Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 5
TcT* MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ 1986 B 5 Staðnæmst í stiganum á milll hæða. Niðri sóst inngangurinn og móttakan, en þar innaf eru skrifstofur TOK, uppi sést í horn- ið á fundarherberginu og enda- skrifstofuna. gluggafyrirkomulagið, en á neðri hæðinni er gler inn í skrifstofur og vinnusvæði TOK, tölvufyrirtækis- ins og á efri hæðinni eru skrifstof- urnar eftir endilöngum ganginum öðru megin, með gler fram á ganginn og fyrir horn, að næstu skrifstofu við. „Einhver hafði á orði að það væri nú ekki hægt að reka endurskoðendaskrifstofur fyrir opnum tjöldum, en það gengur ágætlega! Fólk er út af fyrir sig, en er þó samt í meiri tengslum við það sem fram fer. Viðbrögð þeirra sem hingað koma eru góð, enda iíður fólki vel í björtu og fallegu umhverfi, það skapar vissa nota- kennd. Sama er að segja um okkur sem hérna vinnum, þannig að þó húsið eins og það er hafi orðiö talsvert dýrara en ef við heföum látið byggja hefðbundinn kubb, þá er það vel þess virði." CB FORHITARAR MIÐSTÖÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins ÁVALLT TIL Á LAGER. r-"> 0/’ LANDSSMIÐJAN HF. A SÖLVHÓLSGÓTU 13-101 REYKJAVlt' SfMI (91) 20680 VERSLUN: ÁRMÚLA 23. TJöföar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! versJunirí Starmýri elqartilbo Hangikjöt úrbeinaður frampartur kr. 338 kg. London lamb úrbeinaður frampartur kr. 389 kg. Nautakjöt á mjög lágu verði: Hakk kr. 325 kg. buff kr.715kg. innanlæri kr. 767 kg. \0. At kr. 6 í pakka Heildósir af niður- Egg á kr soðnum ávöxtum 105.» 75 kr. Allirfá að smakka. Opið frá 9—18 mánud.—fimmtud. 9—19föstud. 10—16 laugard. verslunin Páskaegg komin í hiliurn- ar á niðursettu verði. Starmýri 2 S. 30420 - 30425 STMRMYRh •ö/ 'Opið í hádeginu alla daga Neytendamáladeild Verðlagsstofnunar: Flestar kvartanir vegna óréttmæta viðskiptahátta og neytendaverndar Innan Verðlagsstofnunar er starfandi neytendadeild. Forstöðumaður henn- ar og jafnframt eini starfsmaðurinn er Sigríöur Haraldsdóttir. Samkvæmt upplýs- ingum hennar skiptist starfið að megin- hluta í þrjá þætti; meðferð mála, norræna samvinnu á sviði neytendamála og fræðslustarfsemi. Á síðasta ári hafi neytendadeildin afskipti af 72 málum, sem er lítilsháttar fækkun frá árinu áður. Áberandi flest mál voru vegna meintra brota á 27. grein laga um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti. Sú grein fjallar m.,a. um rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eöa viðskipta- aðferðum „enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til þess að hafa áhrif á eftirspum eða framboð vara, fasteigna, þjónustu eða annars þess, sem haft er á boöstólnum í atvinnustarfsemi er lög þessi taka til sbr. 2. gr.“ Alls áttu 36 mál við þessa grein. Tíu mál áttu við ákvæði 26. greinar er fjallar um góða viðskiptahætti. Langflest málana vörðuöu þann kafla í áðurnefndum lögum er nefnist „Óréttmætir viðskiptahættir og neytenda- vernd." í 32 tilvikum bárust neytendadeildinni tilvísanir frá neytendum, í 18 tilvikum frá atvinnurekendum og í öðrum tilvikum ýmist frá félagasamtökum, opinberum aðilum eða dagblöðum og tímaritum. Fræðslustarfsemi neytendadeildar Verðlagsstofnunar er talsverð. Deildin hefur lagt megináherslu á að kynna lög sem varða neytendur, starfsemi deildar- innar, mál sem koma til meðferéar, og mál sem unnið var aö hjá norrænu ættismálanefndinni um neyterti Umsjón/Sigurður Sigurðarson Neytendamál í Svíþjóð Oplnbert markmlð neytendastarfs f SvíþjóA er aA styAJa neytendur og styrkja stöAu þeirra. MarkmiAIA nðlgast Svíar eftlr ýmsum leiAum. Oplnberir aAilar bera þó hltann af kostnaAI vlA neytendastarf. Hér i eftir verAur getiA um helstu neytendastofnanir f SvfþjóA. Byggt er á upplýslngum frá Neytenda- máladeild VerAlagsstofnunar. Konsumentverket vinnur að