komið öðrum á einhvern hátt að gagni, ef okkur aðeins tekst að finna stað og tækifæri til að láta þessa reynslu okkar njóta sín. Og áður en ýkjamörg ár líða, er allt í einu komið að endalokunum. Er nokkur ástæða til þess að óttast og bera kvíðboga fyrir lokunum? Ég held ekki. Annaðhvort bíða okkar algjör endalok eða þá að það, sem við eigum fyrir höndum eftir dauðann, á eftir að verða eitthvað alveg nýtt og áhugavert. VMtal: HJR Mynd: Morgunblaðið/RAX Anna og Magnús f blómaskálanum. Morgunbia6ið/RAX Undirbúningur efri ára — rætt iríó Önnu EUasdóttur og Magnús Guðmundsson þau hafa búið í um 30 ár. Þau Hjónin Magnús Guð- mundsson og Anna Elíasdóttir voru bæði við störf á Hrafnistu í Reykjavík í um 26 ár. Hann var yfirmaður í eldhúsi, hún sá um bakstur í fyrstu, en tók síðar við umsjón með matsal. Þegar þau hófu þar störf voru vistmennirnir 30, en matreiöa þurfti fyrir rúmlega 600 manns um það leyti sem þau hættu störfum. Einn góðviðrisdag fyrir skömmu heimsóttum við þessi hressu hjón i íbúð þeirra í næsta nágrenni Hrafnistu í Hafnarfirði. Þau sögðu að viðhorf þeirra til efri ára hefðu án efa mótast af því að kynnast í störfum sínum aðstæðum aldraðs fólks. Þau teldu aö heppilegt væri að fólk hygði að undirbúningi fyrir efri ár í tíma, þannig að það gæti betur notið þeirra. Nauðsynlegt væri að geta hugsað og talað um þá staðreynd að aldurinn færðist yfir og launuðum störfum yrði brátt að mestu hætt. Mikilvægt væri þá að hafa sín áhugamál til að sinna og líta jákvæðum aug- um á tilveruna. Góð heilsa væri vitaskuld frumskilyrði vellíðunar, á þessu æviskeiði eins og öllum öðrum. Þegar Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hóf byggingu húsanna í nágrenni Hrafnistu í Hafnarfirði hefði þeim þótt tilvalið að festa kaup á íbúð þar, sérstaklega þar sem húsin eru í landi Garðabæjar, þar sem hefðu gjarnan viljað minnka við sig og þó þeim hafi verið eftirsjá að húsinu sínu og garöinum sem þau höföu ræktað upp, hefðu þau selt og sæu ekki eftir því. Útsýnið væri stórkostlegt og íbúðin nóta- leg. Hún væri á einni hæð, henni fylgdi blómaskáli, verönd og garður. Öryggistæki væri í hverri íbúð, þannig að auðvelt væri að hafa samband við stjórnstöðina í Hrafnistu ef þörf krefði. Þjón- ustuna þar gætu þau einnig notað eins og þau vildu. Þau færu í sund í hinni ágætu innilaug og í leikfimi tvisvar í viku og tækju þátt í ýmiskonar félagsstarfi bæði þar og annars staðar. Þetta kvöld áttu þau hjónin að sjá um félagsvist á Hrafnistu. Þau sögðu að mjög margt væri í boði fyrir aldraða, bæði á Hrafnistu og svo á vegum sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka. Þau væru bæði meðlimir í ýmsum félögum, Magnús t.d. í Kiwanisklúbbnum Heklu í Reykjavík. Þegar á þyrfti að halda sinnti Anna störfum á Hrafnistu í Hafnarfirði í forföllum. Alltaf væri líka ánægjulegt að koma i heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík. Magnús og Anna sögðust fara mikið í gönguferðir um nágrenn- íð. Reyndar hefðu þau yndi af því að vera á ferðinni. Þau ækju bæði bíl og ættg því auðvelt með að fara allra sinna ferða. Þau væru heilsuhraust og hefðu nóg við að vera og þá væri svo sann- arlega ekki þörf að kvarta. Eggjahræra með melru. 4 formbrauðssneiðar, hitaðar í smjöri á pönnu, 4 sneiðar af beikoni, brugðið á þurra pönnu. Hver skammtur er þá 1 egg á brauði, beikonræmur settar yfir, graslaukur eða annað klippt yfir. Með „pocheruðum" eggjum er gott að hafa sósu, annaðhvort tilbúna úr pakka eða heimalagaða, svo sem tómatsósu eða annað. Eggjahrærur Eggjahrærur er hægt að laga á fleiri en einn máta. Eggjahræra I. 2 matsk. smjör eða smjörlíki sett á pönnu, 8 egg brotin út í og krydduö. Eggin eru síðan soðin viö vægan straum, og hrært í með sleif eða gafli, skrapað frá botni svo allt verði jafnt. Svona hræra heitir hjá enskum „scrambled eggs". Not- að með beikoni eða öðru, ætlaö fyrir 4. Eggjahræra II. 2 matsk. smjör eða smjörlíki sett á pönnu, 8 egg brotin út í ásamt '/3 bolla mjólk, salti og pipar. Soðin við vægan straum og hrært í við og við þar til allt er orðið jafnt. Ætlað fyrir4. Eggjahræra með meiru 2 matsk. smjör eða smjörlíki sett á pönnu og látiö bráðna. 4. egg, 4 matsk. rjómi, V2 tsk. salt, örlítill pipar. Allt þeytt saman (með gafli), helt á pönnuna og hreyft við með gaflinum á meöan þetta stífnar. Hræran á að vera glansandi og mjúk, má ekki vera of lengi á hita. Borið fram heitt eða kalt og yfir sett t.d. paprika í sneiðum, skinkubitar eða tómatar. Gott brauð og smjör borið með. Skumlaus soAin egg („Pocheruð egg“j-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.