Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1986 -------• ’ 1 1 ...................... B f Soffía Sigfinnsdóttir Matthías Matthíasson AAatsteinn Maack Ragnar Magnússon Steinunn Ólafsdóttir Margrét Sölvadóttir Jóhanna Gústa Baldvinsdóttir „Sáttur, því aldrinum breyti ég aldrei“ „Ég mun hætta að vinna um sjötugt, og þó, því aldrei mun ég geta hætt að andskotast eitt- hvað,“ segir Aðalsteinn Maack. Hann er 66 ára. — „Verð löggilt gamalmenni í haust," eins og hann orðar það. Aðalsteinn býr ásamt konu sinni í eigin íbúð. Hann hefur nægar tekjur að eigin mati og góða heilsu. Hann var spurður að því, hvort hann sæi fram á miklar breytingar á fjárhagsstöðu sinni, þegar hann hættir að vinna: „Nei, ekki svo mjög. Heilsan er að sjálfsögðu fyrir öllu, en ég hef greitt í lífeyrissjóð síðustu 20 árin og sá lífeyrir að viðbættri ellitrygg- ingu ætti að duga.“ Aðalsteinn var spurður um þær hugmyndir sem hann hefur varð- andi húsnæði fyrir aldraða. „Það er mjög mikilvægt að fólk eigi margra kosta völ. Ég vildi búa á þeim stað, þar sem öll almenn þjónusta er innan seilinar ef ég þyrfti á að halda. Ég hef ekki kynnt mér náið ástand mála í dag, en af því sem ég heyri, þá er ástandið í húsnæðismálum aldraðra mjög alvarlegt." — Ert þú sáttur við að hætta að vinna? „Já, ég er alveg sáttur viö þaö, því ég hef verið samtíða fólki, sem hélt að það gæti haldið áfram að vinna alla sína ævi. Það getur enginn, en skynsamlegt er að hætta smátt og smátt." — Hafðir þú kynnt þér rétt þinn, t.d. varðandi almannatryggingar, lífeyrissjóði, hlunnindi hjá hinu opinbera o.s.frv.? „Nei, það hafði ég ekki gert fyrr en ég kom hingaö. Mér sýnist þó til að byrja með, að málefni aldr- aðra séu geysilega flókin og erfitt að setja sig inn í þau. Þetta er frumskógur reglugerða sem brýnt er að einfalda. Eg ætla þó að kynna mér þessi mál mjög vel. Nei, aldrinum kvíði ég ekkL Ég er sáttur við minn aldur því honum fæ ég aldrei breytt." „Einmanaleikinn er öldruðum hættulegastur" „Það er ákaflega brýnt að aldr- aðir geti snúið sér að einhverju til að dreifa athyglinni. Fólk má ekki heldur loka sig inni, því einmana- leikinn er öldruðum hættulegastur. Ég þekki fjölmörg dæmi um fólk, sem hefur hjaðnað niður, fær sig ekki til að hafa samband við annað fólk,“ segir Ragnar Magnússon, 67 ára öryrki. Ragnar hefur verið hjartasjúkl- ingur um tima og ekkert unnið, en hann sér nú fram á bjartari tíð, því hann ætlar sér að fara aftur að vinna, þótt það verði aðeins hlutastarf. Ragnar og kona hans búa í eigin íbúð og börnin eru farin að heiman. Konan vinnur ennþá fullan vinnu- dag, en hvað gerist þegar hún þarf að hætta að vinna. „Við sjáum fram á talsverðar breytingar. Við höfum þó reynt að undirbúa okkur.t.d. höfum við flutt í minni íbúð og minnkað við okkur eyðsluna." Ragnar var spurður álits á hús- næðismálum aldraðra. „Ég er á sömu skoðun og marg- ir, sem tekið hafa til máls hér í kvöld, að hægt væri að byggja mun heppilegra og ódýrara þjónustu- húsnæði fyrir aldraða en nú er gert. Þá ér heppilegra að færa alla þjónustuna á þrengra svæði frekar en að dreifa henni út um allan bæ einsog núergert." — Vissir þú um rétt aldraðra áður en þú komst hingað? „Nei, eiginlega ekki. Ég hef ekki borið mig eftir neinum upplýsing- um. Mér finnst þó mikið vanta upp á að nauðsynlegustu upplýsingar um rétt aldraðra séu almennt nógu skýrlega fram settar. Þessu þarf að kippa í lag. Annars finnst mér námskeiðið vera mjög heppilegt og nauðsynlegt. Með þessu fyrir- komulagi næst mun betra sam- band við aldraða og þá hlýtur árangurinn að skila sér. Námskeið- ið er því skref í rétta átt." „Ellin er ekki feimnismár „Mörgum finnst erfitt að tala um ellina eins og hún sé eitthvert feimnismál. Þetta er algjör mis- skilningur. Við eldumst alla tíð og verðum að lokum öldruð, bara ef við lifum nógu lengi," segir Stein- unn Ólafsdóttir, 74 ára húsmóðir. Steinunn býr ásamt manni sín- um í eigin húsnæði. íbúðin er mjög stór, of stór eftir því sem hún segir sjálf. Áður var margt í heimilinu, en nú eru börnin farin að heiman, en þau hafa ekki ráðist í það að minnka við sig af ýmsum ástæð- um. „Ég myndi gjarnan vilja skipta og komast í lítið raðhús eins og boðið er upp á hjá DAS í Hafnar- firði. Lfkast til fengjum við ekki það verð fyrir íbúðina sem slíkt raðhús myndi kosta. Við höfum búið í sömu íbúðinni síðan 1945 og þar viljum við vera meðan heilsan leyf- ir.“ Steinunn kveður það hafa verið mikil viðbrigði að hætta fullri vinnu, en margt annað hafi komið í stað- inn. „Ég var svo heppin að geta farið í tómstundastarf, fyrst á Hallveigarstöðum og síðan hér í Norðurbrúninni. Hér er ég mjög ánægð. Svo stunda ég sundlaug- arnar reglulega og nýt þess mjög mikið. Annars vildi ég að þú skilaðir kærum þökkum til Þóris S. Guð- bergssonar og starfsfólks hans, svo og þeirra, sem byggt hafa upp tómstundastarfið. Eins máttu skila miklu þakklæti til starfsfólksins hér í Norðurbrún 1.“ „Meðan heilsan og kraftar leyfa“ „Nei, ég er ekki hrædd við ellina. Ég er svo félagslynd í mér og á góða vini og kunningja. Svo er ég mjög mikiö fyrir ýmiskonar handa- vinnu og ég hlakka bara til að fá að vera samvistum við gott fólk,“ segir Margrét Sölvadóttir, 62 ára afgreiðslustúlka. Margrét býr ásamt maka sínum í eigin húsnæði sínu. Börnin eru farin að heiman og þau eru tvö eftir. Þau hafa góðar tekjur að hennar mati, en býst við geysileg- um breytingum á eftirlaunaaldri. Hún hefur ekki verið i lífeyrissjóði nema um skamman tíma og hann frá 1970. Hún segist þó vilja halda áfram að vinna sé það mögulegt. Margrét var spurö álits á hús- næðismálum aldraðra. „Ég vil sjálf vera heima svo lengi Auður Jónsdóttir, fulltrúl og Slgrfður Hjörleifsdóttir, félagsráðgjafi. styrki að ræða, eða millifærslu, þá tekur Félagsmálastofnunin að sér að greiða ýmsa reikninga fyrir umsækjandann, s.s. símareikning, rafmagnsreikning o.s.frv. Sigríður: „Margir halda að þjón- usta fyrir aldraða sé að mestu leyti sjálfvirk. En svo er ekki í mörgum tilvikum. Aldraðir þurfa að sækja um. Oft er erfitt að fá gamalt fólk til aö leita til okkar. Það líkir þessu við sveitastyrki, en það er mikill misskilningur. Það á rétt á aðstoð okkar rétt eins og það á rétt að sjúkrahúsvist án greiðslu." „1315manns