því að styðja neytendur og bæta stööu þeirra á markaðnum. í Konsumentverket eru gerð- ar rannsóknir og prófanir á vörum og kannaðar aðstæður neytenda og framboð vara og þjónustu. Eftirlit er haft með markaðsfærslu og söluskilyrðum. Áhersla er lögð á fyrirbyggjandi starf- semi t.d. er reynt að fá öruggari og hag- kvæmari vörur á markaðinn og betri upp- lýsingar með söluvarningi með því að ræða við atvinnurekendur. Mikið er lagt upp úr því að veita neytendum fræðslu um staðreyndir sem máli skipta, og vinna að hagkvæmari dreifingu vara, en það snertir sérstaklega neytendur sem búa í dreifbýli. Unnið er að menntun í neytendafræðum og reynt að styðja þau neytendastörf sem unnin eru á vegum bæjar- og sveitarfé- laga. Að auki er reynt að hafa áhrif á kennsluáætlanir og menntun kennara. Konsumentverket gefur út mikið af kennslugögnum í neytendafræðum. Hjá Konsumentverket starfa um 195 manns. Fjárhagsáætlun stofnunarinnar var á síðasta ári um 243 milljónir íslenskra króna. Um 4.000 skriflegar fyrirspurnir bárust stofnuninni, þar af 2.500 um órétt- mæta viðskiptahætti. Konsumentverket gefur mánaðarlega út tímaritið Rád och Rön í 200.000 eintaka upplagi, einnig Konsumentrátt og Ec- onomi sex sinnum á ári í 30.000 eintaka upplagi. Almfinna reklamatlonsnfimnden tekur til meðferðar deilumál, sem rísa milli seljenda og kaupenda, en ekki er skylda að fara eftir því sem nefndin ákveð- ur. Um 35 manns starfa hjá nefndinni. Um 37 milljónum íslenskra króna er varið til starfsemi hennar. Henni berast árlega um 8.000 mál til umfjöllunar. Unnið er að málum í þágu neytenda á vegum bæjar- og sveitarstjórna, en til þess fæst ekki framlag frá ríkinu, að því undanskildu að neytendaskrifstofurnar fá gögn og fleira frá Konsumentverket sem sór einnig um að mennta starfsfólk með því að halda námskeiö og fleira. Neytendastarfsemin fer fram í um 210 bæjarfélögum (kommuner) í Svíþjóð af um 284. Til þessarar starfsemi er varið 163 milljónum íslenskra króna. Þangað berast um 245.000 fyrirspurnir á ári hverju og þar af eru kvartanir um þriðjungur. Tollalækkunin til neytenda Eftir síðustu tollalækkanir hafa tals- verð brögð verið að því, að innflytj- endur hafi ekki lækkað útsöluverð á vörum sínum. Neytendaþátturinn frétti til að mynda um einn aðila, er fór mjög frumlega leiö til að draga úr þeirri lækkun, sem neytend- ur áttu að njóta. Hann verðmerkti vöruna með gamla verðinu og nýja verðinu. Sá galli var þó á gjöf Njarðar, að annað var gamla afborgunarverð vörunnar, en nýja verðið er hann gaf upp var núgildandi staðgreiðsluverð. Eins og allir vita hafa sumir kaupmenn tvenns konar verð á vörum sinum, stað- greiðsluverð og afborgunarverð. Mismun- urinn er talsverður. Á sjónvörpum, hljóm- flutningstækjum eða öðrum dýrum hlutum getur munað nokkrum þúsundum króna, sem kaupmaðurinn leggur á vöruna, vilji einhver kaupa hana með afborgunum. Nefna má dæmi um sjónvarp er kostaöi fyrir tollalækkun kr. 40.000 miöað við staðgreiðslu. Afborgunarverðið var þá kr. 44.000. Gerum ráð fyrir til einföldunar að tollalækkunin samsvari 15% lækkun á út- söluverði. Kaupmaðurinn hefur þá selt sjónvarpstækið eftir tollalækkun á kr. 37.400, dregið 15% frá afborgunarverð- inu. Honum bar þó að draga þessar 15% frá staðgreiðsluverðinu, kr. 40.000. Þá hefði sjónvarpiö verið selt á kr. 34.000. Þarna hagnaðist kaupmaðurinn i stað neytandans um kr. 2.400. Álíka mál var kært til neytendadeildar Verðlagsstofnunar, og varð þaö til þess að kaupmaðurinn sá að sér og leiðrétti verð vörunnar. Ástæða er til þess að brýna það fyrir neytendum að gæta vel að verðinu, þvi sú tollalækkun, sem samiö var um í kjölfar síðustu kjarasamninga, á að skila sér sannanlega til neytenda. Hagur kaup- manna felst hins vegar í meiri sölu á þeim vörum sem eftirspurn er í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.