Morgunblaðið - 28.02.1986, Page 15
B 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1986
Vilborg Halldórsdóttir í
hlutverki Lóu.
Leikfélag
Akureyrar:
Silfur-
tunglið
Silfurtunglið verður sýnt
f næst síðasta sinn nú
um helgina hjá Leikfó-
lagi Akureyrar. Leikritið
verður sýnt á laugar-
dagskvöldið kl. 20.30, en
7. mars verður síðasta
sýning á þessu leikverki
Halldórs Laxness. Silf-
urtunglið var frumsýnt
hjá Þjóðleikhúsinu 9.
október 1954, og var
sýnt þar aftur 1975. Silf-
urtunglið var einnig áynt
í sjónvarpinu 1979.
Haukur J. Gunnarsson
leikstýrir verkinu, og
hannar búninga. Örn Ingi
gerir leikmyndina, Ingvar
Björnsson sér um lýsingu
og Edward Frederiksen
útsetur tónlist. í helstu
hlutverkum eru Vilborg
Halldórsdóttir í hlutverki
Lóu, Sunna Borg leikur
ísu, Árni Tryggvason
Lauga föður Lóu, og
meðal annarra leikara
eru Eliert Ingimundar-
son, Theodór Júlíusson,
Þráinn Karlsson og Mar-
inó Þorsteinsson.
Fremri röð frá vinstri: Kristjana Samper, Jenný Guðmundsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Lísbet
Sveinsdóttir. Aftari röð Steingrfmur Þorvaldsson, Ámi Páll, Sigrid Valtingojer, Egill Eðvarðsson
og Sigurður Örlygsson. Þórdfs Sigurðardóttir var ekki á staðnum er myndin var tekin.
Opnará laugardag:
Gallerí Gangskör
í Bernhöftstorfu
Á laugardaginn kl. 14 opnar Gallerf Gangskör í Bernhöftstorfu. Að rekstrinum standa 10
myndiistarmenn sem opna staðinn með samsýningu. Sýnd verða málverk, teikningar, graffk,
glerverk, skúlptúr og fleira. Áætlað er að halda reglulegar myndlistarsýningar, innlendar og
erlendar auk þess sem verk eftir myndlistarmennina 10 sem að rekstrinum standa verða þar
til sölu. Gallerí Gangskör verður opið alla virka daga frá 12-18 og meðan á sýningum stendur
verður einnig opið frá 14-18 um helgar.
Útboð
Fjölbrautaskóli SuÖurlands óskar
eftir tilboðum í eftirtalda verkhluta
í nýbyggingu skólans á Selfossi:
1. Fullgera húsiö að utan ásamt múrverki og
málun að innan og hluta af innanhússtré-
verki, verklok 1. sept. ’86. Skilatrygging
kr. 30.000.
2. Raflagnir, verklok 1. sept. ’86. Skilatrygg-
ingkr. 10.000.
3. Hreinlætis- og hitalagnir, verklok 1. sept.
’86. Skilatryggingkr. 10.000.
4. Boltar og járnfestingar fyrir límtrésvirki,
verklok 31. mars ’86. Skilatrygging kr.
5.000.
Útboðsgagna má vitja frá og með föstudeginum
28. febr. ’86 hjá byggingarstjóra á byggingar-
stað, Tryggvagötu 25 og hjá Magga Jónssyni
arkitekt, Asvallagötu 6, Reykjavík. Tilboðin
verða opnuð að Ásvallagötu 6 Reykjavík,
þriðjudaginn 11. mars kl. 11.00.
Byggingarnefnd FSU
Með vífið
ílúkunum
Gamanleikurinn „Með vífið í lúk-
unum" eftir Ray Cooney verður
sýndur tvisvar um helgina, á föstu-
dags- og sunnudagskvöld. i helstu
hlutverkum eru Örn Árnason, Sig-
urðurSigurjónsson, Þórunn
Magnea Magnúsdóttir, Anna Kristín
Arngrímsdóttir, Sigurður Skúlason,
Pálmi Gestsson og Randver Þor-
láksson.
Kardemommu-
bærinn
Kardemommubærinn eftirThor-
björn Egnerverðursýndurkl. 14.00
á sunnudag. Þetta er 70. sýning
og eru fáar sýningar eftir.
Leikfélag Reykjavíkur:
Sex í sama rúmi
Laugardagskvöld verður miðnæt-
ursýningin „Sex í sama rúmi" kl.
23.30 í Austurbæjarbíói. Leikurinn
fjallar um tvo barnabókaútgefend'ur
sem lenda í hinu mesta klúðri með
kynlífsmálin. Með hlutverk fara
Þorsteinn Gunnarsson, Valgerður
Dan, Hanna María Karlsdóttir, Kjart-
an Ragnarsson, Kjartan Bjarg-
mundsson, Margrét Ólafsdóttir,
Lilja Þórisdóttir, Rósa Þórsdóttir og
SigurðurKarlsson. Leikmynd og
búninga gerði Jón Þórisson, lýsingu
annaðist Daníel Williamsson og Jón
Sigurbjörnsson er leikstjóri.
