Morgunblaðið - 28.02.1986, Side 14

Morgunblaðið - 28.02.1986, Side 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. FEBRtJAR 1986 HVAD ERAÐ GERAST UM MYNDLIST Isafjörður: Slunkaríki „Made in Holland" nefnist sýn- ing, sem stenduryfir í Slunkaríki á ísafirði. Níu erlendirlistamenn sýna verk sín en þeir starfa allir í Hollandi og eru í tengslum við Ríkisakademí- una í Amsterdam og stunda þar nám. Hver listamaður sýnir verk sín í eina viku í senn. Verkin eru málverk, teikningar, grafík og skúlptúr. Þau eru öll til sölu. Sýningin er opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstu- daga kl. 16.00 til 18.00 og um helgar kl. 15.00 til 18.00. Ókeypis er inn á allar sýningar á vegum Myndlistarfélagsins á ísafirði í Slunkaríki. Sýningin stendurtil 15. SÖFN Listasafn Einars Jónssonar: Safn og garður Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30 til 16.00. Höggmyndagarður- inn er opinn daglega frá kl. 11.00 til 17.00. Sædýrasafnið: Dýrin mín stór og smá Sædýrasafnið verður opið um helgina eins og alla daga frá kl. 10.00 til 19.00. Meðal þess sem er til sýnis eru háhyrningar, Ijón, ísbjörn, apar, kindur og fjöldi ann- arra dýra, stórra og smárra. Ásgrímssafn: Skólasýning Opnuð hefur verið árleg skóla- sýning safnsins. Sýningin verður Atriði úr sænsku kvikmyndinni „Eins dauði “ Norræna húsið: Eins dauði... Laugardagplnn 1. mars kl. 17.00 sýnir kvikmyndaklúbbur- inn Norðurljós sænsku myndina Eins dauði_(Den enes död__í Norræna húsinu. „Eins dauði . .. er sakamálamynd, hyggd á sögu eftir danska rithöfundinn Poul 0rum, en sakamálasögum hans er oft líkt við bækur sænsku rithöfundanna Maj Sjöwall og Per Wahlöö. Myndin hefst á því, að aðalpersónan, Ralf, kemur heim í sænskan smábæ eftir að hafa setið í fangelsi fyrir bankarán, sem hann framdi ásamt fleirum, en hann er sá eini, sem náðist og var dæmdur. Bæjarbúar fara að huga sitt: Hveijir voru hinir? Hvers vegna er Ralf kominn aftur? Hyggur hann á hefndir eða ætlar hann að fá sinn hluta af ránsfengnum? Hvar er þýfið? Ýmsir eiga svefnlaus- ar nætur og brátt fer margt að gerast. Leikstjóri mynarinnar er Stellan Olsson, en með aðal- hlutverk fara Jan Waldekranz, Agneta Ekmanner, Christer Boustedt og fleiri. Myndin var gerð 1980 og er með sænsku tali. Kjarvalsstaðir: Málverkasýning Gísla Sigurðssonar Á morgun opnar Gísli Sigurðsson stóra málverkasýningu í vestursai Kjarvalsstaða. Þetta er 8. einkasýning Gísla og sýnir hann þar 70 olfumálverk frá síðastliðnum þremur árum, en síðast sýndi Gísli fyrir fjórum árum á sama stað. Myndefnið að þessu sinni er að mestu leyti úr íslenzku þjóðlífi, fyrr og síðar. Á myndinni að ofan er Gísli ásamt mynd af Sigríði Ellu íhlutverki Carmen. opin til aprílloka og ersafnið opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 13.30-16.00 Konan í list Ásmundar Nú stendur yfir í Ásmundarsafni við Sigtún sýning sem nefnist „Kon- an í list Ásmundar Sveinssonar". Er hér um að ræða myndefni sem tekur yfir mestallan feril Ásmundar og birtist í fjölbreytilegum útfærsl- um. Sýningin er opin í vetur á þriðju- dögum, fimmtudögum, laugardög- um og sunnudögum kl. 14.00 til 17.00. Gallerí Borg: Hringur Jó- hannesson í Gallerí Borg stendur nú yfir sýn- ing Hrings Jóhannessonar sem hann kallar „Frá áttunda áratugn- um". Á sýningunni eru olíumálverk, litkrítarmyndir og teikningar sem hann hefur unnið á árunum 1962- 68. Þetta ersíðasta sýningarhelgi. Opiðervirka dagafrá 10-18ogum helgina frá 14-18. Hafnarfjörður: Riddarinn Málverkasýning Guðmundar Karls er haldin í Riddaranum í Hafn- arfirði, sýningin var opnuð nú um helgina. Sýningin er opin frá 18-24 alladaga. SAMKOMUR Húnvetningafélagið: Félagsvist Laugardaginn 1. mars kl. 2 e.h. verður spiluð félagsvist í félags- heimilinu, Skeifunni 17. Allt spilafólk velkomið meðan húsrúm leyfir. Kaffiveitingar. Norræna húsið: Sænsk bók- menntakynning Laugardaginn 1. mars kl. 15 verða kynntar sænskar bækur og eru tveir Sviar sem þekktir eru í bókmenntaheiminum komnirhing- að til lands í heimsókn, þeirTorgny Londgren og Lars-Olof Franzén. Lars-Olof Franzén ræðirstrauma og stefnur í sænskum bókmenntum síðustu ár og talar um nokkrar nýút- komnar bækur. Að erindinu loknu les Torgny Lindgren úr verkum sín- um. Aðgangur er ókeypis. Kvikmyndaklúbbur Hispanía: Camada Negra Laugardaginn 1. mars verður sýningávegumklúbbsinskl. 15.15. Leikstjóri og höfundur handrits er Manuel Gutiérrez Aragón. Myndin er gerð 1977 og er 85 minútna löng. Myndin fjallar um skæruliðasamtök öfgamanna og er með spænsku tali. Aðgangur er ókeypis. Átthagamót: Saurbæingamót Árleg samkoma brottfluttra Saur- bæinga verður haldin í Risinu að Hverfisgötu 105 laugardaginn 1. mars og hefst samkoman með borðhaldikl. 20.00 Naustið: Helgardagskráin Föstudags- og laugardagskvöld syngja bræðurnir Helgi og Hermann Ingi lög eftir Simon og Garfunkel. Skemmtidagskráin ber heitið „hljómurþagnarinnar." Skemmti- dagskráin hefst klukkan 10. Dúó Naustsins, þau Hrönn Geirlaugs- dóttir fiðluleikari og Jónas Þórir píanóleikari leika lög fyrir matar- gesti, og hljómsveit Jónasar Þóris leikur danslög frameftir nóttu eða tilkl.3. Hótel Saga: Laddi á Sögu Laddi skemmtirá Sögu um helg- ina á laugardagskvöld. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi til kl. 3. Mímisbar verður opinn föstudag og laugardag til kl. 3 eftir miðnætti, opið verður á Astra-Bar og Grillinu föstudag, laugardag og sunnudag, en þar leikur Reynir Jón- asson létta tónlist fyrir matargesti. Ferðalög Ferðafélag íslands: Sunnudagsganga Sunnudaginn 2. mars verður skíðaganga á Bláfjallasvæðinu, brottför kl. 13.00 frá Umferðarmið- stöðinni. Á sama tíma er farið i ökuferö til Þorlákshafnar og þaðan gengið með ströndinni að Langa- bás. Létt gönguferð. Útivist: Tvær dagsferðir Á sunnudaginn verður farið i tvær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.