á bidlista“ „Með byggingu þjónustuibúð- anna í Norðurbrún 1 voru mörkuð tímamót í þjónustu við aldraða. Þarna var bryddað upp á nýju formi, sem gerði fólki kleyft að halda sjálfstæði sínu og tekjum í stærra húsnæði. Aldraðir búa í leiguíbúðum, einstaklings- eða hjónaíbúðum. Þetta hefur reynst ákaflega vel og íbúðum af þessu tagi hefur fjölgað," segir Petrina Ásgeirsdóttir, félagsráögjafi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Hún flutti erindi á námskeiðinu um húsnæðis- og vistunarmál aldr- aðra. í samtali við blaðamann sagði Petrína að nú væri 1315 aldraðir einstaklingar á biðlista, 1186 umsóknir. Um 500-600 manns óska eftir þjónustuíbúðum, um 200-300 eftir vernduðum þjón- ustuíbúðum og 300-400 eftir dval- ar- og hjúkrunarheimilinu Drop- laugarstöðum. Margt af þessu fólki hefur ekki eignast íbúðir eða á ekki íbúðir. Þeir sem eiga íbúð fá í fæstum tilvikum að komast í þjónustuíbúö. Þetta fólk er ekki talið njóta forgangs. „Um 720 manns hafa verið metnir sem forgangshópur sam- kvæmt fáanlegum upplýsingum um þá, s.s. umsóknum, læknis- vottorðum og viðtölum við ætt- ingja eða vini, auk þess sem fulltrú- ar Félagsmálastofnunar hafa heimsótt hluta af þessu fólki. Á síðasta ári komust 35 ein- staklingar inn af biðlistanum, þar affimmhjón." KRANSAKÚKUMÚT iBIERING LAUGAVEGI 6 SÍM114550 sem heilsa mín og kraftar leyfa. íbúöin er að vísu stór, en börn og barnabörn koma tíðum í heimsókn og veitir þá ekkert af húsrýminu." Margrét taldi sig hafa vitað litið um réttindi aldraðra, en vita nú mun meira en áður vegna nám- skeiðsins. „Ég vildi fá að fræðast um það sem framundan er og þess vegna kom ég á þetta nám- skeið." „Lífið gengur ágætlega“ „Ég á mér mörg áhugamál, stunda innhverfa íhugun og les mikið. Mér finnst lífið ganga ágæt- lega. Kannski einangra ég mig of mikiö, ég veit það getur verið hættulegt, en þannig er ég gerð. Ég dáist aftur á móti að því fólki sem sækir tómstunda- og félags- starf aldraðra," segir Jóhanna Gústa Baldvinsdóttir, 74ára ekkja. Jóhanna býr ein í stóru húsi, en hún vill ekki minnka við sig, því minningarnar eru bundnar húsinu. „Mér finnst bráðnauðsynlegt að huga að þeim, sem vilja vera heima og geta það, því ekki vilja allir fara í þjónustuíbúðir eða á vistheimili." Jóhanna taldi sig vita nokkuð um réttindi aldraðra fyrir nám- skeiðið. „En þetta námskeið er ákaflega nauðsynlegt og hér hef ég fengið upplýsingar um margt sem gott er að vita. Svona fundir þyrftu að vera oftar. Það er reglulega ánægjulegt að vera innan um fólk, sem hefur sömu aðstæður og maður sjálfur. Ég er þessu fólki sem að nám- skeiðinu stóð afskaplega þakklát. «*r Ég hefði ekki viljað missa af því fyrirnokkurn mun.“ sjálfstýringar Wagner-sjálfstýringar, komplett með dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskað er, fyrir allar stæröir fiskiskipa og allt niður í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auðveldar í uppsefningu. Höfum einn- ig á lager flestar stærðir vökvastýrisvéla. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Atlas hf *6orgartún 24 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.