Land mfns föður
Þrjár sýningar verða á söngleikn-
um um helgina, föstudagskvöld,
laugardagskvöld og sunnudags-
kvöld. Leikurinn fjallar um fjölskyldu
í Reykjavík á stríðsárunum, lif henn-
ar og tilveru. Með helstu hlutverk
fara Sigrún Edda Björnsdóttir, Helgi
Björnsson, Jón Sigurbjörnsson,
Margrét HelgaJóhannsdóttir, Stein-
unn Ólína Þorsteinsdóttir, Ragn-
heiður Arnardóttir og Aðalsteinn
Bergdal.
Hitt Leikhúsið:
Rauðhóla-Rannsý
Rauðhóla-Rannsýverðursýnd í
kvöld og iaugardagskvöld í Gamla
bíói. Sýningarhefjast kl. 20.30. í
aðalhlutverkum eru Edda Backman,
Hlégarður:
Skólatónleikar
Árlegir skólatónleikar Skólahljóm-.,
sveitar í Mosfellssveit verða haldnir
á sunnudaginn. Stjórnandi er Birgir
D. Sveinsson.
Lýsistrata
— grískurgleðileikur
í Menntaskólanum v/Sund
Leikfélagiö Thalía f Menntaskólanum v/Sund sýnir gríska
gleðileikinn Lýsiströtu eftir Aristofanes. Sýningar verða
sunnudaginn 2. mars kl. 20.30, mánudag, þriðjudag og
miðvikudag á sama tíma.
Úr Lýsiströtu í Menntaskólanum v/Sund.
Guðjón Pedersen, Edda Björgvins-
dóttir, Leifur Hauksson, Andri
Clausen og Steinar Magnússon.
Nemendaleikhúsið:
Ó muna tíð
Sýningar verða föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld kl. 20.30
í Lindarbæ. Þetta er næst síðasta
sýningarhelgi.
Revíuleikhúsið:
Skottuleikur
Sýningar eru í Breiðholtsskóla
laugardag kl. 15 og sunnudag kl. 16.
Leikfélag Hafnarfjarðar:
Fúsi froskagleypir
Sýningar verða í Bæjarbíói laug-
ardag og sunnudag kl. 3.
TÓNLIST
Norræna húsið:
Tónlist á íslandi
heitirsýning í Norræna húsinu sem
lýkur nú um helgina. Á sýningunni
er margt sem tengist tónlistarsögu
íslendinga. Sýningin eropin frá
14-17.
dagsferðir á vegum félagsins og
hefjast báðar kl. 13. Farið verður í
ferð sem kallast Þingvellir að vetri,
gengið um Almannagjá og vellina.
Einnig veröurgönguferð með Leir-
vogsá þarsemTröllafossverður
skoðaður ívetrarbúningi. Brottför í
ferðirnar erfrá BSÍ.
Hana nú:
Helgarganga
Vikuleg ganga Frístundaklúbbs-
ins verður á morgun, laugardag.
Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl.
10. Allir Kópavogsbúar velkomnir.
Söguferð:
Reykjavík að vetri
Náttúruskoðunar- og söguferð
um gamla Víkurland sem farin var
um síðustu helgi á vegum Náttúru-
verndarfélags Suðvesturlands í til-
efni afmælisárs Reykjavíkur verður
endurtekin á morgun, laugardag.
Ferðin verðurfarin kl. 13.30 úrGróf-
inni frá bílastæðinu milli Vesturgötu
2 og Vesturgötu 4. Áætlað er að
ferðinni Ijúki milli kl. 17 og 18. Allir
velkomnir. Leiðsögumenn verða
Árni Hjartarson jarðfræðingur, Jó-
hann Guðjónsson líffræðingur, Páll
Líndal lögfræðingur og Jóhannes
Kjarval frá borgarskipulagi.
Leiklist
Þjóðleikhúsið:
Upphitun
Þjóðleikhúsið sýnir Upphitun eftir
Birgi Engilberts á laugardagskvöldið
kl. 20.00. Leikstjóri er Þórhallur
Sigurðsson. Með helstu hlutverk
fara Kristbjörg Kjeld, Þóra Friðriks-
dóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Guð-
rún Þ. Stephensen, Helga E. Jóns-
dóttir, Sigurveig Jónsdóttir og
Bryndís Pétursdóttir. Auk þeirra
koma fram meðlimir úr Islenska
dansflokknum og dansa m.a. Can
can.